Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Haukarnir kaffærðu okkar menn í fyrsta leiknum - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2015-16

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Ljósmyndir frá leiknum     Textalýsing frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    Haukar - Akureyri  33-24 (20-7)
8-liða úrslit karla
Schenkerhöllin
Fim. 14. apríl 2016 klukkan: 19:30
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Þorleifur Árni Björnsson, Ólafur Haraldsson eftirlitsmaður
Umfjöllun

Beggi og Tomas stóðu uppúr í kvöld



14. apríl 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Haukarnir kaffærðu okkar menn í fyrsta leiknum

Fyrsti leikur Hauka og Akureyrar í úrslitakeppninni fór fram að Ásvöllum í kvöld. Beðið var með eftirvæntingu eftir leiknum enda úrslitakeppnin ný keppni og skiptir engu máli það sem áður var á tímabilinu.

Þessi spenna sem ríkti fyrir leik entist þó alls ekki lengi en lið Hauka lék við hvurn sinn fingur á meðan lið Akureyrar virtist yfirspennt. Eftir tæpar 5 mínútur var staðan orðin 4-0 og því miður ekkert sem benti til þess að Akureyri myndi geta komið til baka.

Sóknarleikur okkar manna var hreint út sagt hörmulegur og refsuðu heimamenn grimmilega fyrir öll mistökin sem skiluðu óteljandi hraðaupphlaupum. Hraðaupphlaupin voru svo mörg að ég get í fullri alvöru ekki sagt frá hvernig uppstilltur varnarleikur Akureyrar var í fyrri hálfleikur svo sjaldséður var hann.

Þegar loksins var flautað til hálfleiks var staðan 20-7 og leiknum í raun lokið. Bergvin Þór Gíslason setti 4 mörk í hálfleiknum og var í raun eini sóknarmaður liðsins sem tók þátt í leiknum.

En það ber að hrósa okkar liði fyrir síðari hálfleikinn, einhver lið hefðu gjörsamlega gefist upp en það gerðu okkar menn ekki og þeir sýndu og sönnuðu að þeir geta alveg keppt við Haukana. Að lokum enduðu leikar 33-24 og Haukarnir komnir í lykilstöðu í einvíginu.

Mörk Akureyrar: Bergvin Þór Gíslason 5, Andri Snær Stefánsson 4, Hörður Másson 4, Kristján Orri Jóhannsson 4, Róbert Sigurðarson 3, Halldór Logi Árnason 2, Friðrik Svavarsson 1 og Sigþór Árni Heimisson 1.
Tomas Olason varði 13 skot og Hreiðar Levý Guðmundsson 3, þar af 1 vítakast.

Nú tekur við annar leikur liðanna sem fer fram í KA-Heimilinu á laugardaginn og ljóst að strákarnir þurfa að mæta betur stemmdir í leikinn ef það á að vera einhver von á oddaleik um sæti í undanúrslitunum.

En til þess að það geti gerst þurfa allir að hjálpast að, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn eða stjórnarmenn. Sú ákvörðun stjórnarinnar að láta leikmenn keyra sjálfir í þennan mikilvæga leik í stærstu keppni tímabilsins er fáránleg og hjálpaði svo sannarlega ekki til.

En ég bið ykkur öll að leggjast á eitt og styðja liðið hvort sem það er á pöllunum eða í kringum liðið. Akureyri er lið bæjarins okkar og við þurfum að standa þétt við bakið á okkar mönnum, höfum nú gaman á laugardaginn og berjumst fyrir oddaleik, áfram Akureyri!

Tengdar fréttir

Engir eru ósigrandi

14. apríl 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: Haukar - Akureyri í beinni

Fyrsti leikur Akureyrar í úrslitakeppninni er í kvöld á Ásvöllum klukkan 19:30 þar sem mótherjarnir eru heimamenn í Haukum. Við viljum sjá ykkur öll sem eruð fyrir sunnan til að mæta í Schenkerhöllina á Ásvöllum og hvetja strákana til sigurs. Akureyrarliðið ætlar sér klárlega að sækja að minnsta kosti einn sigur og best að ljúka því erindi strax í dag.

Við verðum með okkar textalýsingu hér á síðunni eins og vanalega en þar að auki höfum við áreiðanlegar heimildir fyrir því að leikurinn verði sýndur beint á HaukaTV.

Áætlað er að sú útsending hefjist klukkan 19:15 og að sjálfsögðu setjum við upp tengil á þá útsendinguna.
Væntanlega mun duga að smella hér til að fylgjast með útsendingunni.

Liðin mætast svo aftur í KA heimilinu á laugardaginn klukkan 16:00.



Það má búast við hörkueinvígi gegn Haukum

11. apríl 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Stóra stundin runnin upp, úrslitakeppnin að hefjast

Á fimmtudaginn hefst sjálf úrslitakeppnin þegar Akureyri sækir Deildarmeistara Hauka heim að Ásvöllum klukkan 19:30. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í undanúrslitin en komi til oddaleiks fer hann fram á heimavelli Hauka.

Það verður að viðurkennast að Akureyrarliðið er ólíklegri aðilinn í einvíginu en Haukarnir eru auðvitað Deildarmeistarar og það verðskuldað. Liðin mættust þrisvar í deildarkeppninni og unnu Hafnfirðingar þá alla mjög sannfærandi.

En það sem er svo skemmtilegt við úrslitakeppnina er að þetta er glænýtt mót og það sem gerðist fyrr á tímabilinu skiptir nákvæmlega engu máli. Haukarnir ættu að vita það vel enda urðu þeir Íslandsmeistarar í fyrra þrátt fyrir að hafa ekki heimaleikjarétt í gegnum alla úrslitakeppnina.

Gott fólk, nú er komið að því sem við öll höfum verið að bíða eftir og við viljum sjá ykkur öll sem eruð fyrir sunnan til að mæta á Ásvelli og hvetja strákana til sigurs, ef Akureyrarliðið ætlar sér áfram þá þarf liðið að vinna að minnsta kosti einn leik að Ásvöllum og hví ekki að klára það af strax? Áfram Akureyri!

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson