Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Háspennuleik lyktaði með jafntefli - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2008-09

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Textalýsing frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    Akureyri - HK  25-25 (12-11)
N1 deild karla
Íþróttahöllin
4. mars 2009 klukkan: 19:00
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson
Umfjöllun

Hörður Fannar gaf ekkert eftir frekar en fyrri daginn









5.mars 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Háspennuleik lyktaði með jafntefli

Það var ekki laust við að taugarnar væru þandar hjá leikmönnum Akureyrar og HK þegar liðin mættust í Höllinni í gær enda mikið í húfi hjá báðum liðum. Rúnar þjálfari byrjaði í skyttustöðunni vinstra megin og það voru heimamenn sem tóku frumkvæðið í leiknum þó að jafnt væri á öllum tölum upp í stöðuna 4-4. Þá komu tvö mörk í röð frá Herði Fannari og Akureyri komið í 6-4. Sá munur hélst síðan lengst af í fyrri hálfleik þar til HK tókst að jafna í 11-11 en Akureyri átti síðasta orðið í hálfleiknum og fór með eins marks forystu 12-11 í leikhléð.

Handboltinn sem liðin buðu upp á var ekki sá glæsilegasti sem sést hefur, sóknarleikurinn frekar varfærnislegur og ekki tekin mikil áhætta.

Hörður Fannar var öflugur á línunni en perla hálfleiksins var þó tvímælalaust undir lok hálfleiksins þegar Björn Óli sem var nýkominn inná, fintaði sig á stórbrotinn hátt í gegnum HK vörnina og lagði boltann í netið án þess að nokkrum vörnum yrði komið við.

Hálfleiknum lauk með því að Akureyri fékk aukakast og var Björn Óli eldsnöggur að skila boltanum í netið en dómarar leiksins virtust ekki vera að fylgjast með og létu hann endurtaka aukakastið sem hafnaði í varnarvegg HK í seinna skiptið.

Hafþór stóð í markinu og byrjaði ágætlega, tók marga góða bolta.

Byrjun seinni hálfleiks lofaði góðu, Hafþór ver og Rúnar jók muninn í tvö mörk. Andri Snær fékk þungt högg í andlitið og var utan vallar með fossandi blóðnasir mestallan hálfleikinn. HK menn tvíefldust og skoruðu þrjú mörk í röð og komust þar með yfir í fyrsta sinn í leiknum 13-14 og síðan í 14-17. Á þessum tíma var sóknarleikurinn vandræðalegur og lítið fór fyrir markvörslu. Þessi 2 – 3 marka munur hélst lengst af, Árni Sigtryggsson hélt lífi í leiknum með fínum mörkum utan af velli og virðist allur vera að koma til í skothöndinni.

Hörður Flóki kom í markið og átti fína innkomu. Þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum hafði loksins tekist að tjasla Andra Snæ saman og kom hann með aukinn kraft í sóknarleikinn.

Útlitið var þó ekki bjart, fjórar mínútur til leiksloka og HK með vænlega stöðu 21-24 og í sókn. En þá sýndu leikmenn Akureyrar frábæran karakter og sneru leiknum gjörsamlega. Hörður Fannar minnkar muninn í tvö mörk, næsta sókn HK brotin á bak aftur og HK menn brjóta illa á Andra Snæ í hraðaupphlaupi sem kostar þá brottvísun og vítakast. Goran Gusic skoraði af öryggi úr vítinu, Hörður Flóki ver meistaralega frá HK þakið ætlaði að rifna af Höllinni þegar Andri Snær fór inn úr vinstra horninu og jafnaði leikinn í 24-24.

Vörnin hirti síðan boltann af HK mönnum sem virtust alveg heillum horfnir og það var svo Goran sem kórónaði flotta innkomu í lokin með því að skorar af öryggi úr hægra horninu og kom Akureyri loksins yfir á ný 25-24 og einungis 45 sekúndur til leiksloka. Vörn Akureyrar virtist ætla að halda þetta út en í blálokin barst boltinn úr í hornið á Ásbjörn Stefánsson sem var búinn að vera öryggið uppmálaði allan leikinn og hann hélt uppteknum hætti og náði að jafna fyrir HK þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka.

Það tók ótrúlega langan tíma að klára þessar fjórar sekúndur sem eftir lifðu, Akureyri fékk aukakast á miðju vallarins þegar leiktíminn var liðinn, HK menn mölduðu í móinn og Sverre Jakobsson uppskar brottvísun en leiknum lauk sem sé með jafntefli 25-25.

Vissulega var það súrt að missa leikinn í jafntefli eftir að hafa komist yfir en trúlega má segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit að lokum.

Dómarar leiksins, þeir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson höfðu nokkuð góð tök á honum enda má segja að hann hafi í heildina verið mjög prúðmannlega leikinn. Til marks um það voru aðeins dæmd tvö vítaköst í öllum leiknum, eitt á hvort lið og sá einnig má telja það til tíðinda að engum leikmanni Akureyrar var vísað af velli í leiknum.

Það var margt jákvætt í leiknum og ekki auðvelt að taka einstaka leikmenn út en við ætlum þó að útnefna Hörð Fannar Sigþórsson sem mann leiksins en hann var feykiöflugur bæði í sókn og sennilega í fyrsta sinn á ferlinum aldrei vísað af leikvelli!

Mörk Akureyrar skoruðu: Árni 7, Andri Snær og Hörður Fannar 4 hvor, Jónatan 3, Björn Óli og Goran 2 hvor, Heiðar, Oddur og Rúnar síðan 1 mark hver.

Eins og áður segir átti Hafþór fínan fyrri hálfleik í markinu en fann sig ekki í þeim seinni en Hörður Fannar varði vel á lokakafla leiksins.

Að þessu sinni hófst leikurinn hálftíma fyrr en venjulega og trúlega hafa margir ekki áttað sig á því, allavega voru óvenjufáir áhorfendur mætti þegar leikurinn hófst en þeim fjölgaði ört og eftir tuttugu mínútna leik voru um 600 manns mættir í stúkuna.

Baráttan um sæti í fjögurra liða úrslitum er afar hörð, Haukar og Valur eru nokkuð örugg en ljóst að baráttan stendur á milli HK, Fram, FH og Akureyrar um hin tvö sætin. Næsti leikur Akureyrar er á mánudagskvöldið, útileikur gegn Stjörnunni og síðan heimaleikur gegn Haukum á óvenjulegum tíma, föstudaginn 13. mars klukkan 18:00 og þá er eins gott að allir mæti tímanlega í Höllina.

Staðan í N1-deildinni er nú sem hér segir:

Nr. FélagLeikir U J TMörkHlutfallStig-
1. Haukar171304491 : 4226926:8
2. Valur171034469 : 4006923:11
3. Fram17836467 : 466119:15
4. HK17746451 : 459-818:16
5. FH17827507 : 502518:16
6. Akureyri17728437 : 462-2516:18
7. Stjarnan174310425 : 463-3811:23
8. Víkingur172114418 : 491-735:29

Tengdar fréttir

Ekki alltaf sammála Stefán og Árni

7. mars 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Myndasyrpa frá baráttu feðganna Stefáns og Árna

Það voru margvísleg smástríð í gangi meðan á leik Akureyrar og HK stóð síðastliðið miðvikudagskvöld. Sérstaklega biðu menn spenntir eftir að fylgjast með viðureign aðstoðarþjálfaranna Stefáns Árnasonar og föður hans Árna Stefánssonar á hliðarlínunni enda báðir þekktir fyrir að taka virkan þátt í leiknum og liggja ekki á skoðunum sínum á dómgæslu og öðrum uppákomum í leiknum. Þeir voru að sjálfsögðu ekki alltaf sammála og náði Þórir Tryggvason nokkrum myndum af viðureign þeirra í Höllinni.

Smellið hér til að skoða alla myndasyrpuna.


Einar flottur með gítarinn

6. mars 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Trúbadorinn Einar Höllu með tónlistina - myndir

Það var góðkunningi strákanna, trúbadorinn Einar Höllu sem annaðist lifandi tónlist fyrir leikinn gegn HK og einnig í hálfleik. Helgi kemur reglulega fram á Kaffi Amor og stóð sig frábærlega í Höllinni.



Þórir Tryggvason smellti nokkrum myndum af Einari fyrir leikinn og er hægt að skoða myndirnar hér.


Nú er hvert stig dýrmætt í toppbaráttunni

4. mars 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: Í beinni textalýsingu - Samningur við Skeljung og Orkuna

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá nokkrum manni að leikurinn í dag gegn HK er ákaflega þýðingarmikill. Við höldum í hefðirnar með umgjörð leiksins, fyrir leik spilar trúbadorinn Einar Höllu og í stuðningsmannaherberginu verður heitur matur í boði hálftíma fyrir leik.

Við reiknum með því að í hálfleik verði undirritaður samningur við Skeljung og Orkuna sem felur í sér að þegar stuðningsmenn Akureyrar Handboltafélags versla eldsneyti hjá þessum aðilum njóti þeir vildarkjara og styrki í leiðinni Akureyri Handboltafélag um 2 krónur fyrir hvern eldsneytislitra. Við kynnum þetta samkomulag ítarlega hér á síðunni á næstu dögum.

Leikurinn í dag verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á heimasíðunni eins og vant er fyrir þá stuðningsmenn sem ekki komast á leikinn. Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.

Smellið hér til að opna Beina Lýsingu

Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist sjálfvirkt á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 19:00 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.


Stefán Árnason er hvergi smeykur að mæta gamla manninum í kvöld

4. mars 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: Akureyri – HK, feðgar mætast á hliðarlínunni

Í kvöld klukkan 19:00 mætast Akureyri og HK í Höllinni í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í 4-liða úrslitakeppni Íslandsmótsins í handbolta karla. En leikurinn er einnig mjög merkilegur fyrir þær sakir að aðstoðarþjálfarar liðanna eru feðgarnir Árni Stefánsson hjá HK og Stefán Rúnar Árnason sonur hans hjá Akureyri.

Vikudagur sló á þráðinn til þeirra feðga og spurði þá út í leikinn í kvöld og einvígi þeirra og fengum við góðfúslegt leyfi Jóns Stefáns Jónssonar blaðamanns til að birta spjall þeirra hér:

„Þessi leikur leggst mjög vel í mig, það verður rosalega gaman að koma norður og vonandi spila framan fulla Höllina af fólki og mæta þar góðu liði Akureyringa. Vonandi verður mikil stemmning, það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með því úr fjarlægð hvað það er búið að gera flotta hluti í kringum handboltann á Akureyri og vonandi fær maður að upplifa það í kvöld.” sagði Árni um leikinn.

Þeir feðgar eru sammála um að leikurinn verði væntanlega jafn og spennandi allt til loka, Árni vildi ekkert segja um hvort liðið myndi sigra en Stefán kvaðst þess full viss um að hans menn myndu taka öll stigin.

Verður sérstakt að mætast
Báðir eru þeir fullir tilhlökkunar að mæta hvor öðrum og viðurkenna að það verði mjög sérstakt að mætast. „ Þetta verður heldur betur gaman og sérstakt. Ég er mjög ánægður hvað hann hefur staðið sig vel í þessu hlutverki í vetur og hef fylgst vel með honum, sagði Árni um soninn. Stefán sagði var á sama máli. „Þetta verður sérstakt og skemmtileg, hann hefur kennt mér mikið og ég hef alltaf leitað til hans þegar ég þarf ráð varðandi þjálfun. Hann hefur kennt mér flest af því sem ég kann þó svo að auðvitað hafi ég auðvitað bætt við vitneskju mína annarsstaðar frá, svo hann hefur nú ekki öll tromp á hendi,” sagði Stefán léttur í lund

Óhætt er að segja að þeir feðgar geti brýnt rausn sína ef þörf er á en hvor þeirra er háværari? „Ég held að ég sé nú klikkaðri,” segir Árni og hlær. „Ég hef nú í gegnum tíðina reynt að láta hann læra af mínum mistökum og segja honum til í þessum efnum.” Stefán hins vegar var ekki alveg sammála og er þarna sennilega eina atriðið sem þá feðga greinir á um. „Það verður bara að koma í ljós hvor er háværari,” sagði Stefán kíminn og bætti svo við: „Ég held að dómararnir eigi eftir að lenda í vandræðum, þeir munu aldrei vita hvor okkar var að kalla inn á völlinn því við erum með svo líka raddir.”

Að lokum aðspurðir hvort þeir stefni að því að þjálfa saman í framtíðinni svöruðu þeir því báðir til að þeir vonuðust til að það myndi gerast, því þeir séu um flest sammála þegar handbolti er annarsvegar. Sannarlega verður áhugavert að fylgjast með þeim feðgum í kvöld.


Bæði liðin eru í hörkubaráttu um að komast í topp-4 sæti deildarinnar

3. mars 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur á morgun: Úrslitaleikur gegn HK

Á morgun, miðvikudag kemur hið öfluga lið HK í heimsókn og mætir okkar mönnum í Íþróttahöllinni klukkan 19:00. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur, í fyrri leiknum léku Akureyringar við hvern sinn fingur og unnu frækinn átta marka sigur í Höllinni. Í seinni leiknum fór HK með fjögurra marka sigur á lokamínútum leiksins.

Í liði HK eru nokkrir góðkunningjar okkar Akureyringa. Fyrstan skal þar nefna markvörðinn Sveinbjörn Pétursson (Bubba) sem stóð í marki Akureyrar síðustu tvö árin. Varnarjaxlinn Sverre Andreas Jakobsson sem er uppalinn KA maður eins og línumaðurinn Arnar Þór Sæþórsson og vinstri skyttan Ragnar Snær Njálsson.

Þar fyrir utan er lið HK mjög vel mannað og einn þeirra albesti maður, vinstri skyttan Valdimar Fannar Þórsson er markhæsti maður N1-deildarinnar. Ólafur Bjarki Ragnarsson er frábær leikmaður sem þarf sömuleiðis að gefa góðar gætur og þá er ónefndur línumaðurinn Einar Ingi Hrafnsson sem gekk til liðs við HK frá Fram rétt áður en leiktímabilið hófst.

Þjálfari liðsins, Gunnar Magnússon er sem kunnugt er í þjálfarateymi landsliðsins og honum til aðstoðar er enginn annar en Árni Stefánsson þannig að það verður athyglisvert að fylgjast með þegar þeir feðgar Árni og Stefán Árnason mætast á hliðarlínunni!

Það er Ljóst að Akureyringar verða að taka á öllu sínu, jafnt innan vallar sem á áhorfendapöllunum til að knýja fram sigur á miðvikudaginn og taka þannig stórt skref í átt að úrslitakeppninni en bæði liðin eru í baráttunni um sæti þar.

Tónlistaratriðið fyrir leik annast trúbadorinn Einar Höllu og væntanlega verður fleira sér til gamans gert.

Við ítrekum enn og aftur að leikurinn er á miðvikudaginn og hefst klukkan 19:00.


Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson