Bein lýsing
DHL deild karla - Ásgarður 12. nóvember kl: 16:00
Stjarnan  Akureyri
22-23
 Leiknum er lokið
Beina Lýsingin þakkar lesendum fyrir og bendir á að umfjöllun um leikinn og viðtöl koma væntanlega inn á síðuna á morgun. Næsti leikur Akureyrar er á fimmtudaginn gegn ÍR2 í Bikarkeppninni.
Tími   Staða   Skýring
Beina Lýsingin þakkar lesendum fyrir og bendir á að umfjöllun um leikinn og viðtöl koma væntanlega inn á síðuna á morgun. Næsti leikur Akureyrar er á fimmtudaginn gegn ÍR2 í Bikarkeppninni.
Tölfræðin kemur því miður ekki
Eftir að hafa verið 14-9 undir í hálfleik þá nær Akureyri að sigra stórglæsileg 22-23
Akureyri sigrar í frábærum leik!
22-23 Goran skorar
60:00 Það er víti og búið, Goran tekur það
60:00 Aigars fiskar víti
Tíminn fer í gang
Hreiðar fer í sóknina
Akureyri hlýtur að skora
En Hörður fær einnig 2 mín
59:56 Akureyri eru 6 á móti 4
59:53 Andri klikkaði í horninu en Akureyri heldur boltanum
59:45 Aigars vinnur boltann
59:31 Stjarnan tekur leikhlé
59:12 22-22 Goran skorar
Goran tekur það, Kekelia fékk 2 mín
59:09 Akureyri fær víti og Stjarnan fær 2 mínútur
59:00 Rúnar klikkar en Akureyri er enn með boltann
58:45 Brotið á Ásbirni
58:35 Hreiðar ver og Akureyri fær boltann
Leikurinn er að byrja aftur
58:28 Ritaraborðið lætur tímann ganga þegar tíminn á að vera stopp
58:20 Aftur aukakast, sókn Stjörnunnar er ráðleysisleg
58:10 Aftur fær Stjarnan aukakast
57:56 Aukakast dæmt, Stjarnan með boltann
57:22 22-21 Ásbjörn skorar fyrir utan
57:12 Aukakast dæmt
Leikurinn er að hefjast á ný
Akureyri tekur leikhlé
57:00 Smá rekistefna á vellinum
56:58 Ásbjörn klikkar
56:22 22-20 Maggi klikkar fyrir utan og Stjarnan skorar strax úr hraðaupphlaupi
56:00 Aukakast aftur
55:50 Höndin er komin upp, Akureyri á aukakast
55:40 Akureyri fær aukakast
55:20 Akureyri fær aukakast
55:00 Akureyri vinnur boltann, Magnús náði honum
54:40 Tíminn er stopp
54:40 Hörður Fannar fær 2 mínútur
53:55 21-20 Goran skorar í horninu
53:23 Hreiðar ver í dauðafæri og Akureyri fær boltann
53:10 Sókn Stjörnunnar er slök en dæmt er aukakast
Tekst Akureyri að jafna á næstu mínútum?
52:40 21-19 Aigars skorar
Tíminn er aftur stopp
52:20 Ásbjörn með boltann, vörnin varði og Akureyri fékk hornkast
52:00 Akureyri enn með boltann
51:42 Tíminn er stopp
51:42 Akureyri fær aukakast
51:27 Hreiðar ver í horninu og Akureyri fær boltann
51:05 Aukakast, Stjarnan með boltann
50:40 Roland ver frá Rúnari, Stjarnan er með boltann
49:55 21-18 Kekelia skorar fyrir Stjörnuna
49:20 20-18 Ásbjörn skorar úr hraðaupphlaupi
48:40 Ásbjörn klikkar í horninu og Stjarnan fær boltann
48:30 Aukakast, Akureyri með boltann
48:00 20-17 Tite skorar úr vítinu
47:55 Stjarnan fær víti
47:39 Hörður Fannar fær 2 mínútur
46:50 19-17 Goran skorar í hægra horninu
46:23 Brotið á Ásbirni
46:05 Hreiðar ver og Akureyri fær boltann
45:30 Akureyri vann boltann en missti hann aftur
Akureyri spilar 5-1 vörn með Rúnar fyrir framan
45:00 Aukakast dæmt
44:24 Stjarnan leggur rólega af stað í sókn
44:18 Ásbjörn skýtur í stöng í hraðaupphlaupi
44:13 Stjarnan með fullskipað lið, Tite skýtur í stöng og Akureyri fær boltann
43:35 19-16 Hörður Fannar minnkar muninn með hröðuupphlaupi
43:22 Hreiðar ver aftur og Akureyri fær boltann
43:00 Hreiðar ver vítið glæsilega!
42:50 Jankovic klikkar illa í vörninni og víti dæmt
Rúnar tekur Tite framarlega en ekki úr umferð
42:20 19-15 Ásbjörn skorar fyrir utan
42:07 David Kekelia fær 2 mínútur
41:55 Aukakast dæmt, sóknarleikur Akureyrar er hreint út sagt skelfilegur
Goran er aftur settur inn, nú fyrir Magga
41:10 19-14 Akureyri missti boltann og Stjarnan skoraði strax
40:50 Enn ekkert að gerast, aukakast dæmt
40:35 Sókn Akureyrar er mjög hæg og ekkert er að gerast
40:00 Aigars vinnur boltann
39:40 18-14 Ásbjörn skorar gott mark
38:50 18-13 Tite með enn eitt markið fyrir utan
38:12 Ásbjörn klikkar fyrir utan, Stjarnan fær boltann
37:23 17-13 Tite skorar langt fyrir utan
36:30 16-13 Andri klikkaði í horninu, náði frákastinu sjálfur og skorar með miklu harðfylgi
36:00 Aukakast, Akureyri enn með boltann
35:45 Hreiðar ver og Akureyri fær boltann
35:05 16-12 Ásbjörn skorar eftir stimplun, höndin var komin upp
34:15 16-11 Tite skorar fyrir utan
34:10 Hreiðar ver eftir gegnumbrot en Stjarnan fær aukakast
33:33 15-11 Ásbjörn skorar fyrir utan, hann kom inn fyrir Kuzmins
33:23 Ásbjörn er kominn inn á
33:15 Akureyri vinnur boltann aftur
33:05 Aigars náði boltanum en Jankovic klikkaði í hraðaupphlaupi
32:55 Roland ver frá Magga
32:47 Brotið á Kuzmins
32:30 Brotið á Herði Fannari
32:01 Goran kemur útaf fyrir Aigars, Goran er sárþjáður
31:55 Hreiðar ver og Akureyri er með boltann
31:30 15-10 Andri Snær skorar fyrir utan
Goran kemur inn fyrir Aigars
31:01 15-9 Kekelia skorar úr hægra horni
30:45 Kuzmins missir boltann
Sama byrjunarlið í sókn
30:01 Seinni hálfleikur er hafinn, Akureyri með boltann
Leikurinn er alveg að byrja
Varið/Mörk á sig:
Hreiðar 5/7, Sveinbjörn 1/7
Mörk/Skot:
Hörður 3/4 (1/1 víti), Kuzmins 2/3, Magnús 2/6, Aigars 1/1, Þorvaldur 1/1, Andri Snær 0/1, Rúnar 0/1, Ásbjörn 0/1, Jankovic 0/3
Fylgist spennt með seinni hálfleik
30:00 Hálfleikur, staðan er 14-9 fyrir Bikarmeistara Stjörnunnar
29:55 Hreiðar varði vel fyrir utan
29:20 14-9 Hörður Fannar skorar af línunni
28:45 14-8 Stjarnan skorar enn
28:14 Kuzmins fær dæmdan á sig skrýtinn ruðning
Kuzmins er kominn inn á fyrir Ásbjörn
27:30 13-8 Stjarnan skorar enn úr hraðaupphlaupi, skelfilegur kafli
27:20 Akureyri missir boltann
26:40 12-8 Elías Már skorar aftur úr hraðaupphlaupi
26:35 Ásbjörn klikkar eftir gegnumbrot
26:11 Kuzmins fer útaf fyrir Magga
26:05 11-8 Elías Már skorar úr hraðaupphlaupi fyrir Stjörnuna
26:00 Ásbjörn missir boltann
25:40 10-8 Tite með mark fyrir utan
25:20 Þorvaldur stöðvar sókn Stjörnunnar
25:00 Leikurinn er hafinn á ný
24:59 Stjarnan tekur leikhlé
24:54 Stjarnan með fullskipað lið
24:34 Kuzmins missir boltann
24:18 Ásbjörn kemur inn á fyrir Magnús
24:10 9-8 Mark hjá Stjörnunni fyrir utan
23:50 Aukakast, Stjarnan enn með boltann
23:27 Aukakast, Stjarnan með boltann
23:00 8-8 Hörður Fannar hausar Roland!
22:54 Aigars fiskar víti og Stjarnan fær 2 mínútur
22:42 Maggi með skot í stöng, en Akureyri nær boltanum
21:45 8-7 Tite skorar fyrir utan
21:22 Stjarnan komið með fullmannað lið
21:09 7-7 Þorvaldur jafnar af línunni eftir sendingu frá Magnúsi
Leikur liðsins hefur gjörbreyst eftir að Rúnar og Hreiðar komu inn, Stjarnan hefur enn ekki skorað síðan þeir komu inná
20:40 Akureyri tekur leikhlé
20:25 Tite skýtur í slá, Akureyri fær boltann
20:20 Stjarnan er enn með boltann
19:40 Jankovic klikkar í horninu, Stjarnan með boltann
Akureyri er manni fleiri og hefur boltann
19:20 Hreiðar ver enn, Akureyri fær boltann
18:40 Hörður Fannar klikkar illa á línunni
18:12 Akureyri er að spila boltanum
17:55 Akureyri heldur því boltanum
17:50 Akureyri missir boltann en Roland hendir boltanum útaf
17:40 Hreiðar ver enn, Akureyri fær boltann
17:30 Kuzmins missir boltann
16:50 Hörður Fannar ver skot og Akureyri fær boltann
Tite Kalandadze er kominn inn á í sína fyrstu sókn
15:59 7-6 Kuzmins skorar nú fyrir utan
15:40 Andri Snær hinsvegar vinnur boltann
15:30 Kuzmins klikkar fyrir utan
Tíminn er stopp, Hreiðar er búinn að verja bæði skotin sem hann er búinn að fá á sig
15:00 Hreiðar ver af línunni og Akureyri fær boltann
14:20 Andri Snær klikkar fyrir utan, Stjarnan með boltann
14:05 Aftur aukakast
13:40 Aukakast, Akureyri með boltann
13:20 Hreiðar kom inn á og varði, Akureyri með boltann, Rúnar er einnig kominn inn á
12:55 Maggi klikkar fyrir utan, Stjarnan fær boltann
12:30 7-5 Stjarnan skorar
12:00 6-5 Maggi skorar flott mark fyrir utan
11:40 Aukakast, Akureyri enn með boltann
11:15 Stjarnan missir boltann
Tíminn er stopp
10:50 Jankovic stal boltanum en skaut í slá
10:12 6-4 Kuzmins skorar flott mark
09:35 6-3 Elías skorar, hann gaf sér góðan tíma í þetta
09:15 Stjarnan fiskar víti, Elías tekur það
09:11 Hörður Fannar fiskaði boltann en Stjarnan nær boltanum strax aftur
08:30 Lína dæmd á Jankovic
08:22 Höndin er komin upp
07:40 Stjarnan missir boltann
07:30 Aukakast dæmt
07:10 Stjarnan með boltann, aukakast
06:50 5-3 Maggi skorar sirkusmark eftir sendingu frá Jankovic
06:20 5-2 Maggi klikkar og Stjarnan skorar úr hraðaupphlaupi
05:40 4-2 David Kekelia skorar af línunni
05:05 3-2 Aigars með mark eftir gegnumbrot
04:55 Maggi klikkar en Akureyri heldur boltanum
04:40 Aftur aukakast
04:25 Aukakast dæmt, Akureyri með boltann
03:40 3-1 Björn skorar enn fyrir utan fyrir Stjörnuna
03:15 2-1 Hörður Fannar með mark fyrir utan
02:42 2-0 Stjarnan skorar aftur fyrir utan, Björn Óli með bæði mörkin
02:29 Aukakast, höndin komin upp
02:12 Aukakast, Stjarnan með boltann
01:35 Aigars missir boltann
01:00 1-0 Mark fyrir utan
00:40 Sveinbjörn ver en Stjarnan heldur boltanum
00:01 Leikurinn er hafinn
Verið er að kynna liðin
Leikurinn hefst eftir 5 mínútur
Ólafur Víðir Ólafsson
Hann verður ekki með vegna bakmeiðsla og mun ekki taka þátt í leikjum Stjörnunnar fram að áramótum.
Stórfrétt
Patrekur Jóhannesson verður ekki með Stjörnunni
Í samtali við heimasíðuna sagðist Patrekur vera meiddur í baki eftir leikinn gegn Haukum en hann vildi ótrúlega mikið spila þennan leik.
Hópur Akureyrar
Markmenn: Hreiðar Levý Guðmundsson og Sveinbjörn Pétursson
Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Nikolaj Jankovic, Goran Gusic, Aigars Lazdins, Hörður Fannar Sigþórsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Magnús Stefánsson, Ásbjörn Friðriksson, Bjarni Gunnar Bjarnason, Rúnar Sigtryggsson og Alex Kuzmins
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Stjörnunnar og Akureyrar í 6. umferð DHL deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 16:00.