Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Dramatískt jafntefli gegn Haukum - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Textalýsing frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    Akureyri - Haukar  27-27 (13-8)
N1 deild karla
KA heimilið
21. febrúar 2008 klukkan: 19:00
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson
Umfjöllun

Sveinbjörn átti stórleik í markinu, Oddur og Hákon áttu fína innkomu









22. febrúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Dramatískt jafntefli gegn Haukum

Það var sannkallaður hörkuleikur í KA heimilinu í gær þegar Haukar komu í heimsókn, eins og leikurinn spilaðist hefði enginn haft trú á því að það væri rauðklædda liðið sem sæti í toppsæti deildarinnar en svartklædda liðið í því þriðja neðsta. Akureyri svo sannarlega pakkaði Haukunum saman að ef ekki hefði komið til öflugur stuðningur flautuleikaranna hefðu þeir ekki átt séns í leikinn.

Leikmenn Akureyrar fóru á kostum í fyrri hálfleik og sýndu algjöra yfirburði á öllum sviðum leiksins, um miðjan fyrri hálfleikinn höfðu þeir náð fimm marka forystu 8-3, sem Haukum tókst að minnka niður í tvö mörk 10-8 þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá brettu okkar menn upp ermar á ný og skoruðu síðustu þrjú mörk hálfleiksins og staðan því 13-8 í leikhléi.

Vörnin var hreint út sagt frábær og Sveinbjörn í miklum ham þar fyrir aftan. Sóknin var fín þrátt fyrir að liðið væri samtals í tíu mínútur leikmanni færri á móti einungis fjórum mínútum Haukanna. Dómurum leiksins virtist vera mjög uppsigað við Magnús Stefánsson því þrívegis sendu þeir hann út af í tvær mínútur þannig að hann fékk útilokun frá leiknum eftir 27 mínútna leik. Miðað við eðlilega dómgæslu má segja að ein þeirra hafi verið réttlætanleg, hinar tvær voru verulega hæpnar svo ekki sé meira sagt.

Gísli markvörður Haukanna átti stórleik í fyrri hálfleiknum og varði hvað eftir annað verulega erfið skot og hélt rauninni liðinu á lífi.

Í byrjun síðari hálfleiks gáfu dómarar Einari Loga beint rautt spjald sem var mjög umdeilt. Ég fór í andlitið á honum en fannst þetta bara vera tvær mínútur. Þetta var algjört óviljaverk en Aron óð inn á völlinn og heimtaði rautt, sagði Einar Logi eftir leikinn.

Útlitið var sem sagt ekki glæsilegt fyrir Akureyri, báðar stórskyttur liðsins farnar af leikvelli auk þess sem Nikolaj Jankovic tók út leikbann og Andri Snær meðal áhorfenda, óleikhæfur vegna meiðsla. Goran Gusic kom í skyttuna hægra megin en kornungur piltur, Oddur Grétarsson fór í hægra hornið auk þess sem Hákon Stefánsson kom inn í vinstri skyttustöðuna fyrir Magnús bróður sinn. Menn börðust áfram af fullum krafti og héldu fimm marka forystu þar til tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Á næstu mínútum gekk flest Haukum í haginn og þeir náðu að jafna og komast yfir í stöðunni 24-25 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir af leiknum. Þá var heimamönnum nóg boðið og skoruðu þrjú mörk í röð og leiddu með tveim mörkum þegar tvær mínútur voru eftir. Haukarnir nýttu þær mínútur vel, með dyggum stuðningi flautuleikaranna fengu þeir aukaköst eftir pöntun og kórónuðu leikinn með jöfnunarmarki Halldórs Ingólfssonar 27-27 sem augljóslega tók fimm skref með boltann en komst upp með það eins og svo margt annað í leiknum.

Svo vitnað sá í blaðmann Morgunblaðsins: Halldór Ingólfsson var Haukaliðinu drjúgur. Það var hálfótrúlegt að sjá nærri fertugan höfðingjann spila lungann úr leiknum og bera uppi sóknarleik Hauka. Hins vegar verður maður eins og hann að lúta sömu reglum og hinir en oft fannst blaðamönnum sem dómarar leiksins væru með hann á einhvers konar forgjöf eða bónus. Skrefin voru eitt og svo mátti vart koma við hann enda kvartaði hann stanslaust við dómarana.

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar kom ekkert inn á í leiknum en var stoltur en skiljanlega svekktur í leikslok. Strákarnir stóðu sig hrikalega vel og sýndu frábæran karakter. Þetta var stórskemmtilegur leikur hjá þeim. Þeir unnu vel úr þeim aðstæðum sem upp komu og spiluðu flotta vörn og sóknin var líka fín. Það hefur vantað herslumuninn hjá okkur en við erum að bæta okkur. Fyrir þennan leik hefði ég verið sáttur að fá eitt stig, bara að Haukarnir hefðu unnið fyrir sínu stigi á eigin verðleikum.

Eins og áður er komið fram þá áttu þeir flautuleikararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson afskaplega dapran dag og er þess skemmst að minnast að þeir dæmdu líka fyrri leik liðanna sem fram fór 4. október síðastliðinn en þá var framganga þeirra með svipuðum hætti og skemmst að minnast þess að Rúnar Sigtryggson fékk áminningu frá aganefnd HSÍ fyrir ummæli sín um þá eftir þann leik og vildi því ekki láta hafa mikið eftir sér núna.

Spurning hvort það sé eðlilegt að dómarar séu svo ósnertanlegir að ekki megi finna að þeirra störfum og jafnvel reka þá af leikvelli ekki síður en leikmenn?

Tengdar fréttir

Verðugir andstæðingar í dag

21. febrúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Haukarnir eru á toppnum

Haukar eru í efsta sæti N1 deildar karla fyrir leikinn gegn Akureyri í kvöld, með 25 stig, tveimur meira en Valur og Fram. Akureyri er hins vegar aðeins með 11 stig, sem er í raun ótrúlega lítið miðað við það hvernig leikir liðsins í vetur hafa verið – en hvað eftir annað hafa okkar menn tapað eða gert jafntefli í mjög jöfnum viðureignum.

Í síðustu þremur leikjum hafa Haukar unnið HK á útivelli, tapað fyrir Val úti og unnið ÍBV heima.

Haukar léku vel gegn HK og ÍBV en náðu sér ekki á strik gegn Valsmönnum. Liðið er gott en auðvitað langt frá því að vera ósigrandi. Varnarleikurinn getur verið mjög sterkur og sóknin einnig, auk þess sem Magnús Sigmundsson og Gísli Guðmundsson geta báðir hrokkið í góðan gír í markinu.

Andri Stefan er alltaf mjög öflugur sem leikstjórnandi, byggir upp fyrir hina og síógnandi sjálfur. Sigurbergur Sveinsson sem er skytta vinstra megin hefur stundum gert norðanmönnum skráveifu enda bráðefnilegur. Marga aðra kunna leikmenn má nefna í röðum Haukanna; þar eru Gunnar Berg Viktorsson, Kári Kristján Kristjánsson, Jón Karl Björnsson, Arnar Pétursson og Freyr Brynjarsson svo einhverjir séu nefndir – að ógleymdum Halldóri Ingólfssyni.

Haukar eru sem sagt á toppi deildarinnar og með sterkt lið, en náði Akureyringar sér á strik, innan vallar sem utan, getum við að sjálfsögðu fagnað sigri. Og á það ber að stefna.

Þjálfari Hauka er Aron Kristjánsson, nýjasti þjálfarinn sem afþakkað hefur starf landsliðsþjálfara.

Smellið hér til að opna Beina Lýsingu


Rúnar ætlar ekki að tapa stigum til síns gamla liðs Hauka

21. febrúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur í dag: Akureyri-Haukar klukkan 19:00 Bein útsending

Í dag klukkan 19:00 mæta strákarnir Haukum frá Hafnarfirði í KA-Heimilinu. Við hvetjum alla stuðningsmenn liðsins til að fjölmenna á leikinn í dag. Mikilvægt er að mæta tímanlega og styðja okkar menn allt frá byrjun leiks. Aðrir geta þá fylgst með beinni lýsingunni hér á síðunni.

Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.

Smellið hér til að opna Beina Lýsingu

Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 19:00 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.


Jónatan ætlar örugglega að taka bæði stigin á morgun

20. febrúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Meistaraflokkur karla - leikur á morgun fimmtudag

Annaðkvöld klukkan 19:00 tekur karlalið Akureyrar á móti Haukum en þessum leik var flýtt frá upphaflegri niðurröðun HSÍ. Það verður fróðlegt að sjá hvort strákunum tekst að fylgja eftir árangrinum frá síðustu helgi þegar þeir gerðu jafntefli við HK á útivelli.

Þess ber að minnast að þegar liðin mættust í Hafnarfirði 24. nóvember síðastliðin skildu liðin jöfn 25-25 og voru leikmenn Akureyrar virkilega ósáttir við að vera rændir sigurmarki á síðustu sekúndu leiksins en fengu einungis ómerkilegt aukakast þegar leiktíminn var liðinn.

Lesa umfjöllun um leikinn frá því í nóvember

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson