Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2010-11

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
N1 deildin - Vodafone höllin 4. nóvember 2010 kl. 18:30
Valur
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Vals og Akureyrar í 5. umferð N1 deildarinnar í Vodafone Höllinni að Hlíðarenda. Staða liðanna í deildinni er mjög ólík, Akureyri er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga á meðan að Valsmenn eru á botninum án stiga. Það má hinsvegar búast við hörkuleik, Valsmenn með bakið upp við vegg og munu leggja allt í sölurnar. Þá hefur Akureyri aldrei tekist að leggja Valsmenn að velli hér í Vodafone höllinni í deildarleik


Tími   Staða   Skýring
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Vals og Akureyrar í 5. umferð N1 deildarinnar í Vodafone Höllinni að Hlíðarenda. Staða liðanna í deildinni er mjög ólík, Akureyri er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga á meðan að Valsmenn eru á botninum án stiga. Það má hinsvegar búast við hörkuleik, Valsmenn með bakið upp við vegg og munu leggja allt í sölurnar. Þá hefur Akureyri aldrei tekist að leggja Valsmenn að velli hér í Vodafone höllinni í deildarleik
Hópur Akureyrar:
Markmenn: Sveinbjörn Pétursson og Stefán Guðnason
Útileikmenn: Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Hreinn Þór Hauksson, Guðmundur Hólmar Helgason, Guðlaugur Arnarsson, Heimir Örn Árnason, Oddur Gretarsson, Hlynur Matthíasson, Bergvin Gíslason, Daníel Einarsson, Halldór Logi Árnason og Hörður Fannar Sigþórsson.

Þjálfarar eru Atli Hilmarsson og Sævar Árnason
Verið er að kynna liðin, mjög fáir mættir í Vodafone Höllina en vonandi bætist eitthvað úr þessu
Valsmenn munu byrja með boltann
0:01 Valsmenn hafa hafið leikinn
0:28 Valsmenn fá aukakast
1:01 Anton með skot sem er varið af vörninni, Valur enn með boltann
1:17 Sveinbjörn Pétursson ver glæsilega og Akureyri í sókn
1:27 Heimir Örn Árnason reynir en hann er stöðvaður, Akureyri með boltann
2:29  Valdimar Fannar fær gult spjald fyrir að brjóta á Geir Guðmundssyni
2:56 Geir Guðmundsson með skot sem er varið
3:04  Valur í sókn og Hörður Fannar fær gult spjald
3:40 Valdimar Fannar með skot í stöng og Akureyri með boltann
4:05 Heimir Örn Árnason með skot sem er varið
4:16 Akureyri náði boltanum aftur en kastaði honum svo frá sér
4:30 Leikurinn byrjar mjög rólega, eins og bæði lið vilji ekki taka mikla sénsa
5:10  Heimir Örn Árnason fær gult spjald, Valur enn í sókn
5:32  Guðlaugur Arnarsson fær 2 mínútur
5:40 Sveinbjörn Pétursson ver glæsilega en Valsmenn fá dæmt vítakast
5:58 Valdimar Fannar skýtur hinsvegar í stöngina og útaf! Þannig að staðan er enn markalaus
6:33 Geir Guðmundsson fær aukakast
6:52 Sóknarleikur beggja liða er frekar dapur
7:02 Guðmundur Hólmar með skot fyrir utan sem er varið, Valur í sókn
7:29 Valsmenn fá aukakast
7:35 Guðlaugur Arnarsson er kominn aftur inn á
8:02 Valsmenn með misheppnað skot en Sveinbjörn Pétursson með misheppnaða sendingu fram og Valur aftur í sókn
8:22 Ernir Hrafn fer í gegn í horninu en skýtur hátt yfir, Akureyri því í sókn
8:49 Guðmundur Hólmar fær aukakast, lítið að gerast hjá okkar mönnum sóknarlega séð
9:05 Guðmundur Hólmar með skot fyrir utan sem fer yfir
9:16 Valsmenn fá aukakast
9:38 1-0 Ernir Hrafn brýst í gegn og skorar fyrir Val
9:54 Oddur Gretarsson fær aukakast
10:04 Akureyri í sókn
10:15 Geir Guðmundsson með skot sem er varið, Valsmenn í sókn
10:56 Valsmenn fá innkast
11:12 Höndin er komin upp
11:23 Valsmenn eiga hornkast
11:36 Sveinbjörn Pétursson ver frá Antoni og Akureyri í sókn
11:58 Guðmundur Hólmar fær aukakast
12:10 Geir Guðmundsson fær aukakast, heppinn með það að þessu sinni
12:28 Bjarni Fritzson skorar en það er dæmd lína á hann
13:05 2-0 Valdimar Fannar skorar fyrir utan fyrir Valsmenn
13:25 Bjarni Fritzson reynir skot fyrir utan sem er varið en hann nær boltanum aftur og fær aukakast, Akureyri enn með boltann
13:51 Guðmundur Hólmar fær dæmdan á sig ruðning
14:22 Ernir með skot framhjá, Akureyri í sókn
15:08 Bjarni Fritzson fer í gegn úr horninu en Ingvar ver frá honum
15:20 Ruðningur dæmdur á Valsmenn, Akureyri í sókn
15:30 2-1 Guðmundur Hólmar skorar fyrir Akureyri!
15:43 Það tók okkar menn ekki nema kortér að komast á blað í kvöld
16:08 3-1 Valdimar Fannar skorar fyrir Valsmenn með skoti fyrir utan, náði að klobba Sveinbjörn Pétursson
16:33 3-2 Geir Guðmundsson skorar fyrir Akureyri fyrir utan, nú er leikurinn loksins að byrja
17:12 Valsmenn fá aukakast, voru heppnir að þessu sinni en Guðlaugur Arnarsson hafði komist inn í sendingu
17:32 Sveinbjörn Pétursson með flotta vörslu frá Antoni og Akureyri í sókn
17:43 3-3 Oddur Gretarsson jafnar metin með laglegu skoti fyrir utan
18:16 Sveinbjörn Pétursson ver frábærlega á línunni en Valsmenn ná frákastinu
18:34 4-3 Anton skorar stöngin inn fyrir Val
18:45 Hörður Fannar vippar í stöngina og Valur nær boltanum
18:56 Nú gerast hlutirnir hinsvegar hratt og Akureyri er aftur komið í sókn
19:24 Geir Guðmundsson klikkar úr horninu en Akureyri er enn í sókn
19:42 5-3 Valsmenn hinsvegar ná boltanum og Fannar Þorbjörns skorar úr hraðaupphlaupi
20:19 Guðmundur Hólmar reynir en komast í gegn en fær aukakast, hefði alveg getað dottið í vítakast
20:25 Akureyri í sókn
20:35 5-4 Guðmundur Hólmar með flott mark fyrir utan
21:28 Sveinbjörn Pétursson ver en fótur dæmdur á Akureyri, Valsmenn halda því boltanum
22:02 Tíminn er stopp, verið að þurrka bleytu af gólfinu
22:03 Valsmenn skjóta framhjá, Akureyri í sókn
22:25 5-5 Geir Guðmundsson skorar mjög gott mark fyrir utan og jafnar metin
23:01 Sveinbjörn Pétursson ver og Akureyri í sókn
23:37  Geir Guðmundsson fær aukakast og Fannar Þorbjörnsson fær 2 mínútur
23:50 5-6 Guðmundur Hólmar skorar fyrir utan og Akureyri komið yfir og er einum manni fleiri þessa stundina
24:19 Guðlaugur Arnarsson fær dæmdan á sig fót, Valur í sókn
24:46 Akureyri í sókn og hefur klúðrað því að koma sér í dauðafæri margsinnis
25:22 Akureyri fær dæmda á sig leiktöf og það manni fleiri
25:42 Valsmenn með fullskipað lið
26:12 Valsmenn fá aukakast
26:26 Valdimar Fannar með skot hátt yfir og Akureyri í sókn
26:36 Hörður Fannar lætur Ingvar verja frá sér
26:46 Valsmenn með boltann
27:12 Sveinbjörn Pétursson ver enn og aftur og Akureyri í sókn
27:44  Gunnar Harðarsson er nýkominn inn á í liði Vals og fær strax dæmdar á sig 2 mínútur fyrir brot á Guðmundi Hólmar
27:53 5-7 Oddur Gretarsson skorar úr horninu
28:24 6-7 Alexander minnkar muninn fyrir Val
28:55 6-8 Geir Guðmundsson skorar fyrir utan!
29:26 Valur fær aukakast
29:37 Valsmenn taka leikhlé
29:37 23 sekúndur eftir af fyrri hálfleik og Valsmenn fá fullskipað lið eftir 9 sekúndur, spurning hvort að þeir nái að spila út og ná síðasta skotinu í hálfleiknum
29:38 Leikurinn er hafinn að nýju
30:00 Leiktíminn rennur út og Valsmenn eiga aukakast
30:00 Finnur Ingi tók aukakastið en Sveinbjörn Pétursson varði skotið auðveldlega
30:00 Akureyri leiðir því 6-8 eftir mjög bragðdaufan fyrri hálfleik. Sveinbjörn Pétursson er búinn að vera yfirburðarmaður hjá okkar mönnum og greinilegt að hann hefur Kit-Kattað sig vel í gang fyrir leikinn
30:00 Mörk Akureyrar: Guðmundur Hólmar og Geir Guðmundsson eru með 3 mörk hvor og Oddur Gretarsson er með 2 mörk.
Í markinu hefur Sveinbjörn Pétursson varið 12 skot
30:00 Mörk Vals: Valdimar Fannar er með 2 mörk, Ernir Hrafn, Fannar, Alexander, Anton eru allir með 1 mark hver
Í markinu hefur Ingvar varið 8 skot
30:00 Dómararnir í dag eru engir aðrir en Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Enn sem komið hefur lítið reynt á þá
30:00 Styttist í að seinni hálfleikurinn hefjist
30:01 Akureyri hefur byrjað síðari hálfleikinn
30:32 Guðmundur Hólmar fær aukakast, Akureyri í sókn
30:39 Tíminn er stopp, verið að þurrka
31:06 6-9 Oddur Gretarsson skorar úr horninu eftir að hafa náð frákasti
31:42 Ernir Hrafn með skot framhjá, Akureyri í sókn
31:53 Heimir Örn Árnason með skot sem er varið
32:01 Valsmenn því í sókn
32:52 Valsmenn fá aukakast
33:05  Valsmenn fá aukakast og Heimir Örn Árnason fær tvær mínútur fyrir að hanga í Orra
33:06 Valsmenn eru í sókn
33:31 7-9 Ernir Hrafn skorar fyrir Valsmenn fyrir utan
33:57 Bjarni Fritzson fær aukakast
34:10 7-10 Hörður Fannar skorar á milli lappanna á Ingvari af línunni
34:40 Oddur Gretarsson fær vítakast
35:00 7-11 Bjarni Fritzson skorar úr vítakastinu
35:35 Akureyri í sókn
35:39 7-12 Bjarni Fritzson skorar úr hraðaupphlaupi
36:09 Enn nær Akureyri boltanum!
36:25 Okkar menn róa þetta niður og stilla upp í sókn
36:57 8-12 Valdimar Fannar skorar fyrir Val eftir að Akureyri hafði mistekist að gera sirkusmark
37:32 Bjarni Fritzson fær aukakast
37:38 Akureyri virðist hægt og bítandi ætla að ná haldi á þessum leik
38:02 Geir Guðmundsson fær aukakast
38:07 Höndin er komin upp
38:11 8-13 Bjarni Fritzson skorar fyrir Akureyri eftir að hafa náð frákasti
38:48  Hörður Fannar fær 2 mínútur eftir brot á Orra. Það leit þó út fyrir að Orri hefði verið skotinn slík voru lætin í honum. Vítakast sem Valsmenn fá
39:01 9-13 Ernir Hrafn minnkar muninn úr vítakastinu
39:30 Bjarni Fritzson fær aukakast
39:46 Bjarni Fritzson með skot fyrir utan sem er varið, Valsmenn í sókn
39:59 10-13 Heiðar Þór skorar fyrir utan, Sveinbjörn Pétursson mjög óheppinn með að verja ekki þennan bolta
40:29 Guðmundur Hólmar fær aukakast fyrir Akureyri
40:42 Heimir Örn Árnason fær aukakast
40:54 10-14 Bjarni Fritzson skorar glæsilegt mark úr horninu
41:11 Bjarni er búinn að skora síðustu 4 mörk Akureyringa
41:30 Akureyri í sókn
42:04 Hörður Fannar fær aukakast
42:22 Boltinn er dæmdur af Akureyringum
42:33 Oddur Gretarsson kemst inn í sendingu en Valsmenn halda boltanum
43:06 Sveinbjörn Pétursson ver frá Antoni og Akureyri í sókn
43:16 Ingvar ver hinsvegar hinum megin og Valur með boltann
43:34 11-14 Ernir Hrafn með skot fyrir utan sem Sveinbjörn Pétursson ver inn
43:59 Geir Guðmundsson fær aukakast fyrir Akureyri
44:14 Heimir Örn Árnason með slakt skot sem er varið
44:26 12-14 Fannar minnkar muninn fyrir Val úr hraðaupphlaupi
44:37 Komið smá líf í þá Valsmenn sem eru í stúkunni
44:48 Guðmundur Hólmar skýtur framhjá
44:59 13-14 Ernir Hrafn minnkar muninn niður í eitt mark
45:10 Atli Hilmarsson tekur leikhlé fyrir Akureyri
45:10 Valur er á 3-0 skriði á síðustu mínútum
45:11 Leikurinn hefst að nýju
45:40 Bjarni Fritzson fær aukakast
45:54 13-15 Bergvin Gíslason skorar úr horninu eftir að hafa náð frákasti, mikilvægt mark fyrir Akureyri
46:32 Ernir fer í gegn og Sveinbjörn Pétursson ver en Valsmenn fá aukakast
46:58 14-15 Valdimar Fannar skorar fyrir utan, enn er Sveinbjörn Pétursson í boltanum
47:28 Geir Guðmundsson skýtur framhjá
47:36 Sveinbjörn Pétursson ver og Akureyri í sókn
47:50 Akureyri stillir upp í sókn
48:05 Bjarni Fritzson fær aukakast
48:14 14-16 Heimir Örn Árnason skorar með laglegu gólfskoti
48:38 Valsmenn fá aukakast
48:56 Anton skýtur yfir og Akureyri í sókn
49:06 14-17 Bjarni Fritzson skorar úr horninu fyrir Akureyri!
49:26 Ernir Hrafn með skot í vörnina, Valur enn með boltann
50:15 Anton með mislukkað skot en fær mjög ódýrt aukakast
50:31 15-17 Og við það skorar Ernir Hrafn enn og aftur fyrir Valsmenn
50:58 Oddur Gretarsson fær aukakast fyrir Akureyri
51:12 Hörður Fannar í baráttunni á línunni og uppsker aukakast
51:33 15-18 Bergvin Gíslason skorar úr hraðaupphlaupi eftir gríðarlega mikla baráttu um boltann á vallarhelmingi Akureyrar
52:25 Valdimar Fannar vinnur aukakast fyrir Valsmenn
52:47 Sveinbjörn Pétursson ver frá Valdimar og Akureyri í sókn
52:59 Valsmenn vinna hinsvegar boltann strax aftur
53:28 Boltinn dæmdur af Valsmönnum
53:41 Þeir hinsvegar vinna hann aftur en lína er dæmd á Finn Inga og Akureyri í sókn
54:17 Geir Guðmundsson fær aukakast
54:35 Geir Guðmundsson með mislukkaða línusendingu
54:45 Valur í sókn
55:00 Sveinbjörn Pétursson ver frá Erni Hrafni og Akureyri í sókn
55:31 Bjarni Fritzson skorar en búið er að dæma aukakast
55:57 Oddur Gretarsson með skot fyrir utan sem er varið
56:06 16-18 Gunnar Harðarsson minnkar muninn fyrir Val af línunni
56:38 Hörður Fannar fær aukakast eftir slagsmál á línunni
56:51 16-19 Geir Guðmundsson með hrikalega gott mark fyrir utan
57:12 16-20 Oddur Gretarsson skorar úr hraðaupphlaupi! Anton Rúnarsson mjög heppinn að fá ekki tvær mínútur fyrir að ýta við Oddi í skotinu
57:20 Valsmenn taka leikhlé
57:21 Valsmenn leggja af stað í sókn
57:46 Sveinbjörn Pétursson ver frá Heiðari Þór Aðalsteinssyni úr DAUÐAFÆRI!
58:08 16-21 Guðmundur Hólmar skorar úr hraðaupphlaupi fyrir Akureyri!
58:33 Valsmenn fá aukakast, þetta er orðið vonlítið fyrir þá
58:45 Gunnar Harðarson skýtur framhjá fyrir Val
58:56 Akureyri að landa fimmta sigrinum
59:12 16-22 Oddur Gretarsson bætir enn við muninn með marki úr horninu
59:24 Valsmenn fá aukakast
59:36 17-22 Gunnar Harðarson minnkar muninn fyrir Valsmenn af línunni
59:51 17-23 Bjarni Fritzson skorar glæsilegt mark úr horninu
60:00 Leikurinn er búinn! Akureyri leggur Valsmenn að velli með 6 marka mun
60:00 Akureyri er því enn með fullt hús stiga eftir 5 umferðir og er eitt á toppnum, Valsmenn eru hinsvegar enn einir á botninum án stiga sem hlýtur að teljast sem ansi slæm staða fyrir Júlíus Jónasson og félaga
60:00 Sveinbjörn Pétursson var klárlega maður leiksins hjá okkar mönnum með 19 bolta varða. Þrátt fyrir að sóknarleikur Akureyrar hafi ekki litið vel út í dag þá var góð barátta í liðinu og vörnin var mjög flott í dag
60:00 Næsti leikur Akureyrar er heimaleikur eftir viku gegn Selfyssingum. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjölmenna í Íþróttahöllina
60:00 Bein Lýsing þakkar fyrir sig í dag

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson