Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Fyrsti sigur kvennaliðs Akureyrar er staðreynd! (myndir) - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2006-07

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Sjá tölfræði leiksins 
    Akureyri - FH  27-21 (13-10)
DHL deild kvenna
KA-Heimilið
17. mars 2007 klukkan: 16:00
Dómarar:
Umfjöllun

Frábær sigur hjá stelpunum!



18. mars 2007 - SMS skrifar
Fyrsti sigur kvennaliðs Akureyrar er staðreynd! (myndir)
Áður en ég fer út í gang leiksins og umfjöllun langar mig að skjóta inn því að fréttaritari rakst á einn leikmann Akureyrarliðsins á förnum vegi í gærkveldi og þar var hefðbundið spjall og spurði svo undirritaður: "Hvernig er stemmingin fyrir leiknum?" og þá svaraði þessi stelpa að bragði: "Ég er með svona skrýtna tilfinningu í maganum, ég veit að við vinnum á morgun"

Þó að þetta hefði aðeins verið einn leikmaður þá sýndu þetta allar stelpurnar í liðinu frá fyrstu mínútu í dag. Stelpurnar voru það lið í dag sem langaði meira til að vinna og það sannaði sig að hugurinn ber þig hálfa leið. Í dag voru allar stelpurnar með hausinn í lagi og uppskáru þær erfiði vetrarins með tveimur stigum í dag.

Leikurinn byrjaði hálftíma seinna en áætlað var, dómarar leiksins voru veðurteftir.

Byrjunarliðið var nokkuð breytt frá því í síðasta heimaleik en Unnur Ómarsdóttir byrjaði í vinstra horni með systur sína Auði í skyttunni við hliðina á henni. Ester á miðju, Þórsteina í hægri skyttu svo Erla Hleiður í hægra horni og að vana Guðrún á línunni. En leið og flautað var á byrjaði skemmtunin. Þó svo að FH hafi skorað fyrstu 2 mörkin í leiknum voru Akureyri einfaldlega óheppnar að skora ekki mörk á móti, en þær voru þó fljótar að svara 2-2 var staðan eftir 6 mínútur. Jafnt var á öllum tölum næstu mínúturnar þar þar til í stöðunni 9-10. Þar höfðu liðin skipst á að skora, Akureyrar liðið hafði verið að spila flotta vörn en sóknin var kannski ekki alveg að fúnkera. Á þessum tímapunkti kviknaði þessi neisti í liði Akureyrar sem það þurfti til að sigla frammúr döprum FH stelpunum sem héldu of lengi í við okkur. Akureyri skorar síðustu 4 mörkin fyrir leikhlé með mikilli seiglu og baráttu. Staðan 13-10 í hálfleik. Eins og svo oft áður átti Akureyri mjög fínan fyrri hálfleik og vonaðist maður til þess að þær mundu láta kné fylgja kviði og klára þennan blessaða leik af krafti. Jarmila hafði verið að verja mjög vel í markinu og Þórsteina og Ester höfðu verið öflugar í sóknarleiknum.Óvenju fá klikk og en færri feilsendingar litu dagsins ljós í þessum fyrri hálfleik.

Ég veit ekki hvað Jónatan og Jóhannes sögðu í hálfleik við stelpurnar en það hefur verið eitthvað mjög gott því þær mættu hungraðar til leiks í seinni hálfleik og ætluðu sér greinilega að taka þessa tvo punkta.

Þær skoruðu fyrstu 4 mörkin í seinni hálfleik og komust í 17-10, þetta var frábært að sjá þar sem allar voru að leggja sig 100% fram og hafa gaman af þessu, í ofan á lag lokaði Jarmila markinu. Eftir þenna frábæra kafla Akureyrar var aldrei aftur snúið, þær höfðu skorað 8 mörk í röð og brotið FH stelpurnar niður. FH reyna að klóra í bakkann og ná því vissulega aðeins, þær skora næstu 2 mörk en Akureyrar liðið svarar og komst í 20-13. FH skora 2 mörk, Akureyri svo önnur 2, þetta endurtekur sig 2 mörk frá hvoru liði og staðan orðin 24-17. Þá koma 3 Hafnfirsk mörk í röð og fór þá aðeins að slá um þá 130 áhorfendur sem voru í KA-heimilinu, en það þurfti ekki nema eitt mark til að klára leikin og það kom Ester Óskarsdóttir með þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum, staðan 25-20. Eftir þetta fjaraði leikurinn svo út og slóst upp í kæruleysi. Leikurinn endaði svo 27-21. Fyrsti sigur vetrarins staðreynd og það líka stórsigur.

Mikil kátína var í KA-heimilinu eftir leikinn og fögnuðu stelpurnar vel þessum verskuldaða sigri. Lið Akureyrar hefur verið á mikilli uppleið á síðustu misserum og þessi sigur undirstrikaði það.

Varnarleikurinn hefur svosem alltaf staðið fyrir sínu í vetur en hefur farið enn batnandi með nýjum þjálfurum. Markvarslan hefur sennilega verið það besta hjá okkar liði í vetur og stóð hún fyrir sínu í dag. Jarmila var með 17 mörk fengin á sig og varði 17 bolta, sem þýðir 50% markvarsla. Sibba kom svo inná í restina og varði eitt skot. Í sókninni fór Þórsteina mikinn og skoraði hún 12 mörk, en þar voru 6 þeirra úr vítum sem Lilja, Erla og Guðrún fiskuðu, tvö víti hver. Glataðir boltar í dag voru aðeins 10 talsins sem er óvenju lítið og voru klikkin aðeins 20 talsins.

Markahæstar í liði Akureyrar voru svohljóðandi: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 12/14 þar af 6 úr vítum. Næstar komu Ester Óskarsdóttir með 4/7 og Guðrún Tryggvadóttir 4/8, Auður Ómarsdóttir 3/5, Lilja Þórisdóttir 2/4 og Erla Hleiður Tryggvadóttir 2/4

Erfitt er að velja mann leiksins í svona frábærum og skemmtilegum leik en Þórsteina verður fyrir valinu í þetta skiptið þar sem hún var frábær sóknar- sem varnarlega í dag, reyndar eins og allt liðið.

Þetta Akureyrarlið á mikið hrós skilið fyrir spilamennskuna í dag og að hafa ekki gefist upp þegar leið á veturinn heldur haldið í vonina og bætt sig gríðarlega.


























Tengdar fréttir

Hvað gerir kvennaliðið um helgina



16. mars 2007 - SMS skrifar
Akureyri - FH , upphitun
Á morgun fer fram leikur Akureyrar og FH í kvennaboltanum. Leikurinn er kl 16:00 í KA heimilinu. Svo kl 19:00 er leikur í unglingaflokki kvenna gegn Stjörnunni og aftur á sunnudaginn kl 13:00.

FH er sem stendur í næst neðsta sæti, 5 stigum á undan liði Akureyrar sem rekur lestina. FH hafa unnið 2 leiki sem af er af tímabilinu og gert 2 jafntefli. Þessir tveir leiki sem þær FH stúlkur hafa unnið hafa báðir verið á móti Akureyri, en jafnteflin komu á móti Gróttu og Fram.

FH hafa reyndar verið á miklu skriði undanfarna 2 leiki, þar sem þær gerðu jafntefli við lið Gróttu sem stendur í 3. sæti og rétt töpuðu gegn liði Hauka sem er í fjórða sæti.

Akureyri mætti FH í fyrsta heimaleik vetrarins sem Akureyri tapaði 18-21 eftir að hafa verið 10-7 yfir í hálfleik. Síðan mættust þessi lið í Kaplakrika í fyrsta leik Jónatans Magnússonar sem þjálfara liðsins og sagði hann í spjalli við heimasíðuna að þær hefðu bæði verið óheppnar og lélegar að vinna ekki þann leik, sem tapaðist jú 26-19.

Í lið FH eru nokkrir einstaklingar sem þarf að stoppa. Markvörður FH er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu og ver hún oft á tímum eins og berserkur, einnig hefur Ásta Agnarsdóttir skorað 108 mörk í 18 leikjum sem gerir það að 6 mörkum að meðaltali í leik.

Þjálfarar liðsins Jónatan og Jóhannes sögðu í samtali við fréttaritara að allt annað sigur væru mikil vonbrigði. Þeir vonuðust til að liðið hefði bætt sig það mikið frá því þeir tóku við að það muni innbyrða sigur á morgun. Aðspurðir hvernig ástandið væri á hópnum sögðu þeir að það væri mun betra en fyrir síðasta leik en þó sé ólíklegt að Jóhanna Tryggvadóttir og Harpa Baldursdóttir verði í hóp á morgun sökum meiðsla.

Ég minni aftur á að leikurinn hefst kl 16 á morgun í KA heimilinu og hvet ég alla til að mæta.

Svo minni ég einnig á leiki unglingaflokks sem eru kl 19:00 á laugardaginn og 13:00 á sunnudaginn gegn Stjörnunni. Það verða hörkuleikir.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson