Heimasíðan
 Fréttir  -   Úrslit  -   Næstu leikir  -   Deildin

    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það er ekkert gefið eftir þegar þess lið mætast

15. mars 2017 - Akureyri handboltafélag skrifar

Mikilvægur leikur gegn Selfyssingum á fimmtudag

Það er engin lognmolla í Akureyskum handbolta þessa dagana. Akureyri á gríðarlega mikilvægan heimaleik á morgun, fimmtudag gegn Selfyssingum og óhætt að stigin sem þar eru í boði séu gulls ígildi fyrir bæði lið. Í dag eru liðin í 8. og 9. sæti deildarinnar en sigurvegarinn á kost á að klifra upp um þó nokkur sæti.

Frá áramótum hefur Akureyri leikið þrjá heimaleiki og unnið góða sigra í þeim öllum, tvisvar gegn Val og eftirminnilegan sigur á Aftureldingu. Menn þurfa þó að vera á tánum því skemmst er að minnast þess að liðið fékk skell í síðasta heimaleiknum í desember þegar Fram kom, sá og sigraði býsna sannfærandi.

Selfyssingar byrjuðu tímabilið með látum en hefur ekki alveg gengið upp á það besta í síðustu leikjum. Tvö jafntefli í síðustu sex leikjum er klárlega undir væntingum á þeim bænum og þeir munu örugglega gefa allt í að komast á sigurbraut á ný.
Þjálfari Selfyssinga er sem kunnugt er Akureyringurinn Stefán Árnason og bjóðum við hann að sjálfsögðu velkominn á heimaslóðir.


Stefán Árnason þjálfari Selfyssinga

Þrjár öflugar skyttur eru áberandi í markaskorun þeirra, Elvar Örn Jónsson með 141 mark, Einar Sverrisson með 125 og Teitur Örn Einarsson með 96 mörk. Það þarf greinilega að hafa góðar gætur á þeim félögunum.

Liðin hafa mæst tvisvar í deildinni það sem af er, Akureyri vann útileikinn á Selfossi 29-32 og heimaleikinn 25-32. Hörkuleikir báðir og ekkert gefið eftir.

Leikur Akureyrar og Selfoss hefst klukkan 19:00 í KA heimilinu fimmtudaginn 16. mars. Við stefnum að sjálfsögðu að því að sýna leikinn hér á Akureyri TV.

Það er síðan stutt í næsta verkefni hjá liðinu því strax á sunnudaginn halda strákarnir suður í Hafnarfjörð þar sem þeir mæta toppliði Hauka á Ásvöllum.

Akureyrarslagur í 1. deild karla á föstudaginn

Það er svo áhugaverður leikur í 1. deild karla á föstudagskvöldið þegar Akureyri U og Hamrarnir mætast í Íþróttahöllinni. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og ljóst að þar verður ekkert gefið eftir enda má segja að montrétturinn í bænum sé undir.

Liðin mættust í eftirminnilegum leik í nóvember þar sem Akureyri U vann eins marks sigur, 24-25 og fengu í leikslok bikar frá Hömrunum þar sem Akureyri U var lýstur Akureyrarmeistari 2016. Jafnframt hétu Hamrarnir því að þeir ætluðu að endurheimta bikarinn í næsta leik þannig að á föstudagskvöldið kemur í ljós hvort liðið verður Akureyrarmeistari 2017.

Leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 20:00 á föstudaginn og það verður frítt inn.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook

Efst á síðu

Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson