Leið liðanna í úrslitin
  Akureyri
1. HK - Akureyri 28-29
2. Akureyri - Afturelding 30-20
3. Víkingur - Akureyri 18-34
4. Akureyri - FH 23-20
  Valur
1. Valur sat hjá
2. Valur2 - Valur 24-32
3. Selfoss - Valur 25-29
4. Valur - Fram 33-31

Úrslit síðustu ára
2010 Haukar - Valur 23-15
2009 Grótta - Valur 24-31
2008 Fram - Valur 26-30
2007 Fram - Stjarnan 17-27
2006 Haukar - Stjarnan 20-24
2005 HK - ÍR 32-38
2004 Fram - KA 23-31


Ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi leikinn

• Hátíð í Íþróttahöllinni á laugardagskvöldið 
Strax að leik loknum flýgur Akureyrarliðið norður og þarf ekki að taka það fram að stemmingin í vélinni verður öllu skemmtilegri ef að bikarinn sjálfur verður meðferðis. Hvernig sem fer verður móttökuhátíð í Íþróttahöllinni við komuna heim og eru allir stuðningsmenn velkomnir að gleðjast með Akureyrarliðinu.


• Hvar fást stuðningsmannabolir Akureyrar? 
Við höfum fengið töluvert af fyrirspurnum um hvar hægt sé að nálgast stuðningsmannaboli Akureyrar Handboltafélags til að setja svip á svæðið okkar í Laugardalshöllinni.

Við bendum á stuðningsmannabolina (sjá mynd) þeir eru til í öllum stærðum og er öruggast að hafa samband við Hlyn Jóhannsson í síma 858 0444 til að tryggja sér rétta stærð. Þessir bolir verða einnig seldir fyrir leik á laugardaginn á Ölver í Glæsibæ, en bolirnir kosta 4.000 krónur.

Ef einhverjir bolir verða eftir þá verður hægt að fá þá í Laugardalshöllinni.

Í Höllinni verða líka seldir ódýrari bómullarbolir merktir Akureyri Handboltafélagi sem eru bara tileinkaðir bikarleiknum sjálfum.



• Hvar verða stuðningsmenn Akureyrar í Höllinni? 
Það er venjan á úrslitaleikjum bikarsins að stuðningsmönnum liðanna sé úthlutað sérstöku svæði í stúkunni. Samkvæmt okkar upplýsingum þá hefur liðunum verið úthlutað plássi eins og myndin sýnir.

Akureyri vestan megin (nær miðbænum) en Valur austan megin (nær Ártúnsbrekkunni). Það þarf ekki að efast um að það verður mögnuð stemming Akureyrarmegin í stúkunni.



• Stuðningsmenn Akureyrar hittast á Ölver fyrir leik 
Til að skapa hita upp og skapa stemmingu fyrir leikinn ætla stuðningsmenn Akureyrar Handboltafélags að hittast á sportbarnum Ölver Glæsibæ - Álfheimum 74. Gert er ráð fyrir að safnast saman þar klukkan 13:00 og síðan verður gengið fylktu liði í Laugardalshöllina enda ekki langt að fara.


• Miðasala á leikinn er er hafin á midi.is 
Miðasala fer fram á vefnum, klukkan 13:30 hefst úrslitaleikur kvenna þar sem mætast Fram og Valur en karlaleikurinn hefst klukkan 16:00. Selt er sérstaklega á hvorn leik og kostar 1.000 krónur á manninn fyrir 13 ára og eldri, frítt fyrir yngri.
Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn.



• Sætaferðir á úrslitaleik Eimskipsbikarsins 26. febrúar 
Sérleyfisbílar Akureyrar (SBA) bjóða upp á sætaferðir á leikinn.

Farið verður frá Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 8:00 á laugardaginn 26. febrúar og heim aftur fljótlega að leik loknum. Sætaverð er aðeins 4.000 krónur.

Það er vissara að tryggja sér sæti sem fyrst, þú bókar og greiðir í gegnum vefinn.
Smelltu hér til að bóka sæti í ferðina.
  Styrkir og áheit


Bikarævintýrið kostar sitt og býðst einstaklingum að heita ákveðinni upphæð á félagið vegna þátttöku í úrslitaleik Eimskipsbikarsins.


Smelltu hér til að skrá áheit!


  Smáauglýsing á heimasíðuna


Fyrirtækjum og stofnunum býðst að styrkja þátttöku Akureyrarliðsins í bikarkeppninni gegn því að fá smáauglýsingu hér á heimasíðu félagsins svo og á bikarúrslitasíðuna.


Smelltu hér til að skrá auglýsingu!

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson