Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Ungmennaliðið lagði Hamrana - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




Sjá tölfræði leiksins 
    Hamrarnir - Akureyri U  24-25 (9-13)
1. deild karla
KA heimilið
Þri. 15. nóv. 2016 klukkan: 19:30
Dómarar: Jóhann Gunnar Jóhannsson og Sævar Árnason
Umfjöllun

Arnar Þór Fylkisson var frábær í markinu, Garðar, Arnþór og Birkir öflugir líka







16. nóvember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar
Ungmennaliðið lagði Hamrana
Það var heldur betur fjör og stemming þegar Ungmennalið Akureyrar og Hamrarnir mættust í 1. deildinni í gærkvöld. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með leiknum sem var heimaleikur Hamranna en þeir auglýstu leikinn sem baráttuna um Akureyrarmeistaratitilinn.

Það var ljóst strax í byrjun að Ungmennaliðið mætti fullt sjálfstraust til leiks, spilað hraðan sóknarleik og voru fastir fyrir í vörninni. Þar fyrir aftan var Arnar Þór Fylkisson í miklu stuði í markinu. Jafnt var á fyrstu tölum upp í 3-3 en eftir rúmlega sautján mínútna leik var forysta Ungmennaliðsins orðin þrjú mörk 3-6 þar sem Arnór Þorri Þorsteinsson hafði verið afar öflugur og skorað fjögur af mörkum liðsins.


Arnór Þorri Þorsteinsson með fyrsta mark leiksins

Næstu mínútur hélst forysta Akureyrarliðsins lengst af fjögur mörk en í stöðunni 7-11 gerðu Hamrarnir áhlaup og minnkuðu muninn í 9-11. En strákarnir stóðust álagið, Arnþór Gylfi Finnsson skoraði tvö mörk eftir að hafa stolið boltanum í vörninni og jók forskotið í fjögur mörk á ný, 9-13. Hamrarnir fengu vítakast á lokasekúndu fyrri hálfleiks en Arnar Þór varði vítið frá Jónatan, raunar annað vítakastið sem hann varði í fyrri hálfleik og forysta Akureyrarliðsins því 9-13 í hálfleik.
Þeir Arnór Þorri og Arnþór Gylfi voru báðir með fjögur mörk í hálfleiknum fyrir Akureyri en hjá Hömrunum var Jónatan Magnússon einnig með fjögur mörk og Heimir Örn Árnason með þrjú.

Fjörið hélt áfram í upphafi seinni hálfleiks, Hamrarnir minnkuðu muninn í tvö mörk 12-14 og 14-16 eftir tíu mínútna leik. En þar með gáfu ungu strákarnir í aftur og við tók flottur 2-6 kafli hjá þeim þar sem Birkir Guðlaugsson setti fjögur stykki og strákarnir komnir með sex marka forskot 16-22.

Enn voru tólf mínútur eftir þegar hér var komið sögu og ljóst að Hamrarnir þurftu að kreista allt sem þeir áttu úr reynslubankanum ef þeir ætluðu að fá eitthvað út úr leiknum. Og það vantaði ekki reynsluna á þeim bænum. Heimir Örn Árnason sem var að leika sinn fyrsta leik á tímabilinu sýndi að hann á nóg eftir og stýrði lokaáhlaupi Hamranna.


Heimir Örn kominn í gegnum allt og skorar eitt af sjö mörkum sínum

Heimir, Hreinn Þór Hauksson og Hörður Másson sáu um að bæta við átta Hamramörkum en Garðar Már Jónsson átti stórleik fyrir Akureyrarliðið á sama tíma, skoraði tvö mörk fyrir utan og átti línusendingu á Arnþór Gylfa sem skilaði 25 marki Akureyrar. Staðan 24-25 fyrir Akureyri og ein sekúnda eftir af leiknum þegar Hamrarnir fengu aukakast.

Varnarveggur Akureyrarliðsins var einungis fjórir menn þar sem liðið missti tvo menn útaf á lokakaflanum. Heimir Örn Árnason kom skotinu framhjá varnarveggnum en Arnar Þór Fylkisson kórónaði frammistöðu sína og varði skotið meistaralega og sætur eins marks sigur Ungmennaliðs Akureyrar staðreynd.


Síðasta skot leiksins, Heimir Örn með aukakast sem Arnar Fylkisson varði

Mörk Akureyri U: Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Arnþór Gylfi Finnsson 6, Birkir Guðlaugsson 6 (3 úr vítum), Garðar Már Jónsson 5, Jóhann Einarsson 2.
Arnar Þór Fylkisson stóð í markinu og varði a.m.k. 18 skot, þar af tvö vítaköst.

Mörk Hamranna: Heimir Örn Árnason 7, Hörður Másson 5, Jónatan Magnússon 5, Daníel Matthíasson 3, Hreinn Þór Hauksson 2, Björn Benedikt Björnsson 1, Jón Heiðar Sigurðsson 1.
Bjarki Símonarson stóð í marki Hamranna og átti sömuleiðis frábæran leik.

Þórir Tryggvason var mættur með myndavélina og hér er hægt að skoða fjölmargar myndir Þóris frá leiknum.

Hamrarnir voru flottir í leikslok og afhentu Akureyrarliðinu bikar sem tákn um að þeir væru handhafar Akureyrarmeistaratitilsins en að Hamrarnir hyggist endurheimta hann þegar liðin mætast aftur í mars.




„Akureyrarmeistarar 2016“ með bikarinn

Leikurinn var sýndur beint á Akureyri TV og er hægt að horfa á hann hér. Því miður urðu truflanir á netsambandi snemma leiks sem valda því að þegar horft er á leikinn eftirá fer hljóð og mynd ekki saman.

Tengdar fréttir

Bæjarslagur af bestu gerð



15. nóvember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Hamrarnir - Akureyri U í beinni

Það er komið að Akureyrarslag í 1. deild karla. Ungmennalið Akureyrar sækir Hamrana heim í KA heimilið klukkan 19:30 í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum í 9. og 10. sæti deildarinnar þannig að það er allt undir.

Með Ungmennaliðinu spila ungir og upprennandi handboltamenn en Hamrarnir hafa innan sinna vébanda reynslubolta og nokkrar goðsagnir Akureyskrar handboltasögu. Það verður fróðlegt að sjá hverjir komast í liðið hjá Hömrunum í kvöld en allavega er ljóst að það verður ekkert gefið eftir og því von á stórskemmtilegum leik.

Heyrst hefur að það sé þó nokkur taugatitringur í mönnum í tengslum við leikinn. Þannig hafa Hamrarnir verið að bæta við sig leikmönnum fyrir leikinn, dómarinn Heimir Örn Árnason skráði félagaskipti yfir í Hamrana á dögunum eftir að hafa leikið með Þrótti í Vogum í Coca Cola bikarnum. Sömuleiðis skráði Ragnar Snær Njálsson félagaskipti yfir í Hamrana frá Þýskalandi.

Þá vakti athygli að Jón Heiðar Sigurðsson, leikmaður Hamranna var mættur á lokaæfingu Ungmennaliðs Akureyrar í gær til að „njósna“ um leikkerfi liðsins.

Samkvæmt reglum um ungmennalið skulu leikmenn ekki vera eldri en 23 ára en þó er heimilt að hafa tvo eldri leikmenn í hópnum. Heyrst hefur að Ungmennalið Akureyrar hafi ætlað að bregðast við liðssöfnun Hamranna með því að stilla upp gamalreyndum landsliðsmönnum en hvort af því verður kemur í ljós í kvöld.

Við stefnum að því að sýna leikinn í beinni á Akureyri TV enda vitað af fjölmörgum áhugamönnum út um allan heim sem bíða eftir leiknum.
Útsendingin hefst skömmu fyrir leik, smelltu hér til að fylgjast með útsendingunni.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson