Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Akureyri tapaði naumlega fyrir HK á heimavelli - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2006-07

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Sjá tölfræði leiksins 
    Akureyri - HK  26-28 (13-14)
DHL deild kvenna
KA-Heimilið
10. apríl 2007 klukkan: 19:00
Dómarar: Þórir Gíslason og Hafsteinn Ingibergsson
Umfjöllun

Arna átti stórkostlegan leik en það gekk ekki gegn HK



12. apríl 2007 - SMS skrifar
Akureyri tapaði naumlega fyrir HK á heimavelli
Í gær kl 18:20 hófst leikur Akureyrar og HK í DHL deild kvenna, eilitlar tafir urðu á leiknum en hann hófst 18:20. Byrjunarlið Akureyrar var nokkuð hefðbundið en Sibba og Lilja voru meiddar þannig að Jarmila byrjaði í markinu, Þórsteina og Jóhanna í hornunum, Auður og Erla í skyttunum, Ester á miðjunni og svo Guðrún á línunni. Akureyri spilaði 6-0 vörn sem gekk vel á köflum í leiknum.

Það gekk allt frekar brösuglega í byrjun leiks og var eins og stelpurnar væru með hausinn einhverstaðar allt annar staðar, til að mynda kom liðið ekki skoti á markið í fyrstu 4 sóknum sínum. Þar af leiðandi náðu HK stelpur að keyra hratt í bakið á okkar stelpum og stórar skyttur þeirra settu fyrstu þrjú mörkin í leiknum. Helst þriggja marka forusta HK lengi vel eða þar til í stöðunni 5-9 en þá kom inná ung stelpa sem var í hóp í einu af sínum fyrstu skiptum fyrir Akureyri, hún er fædd árið 1991 og er því að verða eða rétt orðin 16 ára gömul. Hún kemur inná í stöðu vinstri skyttu og gjörbreytir leiknum. Hún kemur inná alveg órög við að skjóta á markið fyrir utan og setur hvert glæsimarkið á fætur öðru. Arna Valgerður Erlingsdóttir og restin af liðinu hjálpast að með glæsilegum kafla að breyta stöðunni úr 5-9 í 12-10, síðan missir liðið aðeins dampinn og staðan í hálfleik 15-16 HK í vil. Í hálfleik varð annar þjálfari HK sér til skammar en í staðin fyrir að fara inn í klefa að messa yfir sínu liði fór hún að tuða í dómurunum og ekki í fyrsta skipti í leiknum og fékk hún 2 mínútna brottvísun fyrir það.

HK skora síðan fyrsta markið í síðari hálfleik en þá setur Akureyri í gírinn og komast í 19-18 og halda þessari eins marks forustu þar til í stöðinni 23-22, þá því miður fer liðið að slaka á sem eiginlega mátti ekki gera á þeim tímapunkti og ganga HK stelpur á lagið og vinna þar frekar ósanngjarnan sigur 26-28.

Ég verð að hrósa Akureyri fyrir góðan leik fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar og síðustu 8. Þær eiginlega fóru með annars góðan leik.

Ef við tökum út ljósu punktana í leiknum var það nokkuð agaður sóknarleikur og lítið af klikkuðum skotum en sóknarfeilarnir voru nokkrir sérstaklega þó í byrjun. Vörnin stóð mjög vel á köflum og virtist ekkert ætla inn hjá Jarmiliu í byrjun seinni hálfleiks en aðeins fór þó að leka inn í restina.

Arna Erlingsdóttir kemur inn í liðið og á að mínu mati stórleik, hún er algjör stórskytta, 16 ára gömul og stekkur upp fyrir utan punktalínu og þrumar í markið einnig er hún með gott auga fyrir línunni. Erla Hleiður og Auður voru mjög duglegar að sækja á og fá víti eða skora. Guðrún var einnig dugleg á línunni. Þórsteina stóð fyrir sínu eins og venjulega og skoraði 6 mörk.

Markahæstar í liði Akureyrar voru: Erla Hleiður 6 mörk úr 7 skotum, Þórsteina 6 mörk úr 10 skotum, aðrar voru; Arna Erlingsdóttir 5/10, Auður 3/5, Guðrún 3/4 , Jóhanna 2/3 og Ester Óskarsdóttir 1/6. Jarmila varði svo 12 skot í markinu.

Maður leiksins: Ég verð að velja tvær að þessu sinni það eru Erla Hleiður fyrir góðan leik í vörn og sókn, góða vítanýtingu. En þó vantaði eitthvað í Erlu í dag sem hefur ekki vantað í vetur. Hin er Arna Erlingsdóttir fyrir mjög góðan leik í vinstri skyttu.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson