Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Hlynur var öflugur í varnarleiknum í dag

25. mars 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

2. flokkur: Bæði lið með góða sigra um helgina

Í dag, sunnudag lék Akureyri-1 sinn næstsíðasta deildarleik þegar HK kom í heimsókn. Akureyrarstrákarnir tóku leikinn strax í sínar hendur og byggðu jafnt og þétt upp öruggt forskot, staðan var 11 – 5 fyrir heimamenn þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. Þá kom kafli þar sem ekkert gekk hjá liðinu, markvörður HK varði allt sem kom á markið jafnt dauðafæri sem annað. Þetta nýttu HK menn vel og skoruðu fimm mörk í röð og forskot Akureyrar komið niður í eitt mark, 11 – 10.
Þá loksins tókst að brjóta ísinn og Akureyri með þriggja marka forskot í hálfleik 15-12.

Fram í miðjan seinni hálfleikinn hélst þessi munur þrjú til fjögur mörk en síðasta korterið tók Akureyrarliðið öll völd á vellinum og landaði öruggum níu marka sigri 33 – 24 og mikilvæg tvö stig í húsi.

Mörk Akureyrar: Valþór Atli Guðrúnarsson 7, Jón Þór Kristjánsson 5, Geir Guðmundsson 4, Halldór Örn Tryggvason 3, Jón Heiðar Sigurðsson 3, Ólafur Jóhann Kristjánsson 3, Sigþór Árni Heimisson 3, Snorri Björn Atlason 3, Ásgeir Jóhann Kristjánsson og Bjarki Már Halldórsson 1 mark.
Markvarsla: Páll Jónsson stóð í markinu lengst af og varði a.m.k. 16 skot. Gunnar Bjarki Ólafsson kom í markið undir lokin og varði 4 skot.

Um næstu helgi eiga strákarnir heimaleik gegn FH og með sigri í honum tryggja þeir sér deildarmeistaratitilinn.

2. deildin
Strákarnir í Akureyri-2 léku sömuleiðis sinn næstsíðasta leik í 2. deildinni á laugardaginn þegar þeir unnu öruggan sigur á Aftureldingu. Akureyri hafði góða forystu frá upphafi, 16 - 10 í hálfleik og lokatölur 27 – 22.

Mörk Akureyrar: Aðalsteinn Halldórsson 7, Vilhelmas Borkatas 6, Heimir Sigurðsson 5, Halldór Kristinn Harðarson 4, Böðvar Nielsen 2, Bjarki Sæþórsson, Egill Gunnarsson og Elvar Sigurðsson 1 mark hver.

Laugardaginn 31. mars leikur Akureyri-2 sinn síðasta deildarleik þegar þeir fá FH-2 í heimsókn.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson