Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfrćđi  -  Höllin  -  Lagiđ  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Farsímaútgáfa - Senda skilabođ - Vefur KA - Vefur Ţór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabiliđ 2009-10

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Ljósmyndir frá leiknum     Tölfrćđi leiksins 
    Haukar - Akureyri  25-24 (11-13)
Deildarbikar karla
Strandgata
Mán 28. des 2009 klukkan: 18:00
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson
Umfjöllun

Hafţór og Oddur voru frábćrir í leiknum í dag28. desember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Deildarbikarinn rann úr greipum Akureyrar

Akureyri var grátlega nálćgt ţví ađ landa fyrsta meistaraflokkstitlinum í sögu félagsins í dag. Akureyringar mćttu vel stemmdir til leiks og komust í 5-0 í upphafi leiks. Hafţór gjörsamlega lokađi markinu á upphafsmínútunum en Haukarnir náđu reyndar iđulega fráköstum og fengu annađ tćkifćri.

Ţađ var ekki fyrr en eftir tíu mínútur sem Haukar komust á blađ en ţá svöruđu ţeir međ nćstu fjórum mörkum og spenna komin í leikinn. Akureyringar héldu ţó nokkuđ öruggri forystu upp á 2 til 3 mörk út hálfleikinn en hálfleiksstađan var 13-11 Akureyri í vil.

Hafţór átti magnađan fyrri hálfleik í markinu og varđi ein tólf skot og var tvímćlalaust mađur vallarins í fyrri hálfleik. Oddur hélt uppteknum hćtti og skorađi mörk í öllum regnbogans litum, alls sjö í fyrri hálfleik.

Haukarnir náđu ađ jafna í 15-15 ţegar tíu mínútur voru liđnar af seinni hálfleik en Akureyri gaf í og náđi tveggja marka forystu 17-15 og seinna 19-17. Ţá kom hins vegar slakur kafli ţar sem Haukarnir gerđu fjögur mörk í röđ á međan allt gekk á afturfótunum hjá okkar mönnum, dauđafćri og vítakast fóru forgörđum og Haukar komust yfir í fyrsta sinn í leiknum 19-21.

Guđmundur Hólmar kom ţá inná á ný og jafnađi međ tveim bylmingsskotum 21-21. Haukarnir voru skrefinu á undan lokakaflann en Árni Sigtryggsson jafnađi í 24-24 ţegar nítján sekúndur voru til leiksloka.

Ţessar lokasekúndur voru dramatískar, vörn Akureyrar virtist ćtla ađ halda en Haukar komu skoti á markiđ sem Hafţór varđi í innkast. Á einhvern ótrúlegan hátt náđu Haukarnir ađ taka innkastiđ og Tjörvi Ţorgeirsson átti síđan skot sem hafnađi í markinu um leiđ og leiktíminn rann út og sigur Hauka stađreynd 24-25.

Ţessi úrslit voru sárgrćtileg ţví Akureyri hafđi leikinn í höndum sér mestallan tímann og fengu leikmenn býsna mörg tćkifćri til ađ gera út um leikinn. Oddur Gretarsson átti annan stórleikinn í röđ og var yfirburđamađur í sóknarleik liđsins. Varnarleikurinn gekk býsna vel í dag líkt og í gćr en ţađ verđur ađ segjast ađ sóknarlega kom afskaplega lítiđ út úr hćgri vćngnum og er ţađ eitthvađ sem klárlega ţarf ađ vinna í á nćstu vikum.

Mörk Akureyrar skoruđu: Oddur Gretarsson 11 (3 víti), Árni Sigtryggsson 3, Andri Snćr Stefánsson 2, Guđmundur Hólmar Helgason 2, Hreinn Hauksson 2, Hörđur Fannar Sigţórsson 2 og Jónatan Magnússon 2.

Hafţór Einarsson stóđ í markinu allan tímann og stóđ svo sannarlega fyrir sínu međ 22 skot varin.

Tengdar fréttir

Sendum Degi okkar bestu ţakkir fyrir ţjónustuna

29. desember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Myndir frá úrslitaleiknum gegn Haukum

Góđvinur okkar Dagur Brynjólfsson var mćttur í Strandgötuna í gćr međ myndavélina og tók myndir á úrslitaleikjunum. Myndirnar eru komnar inn á myndasíđuna hans ţannig ađ viđ getum skođađ ţćr ţar.

Viđ sendum Degi bestu ţakkir fyrir frábćra ţjónustu hvađ ţetta varđar.

Smelliđ hér til ađ skođa myndir frá leik Akureyrar og Hauka.

Hér eru síđan hćgt ađ skođa myndasíđu Dags, ţar á međal frá öllum leikjum Deildarbikarsins.


Spennandi leikur framundan

28. desember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Úrslitaleikurinn sýndur í KA-heimilinu og í Hamri

Viđ greindum frá ţví fyrr í dag ađ ekki yrđi mögulegt ađ sýna leik Akureyrar og Hauka á Greifanum eins og venja hefur veriđ. Nú höfum viđ fengiđ fréttir af ţví ađ leikurinn verđur sýndur á breiđtjaldi í KA heimilinu og ţangađ eru allir velkomnir.

Einnig höfum viđ heimildir fyrir ţví ađ leikurinn verđi einnig sömuleiđis sýndur í Hamri, félagsheimili Ţórs ţannig ađ stuđningsmenn Akureyrar hafa ýmsa möguleika á ađ koma saman og fylgjast međ leiknum sem hefst klukkan 18:00 í dag.

Ađ sjálfsögđu er einnig hćgt ađ fylgjast međ leiknum í gegnum heimilistölvuna ef mađur hefur á annađborđ ţokkalegt netsamband. Ţú smellir bara hér til ađ sjá leikinn beint á SportTV.is.


Akureyrarstrákarnir eru í góđum gír um jólin

28. desember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Úrslitaleikur dagsins: Haukar - Akureyri (bein útsending)

Í dag er komiđ ađ úrslitaleik Deildarbikarsins í ár ţar sem Akureyri Handboltafélag mćtir Íslandsmeisturum Hauka. Eftir flottan leik í gćr ţar sem Akureyri vann sannfćrandi sigur á FH verđur athyglisvert ađ fylgjast međ úrslitaleiknum í dag en hann hefst klukkan 18:00.

Leikurinn verđur sýndur í beinni útsendingu á SportTV.is og hvetjum viđ alla stuđningsmenn til ađ fylgjast međ.

Vegna anna á Greifanum er ţví miđur ekki hćgt ađ koma ţví viđ ađ ţessu sinni ađ sýna leikinn ţar á tjaldi.

Ađ loknum karlaleiknum mćtast Haukar og Fram í úrslitaleik kvenna. Báđir leikirnir fara fram í Hafnarfirđi, í gamla Haukahúsinu í Strandgötu.

Smelltu hér til ađ fylgjast međ beinni útsendingu frá úrslitaleikjunum.

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson