Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Tap í Garðabæ og fall úr efstu deild staðreynd - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Akureyri kveður efstu deildar handbolta að sinni

5. apríl 2017 - Akureyri handboltafélag skrifar

Tap í Garðabæ og fall úr efstu deild staðreynd

Akureyri mætti í gær í Garðabæinn og lék þar hreinan úrslitaleik við Stjörnuna um áframhaldandi veru í efstu deild. Akureyri þurfti sigur en heimamönnum dugði hinsvegar jafntefli.

Það varð strax ljóst að hér yrði um hörkuslag að ræða en Akureyri byrjaði betur og komst í 1-3 og 2-4 en eftir það var jafnt á öllum tölum uns 8 mínútur lifðu af fyrri hálfleiknum og staðan var 11-11. Þá kom slakur kafli hjá okkar mönnum sem heimamenn nýttu sér og staðan í hálfleik var 15-11.

Þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum var staðan orðin 20-14 fyrir Stjörnunni og útlitið ekki gott fyrir Akureyri þá kviknaði betur á okkar liði og munurinn minnkaði jafnt og þétt.

Minnstur varð munurinn tvö mörk í stöðunni 23-21 og enn rúmar sjö mínútur til leiksloka. Þá kom stórfurðulegur dómur hjá dómurum leiksins þar sem Róbert Sigurðarson uppskar beint rautt spjald sem og blátt fyrir brot á Ólafi Gústafssyni. Leikurinn var ekki stoppaður útaf brotinu og í fyrstu virtust dómararnir ætla að sleppa refsingu en eftir ofsafengin viðbrögð Stjörnumanna fór rauða spjaldið á loft, stórfurðulegt í alla staði.

Heimamenn nýttu sér þetta vel og kláruðu leikinn á endanum 28-23 og halda því sæti sínu í efstu deild á sama tíma og Akureyri kveður efstu deild að sinni. Þetta tímabil fór ekki eins og áætlað var en það má segja að þetta hafi verið stöngin út hjá okkur í vetur.

Ótrúlegur fjöldi jafnra leikja sem á endanum gáfu engin stig í bland við ótal meiðsli lykilmanna eru stærstu orsök þessa endis. Við þökkum þó fyrir allan stuðninginn í vetur og komum ferli í gang sem kemur okkur aftur í hóp þeirra bestu.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson