Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Grótta vann Akureyri í N1 deild kvenna - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Sjá tölfræði leiksins 
    Akureyri - Grótta  18-25 (11-10)
N1 deild kvenna
KA heimilið
10. nóvember 2007 klukkan: 14.00
Dómarar: Helgi Rafn Hallsson og Sigurjón Þórðarson
Umfjöllun

Anna og Lilja voru atkvæðamestar í markaskorun gegn Gróttu



12. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Grótta vann Akureyri í N1 deild kvenna
Leik Akureyrar og Gróttu í N1 deild kvenna á laugardaginn lauk með sigri Gróttu, 18-25. eftir að Akureyrarstelpur höfðu haft forystu í hálfleik.

Lið Akureyrar hóf leikinn prýðilega, stelpurnar komu Gróttustúlkum greinilega í opna skjöldu og með kraftmiklum leik náðu þær góðri stöðu eða fimm marka forystu 9-4. Gróttustúlkur bitu þá frá sér og söxuðu jafnt og þétt á forskotið þannig að í hálfleik hafði Akureyri eins marks forystu, 11-10.

Jafnræði var með liðunum fyrri hluta síðari hálfleiks en síðasta korterið gerði Grótta út um leikinn og vann að lokum sjö marka sigur 18-25.

Það var margt jákvætt í leik liðsins á laugardaginn, stelpurnar voru grimmar og börðust vel í leiknum og ljóst að það er bara tímaspursmál hvenær fyrstu stigin vinnast.

Mörk Akureyrar skoruðu:
Anna Teresa Moralis 5, Lilja Þórisdóttir 4, Monika Rutkowska 3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 3, Arna Erlingsdóttir 2 og Ester Óskarsdóttir 1.

Emilía Dögg Sigmarsdóttir stóð sig vel í markinu.

Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Val og verður hann laugardaginn 17. nóvember klukkan 16:00.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson