Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Jafntefli í baráttuleik gegn HK - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Textalýsing frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    HK - Akureyri  26-26 (14-12)
N1 deild karla
Digranes
16. febrúar 2008 klukkan: 16:00
Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Valgeir Egill Ómarsson
Umfjöllun

Liðið sýndi mikinn karakter í lok leiksins



17. febrúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Jafntefli í baráttuleik gegn HK

Það var dramatík og spenna í Kópavogi í gær þegar Akureyri heimsótti HK í Digranesið. Akureyri átti harma að hefna frá fyrri leik liðanna í haust þar sem HK sigraði með tíu marka mun og það var greinilegt að okkar strákar mættu til leiks, staðráðnir í því að selja sig dýrt. Þeir höfðu frumkvæðið fyrstu tuttugu mínútur leiksins en þá nær HK að jafna leikinn í 8-8 og næstu mínútur var jafnt á flestum tölum upp í 12-12 en HK skoraði tvö síðustu mörk hálfleiksins og leiddi 14-12 í hálfleik. Sveinbjörn Pétursson búinn að eiga afbragðs leik í markinu og verja ellefu skot, þar af tvö vítaköst.

Síðari hálfleikur byrjaði hins vegar illa fyrir okkar menn, HK tók völdin á vellinum og náði fljótlega fimm marka forystu 20-15 og virtust ætla að endurtaka leikinn frá því fyrr í haust. Á þessum tíma small vörn þeirra betur saman svo og sóknarleikurinn á meðan kraftinn virtist vanta í okkar menn á flestum sviðum auk þess sem Sveinbjörn náði ekki að fylgja eftir góðri markvörslu fyrri hálfleiks. Arnar Sveinbjörnsson kom í markið en það breytti þó ekki miklu, forysta HK hélst þannig upp í 22-17 og um miðjan síðari hálfleikinn hafði HK enn fjögurra marka forystu 23-19 og virtust hafa leikinn í höndum sér allt þar til tíu mínútur voru eftir og staðan þá 25-21.

Þá hrukku okkar menn í gírinn aftur, Sveinbjörn kom aftur í markið og virtist hafa haft gott af hvíldinni því hann varði mjög vel það sem eftir var leiksins. Er skemmst frá því að segja að liðið fór á kostum og þegar Magnús skoraði glæsilegt sirkusmark var ljóst að menn ætluðu að fá eitthvað út úr þessum leik. Síðustu fimm mínúturnar náði liðið að loka algjörlega á HK liðið sem skoraði ekki mark á þeim tíma en á sama tíma skoraði Akureyri síðustu þrjú mörk leiksins og jöfnuðu í 26-26 þegar fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum.

Þessar sekúndur sem eftir lifðu voru býsna fjörugar, HK missti boltann út af þegar tíu sekúndur voru eftir, Akureyri geystist upp og Goran Gusic skoraði að því að menn töldu sigurmark leiksins en dómar leiksins vildu meina að innkastið hefði ekki verið tekið á réttum stað og dæmdu markið því af og leiktíminn rann út og niðurstaðan því jafntefli.

Eins og staðan var orðin þá var það að sjálfsögðu frábært að ná að vinna sig inn í leikinn á lokamínútunum en þær hafa einmitt reynst erfiðar í vetur þannig að það var vissulega jákvætt að liðið skyldi nú ná að halda haus og átti sem sé möguleika á að hirða öll stigin í lokin.

Mörk Akureyrar: Einar Logi 7, Magnús 6, Goran 4 (1 víti), Heiðar Þór 3, Björn Óli og Nikolaj 2 hvor, Ásbjörn og Hörður Fannar 1 hvor.

Sveinbjörn átti eins og áður segir fínan fyrri hálfleik auk þess sem hann átti fína endurkomu síðustu tíu mínútur leiksins og varði samtals 15 skot og þar af tvö vítaköst.

Tengdar fréttir

Nú þarf að taka á öllu sem til er og ná í tvö stig

16. febrúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Útileikur við HK í dag - bein lýsing

Í dag fara strákarnir í meistaraflokki í Kópavoginn og spila gegn HK í Digranesi klukkan 16:00. Við eigum harma að hefna, Akureyri mátti þola sitt stærsta tap í vetur einmitt gegn HK í fyrri leik liðanna. Hins vegar mátti HK þakka fyrir að sleppa með eins marks sigur þegar liðin mættust hér fyrir norðan.

Við bjóðum upp á beina lýsingu á leiknum hér á síðunni í dag, okkar maður á staðnum verður enginn annar en Ragnar Snær Njálsson sem við teljum okkar mann þó að hann leiki reyndar með HK þessa stundina. Ragnar er reyndar að glíma við þrálát meiðsli og er ekki í leikmannahópi HK af þeim völdum en ætlar í staðinn að aðstoða okkur í dag.

Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.

Smellið hér til að opna Beina Lýsingu

Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 16:00 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson