Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Akureyri í úrslitaleik deildarbikarsins eftir sigur á FH - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2009-10

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Ljósmyndir frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    FH - Akureyri  26-35 (13-18)
Deildarbikar karla
Strandgata
Sun 27. des 2009 klukkan: 16:00
Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson
Umfjöllun

Oddur og Guðmundur kunnu vel við sig í Strandgötunni



27. desember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri í úrslitaleik deildarbikarsins eftir sigur á FH

Akureyri sigraði FH í dag í undanúrslitum Deildarbikarsins sem kenndur er við Flugfélag Íslands. FH skoraði fyrsta mark leiksins en Akureyri svaraði með sex mörkum í röð og náði þægilegri forystu 6-1. Hinn ungi, Guðmundur Hólmar Helgason byrjaði í vinstri skyttunni og skoraði þrjú af þessum sex mörkum.

Þrátt fyrir að FH næði að minnka muninn í 6-4 hafði Akureyri örugga forystu allan fyrri hálfleikinn og liðið endurheimti fimm marka muninn þegar Andri Snær skoraði síðasta mark hálfleiksins úr vinstra horninu og hálfleiksstaðan 18-13.

Varnarleikur Akureyrar var öflugur og sóknarleikurinn gekk vel, Jónatan og Oddur iðnastir við markaskorunina.

Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum en stöðunni 21-15 fyrir Akureyri kom slakur kafli og FH ingar gengu á lagið og minnkuðu muninn í eitt mark 21-20 og allt virtist stefna í hörkuleik síðustu tuttugu mínúturnar. En Akureyrarliðið stóðst pressuna og endurheimti örugga forystu. Hafþór fór mikinn í markinu eftir að hafa verið frekar rólegur í fyrri hálfleik. Varði tvö vítaköst í röð og Oddur Gretarsson fór hamförum í sókninni. Munurinn varð skyndilega sjö mörk, 27-22 og FH liðið virtist játa sig sigrað.

Akureyrarliðið var einfaldlega miklu betra liðið í dag á öllum sviðum handboltans og fór að lokum með níu marka sigur, 35-26.

Í lið Akureyrar vantaði Heimi Örn Árnason sem er meiddur og Hörður Flóki Ólafsson átti ekki heimangengt að þessu sinni. Í lið FH vantaði vissulega nokkra öfluga pósta en manni er það til efs að það hefði breytt miklu eins og Akureyrarliðið lék í dag.

Mörk Akureyrar dreifðust sem hér segir: Oddur Gretarsson 11 (1 víti), Jónatan Magnússon 6 (1 víti), Guðmundur Hólmar Helgason 5, Andri Snær Stefánsson 4, Geir Guðmundsson 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Hörður Fannar Sigþórsson 2 og síðan Árni Sigtryggsson, Guðlaugur Arnarsson og Hreinn Hauksson 1 mark hver.

Í markinu stóð Hafþór mestallan leikinn og varði 17 skot. Siguróli kom inná í lokin og varði 1 skot.

Hjá FH var Ólafur Gústafsson markhæstur með 8 mörk og Hermann Björnsson skoraði 7 mörk.

Á morgun, mánudag mæta strákarnir síðan Haukum í úrslitaleik en þeir unnu Val í hinum undanúrslitaleiknum 29-22. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á SportTV.is.

Tengdar fréttir

Þökkum Degi Brynjólfssyni fyrir myndirnar!

28. desember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Myndir frá sigri Akureyrar á FH í deildarbikarnum

Okkur var að berast frábær póstur frá ljósmyndaranum Degi Brynjólfssyni en hann var í Strandgötunni í gær með myndavélina. Hann er búinn að setja myndir frá leikjunum inn á myndasíðuna sína og vill deila þeim með okkur.

Við sendum Degi bestu þakkir fyrir myndirnar, það er alltaf kærkomið að fá myndir frá útileikjum Akureyrar.

Smellið hér til að skoða myndir frá leik Akureyrar og FH.

Hér eru síðan hægt að skoða myndasíðu Dags, þar á meðal frá leikjum Deildarbikarsins.


SportTV.is stendur vaktina með prýði

27. desember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: FH – Akureyri í beinni útsendingu

Í dag hefst deildarbikarinn, eða Flugfélags Deildarbikarinn eins og keppnin heitir í ár. Öll keppnin er sýnd beint á SportTV.is. Keppnin hefst í dag klukkan 12:00 með leik kvennaliða Hauka og Vals. Karlarnir hefja leik klukkan 14:00 en þar mætast einnig Haukar og Valur.

Klukkan 16:00 hefst svo leikur dagsins að okkar áliti þegar Akureyri og FH mætast. Allir leikirnir fara fram í Hafnarfirði, í gamla Haukahúsinu í Strandgötu.

Smelltu hér til að fylgjast með beinni útsendingu frá mótinu.


Lið Akureyrar tekur nú þátt í keppninni í fyrsta sinn

24. desember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Flugfélags Íslands Deildarbikarinn 2009

Eins og kunnugt er fer Deildarbikar HSÍ fram dagana 27. og 28. desember en keppnin hefur verið haldin á þessum tíma undanfarin 2 ár. Í ár ber keppnin heitið Flugfélags Íslands Deildarbikarinn.

Í karlaflokki eru það Haukar, FH, Akureyri og Valur og í kvennaflokki er það Valur, Stjarnan, Fram og Haukar.
Leikið verður í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði.
Miðaverð er 1.000 krónur fyrir hvorn dag, fyrir 16 ára eldri, en frítt inn fyrir 15 ára og yngri.

Allir leikir mótsins verða sýndir beint á SportTV.is

Leikjaplanið er eftirfarandi:

Sunnudagur 27. desember 2009
FÍ Deildarbikar kvenna kl. 12:00 Valur - Haukar
FÍ Deildarbikar karla kl. 14:00 Haukar - Valur
FÍ Deildarbikar karla kl. 16:00 FH – Akureyri
FÍ Deildarbikar kvenna kl. 18:00 Stjarnan - Fram

Mánudagur 28.desember 2009
FÍ Deildarbikar karla kl. 18:00 Úrslit
FÍ Deildarbikar kvenna kl. 20:00 Úrslit

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson