Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Ungmennaliðið tapaði fyrir Þrótti - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




Sjá tölfræði leiksins 
    Akureyri U - Þróttur  26-29 (17-13)
1. deild karla
KA heimilið
Sun. 2. okt. 2016 klukkan: 15:00
Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson
Umfjöllun

Brottrekstrar Birkis og Arnþórs reyndust dýrir í leikslok



4. október 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar
Ungmennaliðið tapaði fyrir Þrótti
Það er óhætt að segja að lánið hafi ekki elt Ungmennalið Akureyrar á sunnudaginn gegn Þrótti. Akureyrarliðið tók forystuna strax í upphafi, komust í 4 – 1 í upphafi og leiddu allan fyrri hálfleikinn. Munurinn var lengst af 2- 3 mörk Þróttur náði að minnka muninn í eitt mark 13-12 en frábær endasprettur skilaði fjögurra marka forystu 17-13 í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiks var munurinn orðinn fimm mörk, 19 – 14, þá fékk Birkir Guðlaugsson afar hæpna brottvísun, sína þriðju í leiknum og þar með útilokun. Þróttarar nýttu sér þetta og tókst að saxa niður muninn. Við tók tíu mínútna markalaus kafli þar sem ekkert gekk og heldur voru Akureyringum ósáttir með nokkur atriði í dómgæslunni á þeim kafla. Heimir Pálsson fór t.d. inn úr horninu en var augljóslega felldur en í stað þess að fá vítakast var dæmd á hann lína. Nokkrum andartökum síðar fengu Þróttarar vítakast fyrir samskonar tilfelli og ekki nóg með það heldur var Arnþór Gylfi rekinn af velli og það í þriðja sinn. Þar með voru tveir lykilmenn útilokaðir frá frekari þátttöku.

Í kjölfarið jafnaði Þróttur í 22-22 og komst í kjölfarið yfir, raunar í fyrsta sinn í leiknum þegar níu mínútur voru til leiksloka. Allt var í járnum það sem eftir var, Þróttur þó með frumkvæðið. Þróttur skoraði tvö síðustu mörkin leiksins sem lauk með þriggja marka sigri þeirra, 26-29.

Virkilega svekkjandi úrslit þar sem Akureyrarliðið var með leikinn í hendi sér lengst af en þetta féll ekki með strákunum að þessu sinni.

Mörk Akureyrar U: Brynjar Hólm Grétarsson 7, Birkir Guðlaugsson 6, Patrekur Stefánsson 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Daði Jónsson 2, Heimir Pálsson 2 og Arnþór Gylfi Finnsson 1.
Arnar Þór Fylkisson stóð í markinu allan tímann og varði vel.

Mörk Þróttar: Jón Hjálmarsson 9, Styrmir Sigurðarson 9, Aron Valur Jóhannsson 4, Óttar Filipp 3, Axel Sveinsson, Guðni Siemsen, Sigurbjörn Eðvarðsson og Viktor Jóhannsson 1 mark hver.
Halldór Rúnarsson stóð í markinu og allan tímann.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Akureyri-TV, smelltu hér til að horfa á leikinn.

Tengdar fréttir

Styðjum strákana til sigurs

2. október 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar
Sunnud.: Ungmennalið Akureyrar - Þróttur í beinni

Það er komið að öðrum heimaleik Ungmennaliðs Akureyrar í 1. deild karla. Mótherjar stákanna er Þróttur Reykjavík og verður fróðlegt að sjá hvort strákarnir fylgi ekki eftir góðum sigri í fyrsta heimaleiknum þegar þeir unnu ungmennalið Vals.

Akureyri getur vonandi stillt upp sínu sterkasta ungmennalið í leiknum en nokkrir öflugir leikmenn gátu ekki tekið þátt í útileikjunum um síðustu helgi. Leikurinn hefst klukkan 15:00 í KA heimilinu.

Við stefnum á að sýna leikinn í dag smelltu hér til að fylgjast með útsendingunni.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson