Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Ungmennaliðið veitti Valsmönnum hörkukeppni - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




Sjá tölfræði leiksins 
    Akureyri U - Valur  17-26 (12-11)
Coca Cola bikar karla
Valshöllin
Sun. 4. des. 2016 klukkan: 14:00
Dómarar: Hilmar Guðlaugsson og Ramunas Mikalonis
Umfjöllun

Aron Tjörvi var í skyttunni í dag

4. desember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar
Ungmennaliðið veitti Valsmönnum hörkukeppni
Það er óhætt að segja að Ungmennalið Akureyrar hafi komið á óvart í dag þegar liðið lék við Olísdeildar lið Vals í Valshöllinni. Segja má að leikmannahópur Akureyrliðsins hafi verið fámennur og jafnframt ungur að árum. Í markinu stóðu Ásgeir Kristjánsson og Páll Snævar Jónsson en útileikmenn voru Aron Tjörvi Gunnlaugsson, Dagur Gautason, Elvar Reykjalín, Finnur Geirsson, Heimir Pálsson, Jason Orri Geirsson og Jóhann Einarsson.

Ásgeir og Dagur Gauti komu í fyrsta sinn inn í hópinn en þeir eru báðir í 3. flokki. Sömuleiðis voru Finnur Geirsson og Elvar Reykjalín báðir úr 2. flokki að spila sinn fyrsta leik með Ungmennaliðinu. Einn skiptimaður í útileikmannahópnum og ljóst að grípa þurfti til óhefðbundinnar uppstillingar. Til dæmis var Aron Tjörvi í skyttustöðunni en venjulega er hann á línunni. En strákarnir mættu galvaskir til leiks og mörgum eflaust til undrunar þá leiddu þeir í hálfleik með einu marki, 12-11.

Þjálfarar Vals, þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnarsson hafa trúlega sagt nokkur vel valin orð við sína menn í hálfleik enda fór svo að Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik og lönduðu níu marka sigri, 17-26.

Þreyta farin að gera vart við sig hjá Akureyrarstrákunum sem voru flestir að spila sinn þriðja leik á jafnmörgum dögum en geta svo sannarlega verið stoltir af frammistöðunni um helgina.


Strákarnir sáttir í leikslok
Aftari röð: Aron Tjörvi Gunnlaugsson, Finnur Geirsson, Jason Orri Geirsson, Jóhann Einarsson og Andri Snær Stefánsson.
Fremri röð: Heimir Pálsson, Elvar Reykjalín, Páll Snævar Jónsson, Ásgeir Kristjánsson og Dagur Gautason

Mörk Akureyrar: Dagur Gautason 6, Aron Tjörvi Gunnlaugsson 4, Heimir Pálsson 3, Jóhann Einarsson 3 og Jason Orri Geirsson 1.
Ásgeir Kristjánsson stóð í markinu lengst af og var frábær með um 20 varin skot, þar af þrjú vítaköst. Páll Snævar Jónsson kom í markið á lokakaflanum og varði vel.

Mörk Vals: Josip Juric Gric 6, Alexander Jón Másson 5, Ýmir Örn Gíslason 4, Sigurvin Jarl Ármannsson 3, Vignir Stefánsson 3, Sturla Magnússon 2 og Anton Rúnarsson 1.
Í markinu hjá Val voru Hlynur Morthens og Guðmundur Eyjólfur Kristjánsson.

Vefurinn fimmeinn.is birti eftirfarandi myndband úr seinni hluta leiksins. Myndbandið hefst þegar tæpar tíu mínútur eru til leiksloka og staðan er 15 - 22 fyrir Val.

Þar með er lokið þátttöku ungmennaliðsins í Coca Cola bikarnum en strákarnir mæta aftur í Valshöllina næsta föstudag þar sem þeir mæta Ungmennaliði Vals í 1. deild karla.

Tengdar fréttir

Verður Páll Snævar í marki Ungmennaliðsins í dag?



4. desember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar
Bikarleikur dagsins: Ungmennaliðið mætir Val
Klukkan 14:00 í dag verður áhugaverð viðureign í Valshöllinni þar sem ríkjandi bikarmeistarar Vals mæta Ungmennaliði Akureyrar í 16-liða úrslitum Coca Cola bikar karla.

Það verður í fyrsta lagi áhugavert að sjá hvernig Ungmennaliðið verður skipað í leiknum því margar af helstu kanónum liðsins hafa verið kallaðar í hóp hjá meistaraflokki Akureyrar. Þar sem bæði lið leika í bikarkeppninni geta leikmenn ekki farið á milli liðanna. Það má því búast við að uppistaðan í Ungmennaliðinu í dag verði strákar úr 2. flokki, sem reyndar hafa gert það gott með tveim sigurleikjum um helgina.

Valsmenn hafa verið duglegir við að sýna beint frá leikjum í Valshöllinni og vonandi sýna þeir frá leiknum í dag. Við munum setja hér tengil á útsendinguna ef af verður.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson