Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Bein lýsing
N1 deild karla Mýrinni 8. desember kl. 16:00
Stjarnan
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Nú styttist í að leikurinn hefjist. Það eru nokkur forföll í liði Akureyrar. Magnús Stefánsson er ekki með í dag vegna meiðsla frá Haukaleiknum.


Tími   Staða   Skýring
Nú styttist í að leikurinn hefjist. Það eru nokkur forföll í liði Akureyrar. Magnús Stefánsson er ekki með í dag vegna meiðsla frá Haukaleiknum.
Þá er Ásbjörn ekki heldur með vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu
Þá tekur Hörður Fannar út leikbann og er því fjarri góðu gamni
Í hópnum eru hins vegar Þorvaldur Þorvaldsson, sem hefur misst af síðustu leikjum eftir nefbrot, Jón Þór Sigurðsson úr 2. flokki og Einar Pétur Eiríksson
Okkar maður á staðnum er Sigtryggur Rúnarsson og mun hann lýsa fyrir okkur því sem fyrir augu ber
Verið er að kynna liðin og leikurinn hefst von bráðar.
Akureyri mun byrja með boltann
0:01 Leikurinn er hafinn
Jónatan fær víti
Jónatan tekur vítið en það er varið
1:00 0-1 Rúnar skorar
Akureyri fær innkast
1:47 Jónatan með skot sem Ronald ver
Stjarnan fær víti
2:17 1-1 Stjarnan skorar úr vítinu
Einar Logi með skot sem er varið
3:15 Skref á Stjörnuna
4:04 1-2 Björn Óli skorar af línunni
5:05 Sveinbjörn ver og Akureyri með boltann
5:57 1-3 Einar Logi skorar fyrir utan
Sveinbjörn ver
6:55 1-4 Heiðar Þór skorar úr hraðaupphlaupi
7:50 1-5 Andri Snær skorar úr hraðaupphlaupi
Stjarnan tekur leikhlé
Flott byrjun hjá okkar mönnum, vörnin búin að standa fínt
8:07 Leikurinn er hafinn á ný
8:21 1-6 Einar Logi skorar eftir að Rúnar hafði varið í vörninni
9:00 2-6 Stjörnumenn skora
Akureyri fær víti, Goran Gusic sótti það af harðfylgi
9:45 2-7 Goran Gusic klárar vítið með stæl
10:30 Sveinbjörn ver og Akureyri með boltann
10:40 2-8 Einar Logi hamrar boltanum inn, þvílík byrjun!
11:10  Stjarnan fær víti og Einar Logi fær gult spjald
11:30 3-8 Sveinbirni tekst ekki að verja og munurinn er aftur kominn í 5 mörk
Stjörnumenn ná boltanum, geta minnkað í 4
12:24 Sveinbjörn hinsvegar ver glæsilega
13:24 4-8 Leikmenn Stjörnunnar náðu boltanum og geystust fram og skoruðu
14:00 Andri Snær skaut í slá og Stjarnan geysist fram...
14:23 4-9 Jankovic skorar fyrir Akureyri
Stjarnan skýtur í stöng...
15:29 4-10 ...og Jankovic skorar úr hraðaupphlaupi
Ótrúleg byrjun hjá okkar mönnum!
16:15 Sveinbjörn ver glæsilega og Akureyri er með boltann
16:48 Akureyri missti boltann en Jónatan nær honum strax aftur
16:58 4-11 Rúnar skorar með sleggju!
17:41 5-11 Stjarnan minnkar muninn
18:05  Akureyri fær aukakast og leikmaður Stjörnunnar fær gult spjald
Akureyri missir boltann
19:13 Sveinbjörn ver en Stjarnan heldur boltanum
19:20  Andri Snær fær tvær mínútur
19:36 6-11 Stjarnan, sem er einum manni fleiri, nýtir liðsmuninn og skorar
Rúnar með skot sem Roland ver, Stjarnan með boltann
20:40 7-11  Stjörnumenn skora og Heiðar Þór uppsker gult spjald
21:30 7-12 Björn Óli skorar fyrir Akureyri
21:48  Stjarnan fær vítakast og Þorvaldur fær gult spjald
Hörður Flóki mun reyna að verja
22:04 8-12 Hörður Flóki kom engum vörnum við en hans gamli liðsfélagi Heimir Örn skoraði framhjá honum
22:40 9-12 Stjarnan nær boltanum og skorar
Akureyri tekur leikhlé
Eftir frábæra byrjun þá hefur Stjarnan nú skorað tvö mörk í röð og ákvað Sævar Árnason því að taka leikhlé
Sævar Árnason er ábyggilega bara að reyna að róa menn sína niður, enda mikilvægt að liðið haldi forskoti sínu
22:47 Leikurinn er hafinn að nýju
Akureyri missir boltann...
23:48 10-12 ...og Stjarnan refsar með hraðaupphlaupsmarki
24:42 Boltinn er dæmdur af Akureyri og Stjarnan því með boltann
25:00 Sveinbjörn stígur upp og grípur boltann
25:14 11-12 Roland ver fyrir Stjörnuna og Stjörnumenn minnka muninn í eitt mark
25:59 12-12 Heimir Örn jafnar leikinn
Stjarnan er á 7-1 runni
Björn Óli skýtur í stöngina
27:14 Stjarnan klúðrar í dauðafæri
27:27  Tveggja mínútna brottvísun á einn leikmann Stjörnunnar
27:50 13-12 Stjarnan nær boltanum og skorar
27:59 13-13 Andri Snær jafnar leikinn strax aftur
28:50 14-13 Stjarnan kemst aftur yfir
29:18 14-14 Jankovic skorar með glæsibrag og jafnar
29:40 Jónatan stal boltanum en Roland varði
29:50 Andri Snær skýtur í stöng
30:00 Hálfleikur, staðan er 14-14
Slæmt að okkar menn skuli ekki vera yfir eftir að hafa leitt 4-11
Markaskorun Akureyrar
Jankovic og Einar Logi 3 mörk, Andri Snær, Björn Óli og Rúnar með 2 mörk og Goran Gusic og Heiðar Þór 1 mark hvor
Sveinbjörn hefur staðið í markinu og staðið sig með prýði
30:40 15-14 Stjarnan skorar strax í upphafi seinni hálfleiks
32:00 16-14 Stjarnan skorar aftur
Andri Snær með skot sem Roland ver
32:39 17-14 Stjarnan bætir enn við
33:13 17-15 Rúnar skorar og minnkar muninn
Slæm byrjun á síðari hálfleik
33:48 18-15 Stjarnan skorar
33:58 18-16 Rúnar skorar aftur, gamli maðurinn á nóg eftir
34:44 19-16 Stjarnan skorar enn
34:56  Stjarnan missir leikmann útaf í tvær mínútur
35:14 19-17 Einar Logi með eina góða slummu
35:46 Hörður Flóki ver en Stjarnan er þó enn með boltann
36:25  Eiríkur fær tveggja mínútna brottvísun
36:48 Hörður Flóki ver
36:58 19-18 Andri Snær skorar
37:22 Hörður Flóki ver vel
38:20 Leikmenn Stjörnunnar ná boltanum
38:40 Hörður Flóki ver enn og aftur
38:42 Akureyri fer í sókn
38:45 19-19 Einar Logi skorar eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður
Akureyri er búið að skora síðustu þrjú mörk leiksins
39:16 Vörn Akureyrar varði boltann
39:40 20-19 Stjarnan nær forystunni á ný
40:23  Stjarnan missir mann útaf í tvær mínútur eftir brot á Andra Snæ
40:40 Akureyri missir boltann einum fleiri
41:00 Tíminn er stopp
41:14 21-19 Stjarnan skorar og kemst í tveggja marka forystu
41:48 Roland ver...
41:50 22-19 ...og Stjarnan skorar strax í bakið á okkar mönnum
42:05 22-20 Goran Gusic skorar strax
42:45 23-20 Stjarnan skorar
43:44 23-21 Goran Gusic minnkar muninn
44:57 Hörður Flóki ver
45:05 23-22 Eiríkur setur hann vel framhjá Roland
 Eiríki dugði ekki að skora heldur fiskaði hann mann af velli líka!
45:57 Stjarnan klúðrar og Akureyri fer í sókn
46:07 23-23 Goran Gusic jafnar leikinn
46:19 24-23 Stjarnan kemst strax aftur yfir
46:30 Roland ver
47:03 Akureyri missir knöttinn
47:29 Akureyri nær boltanum
48:03 Stjarnan nær boltanum
48:30 25-23 Stjarnan skorar og nær tveggja marka forystu
49:15 Leikurinn er stopp, Akureyri með boltann
49:16 Leikurinn hefst að nýju
49:31 25-24 Rúnar skorar gott mark
50:03 Akureyri nær boltanum en kemst ekki í hraðaupphlaup
50:24 25-25 Björn Óli kann vel á Roland og skorar framhjá honum
50:48 Stjarnan missir boltann
51:06 Leikurinn er stopp, verið að þurrka, en Akureyri getur komist yfir
51:07 Leikurinn hefst að nýju
51:18 Roland ver en okkar menn ná boltanum aftur
51:37 Aftur þarf að þurrka
51:42 Einar Logi liggur meiddur eftir
Nær Akureyri forystunni?
Leikurinn er enn stopp, verið að huga að Einari Loga
52:06 25-26 Goran Gusic kemur Akureyri yfir
52:30 Stjarnan skýtur framhjá
52:40 Andri Snær með skot sem Roland ver
52:50 Boltinn dæmdur af Stjörnunni
53:00 Tíminn er stopp, Akureyri í sókn
53:01 Leikurinn hafinn að nýju
Heimir Örn fór útaf meiddur í liði Stjörnunnar
53:35 Andri Snær klikkar í horninu
53:45 Hörður Flóki ver
53:52 Akureyri fer í sókn
54:16 Björn Óli nær í víti
Goran Gusic mun taka það
54:20 25-27 Goran Gusic skorar af öryggi
Stjarnan tekur leikhlé
Tekst Akureyri að taka tvö stig gegn Bikarmeisturum Stjörnunnar?
Akureyri er búið að vera undir allan síðari hálfleikinn en er í vænni stöðu er rúmar 5 mínútur eru eftir
54:21 Stjarnan hefur leikinn að nýju
54:39 26-27 Stjarnan skorar
55:09 26-28 Goran Gusic skorar gott mark
55:40 27-28 Stjarnan skorar og minnkar muninn í eitt mark
56:15 Roland ver í marki Stjörnunnar
56:27 Stjarnan fær vítakast
56:53 28-28 Hörður Flóki nær ekki að verja
57:15 Stjarnan klúðrar í upplögðu færi
57:34 Goran Gusic klikkar í horninu
58:26 29-28 Stjarnan kemst yfir
Hvað gera okkar menn?
59:12 Akureyri tekur leikhlé
Stjarnan er búin að skora síðustu þrjú mörk leiksins, Akureyri er með boltann en getur ekki leikið út tímann. Stjarnan fær því síðustu sóknina
59:17 29-29 Einar Logi hamrar boltanum inn og jafnar
59:45 Leikurinn er stopp, Stjarnan með boltann
59:56 30-29 Stjarnan skorar
30:00 Stjarnan sigrar með marki á lokasekúndunum
Það virðist ekki eiga að ganga eftir hjá Akureyri að fara að hala inn stigum í vetur.
Beina lýsingin þakkar Sigtryggi Rúnarssyni fyrir aðstoðina við lýsinguna á leiknum.
Mörk Akureyrar
Goran Gusic 7 mörk, Einar Logi 6 mörk, Rúnar 5 mörk, Andri Snær, Björn Óli og Jankovic 3 mörk hver, Eiríkur og Heiðar 1 mark hvor
Beina lýsingin þakkar fyrir sig og bendir á að næsti leikur Akureyrar er heimaleikur eftir akkúrat viku gegn botnliði ÍBV

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson