Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Leikur dagsins: Útileikur gegn Haukum í beinni - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það er ekkert ómögulegt í boltanum

19. mars 2017 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: Útileikur gegn Haukum í beinni

Baráttan í Olís-deildinni heldur áfram í dag þegar Akureyri heldur í Hafnarfjörðinn og mætir þar toppliði Hauka klukkan 16:00. Vissulega hefur Akureyri ekki gengið vel með Haukana í síðustu leikjum og þeir ekki árennilegir.

En ef við förum tvö ár aftur í tímann þá áttust liðin við í Schenkerhöllinni þann 28. mars 2015. Akureyri hafði forystuna strax frá upphafi og leiddi með þrem mörkum í hálfleik, 10-13. Haukar komust hinsvegar tveim mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og virtust ætla að innbyrða sigur í leiknum. En lokakaflinn var stórbrotinn þar sem Akureyri skoraði 9 mörk gegn 2 og landaði frábærum fimm marka sigri, 20-25.

Bæði RÚV og Stöð 2 fjölluðu um leikinn og er hægt að sjá umfjöllun sjónvarpstöðvanna beggja í myndbandinu hér að neðan.



Þetta segir okkur að ekkert er ómögulegt og með baráttu og trú á verkefnið er aldrei að vita nema að ævintýrin gerist í dag.

Leikurinn er sýndur á Haukar-TV SMELLTU HÉR TIL AÐ FYLGJAST MEÐ ÚTSENDINGUNNI.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson