Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




Bein lýsing
8-liða úrslit 12. apríl 2015 kl.16:00 í Austurbergi
ÍR
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Verið velkomin í Beina Lýsingu frá oddaleik ÍR og Akureyrar í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Leikurinn hefst klukkan 16:00


Tími   Staða   Skýring
Verið velkomin í Beina Lýsingu frá oddaleik ÍR og Akureyrar í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Leikurinn hefst klukkan 16:00
Verið velkomin í Beina Lýsingu frá oddaleik ÍR og Akureyrar í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Leikurinn hefst klukkan 16:00
Hópur ÍR
Markmenn: Svavar Már Ólafsson og Arnór Freyr Stefánsson
Útileikmenn: Sturla Ásgeirsson, Eggert Jóhannsson, Björgvin Hólmgeirsson, Ingi Rafn Róbertsson, Davíð Georgsson, Jón Heiðar Gunnarsson, Daníel Ingi Guðmundsson, Arnar Birkir Hálfdánsson, Bjarni Fritzson, Ingvar H Birgisson, Brynjar Steinarsson, Sigurjón Friðbjörn Björnsson og Aron Ægisson
Hópur Akureyrar
Markmenn: Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundsson
Útileikmenn: Bergvin Þór Gíslason, Birkir Guðlaugsson, Halldór Logi Árnason, Heimir Örn Árnason, Sverre Andreas Jakobsson, Kristján Orri Jóhannsson, Sigþór Árni Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Brynjar Grétarsson, Nicklas Selvig, Þrándur Gíslason, Ingimundur Ingimundarson og Arnór Þorri Þorsteinsson
Nicklas Selvig sneri sig illa í síðasta leik en er á skýrslu í kvöld og ætlar að sjá til í hvernig standi hann verður. Væri frábært ef kappinn gæti beitt sér í dag
Björgvin Hólmgeirsson snýr aftur í lið ÍR en þessi markahæsti leikmaður Olís Deildarinnar hefur lítið spilað í einvíginu til þessa og var ekki með í síðasta leik. Sé hann klár í slaginn er ljóst að ÍR-ingarnir fá mikinn aukinn kraft hér í dag
Það er kominn fjöldinn allur af trommum Akureyrarmegin í stúkunni og nokkuð ljóst að þeir sem styðja Akureyri munu láta heyra vel í sér!
Þá er áhugavert að hugsa til þess að áhorfanda hefur verið hent út í báðum leikjum þessa einvígis. Spurning hvort einhver haldi þeirri hefð uppi hér í dag
Dómarar hér í dag eru þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Eftirlitsmaður er Guðjón L. Sigurðsson
Dómarar síðasta leik voru mikið á milli tannana á fólki og þóttu þeir ekki eiga sinn besta leik. Vonum að þetta snúist um handboltann hér í dag í stað dómaranna
Nicklas Selvig verður ekki með hér í dag, greinilega ekki klár í slaginn. Eggert Jóhannsson dettur út hjá ÍR-ingum á sama tíma
Hvernig ætli Akureyrarliðið tækli það að missa Nicklas Selvig? Verður þá rétthentur maður í hægri skyttunni eða þá í horninu?
En mikið er ég samt ánægður með Nicklas Selvig, reyndi í upphitun en fer svo á trommurnar. Hann gefur allt í þetta kappinn
Verið er að kynna liðin, vonandi að fólk haldi áfram að mæta, svipuð mæting og á fyrsta leik liðanna en þó mun fleiri á bandi Akureyrar heldur en síðast
Þetta er að bresta á hérna, býst við hörkuleik og kannski ekki sérstaklega fallegum handbolta. Liðin einfaldlega mjög svipuð að getu og held að liðið sem berst meira fyrir sigrinum fari áfram í næstu umferð
Björgvin kemur beint inn í byrjunarlið ÍR
Tomas Olason byrjar í markinu eftir að hafa verið góður í síðasta leik
0:01 ÍR hefur hafið leikinn, koma svo Akureyri!
0:26 Sverre Andreas Jakobsson brýtur á Jóni Heiðari á línunni, aukakast
0:44 Akureyrarvörnin byrjar vel, lokar vel á ÍR-ingana
0:57 1-0 Davíð Georgsson með skot fyrir utan, Tomas í boltanum en inn fór hann
1:18 Brynjar Hólm Grétarsson kemur inn í hægri skyttuna
1:31 1-1 Heimir Örn Árnason með skot af gólfinu og þessi steinliggur!
1:44 Tomas Olason ver glæsilega lúmskt undirhandarskot frá Björgvini
1:58 Akureyri með boltann
2:13  Heimir Örn Árnason fær aukakast. Hann liggur eftir og Davíð Georgs fær gult spjald
2:17 Heimir Örn Árnason fékk greinilega högg á augað en heldur áfram, þarf meira til að stöðva Heimi
2:37 Heimir Örn Árnason með línusendingu en þar var enginn og ÍR nær boltanum
2:54 Sigþór Árni Heimisson tekur Björgvin úr umferð
3:06 Losnar um Jón Heiðar á línunni og hann sækir vítakast fyrir ÍR
3:28 2-1 Sturla skorar af öryggi og kemur ÍR aftur yfir
3:42 Sigþór Árni Heimisson og Heimir eru að skipta miðjunni og vinstri skyttunni á milli sín
4:05 3-1 Jón Heiðar skorar fyrir ÍR eftir að varið var frá Heimi Erni
4:35 3-2 Sigþór Árni Heimisson með glæsilegt skot af gólfinu og mark!
4:51 Ingimundur Ingimundarson ver skot í vörninni en ÍR fær hornkast
5:14 Brotið á Jóni Heiðari á línunni og ÍR fær aukakast
5:33  Jón Heiðar fær vítakast og Halldór Logi Árnason fær gult spjald. Mikið leitað að Jóni Heiðari þessar upphafsmínútur
6:03 4-2 Tomas Olason ver vítið en hann er of seinn að bregðast við og boltinn lekur inn, Sturla með annað mark
6:36 4-3 Sigþór Árni Heimisson með yfirhandarfintuna í hægri skyttunni og skorar eftir gegnumbrot, fagnar vel þessu marki!
7:15 Tomas Olason ver frá Arnari Birki og fagnar innilega
7:24 Akureyri kemur í sóknina
7:40 Brynjar Hólm Grétarsson með línusendingu sem finnur ekki Dóra og ÍR með boltann
7:56 Tomas Olason ver aftur hinsvegar og Akureyri fær annað tækifæri á að jafna
8:08 Sóknarleikur ÍR-ingar snýst aðallega um Björgvin og að finna Jón Heiðar á línunni
8:30 4-4 Sigþór Árni Heimisson er að fara hamförum! Tekur yfirhandarfintuna núna í vinstri skyttunni og skorar
8:48 4-5 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr hraðaupphlaupi og Akureyri er komið yfir! Þvílíkur kafli
9:14 5-5 Björgvin fær flugbraut og þá er ekkert annað í stöðunni en mark, verður einhvernveginn að loka á kappann
9:35 Björgvin er bara tekinn úr umferð þegar Sigþór Árni Heimisson nær ekki að skipta útaf
10:09 Heimir Örn Árnason stöðvaður, fær aukakast
10:17 Sigþór Árni Heimisson með skot framhjá
10:23 Heimir Örn Árnason hinsvegar snöggur til baka og kemst í sendingu ÍR-inga, Akureyri aftur með boltann
10:30 Þarf að þurrka gólfið strax, það er frábær stemning í húsinu
10:54 Heiðar Þór Aðalsteinsson kemur útúr horninu en Bjarni brýtur á honum, aukakast
11:23 Halldór Logi Árnason nær boltanum á línunni en skýtur framhjá, ekkert brot samkvæmt Antoni dómara
11:51 Heimir Örn Árnason er að loka vel á Arnar Birki hingað til
12:03 Ingimundur Ingimundarson stekkur á Björgvin og stöðvar hann, meira svona
12:30 6-5 Arnar Birkir skorar fyrir ÍR
13:09 Höndin er uppi, nú þarf að koma skot
13:18 Brynjar Hólm Grétarsson með skot í slá og yfir
13:28 Kristján Orri Jóhannsson nær að brjóta á Björgvin, ÍR-ingar geta náð tveggja marka forskoti
13:56 Anton þarf aðeins að ræða við Pekingvörnina
14:19 Tomas Olason ver frá Arnari Birki en hann fær aukakast
14:32 Slök sending hjá heimamönnum og Akureyri með boltann
14:44 Sverre Andreas Jakobsson fær dauðafæri á línunni en skýtur beint í Arnór og ÍR með boltann
15:11   Bergvin Þór Gíslason fær gult spjald, braut þarna á Arnari Birki
15:31   Sverre Andreas Jakobsson fær 2 mínútur fyrir að stöðva Björgvin, þetta var virkilega ódýrt
15:32 Atli Hilmarsson og Sævar ekki sáttir þarna og hafa töluvert til síns máls
15:47 7-5 Opnast fyrir Sturlu í vinstra horninu og hann nýtir svona færi
16:14 Kristján Orri Jóhannsson keyrir á vörnina og sækir vítakast, mikilvægt einum færri
16:24 Kristján Orri Jóhannsson skýtur hinsvegar framhjá úr vítinu
16:55   Halldór Logi Árnason fær 2 mínútur fyrir að brjóta á Jóni Heiðar og ÍR fær víti
16:57 8-5 Enn skorar Sturla úr vítunum, Tomas samt ekkert langt frá því að verja
17:21 Heiðar Þór Aðalsteinsson fær aukakast
17:29 Heimir Örn Árnason sækir aukakast, nú þurfum við að eyða smá tíma
17:40  Kristján Orri Jóhannsson inn úr þröngu færi en fær víti og Sturla fær 2 mínútur. Strangur dómur
17:42 8-6 Heiðar Þór Aðalsteinsson tekur vítið og skorar af öryggi, stáltaugar hjá þeim skeggjaða
18:04 Bæði lið með mann útaf
18:14 9-6 Arnar Birkir alveg á auðum sjó og skorar auðveldlega, maður sem þarf að stöðva rétt eins og Björgvin
18:44 9-7   Heimir Örn Árnason með týpískt Heimis Árna mark, með mann aftan í sér en nær að kasta að marki og kemur boltanum í netið. Jón Heiðar fær gult spjald
19:27 Björgvin er hreinlega að dýfa sér hérna
19:37 Boltinn dæmdur af ÍR
19:50 9-8 Heiðar Þór Aðalsteinsson með stjörnumark! Fer inn úr horninu og kemur með ævintýralegan snúning sem Arnór ræður ekki við
20:09  Hvað er Bjarni Fritz að gera hér? Fær brottvísun og það löngu eftir markið, eitthvað hefur hann sagt væntanlega
20:37   Ingimundur Ingimundarson fær brottvísun fyrir brot á Arnari Birki. Finnst nú vera full mikið af brottvísunum í þessum leik
20:37 Það má alveg taka aðeins á mönnum í handbolta
20:50 Sverre Andreas Jakobsson ræður við Björgvin þarna, en ÍR með boltann ennþá
21:11 10-8 Davíð Georgsson með skot af gólfinu þegar höndin var komin upp og mark, Tomas Olason hefði mátt verja þennan bolta
21:42 Halldór Logi Árnason sækir vítakast eftir sendingu frá Heimi, vel gert!
22:03 10-9 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar í gegnum klofið á Arnóri, traustur á vítalínunni
22:25 ÍR-ingar voru klárlega 7 inn á vellinum
22:25  Glæsilegt, dómararnir sjá þetta og Akureyri fær boltann ásamt því að ÍR-ingar fá brottvísun
22:26 Akureyri kemur í sókn, styttist í manninn
22:35 Bergvin Þór Gíslason kemur í sóknina, Akureyri einum fleiri
22:49 10-10 Halldór Logi Árnason í dauðafæri á línunni og að sjálfsögðu skorar nautabaninn!
23:24 Tomas Olason ver skot frá Arnari og Akureyri í sókn
23:36 Sigþór Árni Heimisson með afleita sendingu sem fer beinustu leið útaf, ÍR-ingar koma í sóknina
24:08 11-10 Björgvin með skot af gólfinu sem endar í netinu, þvílíkur kraftur í Bjögga
24:27 Sigþór Árni Heimisson við það að sleppa í gegn en kemst ekki alla leið og fær aukakastið
24:54 11-11   Heimir Örn Árnason er svo glæsilegur! Davíð hangir í honum en áfram heldur Heimir og kemur boltanum í netið. Brottvísun á Davíð Georgs
25:21 Sverre Andreas Jakobsson grípur utan um Brynjar sem er kominn inn á hjá ÍR
25:32 Einar Hólmgeirsson tekur leikhlé fyrir ÍR-inga
25:32 Gríðarleg spenna í leiknum og þetta er alvöru. Stuðningsmenn liðanna kalla á milli hvors annars og reyna að kveikja aðeins upp í þessu
25:33 ÍR hefur leikinn að nýju
25:44 Heimir Örn Árnason ver skot frá Arnari Birki en ÍR fær hornkast
26:05 Tomas Olason ver frá Brynjari og ÍR kemur í sókn
26:23 Heimir Örn Árnason með skot sem Svavar ver og ÍR kemur í sóknina
26:52 Halldór Logi Árnason hreinlega étur Brynjar, en sá hvítklæddi fær aukakast
27:00 ÍR með fullskipað lið
27:19 Tomas Olason ver undirhandarskot frá Björgvin
27:27 Sverre Andreas Jakobsson gerir vel í að ná boltanum og Akureyri með boltann
27:50 Halldór Logi Árnason tuddast á línunni og fær vítakast, góð sending frá Begga
28:13 11-12 Heiðar Þór Aðalsteinsson hefur engan tíma að missa, tískulöggan skýtur strax og flautið kom og gerði mark!
28:38 Björgvin með skot sem fer beint í hausinn á félaga hans Jóni Heiðari
28:38 ÍR á aukakast, en Jón Heiðar aðeins vankaður enda Bjöggi skotfastur
28:39 Kappinn heldur áfram og ÍR í sókn
28:57 12-12 Höndin búin að vera lengi uppi en ÍR-ingar fengu að halda áfram og Arnar Birkir skorar úr hægra horninu
29:21 Heimir Örn Árnason fær aukakast, reyndi snúningsfintu en var stöðvaður
29:36 Bergvin Þór Gíslason brýst í gegn og skorar en vítakast dæmt, tískulöggan þarf að skora
29:56 12-13 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr vítinu, að sjálfsögðu!
30:00 Það var enginn tími eftir þetta víti og Akureyri leiðir í hálfleik með einu marki!
30:00 Þetta er búið að vera spennuþrungið og það stefnir í rosalegan síðari hálfleik. Virkilega sterkt að vera yfir
30:00 Tískukóngurinn Heiðar Þór Aðalsteinsson er markahæstur hjá Akureyri með 5 mörk (4 úr vítum), Sigþór og Heimir eru með 3 mörk hvor, Halldór Logi og Kristján Orri með sitthvort markið
30:00 Tomas Olason er með 9 skot varin og hefur verið fínn, en öflug vörn fyrir framan hann
30:00 Lið Aftureldingar fylgist vel með gangi mála hér í dag enda mæta þeir sigurvegurum dagsins
30:00 Farið að styttast í síðari hálfleikinn, maður getur hreinlega ekki beðið eftir þessari veislu
30:00 Akureyri mun byrja síðari hálfleikinn
30:01 Akureyri kemur í sókn, hvernig endar þetta eiginlega?
30:22 Heimir Örn Árnason fær dæmdan á sig ruðning, réttur dómur sýndist mér
30:57 Halldór Logi Árnason glæsilegur í vörninni, stöðvar Arnar Birki en ÍR heldur boltanum
31:20 Davíð Georgs með skot hátt yfir mark Akureyrar
31:33 Akureyri stillir upp í sókn
31:53 Halldór Logi Árnason í barning á línunni, fær aukakast
32:11 12-14 Heimir Örn Árnason aleinn á línunni og skorar, vel gert hjá Kristjáni Orra að finna hann þarna
32:46 Tomas Olason ver skot frá Davíð og Akureyri með boltann
33:00 Þvílíkur leikur!
33:21 Sigþór Árni Heimisson reynir að komast í gegn en það gengur ekki, fær aukakastið
33:39 12-15 Heiðar Þór Aðalsteinsson!!! Hausar Svavar í markinu og skorar! Beggi opnaði hornið vel þarna
34:05   Halldór Logi Árnason fer af afli aftan í Jón Heiðar og uppsker brottvísun. Keyrði í bakið á honum en ÍR fær aðeins aukakast
34:15 Skref dæmd á Arnar Birki! Akureyri leggur af stað í sókn
34:36 Það er skipt um bolta, kominn sviti á hendur manna
34:41 Heimir Örn Árnason skyggður út þessa stundina
34:55 Sigþór Árni Heimisson ræðst á vörnina og hart tekið á honum, engin brottvísun þó
35:12 Heimir Örn Árnason með sendingu sem endar útaf
35:20 13-15  Björgvin skorar fyrir ÍR og Bergvin Þór Gíslason fær brottvísun fyrir brot á Davíð Georgs
35:41 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
35:41 Akureyri tveimur færri í 24 sekúndur í viðbót. Nú þarf Atli að finna einhverja lausn til að eyða tíma og hugsanlega ná marki
35:43 Heimir Örn Árnason sækir aukakast
36:04 13-16 Heimir Örn Árnason er ótrúlegur!!! Höndin búin að vera uppi í smá tíma, Heimir í öfugu horni en skýtur á markið og boltinn endar í netinu
36:37  Bjarni Fritz að sleppa í gegn og Heimir Örn Árnason fer aftan í hann. Kviknar mikill hasar þarna og við það að sjóða uppúr
36:44 14-16 Björgvin í gegn og skorar fyrir ÍR
37:13 Brynjar Hólm Grétarsson sækir aukakast
37:25 Akureyri bara einum færri núna
37:37 14-17 Kristján Orri Jóhannsson inn úr hægra horninu og hann skorar!
37:51 Sturla kemur á vörnina og fær vítakast
38:10 Tomas Olason, að sjálfsögðu! Sturla reyndi að lauma boltanum yfir höfuðið á Tomas en hann sér við honum og ver
38:38 Akureyri með fullskipað lið
38:52 Sigþór Árni Heimisson kominn í gegn en flautað alltof snemma, aukakast
39:07 Bergvin Þór Gíslason fær aukakast
39:22 Kristján Orri Jóhannsson úr þröngu færi og setur boltann í stönginga, slána og út
39:38 Vá hvað ég hélt að þessi hefði farið inn
40:01 15-17 Björgvin í gegn og skorar, kraftur í Bjögga og heldur ÍR gangandi
40:21 20 mínútur eftir af þessum hasar!
40:39 ÍR nær boltanum en Björgvin stekkur upp en skýtur ekki og boltinn dæmdur af ÍR
40:49 Akureyri með boltann, nú væri gott að fá mark í þetta
41:06 Bergvin Þór Gíslason að sleppa í gegn en er stöðvaður á síðustu stundu, aukakast
41:38 Heimir Örn Árnason með skot sem vörnin ver
41:46 16-17 Sturla skorar úr hraðaupphlaupi og munurinn er einungis eitt mark
41:58 Þvílíkur leikur, af hverju er þessi leikur ekki sýndur í Sjónvarpinu?
42:15 Heimir Örn Árnason fær dæmdan á sig ruðning
42:23 Sigþór Árni Heimisson tekur Björgvin úr umferð
42:34 Jón Heiðar fær vítakast fyrir ÍR, Sturla getur jafnað
42:51 17-17 Sturla skorar og þetta er orðið jafnt, nú viljum við Akureyrskt mark
43:23 18-17 Davíð Georgsson skorar úr hraðaupphlaupi og ÍR er komið yfir
43:30 Atli Hilmarsson hendir í leikhlé, hans síðasta leikhlé í þessum leik
43:30 ÍR búið að skora fjögur mörk í röð og Akureyri þarf að byrja aftur
43:31 Akureyri hefur hafið leikinn að nýju
43:48   Bergvin Þór Gíslason kemur á vörnina og Arnar Birkir fær beint rautt. Sá þetta ekki nógu vel en grunar að hann hafi farið illa í andlitið á honum
43:49 Koma svo strákar, nýtum þetta!
43:50 Akureyri einum fleiri, nú þarf að opna vörnina
44:01 Bergvin Þór Gíslason í gegn en skýtur í gólfið og í slá. ÍR með boltann
44:28 Bjarni kemur á Halldór Logi Árnason og fær aukakast, heimtar eitthvað meira sem ég skil ekki
44:47 Ekkert að gerast hjá ÍR
44:58 19-17 Þá galopnast fyrir Sturlu á línunni og hann skorar
45:22 Halldór Logi Árnason í hasar á línunni, Davíð kippir honum niður en Dóri gerir slíkt hið sama. Báðir áfram inná
45:34 19-18 Bergvin Þór Gíslason kemur í gegn og skorar, mikilvægt enda ÍR búið að skora 5 mörk í röð
46:09 Tomas Olason að sjálfsögðu! Ver dauðafæri frá Davíð Georgs
46:24 Bergvin Þór Gíslason með skot sem Arnór ver
46:51 Björgvin hendir sér niður og reynir að fiska Bergvin Þór Gíslason útaf. Dómararnir falla ekki fyrir þessu, en ÍR á aukakast
47:12 Björgvin með skot í vörnina og ÍR á hornkast
47:24 Einar Hólmgeirsson tekur leikhlé fyrir ÍR
47:24 Þetta er svakalegur leikur, hrikalega stutt á milli og ljóst að þessi leikur mun ráðast á lokasekúndunum
47:24 Ótrúleg spenna í þessu en þetta er langt í frá fallegur handbolti!
47:25 ÍR hefur hafið leikinn á ný
47:41 Tomas Olason, þvílíkur maður! Björgvin í gegn en Tomas ver
47:58 Sigþór Árni Heimisson skorar en flautað alltof snemma, gamla góða búið með skrefin en ég er ekki sammála
47:59 Akureyri í sókn
48:23 19-19 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr horninu, vel stimplað þarna
48:37 Heiðar Þór Aðalsteinsson kemst í sendingu en nær aðeins að slá boltann útaf
48:55 Þvílíkur hasar í þessari Akureyrarvörn
49:21 20-19 Bjarni Fritz fintar Ingimund og skorar
49:47 Bergvin Þór Gíslason fær aukakast, við það að komast í gegn
50:03 Heimir Örn Árnason að sleppa í gegn en fær aðeins aukakast
50:24 20-20  Halldór Logi Árnason skorar af línunni af gríðarlegu harðfylgi. Beggi gerði ótrúlega vel að koma boltanum á línuna og Jón Heiðar fær brottvísun fyrir brot sitt á Begga
50:30 ÍR kemur á þetta, einum færri
50:53 Björgvin skorar fyrir utan en búið að flauta
51:21 Tomas Olason ver frá Sturlu
51:25 Einhvern veginn er ÍR-ingum dæmdur boltinn. Hélt að Heiðar Þór Aðalsteinsson væri með þetta en greinilega ekki
51:36 Tomas Olason ver frá Davíð Georgs og fagnar vel og innilega
51:47 Akureyri hefði gott af marki í þessari sókn, einum fleiri í 36 sek í viðbót
52:03 Heimir Örn Árnason fær aukakast, finnum nú gott færi
52:17 Heimir Örn Árnason í gegn en skýtur framhjá
52:28 ÍR með fullskipað lið
53:03 21-20 Björgvin skorar fyrir ÍR, vel spilað hjá heimamönnum
53:27 Bergvin Þór Gíslason er að spila hrikalega vel í hægri skyttunni, brunar á opnun í ÍR vörninni og sækir vítakast
53:36 Heiðar Þór Aðalsteinsson býr sig undir að taka vítið
53:38 21-21 Heiðar Þór Aðalsteinsson er funheitur á punktinum! Skorar og það er jafnt
54:20 22-21 Björgvin skorar fyrir ÍR, hann er allt í öllu
54:31 Getur Akureyri ekki stöðvað þennan mann einhvernveginn?
54:44 Heimir Örn Árnason fær aukakast, rúmar 5 mínútur eftir af þessu
55:08 Halldór Logi Árnason fær aukakast, ýtt vel á bakið á honum og hann rennur. Þarf að þurrka svita eftir kappann
55:26 Bergvin Þór Gíslason með skot framhjá
55:36 Nú verður vörnin einfaldlega að standa
56:03 Tomas Olason ver frá Björgvin sem var kominn í gegn
56:16 Sigþór Árni Heimisson að komast í gegn en aukakast dæmt. ÍR-ingurinn var aftan í honum en hann sleppur
56:39 Bergvin Þór Gíslason kominn í vinstri skyttuna og fær aukakast, fintarinn mikli reynir mikið núna
56:54 Sigþór Árni Heimisson keyrir á vörnina og dæmdur ruðningur
57:09 Mikill hiti í húsinu
57:30 Bergvin Þór Gíslason brýtur á Bjarna Fritz, ekki mark núna
57:54 23-21 Sigurjón inn úr hægra horninu og hann skorar
58:10 Akureyri verður að skora í þessari sókn
58:25 Kristján Orri Jóhannsson í góðu færi í horninu en hann skýtur framhjá
58:30 Akureyri mætir framarlega enda eina í stöðunni
58:40 24-21 Björgvin skorar fyrir ÍR og þetta er búið
58:54 Halldór Logi Árnason fær aukakast
59:03 24-22 Heimir Örn Árnason skorar af gólfinu
59:22 ÍR tekur leikhlé
59:22 Akureyri verður að ná boltanum strax ef það á að vera einhver möguleiki á að jafna þetta
59:24 ÍR í sókn
59:33 Tomas Olason ver frá Sturlu í dauðafæri
59:42 Akureyri með aukakast
59:48 Sigþór Árni Heimisson með skot sem Arnór ver
60:00 Jón Heiðar skýtur framhjá og þetta er búið, ÍR vinnur með tveimur og fer áfram
60:00 Hrikalega svekkjandi, þetta var svakalegur leikur. Þetta einvígi hefði mátt vera upp í þrjú, þetta voru svo svakalegir leikir
60:00 En við óskum ÍR-ingum að sjálfsögðu til hamingju með þetta og þeir eru að fara að mæta Aftureldingu í undanúrslitum
60:00 Akureyri er hinsvegar komið í sumarfrí
60:00 Heimir Örn Árnason var algjörlega frábær í dag og skoraði 6 mörk ásamt því að spila góða sókn og frábæra vörn. Skórnir væntanlega komnir á hilluna hjá kappanum og hann gerði sitt til að halda þessu tímabili gangandi
60:00 En við þökkum fyrir okkur og við sjáumst á næsta tímabili

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson