Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Viðtöl eftir sigurleikinn gegn Gróttu - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Bergvin fór á kostum

13. desember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Viðtöl eftir sigurleikinn gegn Gróttu

Það var aðeins einn leikur í Olís deildinni í gær og því athygli fjölmiðlanna á Seltjarnarnesinu í gærkvöldi. Hér á eftir eru viðtöl sem birtust á RÚV, mbl.is og visir.is. Byrjum á umfjöllun Einar Arnar Jónssonar á RÚV.



Á mbl.is ræddi Ívar Benediktsson við þjálfarana Sverre og Gunnar Andrésson.

Sverre: Allir sigrar eru sætir

„Allir sigrar eru sætir en þeir eru enn sætari í svona jöfnum leik,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir nauman sigur á Gróttu, 29:28, í Olís-deild karla í handknattleik í Hertz-höllinni á Setljarnarnesi í dag.
„Þetta var 50/50 leikur enda voru liðin jöfn að stigum áður en flautað var til leiks. Við áttum von á jöfnum leik og auðvitað er alltaf von um sigur,“ sagði Sverre ennfremur en með sigrinum færðist Akureyrarliðið upp í sjötta sæti deildarinnar, hefur nú 16 stig. Grótta féll niður í sjöunda sætið og er tveimur stigum á eftir.
„Leikmenn liðsins hafa tekið miklum framförum á ýmsum sviðum á síðustu vikum. Þeir hafa eflst við hverja raun."


Gunnar: Vonbrigði að fá ekki annað stigið

Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, var eðlilega vonsvikinn eftir að hafa tapað fyrir Akureyri með eins marks mun, 29:28, á heimavelli í dag í Olís-deild karla í handknattleik. „Eftir jafnan leik eru það vonbrigði að fá ekki annað stigið en því miður þá er þetta ekki í fyrsta skipti í vetur sem við töpum svo naumlega í jöfnum leikjum,“ sagði Gunnar en Grótta féll niður um eitt sæti við tapið.
Upphafskafli leiksins var slakur af hálfu Gróttu og um skeið voru Akureyringar með þriggja marka forskot. „Sóknarleikurinn var bara lélegur hjá okkur fyrsti 12 til 15 mínútur leiksins. Menn tóku margar rangar ákvarðanir en síðan unnum við okkur inn í leikinn og náðu að jafna metin fyrir hálfleik,“ sagði Gunnar.
„Við sýndum ekki nógu mikinn aga á lokakaflanum þegar við vorum manni fleiri og misstum boltann nokkrum sinnum það er dýrt.
En þegar litið er yfir síðari hálfleikinn í heild þá vantaði okkur alveg markvörslu. Ég held að markmenn okkar hafi varið tvö skot. Auk þess þá fannst mér margt í dómgæslunni orka tvímælis og ekki falla með okkur,“ sagði Gunnar.
„Við eigum erfiðan útileik í næstu viku gegn ÍR. Þá eigum við tækifæri til þess að bæta upp fyrir vonbrigðin að þessu sinni,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu.


Gunnar var ekki eins brosmildur í gær og þegar liðin mættust á Akureyri

Á visir.is ræddi Kristinn Páll Steinsson við mann leiksins, Bergvin Þór Gíslason og þjálfarana Sverre og Gunnar.

Bergvin: Alltof tæpt hérna undir lokin

„Þetta var mjög sætt verð ég að segja, þetta var allt of tæpt hérna undir lokin,“ sagði Bergvin Þór Gíslason, sáttur að leikslokum.
„Við vorum með tveggja marka forskot þegar mínúta var eftir og vorum að henda frá okkur boltanum. Við vorum stálheppnir að missa þetta ekki niður í jafntefli. Það var þrautseigja sem skilaði þessu.“

Í stað þess að missa hausinn þegar fjórar mínútur voru eftir og Akureyri missti mann af velli stigu leikmenn liðsins upp.
„Við sýndum mikinn karakter á þeim kafla og sýndum þroskamerki. Við töpuðum á móti þessu liði á heimavelli með sex mörkum og vorum algjörlega glórulausir í þeim leik. Ég myndi segja að það væri stígandi í leik okkar þessa stundina.“

Bergvin fór sjálfur á kostum í leiknum en hann skoraði 13 mörk úr aðeins 16 skotum.
„Ég er auðvitað bara ánægður. Ég var búinn að lofa félaga mínum að fara yfir tíu stiga múrinn og það tókst í dag svo ég er sáttur.“


Bergvin hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa í leikslok. Mynd: mbl.is/​Eva Björk

Sverre: Strákarnir eiga skilið risastórt hrós

„Að mínu mati var allur leikurinn spennandi. Þessi lið voru jöfn að stigum fyrir leikinn og hafa verið að spila mun betur undanfarnar vikur,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrar, aðspurður hvernig lokamínúturnar hefðu verið á hliðarlínunni í dag.
„Þetta er erfiður völlur heim að sækja og ég tek stigunum tveimur fagnandi. Gróttumenn hafa verið að spila mjög vel undanfarnar vikur.“

Sverre sá bæði jákvæða og neikvæða punkta í leiknum.
„Þetta var mjög flottur leikur að mörgu leyti en það er margt sem þarf að skoða betur. Þetta var þannig leikur, það var mikið í húfi og tvö jöfn lið að mætast. Það kom mér ekki á óvart að þetta vannst á aðeins einu marki,“ sagði Sverre og bætti við:
„Ég get ekki kvartað undan því að skora 29 mörk í leik, það er kannski helst varnarleikurinn sem hægt er að setja út á. Ég get hinsvegar ekki kvartað undan strákunum, þeir eiga risastórt hrós skilið eftir þetta.“

Hann var ánægður með viðbrögð liðsins þegar þeir léku manni færri undir lok leiksins.
„Maður hélt að þetta yrði kannski vendipuktur fyrir þá en þetta varð þess í stað vendipunktur fyrir okkur og tryggði okkur sigurinn. Við þiggjum þetta með bros á vor,“ sagði Sverre léttur að lokum.


Sævar Árnsson fagnar með Sverre í leikslok. Mynd: mbl.is/​Eva Björk

Gunnar: Nokkrir dómar hérna undir lokin alveg út úr kortinu

„Við erum helvíti fúlir, það tekur tíma að melta þetta tap,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, hundsvekktur að leikslokum.
„Mér fannst sóknarlega fyrsta korterið við vera lélegir en þegar upp er staðið erum við með tvö varin skot í seinni hálfleik og það er erfitt að vinna leiki með.“

Leikurinn var kaflaskiptur en í fyrri hálfleik leiddi Akureyri lengst af en í seinni hálfleik voru Seltirningar yfirleitt með forystuna án þess að ná að hrista gestina frá sér.
„Varnarlega vorum við allt í lagi en það vantaði alltaf herslumuninn og þeir náðu alltaf að svara. Það á oftast að duga að skora 27 mörk til þess að vinna leiki en við fengum allt of fá auðveld mörk í leiknum í dag og það telur mikið.“

Gunnar var fámæltur þegar kom að dómgæslunni undir lok leiksins en hann virtist vera ósáttur.
„Mér fannst nokkrir dómar hérna undir lokin alveg út úr kortinu en ég ætla ekki að tjá mig meira um það,“ sagði Gunnar sem sagði það jákvætt að hafa verið jafn nálægt því að stela sigrinum þrátt fyrir að hafa ekkert leikið neitt frábærlega í dag.
„Fyrsta upplifun eftir leikinn er að við höfum aldrei náð að spila okkar besta leik. Við getum tekið það jákvætt úr þessu að þrátt fyrir hafa spilað svona vorum við inn í þessu allan tímann.“
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson