Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Vonbrigði að ná ekki sigri gegn Aftureldingu - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Textalýsing frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    Akureyri - Afturelding  26-26 (13-12)
N1 deild karla
KA heimilið
10. nóvember 2007 klukkan: 16:00
Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Valgeir Egill Ómarsson
Umfjöllun

Einar Logi sýndi gamla takta í dag









11. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

Vonbrigði að ná ekki sigri gegn Aftureldingu

Leik Akureyrar og Aftureldingar í gær lauk með jafntefli 26-26. Í upphafi virtist sem Akureyri myndi hafa örugg tök á leiknum og eftir tæplega 14 mínútna leik var staðan 5-2 heimamönnum í vil, sóknin búin að ganga vel svo og vörn og markvarsla. Þá var eins og krafturinn dytti úr liðinu sem leikmenn Aftureldingar nýttu sér og jöfnuðu leikinn í 6-6 á næstu fimm mínútum án þess þó að sýna nokkur snilldartilþrif. Það sem eftir lifði hálfleiksins var jafnræði með liðunum þó svo að Akureyri hefði ávallt frumkvæðið og hálfleiksstaðan 13-12. Það sem helst gladdi augað í síðari hluta hálfleiksins var góð innkoma Einars Loga sem skoraði þrjú góð mörk á þessum tíma.

Upphaf síðari hálfleiks var keimlíkt þess fyrra, Akureyri kom betur stemmt til leiksins og þegar tíu mínútur voru liðnar var staðan orðin 18-15 fyrir Akureyri, í þeirri stöðu klikkar hraðaupphlaup hjá Andra Snæ en sennilega hefði Akureyri gert út um leikinn með marki þar. Þess í stað komust leikmenn Aftureldingar inn í leikinn að nýju og jöfnuðu í 20-20 á næstu fimm mínútum.

Eftir það var leikurinn í járnum allan tímann, Akureyri ávallt yfir þar til að Afturelding komst yfir í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 25-26. Það var svo Magnús sem jafnaði með sirkusmarki þegar hálf mínúta var eftir af leiktímanum.

Það verður að segjast að það voru mikil vonbrigði að fá ekki meira út úr þessum leik. Hvort eitthvert vanmat var í gangi skal maður ekki segja en allavega fannst manni eins og liðið væri alls ekki að spila af fullum krafti, það vantaði grimmdina í vörnina því leikmenn Aftureldingar fengu alltof oft tækifæri til að skjóta eftir hálfbrot. Sóknarleikurinn var líka andlaus og fumkenndur og alltof margir glataðir boltar.

Ljósi punkturinn í leiknum var að sjá Einar Loga ná sér vel á strik en hann skoraði fjögur góð mörk í leiknum og er vonandi að finna fjölina sína. Vonandi dregur liðið þann lærdóm af þessum leik að það verður að koma til leiks af fullum krafti og berjast allan leikinn. Með baráttu, trú á sjálft sig og stemmingu á liðið að geta unnið öll liðin í N1 deildinni.

Tengdar fréttir

Maggi skoraði 9 mörk í dag

10. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

Jafntefli í baráttuleik

Nú rétt í þessu var að ljúka leik Akureyrar og Aftureldingar í KA-heimilinu. Leiknum lauk með jafntefli 26-26. Jafnræði var með liðunum allan tímann þó Akureyri hafi haft frumkvæði í leiknum nánast allan tímann. Afturelding komst þó yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en Akureyri jafnaði þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum.


Leikurinn hefst klukkan 16:00

10. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

Bein Lýsing: Akureyri - Afturelding

Það verður hart barist í KA-Heimilinu í dag þegar Akureyri tekur á móti Aftureldingu klukkan 16:00 í dag. Liðin eru á mjög svipuðu róli í deildinni og því mikilvægt fyrir bæði lið að sigra í dag. Heimasíðan býður upp á beina textalýsingu frá leiknum. Hún hvetur þó alla sem geta til að mæta á leikinn en þið sem komist ekki á leikinn getið fylgst með beinu lýsingunni.

Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.

Smellið hér til að opna Beina Lýsingu

Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 16:00 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.


Mikilvæg helgi hjá Akureyri Handboltafélagi



7. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

Handboltaveisla í KA-Heimilinu

Næstkomandi laugardag verður sannkölluð handboltaveisla í KA-Heimilinu. Öll lið Akureyrar Handboltafélags munu leika deildarleiki. Það verður virkilega gaman að öll liðin skuli spila beint á eftir hvoru öðru og er fólk hvatt til að mæta á laugardaginn og hvetja bæjarliðið til sigurs í fjórum leikjum.

Meistaraflokkur kvenna hefur leikinn klukkan 14:00 er liðið tekur á móti sterku liði Gróttu. Grótta er með hörkulið á meðan Akureyri er enn án stiga, hinsvegar hefur spilamennska Akureyrar verið að batna gríðarlega og aldrei að vita nema að fyrstu stig vetrarins komi um helgina.

Meistaraflokkur karla leikur gegn Aftureldingu klukkan 16:00. Akureyri vann Aftureldingu í fyrstu umferð Íslandsmótsins í Mosfellsbæ. Fyrir leikinn er Afturelding með 5 stig en Akureyri er með 4. Það er því ljóst að bæði lið þurfa virkilega á stigunum að halda sem í boði eru til að komast betur í gang.

2. flokkur karla leikur gegn ÍR klukkan 18:00. 2. flokkur hefur hafið tímabilið af miklum krafti, hefur sigrað báða deildarleikina til þessa og er komið áfram í 8-liða úrslit Eimskips-Bikarsins. Liðin mættust um síðustu helgi og þá vann Akureyri stórsigur. Það er hinsvegar viðbúið að ÍR mæti með sterkara lið til leiks og verður gaman að sjá hvernig fer. Liðin mætast svo aftur á sunnudag klukkan 13:00

Unglingaflokkur kvenna spilar svo síðasta leik dagsins klukkan 20:00 en þá spila stelpurnar gegn Gróttu. Ljóst er að leikurinn verður mjög spennandi en liðin eru jöfn eftir tvær fyrstu umferðirnar í deildinni. Akureyri byrjaði á að leggja HK að velli en tapaði síðasta leik gegn Fylki. Liðin mætast svo aftur á sunnudag klukkan 11:00.

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson