Bein lýsing
DHL deild karla - KA-Heimili 8. október kl: 16:00
Akureyri  ÍR
33-24
 Leiknum er lokið
Bein Lýsing kveður og þakkar lesendum fyrir að hafa fylgst með, næsti leikur Akureyrar verður sunnudaginn 15. október á Ásvöllum þegar liðið leikur gegn Haukum.
Tími   Staða   Skýring
Bein Lýsing kveður og þakkar lesendum fyrir að hafa fylgst með, næsti leikur Akureyrar verður sunnudaginn 15. október á Ásvöllum þegar liðið leikur gegn Haukum.
Bolta glatað:
Nikolaj 3, Hörður 2, Goran 1, Magnús 1 og Ásbjörn 1
Stoðsendingar:
Aigars 5 (spilaði ekki í seinni), Kuzmins 3, Þorvaldur 1, Ásbjörn 1, Magnús 1 og Heiðar 1
Útileikmenn (mörk/skot):
Goran 11/15 (5/6 úr vítum), Maggi 6/10, Ásbjörn 4/6, Hörður 4/6 (1/1 úr vítum), Kuzmins 3/4, Jankovic 2/4, Andri 1/1, Heiðar 1/1 og Aigars 1/4
Markmenn: Sveinbjörn varði 17 skot af 40 skotum, Bjarni reyndi við eitt víti en tókst ekki að verja
Tölfræði er að koma
Leikmenn Akureyrar eru að fagna gríðarlega
Frábær leikur hjá Akureyri sem vann verðskuldaðan 9 marka sigur á ÍR
60:00 Leikurinn er búinn, það varð ekkert aukakast
60:00 ÍR á aukakast er leikurinn er búinn
59:41 ÍR mun taka síðasta skotið
59:28 33-24 Kuzmins fór í gegn og skoraði
59:14 Brotið er á Bjarna Gunnari
58:52 32-24 ÍR skorar aftur
58:24 32-23 ÍR minnkar muninn
58:06 Baráttan er gríðarleg
57:40 32-22 Bjarni Gunnar vann mann í sig senti boltann á Jankovic sem hausaði markvörð ÍR
57:25 Akureyri vinnur boltann
57:14 Brotið á Ragnari í horninu
56:50 31-22 Hörður Fannar skorar með því að hausa markvörð ÍR
56:47 Ásbjörn brýst í gegn og fiskar víti
Rúnar og Sævar eru ekki sáttir með að liðið sé að slaka á
56:31 30-22 Akureyri tekur leikhlé
56:16 Bjarni Gunnar missir boltann aftur og ÍR skorar
55:40 30-21 ÍR skorar strax úr hraðaupphlaupi
55:27 Bjarni Gunnar fær dæmdan á sig ruðning
55:11 Brotið er á Magnúsi
54:47 30-20 Björgvin skorar fyrir ÍR
54:33 Sveinbjörn ver úr horninu, ÍR nær boltanum þó aftur
54:13 ÍR með boltann
Bjarni Frostason markvörður hefur verið að leiðbeina Sveinbirni í markinu allan leikinn
Erlendur Ísfeld þjálfari ÍR talar ekki við sína menn heldur horfir reiður á dómarana
54:06 Maggi klikkar fyrir utan, ÍR tekur leikhlé
53:33 Bjarni Gunnar er inná og er að gera fína hluti
53:18 Sigur Akureyrar er alveg tryggður
53:04 Dæmdur ruðningur á ÍR
52:42 Kuzmins átti línusendingu á Hörð sem klikkaði, Kuzmins náði boltanum og senti á Heiðar sem klikkaði einnig
52:22 Kuzmins er næstum því kominn í gegn...
51:58 30-19 Ragnar nær að minnka muninn úr sirkusmarki
51:43 ÍR er gjörsamlega búið á því
51:21 30-18 Stillt er upp í kerfi og Maggi skorar fyrir utan
51:04 Kuzmins klikkar en nær boltanum í vörninni
50:21 29-18 Björgvin svarar strax
50:16 29-17 Magnús skorar fyrir utan
50:02 Heiðar er kominn í vinstra hornið
49:38 28-17 Sigurður minnkar muninn fyrir ÍR
49:20 Akureyri nær boltanum en glatar honum
49:17 ÍR í sókn
49:00 28-16 Goran Gusic skorar fyrir utan
48:42 Akureyri er að treina tímann vel í sókninni
48:26 27-16 Ragnar Már skorar úr ómögulegu færi, þetta átti Sveinbjörn að verja
48:12 Brotið á ÍR
47:51 27-15 Jankovic skorar stórglæsilegt sirkusmark eftir sendingu frá Kuzmins
47:37 Leikmenn ÍR eru brjálaðir
47:37 Ólafur Sigurjónsson þjálfari ÍR fær tvær mínútur, ÍR er því einum manni færra
47:22 Stillt er upp í rólega sókn
47:01 Goran klikkar en Akureyri heldur boltanum
46:53 Maggi klikkar, en Rúnar stal boltanum aftur
46:44 Sveinbjörn ver af línunni
46:36 Tíminn er stopp
46:31 Aftur dæmt aukakast, ÍR kemst lítt áleiðis
46:19 Björgvin Hólmgeirs reynir en er stöðvaður
45:56 Goran hamraði yfir
45:55 Hörður Fannar fiskar víti og Goran tekur það
45:26 Stillt er upp í sókn, Akureyri með boltann
45:14 Jankovic stal boltanum af Ólafi
44:45 26-15 ÍR skaut í stöng, Akureyri var snöggt í sókn og Goran skorar
44:34 25-15 Kuzmins skorar
44:15 Maggi kemur inn á, Akureyri er enn einum færri
43:57 Dæmd lína á ÍR, Akureyri með boltann
43:37 Brotið á ÍR, vörnin er frábær
43:24 24-15 Alexey Kuzmins braust í gegn og skoraði
42:10 Akureyri er tveim færri, brotið var illa á Jankovic
42:54 Sveinbjörn ver vítið frá Björgvini, Goran nær frákastinu
42:52 Ásbjörn missti manninn sinn, uppskar tvær mínútur og ÍR fær víti
42:42 Dæmt var skref á Andra
42:26 Einum færri leikur Akureyri hægan bolta
42:12 23-15 Björgvin skoraði örugglega
Björgvin mun taka vítið
42:10 Dæmt er víti og Þorvaldur fær 2 mínútna brottvísun
ÍR-ingar voru ekki sammála stöðunni en hún var hárrétt
41:56 Leikur Akureyrar í leiknum hefur verið frábær, allar tilraunir ÍR hafa verið stöðvaðar
41:56 Tíminn er stopp en þjálfarar ÍR eru ekki sáttir
41:53 Akureyringar eru snöggir til baka og stöðva ÍR strax
41:42 Goran skýtur en klikkar
41:08 Boltinn er dæmdur af ÍR, Akureyri getur náð 10 marka forskoti
40:42 Góð vörn hjá Akureyri
40:24 23-14 Goran skorar fyrir utan
40:04 Frábær stemmning er á pöllunum
39:45 Sveinbjörn ver og Akureyri hægir á
39:11 22-14 Andri Snær skorar svo úr hraðaupphlaupi!
39:05 Rúnar stelur boltanum...
38:39 ÍR reynir en dæmt er aukakast
38:28 Ásbjörn klikkar fyrir utan
37:53 21-14 Davíð Georgsson vippar yfir Sveinbjörn, mark
37:34 Björgvin fiskar víti en Goran var inni í teig
37:10 21-13 Goran tók sér góðan tíma og skoraði örugglega
36:48 Hörður Fannar fiskar víti eftir sendingu frá Kuzmins
36:25 Sveinbjörn ver og Akureyri heldur boltanum, tíminn er stopp, verið er að þurrka
36:10 20-13 Ásbjörn er ótrúlegur, frábært mark fyrir utan
35:58 Tíminn er stopp og Hörður kemur inn á á línuna
35:45 Jankovic kemur inn á og stutt er í Goran Gusic, tíminn er stopp
35:27 19-13 Ivan skorar fyrir ÍR úr horninu
34:57 19-12 Stillt var upp fyrir Ásbjörn sem skoraði glæsilegt mark, frábær leikur hjá Ása
34:36 Brotið á Ásbirni en höndin er komin upp
34:15 Akureyri er tveim færri og er að reyna að treina tímann
33:57 18-12 Davíð skorar úr vítinu
33:56 Björgvin fer framhjá Goran sem ýtir vel í hann, dæmt er víti og Goran fær hvíld í tvær mínútur
33:41 Rúnar þjálfari fær 2 mínútur fyrir rosalega vörn!
33:33 18-11 Ásbjörn skorar af línunni eftir flotta sendingu frá Magga
33:15 Verið er að huga að meiðslum ÍR-ingsins Ragnars
33:15 Brotið á Magga og leiktíminn stöðvaður, Akureyri þarf að rífa sig upp
32:46 17-11 Brynjar skorar fyrir ÍR
32:37 ÍR er enn í sókn
32:12 Hraðaupphlaup ÍR var stöðvað
32:03 Ásbjörn klikkaði í ágætis færi
31:36 17-10 Björgvin skoraði fyrir utan
31:18 Valdi gengur út í Björgvin og stöðvar hann, höndin komin upp
30:50 Sókn ÍR stöðvuð strax er eitthvað átti að gerast
30:16 Ólögleg blokkering dæmd á Akureyri, ÍR fær boltann en þeir eru einum leikmanni færri
30:01 Akureyri hefur hafið seinni hálfleikinn
Akureyri byrjar með boltann í seinni hálfleik, hálfleikurinn mun hefjast innan skamms
Leikmenn liðanna eru smám saman að koma inn á völlinn
Áhorfendur voru lengi að mæta í KA-Heimilið en það er fín mæting á leikinn, og stemmningin er afar góð enda gengur mjög vel
Vörn Akureyrar í leiknum hefur verið ótrúleg, í kjölfarið hefur liðið verið að skora mikið úr hraðaupphlaupum, en sóknarleikurinn sjálfur mætti vera betri
Fiskuð víti:
Andri Snær 1, Heiðar 1 og Aigars 1
Bolta glatað:
Magnús 1, Hörður 1, Nikolaj 1
Stoðsendingar:
Aigars 5, Kuzmins 1, Heiðar 1 og Þorvaldur 1
Útileikmenn (mörk/skot):
Goran 7/8(3/3 úr vítum), Magnús 4/6, Hörður Fannar 3/4, Ásbjörn 1/1, Heiðar 1/1 og Aigars Lazdins 1/4
Markmenn:
Sveinbjörn varði 8 skot af 16 skotum sem hann fékk á sig, Bjarni reyndi við eitt víti en náði ekki að verja það
30:00 Skotið var mjög máttlítið, Akureyri leiðir því 17-9 í hálfleik, frábær leikur liðsins!
30:00 ÍR á aukakast er leiktími fyrri hálfleiks er búinn
29:51 17-9 ... Goran skorar úr hraðaupphlaupi
29:48 Valdi stal boltanum og ...
29:37 Vörnin er að halda
29:11 Aigars stal boltanum en klikkaði úr hraðaupphlaupi
28:55 16-9 Goran Gusic tekur vítið og skorar
28:53 Aigars Lazdins brýst í gegn, fiskar víti og Davíð Georgsson fær 2 mínútur
28:32 Brotið á Magga, sóknarleikur Akureyrar er mun hægari en í upphafi leiks
28:11 Dæmd var lína á ÍR, Akureyri fær boltann aftur
27:53 Stillt var upp fyrir Magga en hann skaut í slánna
27:38 Höndin er komin upp
27:18 ÍR spilar mjög framliggjandi vörn
26:57 Akureyri vinnur boltann
26:41 15-9 Boltinn gekk vel á milli og Goran skorar
26:22 Ásbjörn setur upp kerfi
26:05 14-9 Davíð Georgsson skorar fyrir ÍR
25:48 Tíminn er stopp, verið að þurrka gólfið
25:35 14-8 Ásbjörn Friðriksson skorar flott mark fyrir Akureyri
25:24 Hörður er kominn inn á
24:59 Sveinbjörn ver vel í markinu, Akureyri með boltann
24:34 13-8 Goran Gusic hausar markvörð ÍR og kemur Akureyri í 5 marka forskot
24:32 Andri Snær fiskar víti eftir að hafa fengið sendingu frá Ásbirni
23:56 Stillt er upp í góða sókn, brotið á Ásbirni
23:42 Akureyri vinnur boltann...
23:22 Hörður Fannar fær tvær mínútur, öðru sinni
23:22 Dæmt aukakast á Akureyri og tíminn stöðvaður
23:06 12-8 Goran Gusic skorar ævintýralegt mark úr horninu
22:53 Ásbjörn er kominn á miðjuna
22:30 11-8 Davíð kemur boltanum framhjá Bjarna í vítinu
22:28 Bjarni Frostason kemur inn í markið
22:15 Goran klikkaði fyrir utan, ÍR fór í hraðaupphlaup og uppskar vítakast
21:47 Andri Snær kemur inn á í lið Akureyrar
21:28 11-7 Björgvin skorar úr vítinu, fyrsta mark ÍR í langan tíma
21:12 ÍR-ingar brutust í gegn og dæmt var vítakast
20:42 Aigars skýtur fyrir utan en skotið var varið
20:22 Brotið á Magga
20:08 Akureyri með boltann
19:51 Sveinbjörn ver frá Björgvini fyrir utan en höndin var komin upp
19:31 Aftur dæmt aukakast, ÍR með boltann
19:16 Sókn ÍR stöðvuð
Akureyri er búið að skora 6 mörk í röð
Frábær stemmning er í liði Akureyrar á meðan allt er í molum hjá ÍR
Vörn Akureyrar er ótrúlega massíf og er að stöðva allt sem ÍR setur upp
19:00 ÍR tekur leikhlé
18:43 11-6 Goran skorar úr horninu, frábær leikur hjá Akureyri
18:32 Akureyri að setja upp kerfi
18:12 Ruðningur dæmdur á ÍR
17:40 10-6 Heiðar skorar úr hraðaupphlaupi
17:37 Sveinbjörn ver tvisvar og ...
17:24 Björgvin stöðvaður
17:12 Sóknin gengur mjög brösuglega hjá ÍR
16:53 ÍR einum manni færri er að reyna í sókninni
16:43 9-6 Heiðar stal boltanum senti á Hörð sem skoraði úr hraðaupphlaupi, Ivan Jovanovic í ÍR fær 2 mínútur!
16:27 Vörn Akureyrar er frábær
16:06 ÍR reynir en vörnin stöðvar sóknina
15:53 Maggi brýst í gegn en skýtur yfir
15:27 Hraðaupphlaupið mistókst og sókn er byggð upp
15:15 ÍR missir boltann og Akureyri reynir við hraðaupphlaup
14:54 Dæmt aukakast, ÍR heldur boltanum
14:37 ÍR að byggja upp sókn
14:16 Dæmd lína á Hörð Fannar sem skoraði
14:05 Ragnar Helgason klikkar á vippu úr horninu, Akureyri með boltann
13:46 ÍR með boltann, tíminn stopp
13:30 8-6 Aigars Lazdins skorar úr hraðaupphlaupi!
13:21 Björgvin skýtur fyrir utan en Sveinbjörn grípur boltann
12:51 7-6 Hörður Fannar stelur boltanum og skorar úr hraðaupphlaupi
12:22 Dæmt skref á Goran Gusic, ÍR fær boltann
12:02 6-6 ÍR jafnar leikinn, Jón Heiðar með markið
11:35 Hörður Fannar klikkar í dauðafæri á línunni, ÍR með boltann
11:18 Misheppnað sirkusmark hjá ÍR, Akureyri með boltann
11:06 Tíminn stopp, verið að þurrka
11:01 Aigars brýtur á Björgvini og uppsker gult spjald
10:38 6-5 Magnús skorar eftir gott gegnumbrot, frábært hjá Magga
10:25 Akureyri í sókn...
10:04 5-5 Björgvin Hólmgeirs jafnar með skoti fyrir utan
09:31 5-4 Maggi skorar enn og aftur, nú fyrir utan
09:15 Höddi kemur inná
09:14 Brotið á Aigars og Ólafur Sigurgeirsson fær 2 mínútur
09:00 Brotið á Kuzmins, Akureyri með boltann
08:36 Sveinbjörn ver frábærlega frá Davíð á línunni
08:13 4-4 Maggi skorar eftir gegnumbrot
07:45 3-4 Akureyri missti boltann og ÍR skorar úr hraðaupphlaupi
07:17 Hörður Fannar fékk 2 mínútur
07:17 3-3 Davíð Georgsson jafnar
07:15 ÍR brunar fram og fær vítakast
07:05 Jankovic skýtur fyrir utan úr horninu en skýtur framhjá
06:45 Goran með skot sem var varið í stöng, Akureyri á innkast
06:27 Brotið á Heiðari, Akureyri með boltann
05:58 Brotið á Goran, Akureyri með boltann
05:29 3-2 Brynjar skorar fyrir ÍR
04:55 Aukakast dæmt, ÍR enn með boltann
4:14 3-1 Ruðningur dæmdur á Björgvin og Maggi skorar úr hraðaupphlaupi
03:44 2-1 Björgvin skýtur framhjá fyrir ÍR og Hörður Fannar skorar úr hraðaupphlaupi
03:32 Goran fær gult spjald
03:02 1-1 Goran Gusic jafnar úr vítinu
02:58 Heiðar fiskar víti eftir að hann leysti inn og fékk línusendingu frá Goran
02:35 Brotið á Kuzmins
02:12 Maggi missir boltann en ÍR klikkaði hraðaupphlaupinu með því að skjóta í stöng
01:27 Brotið á Goran
00:55 0-1 ÍR skorar úr vítinu, Davíð Georgsson
00:38 Björgvin Hólmgeirsson fiskar víti
00:11 ÍR hefur hafið leikinn
Búið er að kynna liðin, ÍR mun byrja með boltann.
Liðin eru að hlaupa inn á völlinn
Hópur ÍR:
Markmenn: Þorgils Jónsson og Lárus Ólafsson
Útileikmenn: Guðmundur Karl Geirsson, Björgvin Þór Hólmgeirsson, Sigurður Magnússon, Ólafur Sigurgeirsson, Ivan Jovanovic, Linas Kalasauskas, Davíð Georgsson, Brynjar Steinarsson, Egill Björgvinsson, Jón Heiðar Gunnarsson, Ragnar Már Helgason og Hjörleifur Þórðarson
Dómarar leiksins eru Arnar Sigurjónsson og Svavar Ó. Pétursson
Hópur Akureyrar:
Markmenn: Sveinbjörn Pétursson og Bjarni Frostason
Útileikmenn: Heiðar Aðalsteinsson, Andri Snær Stefánsson, Aigars Lazdins, Alexey Kuzmins, Ásbjörn Friðriksson, Bjarni Gunnar Bjarnason, Goran Gusic, Hörður Fannar Sigþórsson, Magnús Stefánsson, Nikolaj Jankovic, Rúnar Sigtryggsson og Þorvaldur Þorvaldsson.
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Akureyrar og ÍR í 2. umferð DHL deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 16:00.