Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Vištöl eftir leik Akureyrar og Fram - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tķmabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfręši  -  Höllin  -  Lagiš  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Śrvalsdeild karla - Senda skilaboš - Vefur KA - Vefur Žór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Nęstu leikir
Nżjustu śrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Žri. 4. apr. 2017
Olķs deild karla
ĶBV-Akureyri 22-22
Miš. 29. mar. 2017
Olķs deild karla
deildin stašan

Ungmennališ karla
Nęstu leikir
Nżjustu śrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin stašan




    Fréttir                       Žś flettir milli frétta meš örvalyklunum eša smellir į blįu örvarnar! 

Andri Snęr og Sverre ķ vištölum eftir Framleikinn



27. mars 2017 - Akureyri handboltafélag skrifar

Vištöl eftir leik Akureyrar og Fram

Skiljanlega voru Akureyringar ekki mjög glašbeittir eftir tapleikinn gegn Fram į laugardaginn en Framarar skiljanlega kįtari. Blašamenn mbl.is og visir.is ręddu viš menn eftir leikinn og fara vištölin hér į eftir.
Einar Sigtryggsson į mbl.is ręddi viš žjįlfarana Sverre Andreas Jakobsson og Gušmund Helga Pįlsson.

Sverre: Vorum klaufar ķ seinni hįlfleik

Sverre Andreas Jakobsson, žjįlfari Akureyringa ķ Olķs-deildinni ķ handbolta, žurfti aš sętta sig viš tap gegn Fram ķ dag ķ algjörum lykilleik ķ fallslag deildarinnar. Fram skildi Akureyringa eftir į botninum meš 27:26-sigri ķ leik lišanna ķ dag og žurfa noršanmenn helst aš vinna lokaleiki sķna tvo til aš hanga ķ deildinni. Sverre var spuršur śt ķ leikinn og framhaldiš.

Śtlitiš er oršiš svart hjį ykkur eftir žennan leik sem žiš hefšuš žurft aš vinna.
„Sķšustu leikir hafa kallaš į aš nį ķ einhver stig nś žegar dregur aš endalķnunni. Viš fįum ekkert fleiri sénsa. Žessi leikur var eins og viš mįttum bśast viš, jafn en nišurstašan er okkur vonbrigši. Viš ętlušum aš klįra žetta og teljum okkur hafa veriš klaufa į tķmabili ķ seinni hįlfleiknum sem gerši žetta erfitt.“

Eftir góša byrjun ķ seinni hįlfleik žį kom slęmur kafli žar sem stašan breyttist śr 19:16 fyrir Akureyri ķ 25:22 fyrir Fram. Hvaš geršist į žessum tķmapunkti?
„Viš vorum į réttri leiš og aš spila eins og viš ętlušum okkur. Svo bara blokkerašist lišiš ķ heild sinni og menn fundu fyrir meiri pressu. Viš hęttum aš njóta žess aš vera bara viš og sóknarleikurinn fór illa. Žessi sex marka sveifla fór meš okkur.“

Žiš eigiš tvo leiki eftir og hafiš ekki lagt įrar ķ bįt?
„Nei alls ekki. Žetta er bara sįrt. Viš erum allir keppnismenn og erum bśnir aš leggja mikiš į okkur žótt viš séum ekki alltaf aš fį veršlaun fyrir žaš. Nś žurfum viš aš spżta ķ lófana. Žaš eru žessir tveir leikir og viš höldum ķ vonina um aš śrslit annarra leikja falli lķka meš okkur. Viš sjįum bara hvaš gerist og veršum tilbśnir ķ žaš sem eftir er.“

Žaš er ekki óskastaša aš žurfa aš spila viš ĶBV ķ Eyjum ķ nęsta leik.
„Leikirnir viš žį hafa veriš jafnir og viš getum tekiš žaš meš okkur ķ undirbśninginn. En eins og ég segi žį veršum viš aš vera tilbśnir ķ žann slag og svo gęti lokaleikurinn ķ Garšabęnum veriš hreinn śrslitaleikur fyrir bęši lišin. Viš veršum bara aš sjį“ sagši Sverre, óvenju brśnažungur.

Sverre og Ingimundur fara yfir leik sinna manna

Gušmundur Helgi: Mašur nötrar ennžį

Gušmundur Helgi Pįlsson var svo sannarlega glašur en nokkuš spenntur eftir aš hans menn ķ Fram höfšu unniš Akureyri meš eins marks mun ķ dag ķ Olķsdeild karla ķ handbolta ķ dag. Sigur Fram var lķfsnaušsynlegur ķ fallbarįttunni og fer langt meš aš halda žeim ķ deildinni.

Žetta var frįbęr sigur hjį ykkur.
„Algjörlega stórkostlegur, mašur nötrar ennžį og er aš įtta sig į žessu. Viš geršum žetta óžarflega spennandi ķ blįlokin. Žetta var bara hörkuleikur į móti hörkuliši. Bęši liš hafa veriš aš spila vel og taka sigra upp į sķškastiš. Mér fannst žetta ekki vera eins og botnslagur.“

Akureyringar voru aš sķga framśr žegar žiš tókuš leikhlé sem breytti öllu.
„Viš breyttum vörninni okkar og hśn small algjörlega eftir žetta. Hśn var alveg bśin aš vera įgęt en sķšasta hluta leiksins var hśn bara frįbęr. Žegar žeir komu inn meš sjöunda manninn ķ sóknina žį žurftum viš aš vera hreyfanlegri og eftir žaš žį nįšum viš aš loka vel į žį.“

Žannig aš žaš voru Akureyringar sem komu ykkur ķ gang meš žessu herbragši sķnu.
„Ég segi žaš nś ekki en jś, jś, žetta kveikti einhvern neista hjį okkur.“

Gušmundur Helgi var lķflegur į hlišarlķnunni

Lykilmenn Framlišinu eru afar ungir, žaš eru markvöršurinn Viktor Gķsli Hallgrķmsson og skytturnar Arnar Birkir Hįlfdįnsson og Žorsteinn Gauti Hjįlmarsson.
„Viktor Gķsli er sextįn įra, veršur sautjįn ķ jślķ. Arnar Birkir er 23 įra įsamt öšrum leikmanni og svo er Žorsteinn nżkominn upp śr 2. flokki. Žetta er rosalega ungt liš og gaman aš žjįlfa žaš.“

Žaš reiknušu ekki margir meš žvķ aš žiš gętuš spjaraš ykkur ķ deildinni.
„Žaš er alveg rétt. Viš misstum marga leikmenn, jafnvel rétt fyrir mót og žurftum aš smala ķ liš. Svo erum viš meš mikiš af heimaöldum strįkum. Žaš žurfti bara aš byggja į žeim. Ég legg mikla įherslu į žaš aš hafa gaman og ég segi strįkunum aš žeir séu ekki bara aš spila fyrir sjįlfa sig heldur fyrir félagiš.“

Žiš eruš ekki alveg sloppnir viš fall žrįtt fyrir tvo sigra ķ röš.
„Nei, žetta er ekki bśiš. Žaš er allt opiš og žaš geta allir unniš alla. Žetta er yfirleitt spurning um hugarfar, hvernig menn męta til leiks. Žaš er allt hęgt og nóg eftir,“ sagši Gušmundur Helgi aš skilnaši, greinilega afar stoltur af piltunum sķnum.

Skiptum žį yfir ķ vištöl Ólafs Hauks Tómassonar į visir.is en hann ręddi viš fyrirliša Akureyrar, Andra Snę Stefįnsson og Gušmund Helga, žjįlfara Fram.

Andri Snęr: Óžolandi aš kasta žessu frį okkur

„Ég er hundsvekktur,“ sagši Andri Snęr Stefįnsson, fyrirliši Akureyrar eftir leikinn en Akureyringar eru ķ bölvušu basli ķ botnsęti deildarinnar eftir tapiš žegar skammt er eftir af mótinu.

„Žetta var gķfurlega mikilvęgur leikur og viš žvķ mišur vorum ekki nógu klókir sķšustu tuttugu mķnśturnar sem gerši śtslagiš. Viš vorum meš žennan leik, vorum tveimur mörkum yfir žegar žaš voru tuttugu mķnśtur eftir og stemmingin meš okkur. Žaš er algjörlega óžolandi aš kasta žessu svona frį okkur“.

Akureyri er nś algjörlega meš bakiš upp viš vegg og žurfa naušsynlega aš nį stig ķ nęsta leik sem er gegn ĶBV į śtivelli ef žeir ętla sér aš eiga einhverja von fyrir lokaleikinn gegn Stjörnunni.
„Nś erum viš mjög svekktir og sśrir og veršum aš rķfa okkur upp. Viš veršum aš berjast, žaš eru enn tveir leikir eftir og viš veršum aš hafa trś į žvķ aš viš getum unniš Eyjamenn,“ sagši Andri Snęr, sem fór fyrir sķnum mönnum ķ dag og skoraši tķu mörk.

Andri Snęr skorar eitt af tķu mörkum sķnum ķ leiknum

Gušmundur Helgi: Taugatrekkjandi leikur

„Žetta skiptir grķšarlegu mįli, oft ķ vetur hafa veriš „fjögurra stiga“ leikir en žetta var svo sannarlega einn fimm eša sex stiga leikur meš žvķ aš komast ašeins frį Akureyri, sem voru frįbęrir ķ dag. Žetta var frįbęr leikur fyrir įhorfendur og taugatrekkjandi fyrir žjįlfara,“ sagši Gušmundur Helgi Pįlsson, žjįlfari Fram eftir leikinn.

Arnar Birkir Hįlfdįnsson fór fyrir liši Fram ķ sókninni og var markahęstur ķ žeirra liši. Gušmundur var mjög įnęgšur meš framlag hęgri skyttunnar ķ dag.
„Arnar Birkir stóš upp śr og var frįbęr. Viš vissum aš žetta yrši žolinmęšisverk enda allt undir hjį Akureyri, viš vissum aš žetta yrši jafnt allan tķmann og ég hefši alveg viljaš hafa ašeins meira forskot žarna ķ restina en viš įkvįšum greinilega aš gera žetta smį spennandi,“

„Ég sagši fyrir sex leikjum sķšan aš viš ętlum aš nį ķ öll stig sem viš getum, viš komum inn ķ alla leiki til aš vinna žį og svo veršur žetta tališ saman ķ lokin. Ég hef hellings trś į žessum drengjum og žaš er allt hęgt ef žeir hafa trś į žvķ sem viš gerum,“ sagši hann og hélt įfram:

„Žaš er eitt ķ žessu, viš höfum spilaš mjög vel en tapaš meš einu marki, gert jafntefli en viš spilum vel og žaš er stķgandi ķ lišinu,“ sagši Gušmundur ķ sigurvķmu eftir leikinn og var mjög įnęgšur meš framlag sinna manna ķ dag.
Fletta milli frétta Til baka    Senda į Facebook
Umsjón og hönnun: Stefįn Jóhannsson og Įgśst Stefįnsson