Heimasíđan
 Fréttir  -   Úrslit  -   Nćstu leikir  -   Deildin

    Fréttir                       Ţú flettir milli frétta međ örvalyklunum eđa smellir á bláu örvarnar! 

Mindaugas og Andri Snćr fóru fyrir liđinu í dag



26. mars 2017 - Akureyri handboltafélag skrifar

Erfiđ stađa eftir eins marks tap gegn Fram

Akureyri og Fram mćttust í svakalegum botnbaráttuleik í gćrkvöldi ţar sem afar dýrmćt stig voru í bođi fyrir sigurvegarann. Allt var í járnum lengi vel í fyrri hálfleik Akureyringar voru ţó međ frumkvćđiđ í leiknum, komust 6-4 yfir eftir rúmar ţrettán mínútur en Fram náđi ađ jafna.

Akureyri komst ţremur mörkum yfir 12-9 ţegar tćpar sex mínútur voru eftir af hálfleiknum og fín stemming í húsinu. En Framarar náđu ađ loka á sóknarleik liđsins í framhaldinu og eftir fjögur mörk ţeirra í röđ voru ţeir komnir yfir en Mindaugas braut ísinn og jafnađi međ ţrumuskoti rétt fyrir lok hálfleiksins.


Gangur fyrri hálfleiksins

Arnar Birkir Hálfdánsson var allt í öllu í leik Framara, skorađi sex mörk í fyrri hálfleiknum og eiginlega ótrúlegt ađ hann vćri ekki hreinlega tekinn úr umferđ. Hjá Akureyri var Mindaugas kominn međ fjögur mörk og Andri Snćr Stefánsson međ fimm, ţar af fjögur af vítalínunni.

Seinni hálfleikurinn ţróađist á svipađan hátt, Akureyringar leiddu međ tveim mörkum og raunar ţremur mörkum 19-16 eftir átta mínútna leik og stađan vćnleg.


Brynjar Hólm átti öfluga innkomu í upphafi seinni hálfleiks, ţrjú mörk og fiskađi vítakast

En aftur náđu Framarar vopnum sínum og jöfnuđu í 19-19 og spennan gríđarleg.

Ţegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var jafnt, 22-22 en ţá kom ţriggja marka kafli Framara sem komu sér ţar međ í vćnlega stöđu. Akureyri barđist áfram en tókst aldrei ađ vinna ţennan mun fyllilega upp og ađ lokum fóru Framarar međ eins marks sigur, 26-27 og fögnuđu ađ vonum gríđarlega í leikslok.


Gangur seinni hálfleiksins

Líkt og í fyrri hálfleik var ţađ Arnar Birkir sem dró vagninn og endađi međ 9 mörk auk ţess ađ mata félaga sína vel ţegar hann hafđi dregiđ varnarmenn Akureyrar í sig. Ţá reyndist markvörđur ţeirra, Viktor Gísli Hallgrímsson Akureyringum erfiđur en ţeir tveir voru öflugastir Framara í leiknum.

Hjá Akureyri voru ţađ sérstaklega Mindaugas Dumcius og Andri Snćr Stefánsson sem héldu liđinu uppi og börđust af alefli. Mindaugas skorađi sjö mörk og fiskađi fjögur vítaköst. Andri Snćr skorađi tíu mörk í leiknum og skilađi öllum sjö vítaköstum liđsins í netiđ. Ţá átti Tomas fínan leik í markinu en fyrir leikinn voru jafnvel efasemdir um hvort hann yrđi međ.

Mörk Akureyrar: Andri Snćr Stefánsson 10 (7 úr vítum), Mindaugas Dumcius 7, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Bergvin Ţór Gíslason 2, Friđrik Svavarsson 2, Kristján Orri Jóhannsson 1 og Sigţór Árni Heimisson 1 mark.
Tomas Olason stóđ í markinu allan tímann og varđi 15 skot, ţar af tvö vítaköst.

Mörk Fram: Arnar Birkir Hálfdánsson 9, Ţorgeir Bjarki Davíđsson 6, Andri Ţór Helgason 4 (1 úr víti), Bjartur Guđmundsson 3, Ţorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Davíđ Stefán Reynisson 1 og Matthías Dađason 1 mark úr víti.
Viktor Gísli Hallgrímsson stóđ vaktina í Fram markinu og varđi 15 skot, Daníel Ţór Guđmundsson reyndi viđ tvö vítaköst án árangurs.

Mindaugas og Arnar Birkir voru útnefndi leikmenn liđann í leikslok og fengu ađ launum hefđbundna matarkörfu frá Norđlenska.

Eftir ţennan leik er útlitiđ orđiđ ansi dökkt hjá Akureyri, tveir leikir eftir, afar erfiđur útileikur í Vestmannaeyjum og í lokaumferđinni útileikur gegn Stjörnunni sem gćti mögulega orđiđ úrslitaleikur um ađ forđast botnsćtiđ eftir ţví hvernig nćsta umferđ spilast.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook

Efst á síđu

Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson