Tími | Staða | Skýring |
|
| Velkomin í Beina Lýsingu frá leik KR og Hamranna í 1. deild karla
|
|
| Liðið sem sigrar hér í dag tryggir sér lokasætið í umspili um laust sæti í Olís Deildinni, það er því gríðarlega mikið undir í þessum leik
|
|
| Það er verið að kynna liðin, það er púað á Hamrana sem er áhugavert!
|
|
| Það er nóg af Akureyringum í liði KR, en Bjarni Jónasson, Páll Snævar Jónsson, Arnar Sveinbjörnsson, Steinþór Andri Steinþórsson, Jóhann Gunnarsson, Hákon Stefánsson og Fannar Kristmannsson hafa allir leikið fyrir KR í vetur
|
|
| Það vantar reyndar þá Arnar, Hákon og Fannar hér í dag
|
|
| Lið KR er þannig skipað: Viktor Alex Rúnarsson, Páll Snævar Jónsson, Guðjón Finnur Drengsson, Sigurbjörn Markússon, Eyþór Vestmann, Steinþór Steinþórsson, Bjarnfinnur Þorkelsson, Steinar Logi Sigurþórsson, Hermann Björnsson, Pétur Gunnarsson, Arnar Jón Ragnarsson, Finnur Jónsson, Jóhann Gunnarsson, Bjarni Jónsson Kristján Svan Kristjánsson.
|
|
| Og lið Hamranna: Arnar Þór Fylkisson, Bernharð Anton Jónsson, Einar Hákon Jónsson, Benedikt Línberg, Elfar Halldórsson, Arnþór Gylfi Finnsson, Kristján Sigurbjörnsson, Róbert Sigurðarson, Kristinn Ingólfsson, Almar Bjarnason, Baldur Halldórsson, Patrekur Stefánsson, Valdimar Þengilsson, Heimir Pálsson, Valþór Guðrúnarson.
|
0:01
|
| Hamrarnir hafa hafið leikinn!
|
0:54
|
| Valdimar Þengilsson fær aukakast, fer rólega af stað
|
1:05
|
| Hamrarnir missa boltann og KR kemur í sókn
|
1:48
|
| Bernharð ver skot frá Arnari Jón og Hamrarnir koma í sókn
|
2:31
| 1-0
| KR ná boltanum og Arnar Jón skorar úr seinni bylgju, fyrsta markið er komið
|
3:04
| 1-1
| Valdimar Þengilsson stekkur hátt upp fyrir utan og hamrar boltanum í netið, greinilega sannur Hamramaður
|
3:39
| 2-1
| Jóhann Gunnarsson fær að koma óáreittur að vörninni og hann skorar, vel gert hjá Akureyringnum
|
4:09
| 2-2
| Valdimar Þengilsson ætlar að sjá um þetta fyrir Hamrana hér í dag, stekkur upp og skorar, aftur jafnt!
|
4:42
|
| Valdimar tekur fast á Jóhanni, aukakast dæmt. Gaman að sjá smá hörku í þessu
|
5:12
|
| Bernharð ver auðveldlega skot frá Arnari Jóni
|
5:27
|
| Smá klúður í sókn Hamranna og KR-ingar ná boltanum
|
5:57
|
| Valdimar Þengilsson fær gult spjald og KR fær aukakast, var að opnast færi á línunni
|
6:15
|
| Arnar Jón að missa boltann en fær aukakast
|
6:28
|
| Bjarni Jónasson í algjöru dauðafæri í hægra horninu en Bernharð með meistaralega markvörslu!
|
7:03
| 2-3
| Valdimar heldur áfram! Það var að vísu enginn hraði í þessu hjá honum en einhvern veginn komst hann í gegnum vörnina og náði að skora. Bjarnfinnur fær gult spjald
|
7:55
| 3-3
| Arnar Jón kemur á vörnina og skorar, þetta ætlar að verða veisla hjá honum og Valda
|
8:37
|
| Misheppnuð sókn hjá Hömrunum og KR-ingar koma á þetta
|
9:12
| 4-3
| Hamravörnin galopnast og Jóhann Gunnarsson skorar, heimamenn aftur komnir yfir
|
9:40
|
| Arnar Jón fer í Valda Þengils og uppsker gult spjald
|
9:55
| 4-4
| Markamaskínan Kristján Már kemur á vörnina og skorar, vonandi fyrir Hamrana er hann að komast í gang
|
10:23
|
| Jóhann kemur á vörnina en Valdimar ver skotið hans, KR með hornkast
|
10:45
|
| Höndin var komin upp og örvæntingarfullt skot KR fór í slá og útaf, Hamrarnir koma í sókn
|
11:15
|
| Valdi með skot framhjá
|
11:23
|
| Lína dæmd á KR, er að komast smá hraði í þennan leik?
|
12:05
| 5-4
| Kristján Már með skot í vörnina og Kristján Svan skorar fyrir KR í hraðaupphlaupi
|
12:36
| 5-5
| Patrekur jafnar metin fyrir Hamrana eftir að hafa náð frákasti
|
13:02
|
| Bjarni er ekki alveg að finna sig í hægra horninu og Bernharð ver frá honum
|
13:17
| 5-6
| Glæsilegur Heimir nokkur Pálsson, skrúfar boltann framhjá Viktor í KR markinu og Hamrarnir eru komnir yfir
|
13:45
|
| Patrekur fær gult spjald í Hamravörninni, KR fær hinsvegar aðeins aukakast
|
14:10
|
| Ruðningur dæmdur á Jóhann og Hamrarnir koma í sókn
|
14:40
| 5-7
| Kristján Már með laglegt skot fyrir utan sem fer í stöngina og inn
|
15:09
| 6-7
| Eyþór skorar fyrir KR
|
15:26
| 7-7
| KR-ingar ná boltanum og Finnur Jónsson skorar úr hraðaupphlaupi
|
15:54
| 7-8
| Valdi Þengils, þvílíkur leikmaður, kemur uppúr engu á vörnina og skorar!
|
16:20
|
| Afmælisbarn dagsins, Elfar Halldórsson, er mættur á svæðið
|
16:37
| 7-9
| Hamrarnir ná boltanum og Róbert skorar úr hraðaupphlaupi, munurinn aftur tvö mörk
|
17:06
| 8-9
| Arnar Jón minnkar muninn fyrir heimamenn, fer ansi mikið fyrir Arnari í sóknarleik KR-inga
|
17:41
|
| Kristinn í dauðafæri á línunni en Viktor ver frá honum, Hamramenn verða að nýta svona!
|
18:14
|
| Róbert stelur boltanum en er hrikalegur klaufi og fær dæmt á sig tvígrip
|
18:36
|
| Jóhann stöðvaður af Hamravörninni, KR enn í sókn
|
18:55
|
| Úff! Elfar Halldórsson með slaka sendingu og Hamrarnir sem voru að ná boltanum missa hann
|
19:49
| 8-10
| Arnar Jón með skot himinhátt yfir markið og Heimir Pálsson skorar úr hraðaupphlaupi fyrir Hamrana
|
20:16
| 9-10
| Arnar Jón er allt í öllu þessa stundina í leik KR og hann skorar með skoti af gólfinu
|
20:51
| 9-11
| Nau nau nau!!! Elfar Halldórsson með magnað undirhandarskot sem steinliggur í markinu, þetta var virkilega vel gert
|
21:15
|
| Páll Snævar kemur í mark KR
|
21:26
|
| Bernharð með varið skot og Hamrarnir koma á þetta
|
21:41
|
| Róbert hinsvegar fær dæmd á sig skref og KR fær boltann
|
21:47
|
| KR tekur leikhlé
|
21:47
|
| Hamrarnir búnir að vera betri þennan fyrsta þriðjung leiksins, hinsvegar eru bæði lið að gera nóg af klaufalegum mistökum. Það er líklegt að það lið sem nær að stilla leik sinn fyrr af klári dæmið
|
21:48
|
| KR hefur leikinn að nýju
|
22:05
|
| KR-ingar halda mistökunum áfram og kasta boltanum útaf
|
22:41
|
| Heimir í dauðafæri í vinstra horninu en Palli ver frá honum, KR kemur í sókn
|
23:20
|
| Hamravörnin er að standa vel, KR-ingar komast lítt áleiðis
|
23:34
|
| Ruðningur dæmdur á KR-inga og Hamrarnir koma í sókn
|
24:02
|
| Valþór er mættur á svæðið
|
24:14
| 9-12
| Valdimar Þengilsson er að eiga stórleik! Kemur með gott skot af gólfinu sem fer í gegnum klofið á Palla í markinu
|
24:43
| 10-12
| Sigurbjörn skorar af línunni fyrir KR, þarna galopnaðist Hamravörnin
|
25:15
| 10-13
| Elfar Halldórsson með skot af vörninni og inn, þessi mörk eru alltaf mikilvæg!
|
25:47
|
| Enn einn ruðningurinn dæmdur á KR-inga!
|
26:16
| 10-14
| Heimir fær fínt færi í vinstra horninu og hann skorar að sjálfsögðu, Hamrarnir eru að stinga af þessa stundina!
|
26:55
|
| Bernharð með tvær stórkostlegar markvörslur í röð! Bjarni Jónasson náði frákasti í vinstra horninu en Bernharð fljótur til og ver
|
27:35
|
| Valþór tekinn niður, aukakast til Hamranna
|
27:58
| 10-15
| Patrekur með magnað skot fyrir utan í stöngina og inn, þetta er veisla hér í Frostaskjóli!
|
28:25
| 11-15
| KR fær vítakast og Finnur skorar
|
28:41
|
| Herra KR, Davíð Már Kristinsson er að farast úr stressi hér
|
29:01
|
| Ingimundur Ingimundarson tekur leikhlé
|
29:00
|
| Hamrarnir hefja leikinn að nýju
|
29:17
|
| Valdimar fær aukakast
|
29:30
|
| Lína dæmd á Hamrana og KR fær lokasóknina í fyrri hálfleik
|
30:00
|
| Bernharð ver frá Eyþóri og Hamrarnir leiða því með fjórum í hálfleik
|
30:00
|
| Virkilega ánægjulegt að sjá Hamrana hér í fyrri hálfleik. Liðið að leika frekar vel og hafa tekið á mistökum sínum í upphafi leiks. Heimamenn í KR virðast hinsvegar ekki vera að höndla vörn Hamra liðsins og búnir að missa marga bolta
|
30:00
|
| Mörk Hamranna: Valdimar Þengilsson 5 mörk, Heimir Pálsson 3, Kristján Már Sigurbjörnsson, Patrekur Stefánsson og Elfar Halldórsson 2 mörk hver og Róbert Sigurðarson er með 1 mark
|
30:00
|
| Mörk KR Arnar Jón 4 mörk, Jóhann Gunnarsson og Finnur Jónsson 2 mörk hver, Kristján Svan, Eyþór Hilmarsson og Sigurbjörn Markússon 1 mark hver
|
30:00
|
| Þá styttist í að síðari hálfleikurinn hefjist
|
30:01
|
| KR-ingar hafa hafið síðari hálfleikinn, hvað gerist á síðari helming leiksins?
|
30:14
|
| Guðjón Finnur Drengsson er mættur í lið KR
|
30:27
| 12-15
| Sigurbjörn losnar á línunni og hann skorar og munurinn orðinn þrjú mörk
|
31:05
|
| Sigurbjörn kemur langt á móti Valda og uppsker gult spjald
|
31:29
| 12-16
| KR nær boltanum en hrikaleg mistök kosta þá mark! Heimir skorar og Hamrarnir halda heimamönnum í fjarlægð
|
32:05
|
| Mögnuð vörn hjá Hömrunum, vörnin ver boltann og Hamrarnir í sókn
|
32:44
|
| Almar með slaka sendingu sem KR-ingarnir ná
|
32:55
|
| Akureyringurinn Jóhann Gunnarsson í sannkölluðu dauðafæri en skýtur langt framhjá markinu. Hamrarnir með boltann
|
33:37
|
| Almar Blær kemur á KR vörnina og uppsker ruðning
|
33:49
|
| Arnar Jón skýtur yfir Hamramarkið!
|
34:15
| 12-17
| Patrekur labbar hreinlega í gegnum KR vörnina og skorar af öryggi, hrikalega vel gert hjá drengnum!
|
34:37
| 13-17
| Róbert fær 2 mínútur á meðan Arnar Jón skorar fyrir heimamenn
|
35:14
|
| Klaufalegt hjá Hömrunum og þeir missa boltann útaf
|
35:43
|
| Sigurbjörn fær aukakast fyrir KR
|
36:03
|
| Bernharð er að fara hamförum! Ver boltann en Guðjón Drengs nær boltanum fyrir KR og reynir að skrúfa boltann í markið, Bernharð hinsvegar kastar sér aftur og slær boltann frá!
|
36:37
| 13-18
| Kristján skorar fyrir Hamranna, gott skot fyrir utan
|
37:04
|
| Bernharð ver frá Sigurbirni á línunni en víti dæmt
|
37:21
| 14-18
| Finnur Jónsson skorar úr vítinu, Bernharð var í boltanum
|
38:02
|
| Heimir fer inn úr nokkuð þröngu færi sem Viktor ver í markinu, KR í sókn
|
38:33
|
| Arnar Jón með skot sem Bernharð ver en aukakast dæmt
|
38:54
|
| Þvílíkur drengur hann Bernharð! Enn eitt varða skotið hjá honum og Hamrarnir koma í sókn
|
39:14
|
| Spurning hvort Bernharð sé með eitthvað úr í vasanum sem hjálpar honum í markinu?
|
39:34
|
| Kristján Már liggur eftir, varð fyrir smá hnjaski þarna
|
39:35
|
| Kristján er staðinn upp og leikurinn heldur áfram
|
39:57
| 14-19
| Elfar afmælisbarn Halldórsson með frekar laust undirhandarskot en Viktor missir einhvernveginn af honum og úr varð mark!
|
40:29
|
| Guðjón Drengsson við það að losna en á ögurstundu nær Hamravörnin að stöðva hann, aukakast dæmt
|
41:06
|
| Bernharð ver auðveldlega skot frá Guðjóni
|
41:35
|
| Ruðningur dæmdur á Hamrana
|
41:49
|
| Jóhann Gunnarsson liggur eftir, en stendur fljótt upp aftur. KR í sókn
|
42:00
|
| Sóknarleikur KR á fá svör við varnarleik Hamranna
|
42:13
| 15-19
| Hermann Ragnar skorar fyrir KR
|
43:17
|
| Elfar með skot í vörnina og Viktor nær að blaka honum útaf, KR í sókn
|
43:47
| 16-19
| Jóhann kemur algjörlega óáreittur á vörnina og skorar, menn verða að mæta honum Jóa
|
44:25
|
| Heimir inn en Viktor ver frá honum, er að slökkna á okkar drengjum?
|
45:04
|
| Laus bolti sem KR nær en Patrekur liggur eftir, fékk högg á andlitið
|
45:04
|
| Patrekur heldur áfram, sterkur strákur
|
45:25
| 16-20
| KR með skot í stöngina og Valþór skorar úr hraðaupphlaupi, Hamrarnir halda fjarlægðinni
|
45:48
| 17-20
| Sigurbjörn skorar af línunni fyrir KR
|
46:19
| 17-21
| Kristján Már upp í loft lengst fyrir utan og Viktor ræður ekki við skotið, flott mark!
|
46:46
|
| Tíminn er stopp, Jóhann liggur eftir en KR fær aðeins aukakast. Áhorfendur vildu eitthvað meira þarna
|
47:11
|
| Heimir Pálsson fær 2 mínútur, þetta var fáránlegur dómur. Hann stökk einfaldlega á sendingu og KR náði boltanum
|
47:38
| 18-21
| Hermann Ragnar skorar fyrir KR
|
47:58
|
| Kristján Már með skot í KR vörnina
|
48:10
| 19-21
| Bjarni Jónasar skorar úr hraðaupphlaupi og munurinn er aðeins 2 mörk
|
48:39
| 19-22
| Valþór Atli með flotta fintu, kemst framhjá Guðjóni og skorar þetta var mikilvægt
|
49:09
|
| Hamravörnin er að standa hrikalega vel, búin að verja tvö skot í þessari sókn KR en KR heldur boltanum
|
49:43
| 20-22
| Hermann Ragnar skorar fyrir KR, bekkurinn hjá Hömrunum er alls ekki sáttur enda var frekar greinilegt að þarna var skref, en það þýðir ekki að röfla yfir því, áfram með leikinn!
|
50:32
| 20-23
| Elfar Halldórsson með virkilega gott mark, horfir vel á markið og setur boltann öfugu megin við Pál í markinu
|
51:07
| 20-24
| Almar Blær er að skora úr hraðaupphlaupi og Hamrarnir eru komnir í góða stöðu
|
51:30
| 21-24
| Hermann Ragnar heldur þó áfram að raða inn mörkunum fyrir KR, eini með lífsmarki hjá heimamönnum þessa stundina
|
51:57
|
| Sigurbjörn fær 2 mínútur í liði KR, einhver hasar á línunni og hann er út í 2 mínútur. Þetta gæti reynst dýrt
|
52:24
|
| Elfar með skot af gólfinu en Viktor sér við honum, KR með boltann
|
53:06
|
| Nákvæmlega ekkert að gerast í KR sókninni
|
53:17
| 22-24
| Og þá gerist þetta! Arnar Jón með skot uppúr engu og Bernharð nær ekki að verja
|
53:44
|
| Ruðningur dæmdur á Valda Þengils, úff það er komin svaka spenna hér í Frostaskjóli
|
54:24
|
| Arnar Jón inn úr engu færi í horninu og skýtur framhjá. Af einhverri ástæðu er dæmt vítakast, aldrei víti segi og skrifa
|
54:55
|
| Bernharð hinsvegar ver vítakastið! Þvílíkur leikur hjá Bernharð
|
55:24
|
| Róbert fær 2 mínútur og KR vítakast, þetta var frekar dýrt. Dómgæslan aðeins með KR-ingum þessar mínúturnar
|
55:35
|
| EN AÐ SJÁLFSÖGÐU VER BERNHARÐ VÍTIÐ!!! ÞVÍLÍKUR LEIKUR HJÁ DRENGNUM
|
56:03
|
| Patrekur skorar en búið að flauta, Hamrarnir í sókn
|
56:37
| 23-24
| Leiktöf dæmd á Hamrana og Bjarni Jónasar skorar fyrir KR, munurinn orðinn eitt mark
|
56:52
|
| Ingimundur Ingimundarson tekur leikhlé og kemur það engum á óvart
|
56:52
|
| Eins og Hamrarnir eru búnir að vera flottir í þessum leik þá hafa strákarnir alveg hætt að spila síðustu mínúturnar og KR-ingar hafa komið sterkir til baka
|
56:53
|
| Benedikt Línberg er mættur í sóknina
|
57:11
| 23-25
| Ekki er Benni lengi að koma sér inn í leikinn, fintar sig í gegn og skorar!
|
57:47
|
| Hamrarnir ná boltanum!
|
57:52
|
| Þvílík spenna, mark í þessari sókn færi langleiðina með þennan leik
|
58:17
| 23-26
| Heimir Pálsson er að klára þetta! Glæsilegt mark úr horninu, vel gert hjá Kristjáni að finna hann
|
58:42
| 24-26
| Hermann Ragnar skorar fyrir KR, þetta er ekki alveg búið
|
59:00
|
| Heimir með hrikalega vippu sem fer í hausinn á Viktori og KR kemur í sókn
|
59:18
| 25-26
| Hermann Ragnar skorar enn eitt markið, eru Hamrarnir að klúðra þessu?
|
59:38
|
| KR nær boltanum og Bjarni Jónasar í dauðafæri en Bernharð ver frá honum!
|
59:58
|
| Hamrarnir fá tvö dauðafæri en Viktor ver í tvígang, hrikalegt að nýta þetta ekki og KR tekur leikhlé. 2 sekúndur eftir
|
59:58
|
| Hamrastrákarnir eru tveimur sekúndum frá sæti í umspilinu, nú er bara að halda haus og klára þetta
|
60:00
|
| Skot frá miðju og Bernharð grípur boltann, Hamrarnir vinna með einu marki!
|
60:00
|
| Hamrarnir fagna þessu gríðarlega enda ótrúlega sterkur sigur!
|
60:00
|
| Þvílíkur leikur, Hamrarnir klárlega betri aðilinn en þeir voru ótrúlega stutt frá því að klúðra þessu. Markvarsla Bernharðs frá Bjarna Jónasar undir lokin kláraði þetta
|
60:00
|
| Við óskum Hömrunum til hamingju með umspilssætið og þökkum fyrir okkur í dag. Við minnum á að á morgun lýsum við leik Hauka og Akureyrar
|