Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Atli, Anton og Heiðar eru komnir áfram í bikarnum





16. desember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

2. flokkur: Komnir í 8-liða úrslit í bikarnum

Akureyri og Stjarnan mættust í dag í bikarkeppni 2. flokks og var leikið í íþróttahúsi Síðuskóla. Fyrirfram taldi maður að Akureyri ætti að vinna tiltölulega fyrirhafnarlítinn sigur þar sem Akureyri trónir á toppi deildarinnar með 16 stig á meðan Stjarnan er í næstneðsta sætinu með aðeins 5 stig. Leikar fóru reyndar þannig að Akureyri fór með tveggja marka sigur, 36-34 en hann var langt frá því að vera fyrirhafnarlítill.

Þrátt fyrir að Akureyri hefði yfirleitt frumkvæðið í fyrri hálfleik tókst strákunum aldrei að hrista Stjörnuna af sér sem náði iðulega að jafna leikinn t.d. í 6-6, 11-11, 15-15 og raunar komst Stjarnan einu sinni yfir í stöðunni 15-16 en Akureyri náði þó að knýja fram eins marks forystu í hálfleik 18-17.

Aldrei þessu vant þá náðu markverðir liðsins sér engan veginn á strik í dag. Elmar byrjaði en náði ekki bolta, Siguróli kom inná og varði þrjú skot, þar af eitt vítakast.

Sami barningurinn var áfram í seinni hálfleik, Akureyri setti Eyþór Má Magnússon í stífa gæslu en hann hafði verið langatkvæðamestur Stjörnumanna í fyrri hálfleiknum en þrátt fyrir það elti Stjarnan allan tímann eins og skugginn. Akureyri náði loks þriggja marka forystu 25-22 og eftir það hélst munurinn 2 til 3 mörk allt til enda og lauk leiknum eins og áður segir 36-34.

Það var eins og að vantaði eitthvað upp á grimmdina og stemminguna í vörninni í dag, ekki gengið almennilega í andstæðinginn og fyrir vikið fór lítið fyrir markvörslunni sem hefur verið eitt aðalsmerki liðsins. Það voru hins vegar margir góðir sprettir í sóknarleiknum, Atli Ævar Ingólfsson fékk t.d. úr miklu að moða á línunni og nýtti það vel en manni fannst vanta að láta boltann ganga út í hornin, sérstaklega hægra megin þar sem Oddur Gretarsson fékk varla boltann langtímum saman. Anton var öflugur í sókninni svo og Heiðar Þór og Hákon átti fínan leik í seinni hálfleik. Þá sýndu Geir Guðmundsson og Guðmundur Helgason flottar rispur í skyttustöðunum þó þeir séu enn í 4. og 3. flokki.

En niðurstaðan var sigur að lokum þó hann væri býsna harðsóttur og það var fyrir mestu. Markaskorunin var sem hér segir: Anton Rúnarsson 9 (2 víti), Heiðar Þór Aðalsteinsson 7, Atli Ævar Ingólfsson og Hákon Stefánsson 5 mörk hvor, Geir Guðmundsson og Guðmundur Helgason 3 mörk hvor, Ágúst Stefánsson 2, Jón Þór Sigurðsson og Oddur Gretarsson 1 mark hvor.

Eins og áður segir var markvarslan í lágmarki í dag, Siguróli varði 7 skot, þar af eitt víti og Elmar varði 1 skot.

Það er stutt í næsta verkefni en það er deildarleikur gegn Fram klukkan 18:15 á fimmtudaginn og verður sá leikur einnig í Íþróttahúsi Síðuskóla. Maður trúir ekki öðru en að strákarnir mæti þá grimmari til leiks og sýni úr hverju þeir eru gerðir og nái að klára árið með 10. sigurleiknum í röð en þá verða þeir líka að leika miklu betur en þeir gerðu í dag.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson