Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Strákarnir stóðust álagið og skiluðu sér í úrslitaleikinn

27. apríl 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

2. flokkur: Komnir í úrslit eftir sigur á FH í dag

Strákarnir í 2. flokki létu ófarirnar hjá meistaraflokki í gær ekki trufla sig og unnu góðan sigur á FH í undanúrslitum Íslandsmótsins í dag. Leikurinn var reyndar ótrúlegur, það er óhætt að segja að lengi vel hafi einungis verið eitt lið á vellinum.

Eftir sextán mínútna leik var staðan 13-5 fyrir Akureyri og varð síðan 14-5. En þá slökknaði gjörsamlega á Akureyrarliðinu og FH skoraði án afláts og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk, 16-13. Akureyri skoraði reyndar lokamark fyrri hálfleiks og hálfleiksstaðan því 17-13.

FH ingar voru hvergi nærri hættir, skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og náðu loks að jafna í 20-20. Útlitið ekki bjart en þá tók reynsluboltinn Jóhann Gunnarsson til sinna ráða og raðaði inn mörkum og staðan breyttist í 27-22 og Akureyrarliðið búið að finna sig á ný.
Það sem eftir lifði leiks var sigurinn aldrei í hættu, munurinn sveiflaðist frá fjórum mörkum upp í sex og lokatölur 33-28 og Akureyri þar með komið í úrslitaleikinn þar sem andstæðingurinn verður annaðhvort Selfoss eða Haukar.


Bergvin leiddist ekki að spila við FH í dag

Strákarnir spiluðu flotta vörn lengst af og Páll S. Jónsson góður í markinu.

Bergvin Gíslason fór mikinn í markaskoruninni með 13 mörk, Jóhann Gunnarsson 7, Hlynur Matthíasson, Jón Heiðar Sigurðsson og Ólafur Magnússon 3 mörk hver, Halldór Tryggvason og Valþór Guðrúnarson skoruðu 2 mörk hvor.

Hjá FH má segja að þrír leikmenn hafi séð um markaskorunina, Magnús Óli Magnússon skoraði 10, Halldór Guðjónsson 9, Þorkell Magnússon 7 en Ísak Rafnsson og Bogi Eggertsson 1 mark hvor.

Við óskum strákunum til hamingju með árangurinn, nú tekur við bið en úrslitaleikurinn er settur á þann 7. maí en staðsetning hefur ekki verið gefin upp.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson