Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Bein lýsing
N1 deild karla - KA-Heimilið 4. október kl.19:00
Akureyri
 
Haukar
0
-
0
00:00
Velkomin í leikinn, verið er að kynna leikmenn liðanna.


Tími   Staða   Skýring
Velkomin í leikinn, verið er að kynna leikmenn liðanna.
0-0 Haukar byrja með boltann, leikurinn er hafinn
Jónatan kemst inn í sendingu og Akureyri komið í sókn
1:40 Varið frá Magnúsi
2:05 0-1 Sigurbergur kemur Haukum yfir
2:45 0-2 Magnús með misheppnaða sendingu og Haukar skora úr hraðaupphlaupi
4:00 Brotið á Heiðari Þór
Sveinbjörn ver tvisvar í sömu sókn
4:48 Andri Snær lætur verja frá sér úr hægra horninu
Sveinbjörn ver
Sveinbjörn ver enn einu sinni
6:20 1-2 Goran Gusic brýst í gegn og skorar
7:15 Vörn Akureyrar ver vel og nær boltanum, Hörður Fannar lætur verja frá sér í hraðaupphlaupi
7:45 Sveinbjörn ver
Hörður Fannar í dauðafæri en það er varið og Haukar í sókn
8:50 2-2 Heiðar Þór skorar úr vinstra horninu
9:30  Björn Óli fær gult spjald fyrir vaska framgöngu í vörninni
Sveinbjörn ver en Haukar fá aukakast
10:24 3-2 Andri Snær skorar úr hraðri sókn
10:58 Sveinbjörn ver en Haukar fá aukakast
Dómararnir eru komnir í skúringar
11:10 Haukar missa boltann
Björn Óli lætur verja frá sér í dauðafæri
12:10 4-2 Goran Gusic með glæsimark stöngin inn
Akureyri fær boltann en Magnús á skot yfir
13:00 4-3 Andri Stefan skorar fyrir Hauka
13:45 Sveinbjörn ver
 Hörður Fannar í baráttu á línunni, Haukaleikmaður fær gult
14:30 5-3 Björn Óli lyftir sér upp og skorar
Sveinbjörn ver en Haukar fá boltann
Sveinbjörn ver en Haukar fá víti
15:45 5-4 Halldór Ingólfsson skorar úr vítinu
Magnús með skot sem er varið
5-5 Haukar jafna eftir að Sveinbjörn hafði varið meistaralega
Magnús fær aukakast
18:00 5-6 Magnús með mislukkaða sendingu og Andri Stefan skorar eftir hraða sókn
18:30 6-6 Goran Gusic skorar með góðu skoti
19:12  Hörður Fannar rekinn útaf í 2 mínútur
19:25 6-7 Gunnar Berg skorar fyrir Hauka
Magnús með skot sem er varið
20:50 6-8 Jón Karl skorar úr horninu
21:40  Haukamaður fær gult spjald fyrir fót. Sævar Árnason ákveður að taka leikhlé
Leikurinn hefst á ný
22:00 6-9 Andri Stefan skorar úr hraðaupphlaupi fyrir Hauka
22:30 7-9 Björn Óli brýst í gegn og skorar
22:55 8-9 Goran Gusic skorar úr hraðri sókn
23:30 Haukar fá aukakast
24:20 Sveinbjörn ver en Haukar fá innkast
24:30 8-10 Halldór Ingólfsson skorar klúðursmark úr aukakasti
Einar Logi fær á sig ruðning
Vörnin ver frá Gunnari Berg
26:30 Haukar missa boltann en hraðaupphlaup Akureyrar mistekst
27:03 Haukar taka leikhlé
Vörnin og markvarslan hafa verið fín í leiknum, sóknin mætti ganga betur
Höndin er uppi en Haukar fá ítrekuð aukaköst
27:55 9-10 Magnús kemst inn í sendingu og skorar
28:45 10-10 Andri Snær skorar úr hraðaupphlaupi
29:21 10-11 Haukar með mark af línunni
29:59 Akureyri á aukakast
30:00 Magnús tekur skotið en varnarveggurinn tekur skotið
Hálfleikur
Mörk Akureyrar í fyrri hálfleik: Goran 4, Andri Snær 2, Björn Óli 2, Heiðar og Magnús 1 mark hvor.
Sveinbjörn er með 12 varða bolta.
Seinni hálfleikur fer að hefjast, Akureyri byrjar með boltann.
30:24 11-11 Andri Snær skorar úr hægra horninu
11-12 Andri Stefan skorar
31:28 12-12 Andri Snær skorar aftur úr hægra horninu
31:59 12-13 Jón Karl skorar fyrir Hauka
32:30 13-13 Goran Gusic svarar með fínu marki
Sveinbjörn ver en Haukar fá aukakast
33:00 13-14 Pétur Pálsson skorar af línunni fyrir Hauka
33:28 Ólögleg blokk dæmt á Akureyri
Sveinbjörn ver frá Gunnari Berg
34:12 14-14 Goran Gusic skorar úr hægra horninu
Það er hörkustemming í húsinu
Andri Snær brýtur á Gunnari Berg
Sveinbjörn ver en Haukar fá aukakast
Sveinbjörn ver
35:14 15-14 Goran Gusic með stöngin inn úr hægra horninu
36:10 16-14 Heiðar Þór skorar úr hraðaupphlaupi eftir sendingu frá Sveinbirni
Sveinbjörn ver en Haukar fá aukakast og taka leikhlé í kjölfarið
Leikurinn hefst að nýju
36:28 Jónatan tekur duglega á Andra Stefan svo þarf að skúra gólfið
 Sveinbjörn ver en Jónatan fær 2 mínútur og Haukar víti
36:43 16-15 Halldór Ingólfsson skorar úr vítinu
Goran Gusic með skot í stöng og útaf
37:47 16-16 Sigurbergur skorar fyrir Hauka
Magnús með skot sem er varið, Haukar með boltann
39:40 Sveinbjörn ver, Akureyri með boltann
Magnús með skot í stöng og afturfyrir
40:17 Brotið á Arnari Jóni, verið að þurrka gólfið
Akureyri vinnur boltann en dæmd lína á Heiðar Þór
41:40  Sigurbergur með skot langt yfir. Þorvaldur rekinn út af í 2 mínútur fyrir eitthvað sem enginn veit hvað er?
42:10 17-16 Jónatan skorar með skoti fyrir utan
42:30 17-17 Jón Karl skorar úr vinstra horninu fyrir Hauka
43:19 18-17 Heiðar Þór skorar sirkusmark
44:04 18-18 Arnar Jón brýst í gegn og jafnar
44:47  Haukamaður rekinn út af
45:30 Einar Logi með skot framhjá
46:09 Haukar fá vítakast
18-19 Hörður Flóki kemur í markið en Halldór Ingólfsson skorar úr vítakastinu
19-19 Björn Óli skorar eftir gegnumbrot
Rúnar er kominn í vörnina
47:16 Sveinbjörn ver en Haukar fá víti
47:40 19-20 Halldór skorar enn og aftur úr víti
Jónatan með skot sem er varið
Sveinbjörn ver og í kjölfarið er varið frá Andra Snæ
49:10 19-21 Andri Stefan skorar fyrir Hauka
Goran Gusic með skot sem er varið
50:10 Andri Snær stöðvar hraðaupphlaup Hauka
Höndin er komin upp á Haukana
Vörnin ver skotið í horn
Sveinbjörn ver og Akureyri í sókn
51:27 20-21 Heiðar Þór skorar úr vinstra horninu
52:00 21-21 Heiðar Þór skorar úr hraðaupphlaupi
Sveinbjörn ver en Haukar fá aukakast
Það er brjáluð stemming í húsinu
Haukar fá aukakast
52:44 21-22 Haukar skora af línunni
22-22 Þorvaldur með mark af línunni
Sveinbjörn ver en enn fá Haukar aukakast
54:06 Haukar fá ódýrt víti en það fer í stöng og Akureyri með boltann
Andri Snær fær á sig ruðning
55:47 22-23 Arnar Jón skorar fyrir Hauka
Heiðar Þór með misheppnaða sendingu, Haukar með boltann
57:18 22-24 Andri Stefan með mark eftir ótrúlega dómgæslu
Jónatan með skot sem er varið, Haukar með boltann
Dómararnir fara á kostum og gefa Haukum boltann hvað í annað.
Magnús nær boltanum, brotið á Andra Snæ og við tökum leikhlé
28:47 Leikurinn hefst að nýju
Dæmd lína á Goran Gusic
29:26 22-25 Halldór skorar
22-26 Freyr skorar
60:00 22-27 Haukar skora enn eitt hraðaupphlaupsmarkið á lokamínútunni og leiknum er lokið
Markaskorunin: Goran 7, Heiðar 5, Andri Snær 4, Björn Óli 3, Magnús, Jónatan og Þorvaldur 1 mark hver.
Markvarsla; Sveinbjörn átti stórleik í markinu og er skráður með 26 bolta varða.
Í heildina lék liðið býsna vel og margt jákvætt í leiknum. Þó var það sorglegt að fá á sig þrjú mörk á síðustu 40 sekúndunum og tapa fyrir vikið með fimm mörkum.
Við eigum vonandi skytturnar okkar inni fyrir næsta leik en Magnús og Einar Logi náðu sér engan vegin á strik í þessum leik.
Bein lýsing þakkar fyrir sig í dag og minnir á að það kemur leikur eftir þennan.

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson