Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfrćđi  -  Höllin  -  Lagiđ  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Farsímaútgáfa - Senda skilabođ - Vefur KA - Vefur Ţór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabiliđ 2011-12

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Ljósmyndir frá leiknum     Tölfrćđi leiksins 
    FH - Akureyri  34-21 (16-9)
Eimskipsbikar karla
Kaplakriki
Sun 13. nóvember 2011 klukkan: 15:45
Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
Umfjöllun

Frammistađa Sveinbjörns dugđi ekki í kvöld

14. nóvember 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Ţátttökunni í bikarkeppninni lokiđ ađ ţessu sinni

FH-ingar unnu sannfćrandi sigur á Akureyringum í stórleik 16-liđa úrslita Eimskipsbikarkeppni karla í handknattleik, 34-21. FH-ingar gerđu í raun út um leikinn strax í fyrri hálfleik, höfđu forystu í hálfleik 16-9, og slógu allar endurkomutilraunir norđanmanna síđasta hálftímann niđur međ tiltölulega auđveldum hćtti.

Hér fer á eftir umfjöllun Snorra Sturlusonar á sport.is um leikinn.

Leikur Íslandsmeistaranna og deildarmeistaranna var í ágćtu jafnvćgi á upphafsmínútunum, markverđir liđanna voru í ágćtum ham, varnarleikur beggja sterkur og allt útlit fyrir jafnan og spennandi leik. Ţađ snarbreyttist ţó eftir nokkurra mínútna leik, Akureyrarliđiđ hrökk í baklás á međan FH-ingar héldu sínum takti, ţađ fáa sem lak í gegnum FH-vörnina og/eđa Akureyringar höfđu dug til ađ koma á markiđ varđi Daníel og norđanmönnum var algjörlega fyrirmunađ ađ skora. Depurđin í sóknarleiknum smitađi varnarleikinn, sem FH-ingar leystu yfirleitt ljómandi vel og á köflum virtust heimamenn nánast geta skorađ ađ vild. Ólafur Gústafsson hlóđ í nokkrar sérútbúnar bombur, Örn Ingi, Hjalti og Andri léku allir vel og ţá er ekki ađ sökum ađ spyrja. FH-ingar byggđu í rólegheitunum upp nokkur örugga forystu og voru komnir langleiđina međ ađ klára leikinn strax í hálfleik, en ţá var stađan 16-9 fyrir heimamenn.

Akureyringar sýndu dug og ţor framan af síđari hálfleik og ţá fóru menn loksins ađ taka af skariđ, láta vađa á FH-vörnina og gera eitthvađ meira en ađ sýna ágćtlega útfćrđar gabbhreyfingar. Norđanmenn hjuggu í forystu FH og rétt í ţann mund sem síđari hálfleikur var ađ verđa hálfnađur virtust ţeir ćtla ađ gera alvöru úr ţessu áhlaupi. FH-ingar virkuđu hins vegar sallarólegir yfir ţessu öllu saman, ţeir hertu lítillega á vörninni hjá sér og slógu taktinn aftur úr leik Akureyringa međ ţeim árangri ađ ţegar tćpar tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn orđinn ellefu mörk. Sjálfstraustiđ lak af FH-ingum á ţessum kafla, enda stađan ţćgileg og úrslitin nánast ráđin.

FH-ingar léku ljómandi vel í ţessum leik, virtust ekki hafa miklar áhyggjur af fjarveru Baldvins Ţorsteinssonar sem enn glímir viđ smávćgileg meiđsli, og ţađ segir sig nokkurn veginn sjálft ađ sigur af ţessari stćrđargráđu hlýtur ađ vera sanngjarn. FH-vélin mallađi án ţess ađ hiksta, menn kunna sín hlutverk og sín takmörk afskaplega vel og hafa ţađ ađ leiđarljósi ađ liđsheildin nćr alla jafna lengra en einstaklingsframtakiđ. Akureyringar eru hins vegar í svipuđum vandrćđum og ţeir hafa veriđ síđustu misserin, hópurinn er ekkert sérlega stór og meiđsli lykilmanna setja strik í reikninginn. Nokkrir ţeirra eru búnir ađ reima á sig handboltaskóna eftir fjarveru vegna meiđsla, en eru greinilega ekki í hundrađ prósent standi og ţađ leynir sér ekki.

Mörk FH: Ólafur Gústafsson 9, Ţorkell Magnússon 8, Örn Ingi Bjarkason 4, Halldór Guđjónsson 4, Andri Berg Haraldsson 3, Hjalti Pálmason 2, Bjarki Jónsson 2, Sigurđur Ágústsson1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 22.

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 6, Guđmundur Hólmar Helgason 6, Heimir Örn Árnason 6, Heiđar Ţór Ađalsteinsson 2, Geir Guđmundsson 1.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 13, Stefán Guđnason 1.

Á sport.is er hćgt ađ skođa myndir Snorra Sturlusonar frá leiknum.

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson