Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Þrír æfingaleikir gegn Fjölni um síðustu helgi - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Hörður Másson átti skínandi leik á laugardaginn

25. ágúst 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Þrír æfingaleikir gegn Fjölni um síðustu helgi

Arnar Gunnarsson þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis kom norður með sína menn um síðustu helgi. Fjölnismenn nýttu ferðina vel og spiluðu þrjá æfingaleiki við Akureyri Handboltafélag. Fyrsti leikurinn var á föstudagskvöldið og endaði með jafntefli. Þetta var jafnframt fyrsti æfingaleikur Akureyrar í haust og mátti sjá að nokkuð skorti upp á leikæfinguna.

Á laugardag mættust liðin að nýju og var greinilegt að menn höfðu haft gott af föstudagsleiknum því leikur heimamanna var miklu mun betri. Akureyri náði fljótlega öruggri forystu, mest átta mörkum, 18-10 en í hálfleik var munurinn sjö mörk, 19-12.
Sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik, munurinn varð mestur tólf mörk, 26-14 en leiknum lauk með átta marka sigri Akureyrar 32-24.
Eins og áður segir voru margir flottir sprettir hjá Akureyrarliðinu, nýr maður í hægri skyttunni, Hörður Másson sem kemur frá Selfossi sýndi að þar er flottur spilari á ferðinni. Auk þess er Friðrik Svavarsson kominn heim eftir vetrardvöl í Noregi og var öflugur bæði í vörn og sókn.
Tomas Olason stóð í markinu í fyrri hálfleik og Bjarki Símonarson í þeim seinni.


Friðrik Svavarsson í þann mund að skora 24. mark Akureyrar

Á sunnudaginn fengu byrjunarliðsmenn Akureyrar frí en Sverre og Ingimundur stilltu upp 2. flokki Akureyrar. Fjölnismenn tóku öll völd á vellinum í upphafi og röðuðu inn mörkum á sama tíma og markvörður þeirra átti stórleik. Fjölnismenn komust í 3-11 og síðar í 5-14. Þá loks tóku Akureyrarstrákarnir við sér, skoruðu fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn í fimm mörk, 9-14.

Áfram minnkaði munurinn í seinni hálfleik og eftir að Akureyri minnkaði muninn í eitt mark, 16-17 var um hörkuspennandi leik að ræða allt til enda en að lokum fóru Fjölnismenn með þriggja marka sigur, 26-29.

Eins og áður segir var lið Akureyrar í þessum leik skipað strákum í 2. flokki, sem flestir léku raunar með Hömrunum á síðasta tímabili. Hornamaðurinn Garðar Már Jónsson sem lék með ÍR í fyrra er kominn norður á ný og átti afbragðsleik í hægri skyttustöðunni.


Arnar Gunnarsson þjálfari Fjölnis með sína menn

En þetta voru æfingaleikir og afar kærkomnir sem slíkir. Næstu leikir verða svo um helgina þegar Opna Norðlenska mótið brestur á. Þar leikur Akureyri við Fram á fimmtudaginn, Gróttu á föstudaginn og Aftureldingu á laugardaginn. Norðlenska mótið verður spilað í Höllinni, við auglýsum það betur á næstu dögum.


Akureyrarliðið sem lék á laugardaginn

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson