Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Í dag glíma þeir bara innbyrðis á æfingum

13. janúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Gullmoli úr fornminjasafninu

Við birtum hér eina gamla mynd sem er komin vel á sjöunda ár. Hér eru það núverandi samherjar, sem reyndar voru ekki beinlínis samherjar á þeim tíma, sem takast á. Myndin var tekin í KA heimilinu 25. október 2002 þegar Þórsarar voru í heimsókn og fóru reyndar með sigur af hólmi í leiknum 21-20.

Myndin er fengin úr myndasafni Morgunblaðsins og fylgdi henni textinn: Hvert ætlar þú, góði? Þorvaldur Þorvaldsson, KA-maður, reynir að stöðva Hörð Sigþórsson, línumann Þórs.

Þetta var hörkuspennandi leikur og svo vitnað sé í umfjöllun Einars Sigtryggssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, var þetta fyrsti sigur Þórs á KA í ellefu ár. Þórsarar voru vel að sigrinum komnir. Þeir gáfust aldrei upp og hleyptu KA ekkert frá sér. Markvarsla Harðar Flóka Ólafssonar var góð megnið af leiknum og svo kom Hafþór inná í og innbyrti sigurinn með glæsilegri markvörslu í lokin. Þess má geta í gamni að þeir félagar eru báðir uppaldir hjá KA og léku þar upp alla yngri flokkana. Páll Gíslason var mjög góður og kornungur línumaður, Hörður Sigþórsson, átti frábæran leik jafnt í vörn og sókn.

KA-menn voru ekkert síðri aðilinn þótt þeir þyrftu að tapa leiknum.


Hörður Fannar, sem var reyndar enn í 2. flokki skoraði tvö mörk í leiknum.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson