Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
FH náði deildarbikarnum - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2010-11

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Myndband frá leiknum      Tölfræði leiksins 
    FH - Akureyri  29-26 (13-16)
Deildarbikar karla
Strandgötu
Þri 28. desember 2010 klukkan: 18:15
Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson
Umfjöllun

Stefán Guðnason kom ferskur í markið í fyrri hálfleik

29. desember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

FH náði deildarbikarnum

Það var FH sem fór með sigur af hólmi í deildarbikar karla í handbolta eftir sigur á Akureyri í spennuleik í Standgötunni í kvöld, 26-29. Leikurinn var bráðfjörugur og var mikil stemmning hjá áhorfendum sem fjölmenntu á leikinn. Akureyri leiddi leikinn lengst af en með góðum kafla lok síðari hálfleiks náðu FH-ingar að jafna og komust yfir þegar skammt var eftir af leiknum sem þeir héldu til leiksloka.

Umfjöllunin hér er byggt á umfjöllun Eiríks Stefáns Ásgeirssonar á visir.is. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins. FH hafði frumkvæðið framan af og komst í þriggja marka forystu, 5-8, þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar var allt annað en sáttur með þá frammistöðu, tók leikhlé og tók landsliðsmarkvörðinn Sveinbjörn Pétursson úr markinu en hann hafði ekki fundið sig. Á sama tíma hafði Daníel Árnason verið iðinn við kolann í marki FH-inga.

Akureyringar hresstust eftir leikhléið og með góðum varnarleik náðu þeir að snúa leiknum sér í hag. Norðanmenn leiddu með þremur mörkum, 16-13 í hálfleik, og munaði mikið um innkomu Stefáns Guðnasonar í marki Akureyrar sem varði sex bolta í seinnihluta fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum í gang. Bjarni Fritzson var einnig drjúgur í sókninni og skorðaði fimm mörk í fyrri hálfleik.

Akureyri var alltaf skrefi á undan framan af síðari hálfleik og FH-ingum gekk erfiðlega að jafna leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir að leiknum kom góður leikkafli hjá FH-ingum og manni færri tókst þeim að jafna leikinn. Í næstu sókn komust þeir yfir með þrumuskoti frá Ólafi Guðmundssyni og meðbyrinn var með Hafnfirðingum.

Lokamínúturnar voru æsispennandi og sigurinn gat fallið báðum megin. FH-ingar fengu nokkur tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir og tókst það loksins þegar mínúta var eftir að leiknum. Með góðri vörn á tókst Hafnfirðingum að leggja Akureyringa að velli 26-29 í bráðfjörugum leik.

Ásbjörn Friðriksson og Baldvin Þorsteinsson voru atkvæðamestir í liði FH með sjö mörk hvor. Daníel Andrésson var einnig góður í marki FH og varði 19 skot, mörg hver úr dauðafæri. Hjá Akureyri voru Bjarni Fritzson og Heimir Örn Árnason báðir með sjö mörk og Guðmundur Hólmar Helgason með 5 mörk. Markvarslan hefur oft verið betri hjá Akureyri en Sveinbjörn Pétursson datt í gang í síðari hálfleik og varði þá 10 skot til viðbótar. Stefán Guðnason varði alls 7 skot.

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7, Heimir Örn Árnason 7, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Geir Guðmundsson 3, Oddur Grétarsson 2, Halldór Logi Árnason 2.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 13 skot, Stefán Guðnason 7.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Baldvin Þorsteinsson 7, Hjörtur Hinriksson 4, Ólafur Guðmundsson 4, Halldór Guðjónsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Brynjar Geirsson 1.
Varin skot: Daníel Andrésson 19 skot.

Tengdar fréttir

Oddur fékk að kenna á Hirti Hinrikssyni í leiknum

30. desember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Oddur fékk á kjaftinn í úrslitaleiknum - myndband

Það voru ekki allir sáttir með framgang Hjartar Hinrikssonar leikmanns FH í úrslitaleik deildarbikarsins þegar hann gaf Oddi Gretarssyni duglegt kjaftshögg í leiknum en þóttist að sjálfsögðu alsaklaus.

Í fréttum Stöðvar 2 var atvikið sýnt ásamt viðtölum við þjálfara liðanna og getur hver dæmt fyrir sig með því að smella hér.

Þetta atvik minnir reyndar ýmsa á framgöngu Hjartar gegn Magnúsi Stefánssyni í leik hér Í KA heimilinu fyrir nokkrum árum þar sem hann sló til Magnúsar í tvígang, en þá lék Hjörtur með Fram.

Hægt er að sjá myndband af því atviki með því að smella hér.


Það mun mikið mæða á Sveinbirni og Heimi í dag

28. desember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Úrslitaleikur í dag: FH – Akureyri beint á SportTV.is

Það má búast við hörkuleik í kvöld þegar Akureyri mætir FH í úrslitaleik deildarbikarsins. Þetta er annað árið í röð sem Akureyri leikur til úrslita í keppninni en í fyrra tapaði liðið úrslitaleiknum gegn Haukum með marki á síðustu sekúndu leiksins. Það má því segja að Akureyrarliðið hafi hefnt grimmilega fyrir það með því að valta yfir Haukana í gær.


Bjarni Fritzson var atkvæðamikill gegn Haukum í gær

FH liðið vann Fram sannfærandi í gær og ljóst að FH liðið mætir af fullum krafti í úrslitaleikinn og ætlar sér ekkert nema sigur í mótinu þannig að þetta verður hörkuleikur.

Leikurinn hefst klukkan 18:15 í dag og verður sýndur beint á SportTV.is þannig að við hér norðan heiða getum fylgst með.

Smelltu hér til að horfa á leikinn.

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson