Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Kvennalið Akureyrar lá illa fyrir ÍBV - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2006-07

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Sjá tölfræði leiksins 
    Akureyri - ÍBV  16-31 (8-13)
DHL deild kvenna
KA-Heimilið
14. október 2006 klukkan: 16:00
Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Valgeir Egill Ómarsson
Umfjöllun

Kvennalið Akureyrar komst lítt áfram gegn ÍBV

16. október 2006 - ÁS skrifar
Kvennalið Akureyrar lá illa fyrir ÍBV
Á laugardaginn lék kvennalið Akureyrar Handboltafélags í KA-Heimilinu gegn ÍBV. Fyrir leikinn munaði tveim stigum á liðunum og spenna í loftinu fyrir leiknum. Hinsvegar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir að leikurinn fór af stað og vann ÍBV virkilega sannfærandi sigur á liði Akureyrar, 16-31.

Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað en ÍBV leiddi og var mun líklegra til að stinga hreinlega af heldur en lið Akureyrar til að hrella lið ÍBV. Undir lok fyrri hálfleiks náðu leikmenn ÍBV að komast í 5 marka forystu og var staðan í hálfleik Akureyri Handboltafélag 8 ÍBV 13.

Í seinni hálfleik var varnarleikur Akureyrar skelfilegur og sóknarmistök gerðu það að verkum að lið ÍBV keyrði mikið af hraðaupphlaupum og náði mjög stóru forskoti. Lið Akureyrar átti í raun aldrei möguleika í seinni hálfleik og náðu stelpurnar aldrei að komast í þann gír sem þær eiga að geta spilað í. Lokatölur voru 16-31 fyrir ÍBV.

Kvennalið Akureyrar er því enn stigalaust á botni deildarinnar eftir fjóra leiki. Næsti leikur liðsins er á morgun gegn Stjörnunni í Ásgarði.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson