Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2009-10

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
N1 deildin - Ásvöllum 8. apríl 2010 kl. 19:30
Haukar
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Velkomin í beina lýsingu frá leik Hauka og Akureyrar í lokaumferð N1 Deildarinnar í handknattleik


Tími   Staða   Skýring
Velkomin í beina lýsingu frá leik Hauka og Akureyrar í lokaumferð N1 Deildarinnar í handknattleik
Leikurinn í dag er algjör úrslitaleikur fyrir okkar menn en með sigri í dag tryggir Akureyri sér sæti í Úrslitakeppninni. Haukar eru hinsvegar búnir að tryggja sér Deildarmeistaratitilinn, en þeir vilja þó örugglega ekki taka við bikarnum með tapi í dag. Það verður því væntanlega hart barist í dag
Búið er að kynna liðin, leikurinn fer alveg að hefjast
Haukar munu byrja leikinn
0:02 Leikurinn er byrjaður, Akureyri er að spila 6-0 vörn
0:23 Gísli Jón skýtur yfir, Akureyri í sókn
0:35 0-1 Heimir skorar
0:49 Akureyri vinnur boltann
1:19 Heimir fær aukakast
1:35 Heimir með skot framhjá
1:45 1-1 Haukar jafna, Heimir Óli skorar af línunni
2:22 Heimir fær aukakast enn og aftur
2:37 Árni með skot sem er varið, Haukar í sókn
3:19 Akureyri nær boltanum
3:37 1-2 Árni með gott mark fyrir utan
3:49 2-2 Björgvin Þór jafnar fyrir Hauka
4:24 2-3 Haukar komast yfir úr hraðaupphlaupi
4:48 3-3 Akureyri jafnar strax aftur
5:29 4-3 Björgvin kemur Haukum yfir
6:01 Guðlaugur fiskar vítakast
6:17 Oddur hinsvegar klikkar vítakastinu
6:53 5-3 Gísli Jón skorar fyrir Hauka
7:05 Haukar ná boltanum
7:37 Hafþór ver
7:47 Heimir fær aukakast
8:06 Oddur fær aukakast
8:20 Haukar ná boltanum
8:28 Dæmd skref á Hauka
8:57 Oddur klikkar í horninu
9:32 6-3 Gísli Jón skorar gott mark fyrir utan fyrir Hauka
10:07 7-3 Björgvin Þór skorar fyrir Hauka
10:19 Akureyri tekur leikhlé, vonandi að það kveiki aðeins í mönnum
10:19 FH er að vinna HK 6-3
10:55 Guðmundur með skot sem er varið, Haukar í sókn
11:12 8-3 Þórður Rafn skorar fyrir Hauka eftir gegnumbrot
11:32 Oddur nær í vítakast
11:45 8-4 Jónatan skorar úr vítakastinu
12:33 9-4 Þórður skorar fyrir Hauka eftir að höndin var komin upp
13:12 9-5 Árni skorar af línunni
13:28 Haukar fá víti
13:36 Skotið fer í stöng og framhjá, Akureyri með boltann
14:10 9-6 Halldór skorar glæsilegt mark af línunni eftir að Guðmundur hafði látið verja frá sér
15:05 Haukar fá aukakast, Guðmundur heppinn að fá ekki 2
15:21 Akureyri fær boltann
15:30 Guðmundur fær aukakast
15:57 Árni með skot sem er varið, Haukar í sókn
16:07 Haukar fá vítakast
16:26 10-6 Guðmundur Árni skorar úr vítinu fyrir Hauka
16:52 Heimir með skot sem er varið, Haukar í sókn
17:12 Oddur fiskar vítakast fyrir Akureyri
17:21 Jónatan með slakt víti sem er varið
17:50 11-6 Þórður skorar enn og aftur fyrir Hauka
18:24 Boltinn dæmdur af Akureyri
18:37 12-6 Pétur skorar af línunni fyrir Hauka
19:27 Halldór nær ekki haldi á boltanum og Haukar ná boltanum
19:42 Hafþór ver glæsilega úr hraðaupphlaupi, Akureyri í sókn
20:00 Haukar koma í sókn
20:06  Heimir fær 2 mínútur
20:27 Haukar kasta boltanum frá sér
20:55 Jónatan með slaka sendingu sem fer útaf
21:08 13-6  Haukar skora og Jónatan fær 2 mínútur
21:28 Árni fær aukakast
21:34 FH hefur yfir 7-9 gegn HK
21:52 14-6 Haukar skora enn og aftur
22:29 Haukar klúðra hraðaupphlaupi
22:44 Og aftur klúðra Haukar hraðaupphlaupi
22:58 14-7 Geir skorar fyrir Akureyri úr horninu
23:13 Akureyri með fullskipað lið
23:29 Hafþór ver vel og Akureyri í sókn
23:40 Heimir með skot sem er varið, Haukar með boltann
24:17 15-7 Pétur skorar af línunni fyrir Hauka
24:46 Heimir skorar en búið að dæma, Akureyri enn í sókn
25:11 Akureyri fær aukakast, lítið að gerast í sókninni
25:21 Heimir með skot yfir
25:59 Haukar kasta boltanum útaf
26:20 Rúnar fær aukakast, en hann er nýkominn inn á í sóknina
26:29 Guðmundur með skot í vörnina og Haukar í sókn
27:17 Skot framhjá hjá Haukum, Akureyri með boltann
27:27 15-8 Hörður Fannar skorar af línunni
28:13 Akureyri fær boltann
28:19 Dómarinn ákveður að stoppa tímann á þeim frábæra tíma sem Akureyri var að koma upp í hraðaupphlaup. Ótrúlegt!
28:27 Oddur fær aukakast
28:45 16-8 Þórður skorar fyrir Hauka úr hraðaupphlaupi
29:00 Haukar með boltann
29:31 Hafþór ver og Akureyri með boltann
29:41 16-9 Hörður Fannar skorar af línunni
30:00 16-10 Rúnar skorar fyrir Akureyri á síðustu sekúndunum eftir að Oddur hafði fiskað ruðning
30:00 Hafþór er búinn að verja 5 skot á meðan að Aron Rafn er búinn að verja 16 skot hjá Haukum
30:00 FH er að vinna 10-12 gegn HK, þannig að eins og staðan er núna þá mun FH fara í úrslitakeppnina á kostnað Akureyrar. En við spyrjum að leikslokum
Haukar hafa spilað mikið á mönnum sem hafa spilað minni hlutverk í vetur. Sigurbergur, Birkir Ívar, Gunnar Berg, Einar Örn og Freyr Brynjars hafa ekkert komið við sögu í dag
30:04 Síðari hálfleikur er hafinn, Akureyri í sókn
30:24 16-11 Jónatan skorar eftir gegnumbrot
30:57 16-12 Rúnar skorar úr hraðaupphlaupi!
31:40  Oddur fær 2 mínútur fyrir litlar sakir
32:02 17-12 Heimir Óli skorar fyrir Hauka
32:36 17-13 Jónatan skorar af línunni
33:23 17-14 Guðmundur skorar fyrir Akureyri
33:45 18-14 Heimir Óli skorar fyrir Hauka
33:55 18-15 Oddur brýst í gegn og skorar fyrir Akureyri, komin smá barátta í lið Akureyrar
34:28 19-15 Pétur skorar af línunni fyrir Hauka
34:39 19-16 Jónatan skorar enn og aftur
35:37 Akureyri með boltann
35:44 19-17 Jónatan skorar gott mark, við erum komin með leik aftur!
36:13 Haukar fá hornkast eftir að vörn Akureyrar varði boltann
36:29 Akureyri í sókn, allt annað að sjá til liðsins
36:45 19-18 Oddur brýst í gegn og skorar úr horninu
37:19 20-18 Pétur skorar af línunni fyrir Hauka
37:37 Hörður Fannar fiskar vítakast fyrir Akureyri
37:59 20-19 Oddur skorar úr vítinu
38:45 Akureyri með boltann
38:54 HK er búið að jafna gegn FH 15-15
39:14 20-20 Jónatan jafnar leikinn!
39:21 Haukar taka leikhlé, enda Akureyri algjörlega búið að breyta gangi leiksins
39:24 Haukar hefja leikinn á ný
39:53 Hafþór með góða vörslu
40:03 Geir hinsvegar klikkar í hraðaupphlaupi
40:18 Hafþór ver glæsilega og Akureyri með boltann
40:40 Jónatan fiskar Gísla Jón útaf í 2 mínútur
40:55 20-21 Árni brýst í gegn og skorar og kemur Akureyri yfir!
41:27 Haukar með skot yfir, Akureyri með boltann
41:43 Árni með skot framhjá
41:51 En Haukar með slaka sendingu fram og Akureyri nær boltanum aftur
42:17 Hörður Fannar klikkar á línunni og hefði átt að fá víti
42:48 21-21 Þórður jafnar fyrir Hauka af línunni
43:27 21-22 Árni með glæsilegt skot fyrir utan og kemur Akureyri aftur yfir
44:21 22-22 Gísli Jón skorar fyrir Hauka
44:43 22-23 Árni skorar aftur fyrir utan
45:38 23-23 Guðmundur Árni jafnar fyrir Hauka
46:09 24-23 Heimir Óli skorar fyrir Hauka
46:20 24-24  Oddur skorar og fiskar einn Haukamann útaf í 2 mínútur
46:50 Hafþór ver og Akureyri með boltann
46:58 24-25 Árni skorar og Akureyri aftur komið með forystuna
47:30 25-25 Stefán jafnar fyrir Hauka...
47:44 25-26 ... en Árni skorar strax fyrir Akureyri
48:30 Haukar með skot yfir, Akureyri með boltann
48:45 25-27 Geir skorar úr hægra horninu og Akureyri eykur forystuna
49:23 25-28 Árni skorar úr seinni bylgju, Haukarnir eru alveg búnir á því að því er virðist
49:56 26-28 Gísli Jón skorar fyrir Hauka
50:19 FH er að vinna 16-20 gegn HK
50:48 Jónatan með skot sem er varið
50:56 27-28 Þórður skorar enn og aftur fyrir Hauka
51:27 27-29 Jónatan skorar hinsvegar núna og nær aftur tveggja marka forystu
52:05 28-29 Stefán Rafn skorar fyrir Hauka úr vinstra horninu
52:41 Haukar skjóta í slána úr hraðaupphlaupi
52:55 Akureyri með boltann
53:00 Þá tekur Rúnar leikhlé
53:00 Það er útlit fyrir að FH vinni HK, þannig að Akureyri verður að vinna Hauka. Ef FH vinnur og Akureyri gerir jafntefli endar FH fyrir ofan á innbyrðisviðureignum. En við höfum trú á okkar mönnum
53:15 28-30 Árni fer í gegn og skorar
53:32 Leikurinn er stopp, en Akureyri náði boltanum. Árni er kominn með 10 mörk
53:33 Akureyri hefur leikinn að nýju
53:58  Hörður Fannar fiskar Gísla Jón útaf í 2 mínútur. Akureyri er í lykilstöðu
54:14 28-31 Oddur skorar úr horninu
54:14 28-31 HK er búið að minnka muninn í 21-22 gegn FH
55:05 28-32 Oddur skorar fyrir Akureyri!
55:50 29-32 Stefán Rafn skorar fyrir Hauka
56:20 Jónatan fær aukakast
56:36 Árni með skot sem er varið, Haukar í sókn
56:48 Hafþór ver glæsilega og Akureyri fær boltann aftur
57:21 Hörður Fannar klikkar á línunni, spurning með vítið þarna en ekkert er dæmt
57:53 Haukar fá vítakast
57:58 FH hefur yfir 22-24 gegn HK
57:58 30-32 Guðmundur Árni vippar glæsilega yfir Hafþór
58:31 30-33 Heimir skorar mikilvægt mark fyrir Akureyri
58:35 Leikurinn er stopp en Haukar eru í sókn
59:03 Akureyri vinnur boltann! Þeir eru að klára þetta!
59:24 30-34 Hörður Fannar skorar glæsilegt mark af línunni!
60:00 Leikurinn er búinn! Akureyri tekur 2 stig í dag og er komið í úrslitakeppnina!
60:00 Ef FH vinnur HK þá landar Akureyri þriðja sætinu og mætir Val en ef HK nær stigi þá mætir Akureyri Haukum í Úrslitakeppninni
60:00 Bein Lýsing þakkar fyrir sig og við hittumst aftur í fyrsta leik í Úrslitakeppninni

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson