Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2011-12

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
N1 deildin - Varmá 26. september 2011 kl. 18:30
Afturelding
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Aftureldingar og Akureyrar í fyrstu umferð N1 Deildar karla. Deildin virðist ætla að verða hrikalega jöfn í ár og því mjög mikilvægt fyrir okkar menn að sækja tvö stig í dag. Fylgist spennt með!


Tími   Staða   Skýring
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Aftureldingar og Akureyrar í fyrstu umferð N1 Deildar karla. Deildin virðist ætla að verða hrikalega jöfn í ár og því mjög mikilvægt fyrir okkar menn að sækja tvö stig í dag. Fylgist spennt með!
Verið er að kynna liðin, þetta er að bresta á!
1:34 1-0 Afturelding skorar fyrsta mark leiksins, slæm tenging hér að Varmá og mun væntanlega draga svolítið af lýsingu leiksins
2-0 Erfiðleikar í netsambandi en staðan er 2-0
4:51 2-1 Bjarni Fritzson skorar úr horninu
5:56 2-2 Oddur Gretarsson skorar úr hraðaupphlaupi
6:26  Guðlaugur Arnarsson fær spjald
7:21 Sveinbjörn Pétursson ver í dauðafæri
7:34 2-3 Hörður Fannar skorar af línunni
7:56  Guðmundur Hólmar rekinn útaf
8:27 3-3 Þrándur Gíslason skorar fyrir Aftureldingu
9:11 Jón Heiðar með skot sem er varið, Afturelding með boltann
9:57 3-4 Oddur Gretarsson skorar
10:24 4-4 Þrándur skorar fyrir Aftureldingu
11:01 4-5 Akureyri skorar, Bjarni Fritzson
11:14 5-5 Afturelding jafnar
11:20 5-6 Allt að gerast í leiknum, Geir kemur Akureyri yfir
12:05 Geir Guðmundsson klúðrar í erfiðri stöðu, Afturelding í sókn
12:23 Afturelding fær vítakast
12:41 Hilmar hinsvegar skýtur í slá og Akureyri í sókn!
13:29 6-6 Afturelding jafnar með hraðaupphlaupsmarki
13:58 Geir Guðmundsson brýst í gegn og skorar, en búið að dæma aukakast
14:15 6-7 Geir Guðmundsson lyftir sér þá bara upp og skorar laglegt mark
14:47 7-7 Jóhann Jóhannsson jafnar fyrir Aftureldingu
15:10 Guðmundur Hólmar með skot sem Hafþór ver í marki Aftureldingar
15:29 Stefnir allt í hörkuleik hér að Varmá, mjög góð stemmning í húsinu þökk sé Rothögginu, stuðningsmannaklúbbi Aftureldingar
16:10 Akureyri stelur boltanum og leggur af stað í sókn
16:42 Geir Guðmundsson reynir að vippa yfir Hafþór í hægra horninu en Hafþór sér við honum. Geir liggur eftir og leikurinn er stöðvaður
16:45 Þetta virðist vera eitthvað alvarlegt, Geir Guðmundsson liggur enn
16:46 Leikurinn hafinn að nýju og Afturelding með boltann. Geir Guðmundsson er hinsvegar kominn á bekkinn
17:25 Guðmundur Hólmar með skot í slánna eftir að Akureyri hafði náð boltanum
17:37 Afturelding heldur áfram að stunda ákaflega stuttar sóknir og Akureyri komið í sókn á ný
18:07 7-8 Guðmundur Hólmar skorar af miklu harðfylgi
18:20 Afturelding tekur leikhlé
18:20 Meiðsli Geirs Guðmundssonar virðast ekki vera eins slæm og þau litu út við fyrstu sín. Er að gera sig tilbúinn til að koma aftur inn á á næstu mínútum
18:21 Leikurinn hafinn að nýju, Afturelding með boltann
18:36 Slæm sending hjá Aftureldingu og Akureyri með boltann
18:48 7-9 Guðmundur Hólmar með gott mark fyrir utan fyrir Akureyri
19:14 Afturelding fær aukakast
19:27  Bjarni Fritzson fær gult spjald
19:50 Skot yfir mark Akureyrar og Akureyri í sókn
20:05 Bjarni Fritzson fær hinsvegar dæmdan á sig ruðning
20:20 Afturelding því með boltann
20:42  Bergvin Gíslason fær gult spjald
21:01 7-10 Bjarni Fritzson skorar fyrir Akureyri úr hraðaupphlaupi
21:48 Hörður Fannar fær vítakast
21:56 Bjarni Fritzson lætur hinsvegar Hafþór verja frá sér vítakastið
22:26 Afturelding fær aukakast
22:41 8-10 Davíð Jónsson skorar fyrir Aftureldingu fyrir utan
23:13  Hörður Fannar fær aukakast, gult spjald á einn varnarmann Aftureldingar
23:32 8-11 Guðmundur Hólmar með skot sem fer í slánna og af Hafþóri í netið!
23:56 Hörður Fannar sækir vítakast eftir frábæra sendingu frá Guðmundi
24:03 8-12 Oddur Gretarsson skorar úr vítakastinu
24:45 8-13 Oddur Gretarsson skorar úr hraðaupphlaupi eftir góða vörn okkar manna
25:11 9-13 Góð sókn Aftureldingar sem endar með marki
25:48 10-14 Bergvin Gíslason gerir vel í hægra horninu og setur hann í fjærhornið, 10-14!
26:26 Afturelding fær ódýrt aukakast
26:51 Guðlaugur Arnarsson með flotta vörn, Afturelding enn í sókn
27:03 Enn fær Afturelding aukakast
27:14 Menn gleyma sér í vörninni og Afturelding skorar af línunni
27:24  Guðmundur Hólmar brýst í gegn og fiskar einn útaf í liði Aftureldingar
27:35 10-15 Bjarni Fritzson með gott mark úr hægri skyttunni
28:09 Akureyri nær boltanum
28:29 Slök sending hjá Bjarna Fritz, Afturelding í sókn
28:58 Afturelding fær aukakast
29:26 10-16 Akureyri skorar úr seinni bylgju, Bergvin
30:00 Hálfleikur, Afturelding náði ekki að gera neitt úr síðustu sókn fyrri hálfleiks
30:00 Eftir brösuga byrjun hafa okkar menn verið að sýna betri spilamennsku og virðast vera með gott hald á þessum leik. Hinsvegar geta okkar menn klárlega gert betur en þetta.
30:00 En leikmenn Aftureldingar geta líka verið ósáttir við sjálfa sig því að þeir hafa farið illa með margar sóknir. Við hinsvegar bíðum spennt eftir því hvernig síðari hálfleikur atvikast
30:00 Greinilega ástæða fyrir því að Mosó sé kallaður pizzabær, annar hver áhorfandi með pizzu!
30:01 Akureyri byrjar síðari hálfleikinn
30:22 Akureyri fær aukakast
30:44 Heiðar Þór kominn inn á og á skot sem er varið, Afturelding með boltann
31:24 Leikurinn stöðvaður, eftirlitsdómarinn greinilega að setja út á eitthvað
31:24 Flestir varamenn Akureyrar hlupu inn í klefa, spurning hvað eftirlitsdómarinn hafi sagt
31:25 En leikurinn er allavega loksins byrjaður aftur, Afturelding í sókn
31:47 Afturelding fær aukakast
32:09 11-16 Jóhann Jóhannsson með gott mark fyrir utan fyrir Aftureldingu
32:46 Oddur Gretarsson með skot fyrir utan sem er varið
32:55 12-16 Sverrir Hermannsson skorar fyrir Aftureldingu
33:26 12-17 Oddur Gretarsson skorar fyrir utan
33:55 Sveinbjörn Pétursson ver frá Sverri og Akureyri með boltann
34:15 Geir Guðmundsson með skot fyrir utan sem er varið
34:23 Afturelding hinsvegar missir boltann klaufalega og okkar menn aftur komnir í sókn
34:49 12-18 Geir Guðmundsson með laglegt mark fyrir utan
35:22 Heimir Örn Árnason kominn inn á og nær boltanum í vörninni
35:35 Akureyri í sókn
35:53 Geir Guðmundsson með skot í vörnina og útaf, Akureyri með boltann
36:09 Hörður Fannar sækir vítakast af línunni
36:30 12-19 Oddur Gretarsson skorar örugglega úr vítakastinu
37:10 13-19 Daníel Jónsson skorar fyrir Aftureldingu
37:36 13-20 Oddur Gretarsson brýst í gegn í skyttunni og skorar
38:00 14-20 Þrándur skorar af línunni fyrir Aftureldingu
38:38 Hörður Fannar fær aukakast
38:57 Hörður Fannar fær aftur aukakast
39:07 14-21 Heiðar Þór skorar mjög gott sirkusmark úr horninu
39:32 15-21 Jóhann skorar fyrir Aftureldingu
40:06 Hörður Fannar sækir vítakast
40:09 Þá skiptir Afturelding um markvörð
40:11 15-22 Oddur Gretarsson lætur sér fátt um finnast um þessa skiptingu og skorar örugglega
40:36 Afturelding missir boltann
40:43 Heimir Örn Árnason með skot í slá og Afturelding aftur með boltann
40:57 16-22 Afturelding minnkar muninn
41:32 Oddur Gretarsson fær aukakast
41:49 Bjarni Fritzson klúðrar í hægra horninu
42:00 Afturelding fær aukakast
42:27 Ruðningur dæmdur á Aftureldingu
42:38 Geir Guðmundsson með hörkuskot í slánna en fær aukakast réttilega
43:05 Höndin komin upp
43:13 Oddur Gretarsson með skot sem Hafþór ver
43:23 Og þá ver Sveinbjörn Pétursson að sjálfsögðu! Varði þarna í dauðafæri
43:56 Akureyri í sókn
44:15 Sveinbjörn Pétursson ver en aukakast dæmt. Akureyri missti boltann
44:55 16-23 Heiðar Þór skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Sveinbjörn hafði gripið boltann frá Sverri
45:35 Afturelding heldur boltanum og fær aukakast
46:04 Akureyri nær boltanum
46:31 16-24 Heiðar Þór skorar fyrir utan
47:08 Afturelding fær aukakast
47:23 17-24 Jóhann Jóhannsson minnkar muninn fyrir Aftureldingu
47:59 Geir Guðmundsson með skot framhjá
48:09 Afturelding missir boltann
48:16 Þetta lítur mjög vel út fyrir okkar menn, Afturelding virðist vera að gefa eftir
48:42 Geir Guðmundsson fær dæmdan á sig ruðning
48:51 En strax dæmd skref á Aftureldingu
49:24 Eftir mikinn barning fer boltinn útaf og Afturelding fær boltann
49:41 18-24 Einar Héðinsson minnkar muninn fyrir Aftureldingu
49:58 Akureyri tekur leikhlé
49:59 Leikurinn hafinn að nýju, Akureyri með boltann
50:16 Bjarni Fritzson með furðulega ákvörðun og klikkar
50:30 19-24 Hilmar Stefánsson minnkar muninn fyrir Aftureldingu
50:58 19-25 Oddur Gretarsson skorar mikilvægt mark
51:35 Sveinbjörn Pétursson með góða vörslu og Akureyri með boltann
52:08 Hörður Fannar fær aukakast
52:14 Tíminn er stopp, verið að þurrka
52:33 19-26 Guðmundur Hólmar með gott mark fyrir utan
53:10 Afturelding fær dæmd á sig skref
53:21 19-27 Guðmundur Hólmar skorar þá bara aftur
53:45 19-28 Oddur Gretarsson skorar þá úr hraðaupphlaupi
54:09 Geir Guðmundsson vildi fá dæmdan ruðning en Afturelding fær aukakast
54:37 20-28 Afturelding minnkar muninn með góðu marki fyrir utan
55:02 20-29 Hörður Fannar skorar af línunni eftir góða sendingu frá Geir
55:36 20-30 Bergvin Gíslason skorar eftir að ruðningur hafði verið dæmdur á Sverri Hermannsson
56:06 Guðlaugur Arnarsson ver skot í vörninni, Afturelding á hornkast
56:19 Afturelding missir boltann útaf
56:31 Heimir Örn Árnason meiðist og virðist sárþjáður
56:31 Heimir Örn Árnason fer útaf og leikurinn heldur áfram
56:57 Oddur Gretarsson missir boltann
57:04 Sveinbjörn Pétursson ver glæsilega! Dauðafæri hjá Aftureldingu en Sveinbjörn kláraði þetta
57:24 Akureyri í sókn
57:37 Afturelding í hraðaupphlaupi en skotið ferí slá og yfir og Akureyri með boltann
57:54 Geir Guðmundsson fær aukakast
58:13 Ásgeir Kristinsson er kominn inn á og fær aukakast
58:24 20-31 Geir Guðmundsson skorar fyrir utan
58:46 Afturelding fær aukakast
59:11 Afturelding með skot framhjá
60:00 Leiktíminn rennur út, lítið gerðist þessa síðustu mínútu. Akureyri með virkilega góðan útisigur og er komið með fyrstu stig tímabilsins
60:00 Beina Lýsingin velur Geir Guðmundsson sem mann leiksins
60:00 Beina Lýsingin þakkar fyrir sig og hvetur alla til að mæta á heimaleikinn gegn FH sem verður í Höllinni næstkomandi fimmtudag. Leikurinn verður að sjálfsögðu í Beinni Lýsingu hér á síðunni

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson