Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




Bein lýsing
DHL deild karla - Ásgarður 15. apríl kl: 16:00
Stjarnan
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Stjörnunnar og Akureyrar í 20. umferð DHL-Deildar karla, leikurinn hefst klukkan 16:00. Liðið sem sigrar í dag tryggir sér síðasta sætið í Deildarbikarnum. Það má því búast við allsvaðalegum leik.


Tími   Staða   Skýring
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Stjörnunnar og Akureyrar í 20. umferð DHL-Deildar karla, leikurinn hefst klukkan 16:00. Liðið sem sigrar í dag tryggir sér síðasta sætið í Deildarbikarnum. Það má því búast við allsvaðalegum leik.
Frétt af leikmannahópi Akureyrar
Einar Logi Friðjónsson mun ekki leika í dag. Einar er puttabrotinn og verður því ekki meira með á þessu tímabili.
Leikurinn hefst eftir um það bil 5 mínútur
Það eru mjög illa mætt á leikinn, verið er að kynna liðin í augnablikinu
Byrjunarlið Akureyrar: Andri vinstra horn, Magnús vinstri skytta, Ásbjörn leikstjórnandi, Aigars hægri skytta og Goran hægra horn, Hörður Fannar á línu og Hreiðar Levý byrjar í markinu
Stjarnan er með sitt sterkasta lið nema að Ólafur Víðir er ekki með í dag. Það má því búast við hörkuleik
00:01 Leikurinn er hafinn, Stjarnan með bolta Akureyri í 3-2-1 vörn
00:34 0-1 Jankovic skorar úr hraðaupphlaupi
Stjarnan er búið að vera lengi í sókn
01:25 1-1 Stjarnan skorar eftir mjög langa sókn
01:56 Magnús reynir skot en Roland ver
02:12 Goran Gusic með góða vörn, Stjarnan með boltann
02:35 2-1 Stjörnumenn skora og komast yfir
Sævar Árnason kallar á sína menn inn á völlinn
03:20 Akureyri búið að vera lengi í sókn, höndin er komin upp
03:35 2-2 Ásbjörn skýtur en klikkar, Andri Snær nær frákastinu og skorar
04:10 3-2 Patrekur skorar fyrir Stjörnuna
04:40 Ásbjörn með skot en Roland ver
04:58 4-2 Stjarnan skorar strax úr hraðaupphlaupi og kemst tveim mörkum yfir
05:30 4-3 Hörður Fannar skorar fyrir utan!
Aigars skiptir út fyrir Goran í sókn og Goran er í skyttu, Jankovic í hægra horni
06:00 5-3 Stjarnan skorar enn
Lítið gengur hjá Akureyringum að opna vörn Stjörnunnar
06:50 Goran Gusic klikkar
07:00 6-3 Elías skorar úr hraðaupphlaupi fyrir Stjörnuna
07:05 Sævar Árnason tekur leikhlé
Áhorfendum er farið að fjölga í húsinu, þrátt fyrir það eru enn aðeins um 50-60 manns í húsinu
07:06 Rúnar og Þorvaldur eru að koma inn í vörn, leikurinn er hafinn
07:24 6-4 Magnús skorar glæsilegt mark
Rúnar er á miðju í sókn í stað Ásbjarnar
07:50 7-4 David Kekelia skorar fyrir Stjörnuna
08:15 Magnús með skot sem er varið en Stjarnan missir boltann útaf
08:30 Andri Snær fer í gegn, klikkar en Akureyri er enn með boltann
08:50 7-5 Goran Gusic skorar í horninu
09:05 Patrekur fer í gegnum vörn Akureyrar, Hreiðar Levý ver en víti er dæmt
09:25 8-5 Stjarnan skorar og kemst aftur í þriggja marka forskot
09:35 Sveinbjörn kemur í mark Akureyrar
09:55 Jankovic fer í gegn en klikkar
10:05 Stjörnumenn skjóta hinsvegar framhjá
10:15 Goran Gusic skýtur strax en Roland ver
10:25 9-5 Akureyringum er refsað, hraðaupphlaupsmark
10:50 Hörður Fannar skýtur í varnarvegg Stjörnunnar og Stjarnan er með boltann
11:00 Hörður Fannar ýtir í Elías sem var að fara í gegn, víti og 2 mínútur
11:02 10-5 Stjarnan skorar úr vítakastinu
Löng sókn hjá Akureyri, höndin er komin upp
Rúnar fiskar aukakast
12:05 Rúnar skýtur en Roland ver enn
12:40 11-5 Patrekur skorar fyrir Stjörnuna
Stjarnan er búin að skora 4 mörk í röð
13:13 11-6 Rúnar skorar og minnkar þar með muninn
Akureyri nær boltanum en missir hann
14:30 Stjarnan skýtur framhjá, Akureyri með boltann
14:40 11-7 Goran Gusic skorar, Roland varði boltann inn
Magnús tekur fast á því í vörninni
15:30 Jankovic fær gult spjald
15:50 12-7 David Kekelia fer í gegn og skorar, vörnin er alls ekki nógu góð hjá okkar mönnum
16:20 Magnús snýr sig aðeins og tíminn er stopp, hann mun væntanlega halda áfram þrátt fyrir smá meiðsli
16:21 Leikurinn hefst að nýju, Aigars kemur inn í stað Gorans
16:40 Rúnar fiskar vítakast
Goran Gusic tekur það
16:45 Goran Gusic klikkar en Akureyri nær boltanum
17:25 Rúnar skýtur en Roland ver
17:35 Sveinbjörn ver vel en Stjarnan fær víti, Rúnar var inn í teig, Rúnar fær gult spjald
17:58 13-7 Patrekur skorar úr vítinu
18:25 Rúnar skýtur í varnarvegg Stjörnunnar, Stjarnan með boltann
18:58 Stjarnan missir boltann og Akureyri kemur hratt á vörn Stjörnunnar
19:45 Höndin er komin upp, lítil ógn hjá Akureyri
19:58 Magnús reyndi við sirkusmark en hann skaut framhjá
20:00 Stjarnan tekur leikhlé
Mjög furðulegt að markmenn Akureyrar hafa aðeins varið eitt skot á 20 mínútum á sama tíma og Roland hefur varið um 8 skot. Munurinn liggur klárlega þarna en vörn Akureyrar hefur líka verið skelfileg
Tite Kalandadze er á bekknum hjá Stjörnunni og er að gera sig kláran.
Sex leikmenn hafa skorað þessi 7 mörk Akureyrar
20:01 Leikurinn er hafinn að nýju, Stjarnan í sókn
20:25 Ruðningur dæmdur, Akureyri í sókn
20:38 Rúnar skýtur enn og Roland ver
20:45 14-7 Enn og aftur skorar Stjarnan úr hraðaupphlaupi
Ásbjörn kemur í sóknina í stað Rúnars
21:27 15-7 Magnús missti boltann og Stjarnan refsar með hraðaupphlaupsmarki
21:45 Magnús reynir skot, það fer í varnarvegg Stjörnunnar, Akureyri heldur þó boltanum
22:05 15-8 Magnús skorar, eftir langa bið
Roland var brjálaður yfir því að dómarar leiksins skyldu ekki hafa stöðvað leikinn vegna vandamála með gólfið, það hefur þó verið lagað núna
Tíminn er stopp, enn verið að huga að gólfinu í húsinu
22:06 Leikurinn er hafinn að nýju eftir viðgerðir á gólfi hússins
22:35 Akureyri nær boltanum og fer í sókn
22:50 Magnús fær dæmt á sig skref...
22:58 16-8 Elías skorar úr hraðaupphlaupi
23:40 Ásbjörn skaut í vörnina og útaf, hornkast Akureyri
23:55 16-9 Ásbjörn tekur sig til og skorar
24:27 Hreiðar Levý ver en hann er nú kominn í markið
24:35 Stjarnan skýtur í stöngina og Akureyri fær boltann
Eftir smá læti þá heldur Akureyri boltanum
25:16 Ásbjörn kominn einn í gegn en setur boltann yfir
26:08 17-9 Patrekur skýtur, Hreiðar Levý ver en frákastið var Stjörnunnar og mark
26:45 17-10 Magnús stekkur upp og skorar
Tite Kalandadze er kominn inná
27:15 18-10 Elías fer inn úr horninu og skorar
27:30 Ásbjörn fer í gegn, varið en aukakast dæmt
27:58 Magnús fiskar vítakast, vel gert hjá honum
Goran Gusic mun taka það
28:15 18-11 Goran Gusic skorar af öryggi
28:45 Boltinn dæmdur af Stjörnunni, Andri Snær virðist hafa meitt sig eitthvað
29:20 18-12 Magnús óð í gegn og skoraði!
29:50 Góð vörn hjá Akureyri
29:59 19-12 Tite kemur með sleggju sem Hreiðar Levý var alveg við það að verja en allt kom fyrir ekki
30:00 Staðan er því 19-12 fyrir Stjörnuna í hálfleik
Mörk/skot:
Magnús 4/9, Goran 3/6 (1/2 víti), Rúnar 1/4, Andri 1/2, Hörður Fannar 1/2, Jankovic 1/5 og Ásbjörn 1/5

Markvarsla
Hreiðar 2 skot varin og Sveinbjörn 1
Ljóst er að ef Akureyri ætlar sér í Deildarbikarinn þarf liðið að loka vörninni og fá markvörslu.
Það er alltof mikið að fá á sig 19 mörk í fyrri hálfleik, sóknarleikurinn hefur einnig verið brösuglegur og liðið hefur fengið mörg hraðaupphlaupsmörk í bakið vegna slæmra mistaka í sókninni
Valur er að vinna ÍR 17-10 í hálfleik og HK er að vinna Hauka 15-9 í hálfleik. Ekki er vitað um stöðuna í leik Fram og Fylkis
Fram er að vinna Fylki 17-14 í hálfleik
30:01 Leikurinn er hafinn
30:20 19-13 Magnús skorar með góðu skoti
30:40 Elías skýtur í stöng, Akureyri með boltann
31:00 19-14 Jankovic skorar með skoti fyrir utan!
Akureyringar koma mjög ákveðnir til leiks
31:30 20-14 Stjarnan hinsvegar nær að skora
32:00 21-14 Magnús skýtur, það er varið og Elías refsar með marki
32:35 Ásbjörn með skot sem er varið en Akureyri heldur boltanum
32:50 Þorvaldur fiskar vítakast og Patrekur fer útaf í 2 mínútur
33:04 21-15 Goran Gusic skorar mjög örugglega
Sveinbjörn er kominn í markið
33:30 Magnús skýtur og Roland grípur boltann
33:35 22-15 Okkar mönnum enn refsað með marki
34:00 Magnús með skot en brotið er á honum
34:17 22-16 Ásbjörn brýst í gegn og skorar
Geta Akureyringar rifið sig í gang og komið sér inn í leikinn?
34:40 Akureyringar ná boltanum
34:51 22-17 Jankovic skorar eftir góða sendingu frá Aigars
35:20 23-17 Elías er enn að skora
36:10 Jankovic fer í gegn en það er varið frá honum
36:20 24-17 Elías skorar enn og aftur
36:45 Aigars fiskar vítakast
37:00 24-18 Goran Gusic skorar
Roland var vel í boltanum en það var ekki nóg
Akureyri nær boltanum
37:25 Andri Snær fer í hraðaupphlaup en það er varið frá honum
37:50 Akureyringar ná boltanum þó aftur
38:00 Akureyringar stilla upp í sókn
38:40 Magnús fer í gegn en það er varið
38:55 25-18 Stjarnan skorar enn og aftur með hraðri sókn
Heiðar Þór kemur inn í stað Andra, Andri virðist vera eitthvað meiddur
39:20 25-19 Ásbjörn skorar
39:30 Bekkur Akureyrar fær gult spjald
39:50 Skref dæmd á Stjörnuna
39:55 Jankovic fer í gegn skýtur framhjá en víti dæmt
40:00 25-20 Goran Gusic skorar, er líf að kvikna?
40:55 26-20 David Kekelia fer í gegn og skorar
41:16 Ásbjörn skýtur en það er varið, Akureyri heldur þó boltanum
41:35 Ásbjörn missir boltann en fótur dæmdur á Stjörnuna
41:55 Akureyri í sókn
42:00 Heiðar Þór fær dæmt á sig skref
42:02 Magnús stelur boltanum
42:12 26-21 Aigars skorar
42:40 Sveinbjörn ver glæsilega
42:44 Jankovic fær dæmt á sig skref
Góð vörn hjá Akureyri, Stjarnan með boltann
43:30 Akureyri nær boltanum
43:35 26-22 Heiðar Þór skorar
44:16 Stjarnan skýtur í Þorvald og hornkast
44:25 Sveinbjörn ver, en Aigars fær 2 mínútur fyrir hrindingu
44:39 27-22 Elías skorar, á ekkert að fara að stoppa hann?
45:40 Ásbjörn missir boltann
45:50 27-23 Akureyri nær boltanum og Hörður Fannar skorar
46:20 28-23 Stjarnan skorar eftir gott spil
46:50 Ásbjörn missir boltann
46:55 29-23 David Kekelia skorar
Ótrúlegt hvað Akureyri er búið að gefa Stjörnunni mörg hraðaupphlaup
47:30 29-24 Magnús skorar gott mark, það er enn von
47:50 Stjarnan skýtur yfir en víti er dæmt
48:00 30-24 Patrekur skorar
48:47 31-24 Enn missa okkar menn boltann og hraðaupphlaupsmark
48:50 Sævar Árnason hefur fengið nóg og tekur leikhlé
Ljóst er að Fylkir er að falla, þeir eru að tapa fyrir Fram, ÍR er einnig að falla en þeir eru að tapa fyrir Val
48:51 Leikurinn er hafinn á ný
49:10 31-25 Jankovic skorar eftir góða sendingu frá Aigars
49:35 Aigars fær 2 mínútur og vítakast dæmt, Stjarnan getur farið langleiðina með sigur með marki
49:40 Stjarnan skorar, Hreiðar Levý kom í markið en náði ekki að verja
32-25 Staðan er því 32-25
Höndin er komin upp hjá Akureyri
50:35 Magnús reynir en aukakast dæmt
50:50 32-26 Aigars gabbar vörn Stjörnunnar upp úr skónum, fer í gegn og skorar
51:18 Jankovic nærri búinn að stela boltanum en það gekk ekki
51:28 33-26 Stjarnan skorar
51:40 Akureyri er í sókn, sóknin gengur illa
52:15 Ásbjörn skýtur í vörnina og Stjarnan fer í sókn
52:20 Tíminn er stopp, brotið var á Elíasi en hann fékk aðeins aukakast, hefði hugsanlega átt að fá víti
52:40 Lína dæmd á Stjörnuna
52:47 Aigars fer í gegn en lætur verja frá sér
53:12 34-26 Stjarnan skorar af línunni
Markmenn Akureyrar hafa varið 4 skot samtals í dag
53:30 Magnús með línusendingu og víti dæmt
53:40 34-27 Goran Gusic skorar, Roland skipti útaf en Goran skorar, Akureyri er einum fleiri þessa stundina
54:16 Skref dæmd á Stjörnuna
54:20 34-28 Aigars brýst í gegn og skorar, 2 mínútur á Stjörnuna, þeir eru 2 færri
Leikurinn er stopp, Aigars liggur eitthvað eftir
54:21 Leikurinn hefst á ný
54:40 Akureyri nærri því búið að stela boltanum en ekki gekk það
54:57 Skref dæmd á Stjörnuna
55:04 34-29 Heiðar Þór skorar úr hraðaupphlaupi
Enn er Stjarnan 2 færri
55:15 Rúnar stelur boltanum
55:20 Hann sendir á Goran sem fer í gegn og brotið er á honum, víti dæmt
55:40 34-30 Goran Gusic skorar úr vítinu
Stjarnan er einum færri, í 20 sek í viðbót
56:45 Goran Gusic fær 2 mínútur, er vonin alveg farin?
57:00 Akureyri stelur boltanum en Heiðar Þór klikkar
57:03 Stjarnan tekur leikhlé
57:20 Stjarnan missir boltann og fá 2 mínútur fyrir að kasta boltanum í burtu, jafnt í liðum
57:50 Lína dæmd á Jankovic
58:16 35-30 David Kekelia tryggir endanlega sigur Stjörnunnar
58:50 Magnús skýtur en það er varið
59:14 Hreiðar Levý ver! 5. varði boltinn í leiknum hjá Akureyri
59:27 35-31 Aigars skorar og lagar stöðuna
59:44 Vörn Akureyrar ver, en Stjarnan heldur boltanum
60:00 Skot Stjörnunnar er framhjá, Hreiðar Levý reynir skot yfir völlinn en Roland skallar boltann yfir
Mörk/skot:
Goran 8/11(6/7 víti) Maggi 7/15, Aigars 4/5, Jankovic 4/6, Ásbjörn 3/10, Hörður 2/3, Heiðar 2/3, Andri 1/3, Rúnar 1/4
Markvarsla:
Hreiðar Levý 3 skot og Sveinbjörn 2
Heimasíðan þakkar Helga Má Jósepssyni fyrir hjálpina í Beinu Lýsingunni.

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson