Tími | Staða | Skýring |
|
| Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Akureyrar og ÍR2 í 16-liða úrslitum SS-Bikarkeppninnar. Leikurinn hefst klukkan 18:30.
|
|
| Leikurinn hefst eftir um 5. mínútur
|
|
| Áhorfendur eru átakanlega fáir á leiknum eins og búast mátti við
|
|
| Verið er að kynna liðin
|
|
| Hreiðar Levý, Aigars, Andri Snær, Ásbjörn, Rúnar, Hörður og Jankovic munu hefja leikinn fyrir Akureyri sem byrjar með boltann
|
00:01
|
| Leikurinn er hafinn, Akureyri með boltann
|
00:35
|
| Rúnar fiskar víti
|
00:54
|
| Hörður Fannar klikkar og ÍR2 fær boltann
|
01:30
|
| Hörður Fannar fær gult spjald, ÍR2 enn í sókn
|
02:00
| 0-1
| ÍR2 skorar með langskoti
|
02:34
|
| Bjartur Máni fær gult spjald fyrir að hrinda Rúnari
|
02:58
|
| Ásbjörn fiskar víti
|
03:11
| 1-1
| Ásbjörn skorar úr vítinu
|
03:57
| 2-1
| Akureyri stóð vörnina vel og Jankovic skoraði úr hraðaupphlaupi
|
04:38
| 3-1
| Andri stal boltanum senti á Ása sem klikkaði en Jankovic náði boltanum og skoraði
|
05:04
|
| Bjartur Máni fiskar víti
|
05:15
| 3-2
| ÍR2 skorar úr vítinu
|
05:31
|
| Jankovic klikkar í dauðafæri, töffaraskapur í honum
|
|
| ÍR2 er að spila mikinn kraftabolta
|
06:27
| 4-2
| Hreiðar varði og Akureyri geystist fram og Ásbjörn skoraði
|
06:52
| 4-3
| Góð línusending hjá ÍR2 og mark
|
07:09
| 5-3
| Ásbjörn skorar fyrir utan
|
07:48
| 5-4
| Ótrúlegt mark hjá ÍR2 upp í skeytin
|
08:21
|
| Rúnar klikkar og ÍR2 fær boltann
|
08:43
|
| Hreiðar ver og Akureyri fær boltann
|
09:49
|
| Sókn Akureyrar er ráðleysisleg
|
09:53
| 5-5
| ÍR2 náði boltanum og jafnar með marki úr hraðaupphlaupi
|
|
| Magnús er kominn inn í leik Akureyrar
|
10:41
|
| ÍR2 nær boltanum
|
11:09
|
| Hreiðar ver en ÍR2 nær frákastinu
|
11:27
| 5-6
| Róbert Rafnsson skorar fyrir ÍR2
|
11:55
| 6-6
| Flott sókn hjá Akureyri og Jankovic skorar í horninu
|
12:07
|
| Tíminn er stopp
|
12:31
| 7-6
| Akureyri náði boltanum og Andri Snær skorar úr hraðaupphlaupi
|
13:16
|
| Hreiðar varði en Akureyri glataði boltanum
|
13:37
| 8-6
| Aigars Lazdins stal boltanum og skoraði úr hraðaupphlaupi
|
14:10
|
| Rúnar stal boltanum, senti á Jankovic sem skaut í slá, Magnús fær gult spjald fyrir hrindingu á leikmanni ÍR2 sem er með boltann
|
15:12
| 9-6
| Akureyri stelur boltanum og Andri Snær skorar strax
|
15:42
| 9-7
| Bjartur Máni skorar flott mark í hægra horninu
|
16:07
| 10-7
| Magnús skorar stórglæsilegt sirkusmark eftir sendingu frá Jankovic
|
16:44
|
| Akureyri nær boltanum en Jankovic klikkar og ÍR2 er með boltann
|
17:08
| 11-7
| ÍR2 missir boltann og Andri Snær skorar
|
17:50
|
| Magnús Þórðarsson leikmaður ÍR2 fær 2 mínútur eftir að hafa rifið í Hörð Fannar er Akureyri náði boltanum
|
18:12
|
| Dæmd lína á Jankovic, ÍR2 fær knöttinn
|
19:02
| 11-8
| Þorkell Guðbrandsson skorar framhjá Hreiðari Levý
|
19:35
|
| Ólögleg blokkering dæmd á Hörð Fannar, ÍR2 með boltann
|
20:08
| 12-8
| Hreiðar varði og Andri Snær skoraði eftir seinni bylgju
|
20:41
| 13-8
| Aigars stal boltanum og Andri Snær skorar strax
|
21:04
| 13-9
| Bjartur Máni skorar
|
21:29
| 14-9
| Hörður Fannar kom útúr vörninni og skoraði fyrir utan
|
22:11
|
| Hreiðar varði en Aigars lét vörnina verja frá sér
|
22:39
| 15-9
| Andri Snær skorar úr hraðaupphlaupi
|
22:57
| 15-10
| Finnur Jóhansson skorar fyrir ÍR2
|
23:36
| 16-10
| Kuzmins skorar fyrir utan, hann er í hægri skyttu
|
24:23
|
| Sóknir ÍR2 eru mjög hægar
|
24:46
|
| Hreiðar varði en dómarar leiksins sem virðast ekki vera að höndla pressuna dæma ekkert á vörn ÍR2 og því er ÍR2 aftur komið með boltann
|
25:25
| 16-11
| Finnur Jóhannsson skorar
|
25:53
|
| Finnur missir Kuzmins og fær 2 mínútur
|
26:37
|
| ÍR2 nær boltanum og Bjartur Máni brýst í gegn og fær aðeins aukakast, Maggi fer útaf í 2 mínútur
|
27:09
|
| Bjarni Gunnar missir manninn sinn og ÍR2 fær víti
|
27:24
|
| Hreiðar hinsvegar ver frá Bjarti
|
27:37
|
| Lína dæmd á Jankovic
|
28:12
| 17-11
| Andri Snær skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Jankovic senti á hann
|
28:41
|
| Bæði lið orðin fullskipuð
|
29:00
|
| Hreiðar ver og Akureyri fær boltann
|
29:08
| 18-11
| Hörður Fannar skorar af línunni
|
29:45
| 19-11
| Andri skorar eftir að Hreiðar varði
|
30:00
| 19-12
| ÍR2 skorar á lokasekúndunni og hálfleiksstaðan því 19-12 fyrir Akureyri
|
|
| Mörk/skot: Andri Snær 8/8, Ásbjörn 3/5 (1/1 víti), Jankovic 3/7, Hörður Fannar 2/3, Kuzmins 1/1, Aigars 1/2, Magnús 1/3
|
|
| Varin skot/mörk á sig: Hreiðar Levý 10/12
|
|
| Seinni hálfleikur er alveg að hefjast, ÍR2 mun hefja hálfleikinn
|
|
| Akureyri byrjar með Sveinbjörn, Bjarna Gunnar, Magnús, Hörð Fannar, Guðmund, Rúnar og Atla Ævar inn á
|
30:01
|
| ÍR2 hefur hafið seinni hálfleikinn
|
30:42
|
| ÍR2 er enn í sókn
|
31:22
|
| Finnur átti rosalegt skot beint í andlitið á Herði Fannari sem liggur eftir. Tíminn er stopp
|
31:28
|
| Sveinbjörn varði og Akureyri nær boltanum
|
32:01
| 20-12
| Kuzmins brýst í gegn og skorar
|
32:46
| 20-13
| Þorkell skorar eftir langa sókn
|
33:23
| 21-13
| Maggi rýfur sig upp og skorar
|
33:46
| 21-14
| Finnur skorar fyrir ÍR2
|
34:06
|
| Hörður Fannar fiskar víti
|
34:28
| 22-14
| Guðmundur Hermannsson skorar úr vítinu
|
35:01
| 22-15
| Finnur skorar enn og Magnús fær 2 mínútur fyrir brot og leikmaður ÍR2 fær einnig
|
35:32
| 23-15
| Kuzmins skorar fyrir utan
|
36:05
|
| Skrýtinn ruðningur dæmdur á Bjart Mána og Akureyri fer í sókn
|
36:36
|
| Sókn Akureyrar lítur ekkert sérlega vel út
|
36:54
| 24-15
| Hörður Fannar fór í vinstra hornið og vippaði yfir markvörð ÍR2
|
38:07
|
| Sveinbjörn varði en Akureyri náði ekki hraðaupphlaupi, heldur þó boltanum
|
38:40
| 25-15
| Hörður Fannar skorar af línunni eftir sendingu frá Kuzmins
|
39:18
| 25-16
| Finnur skorar enn einu sinni fyrir ÍR2
|
39:54
|
| Lína dæmd á Atla Ævar sem er í hægra horninu, Eiríkur er kominn á línuna fyrir Hörð
|
30:57
| 25-17
| Ótrúlegur spinner hjá ÍR2 og munurinn er orðinn 8 mörk
|
41:25
|
| ÍR2 fær boltann
|
41:44
|
| Bjartur Máni reynir mikið en tekst ekki að skora, ÍR2 með boltann
|
42:01
|
| Bjarni Gunnar fær 2 mínútur í liði Akureyrar
|
42:13
|
| ÍR2 kastar boltanum frá sér
|
43:08
|
| Einum færri reyna Akureyringar að skora en Ásbjörn klikkar á endanum
|
43:32
|
| Sveinbjörn ver en sendingin fram klikkaði
|
44:09
| 25-18
| Magnús Már Þórðarsson skorar fyrir ÍR2
|
45:06
| 26-18
| Akureyri spilar ótrúlega hægan sóknarleik en Kuzmins skorar eftir sendingu frá Guðmundi
|
45:58
|
| Flott spil hjá Akureyri eftir að hafa náð boltanum en lína dæmd á Atla Ævar
|
46:19
|
| Akureyri fær boltann en sendingin frá Sveinbirni klikkar
|
47:09
|
| Akureyri fær víti eftir að hafa fengið boltann og reynt í nokkur skipti að komast í gegn
|
47:29
| 27-18
| Ásbjörn skorar
|
47:56
| 27-19
| ÍR2 skorar og leikmaður Akureyrar fær 2 mínútur
|
48:30
|
| ÍR2 fær boltann
|
48:46
|
| Þeir klikka og Akureyri fær boltann
|
49:15
|
| Kuzmins tekur skot af gólfinu en klikkar
|
49:38
|
| Skref dæmt á ÍR2 og svo einnig á Bjarna Gunnar í sókn Akureyrar
|
50:21
|
| Sveinbjörn ver en ÍR2 heldur boltanum
|
50:40
|
| ÍR2 fær víti þar sem Atli Ævar hrinti manninum inn í teig
|
50:54
| 27-20
| ÍR2 skorar úr vítinu
|
51:24
| 28-20
| Ásbjörn skorar fyrir utan
|
51:49
| 28-21
| Magnús Már skorar af línunni fyrir ÍR2
|
52:34
|
| Akureyri missir boltann og ÍR2 er í sókn
|
52:56
| 28-22
| Finnur Jóhannsson skorar
|
53:28
| 29-22
| Kuzmins skorar með flottu skoti
|
53:39
| 29-23
| Ótrúlegt mark hjá ÍR2 fyrir utan í horninu, Akureyri missir boltann strax
|
54:20
| 29-24
| Andri skorar fyrir ÍR2
|
54:45
|
| Akureyri heppnir að halda boltanum
|
55:10
|
| Bjarni Gunnar reynir en klikkar, Akureyri heldur boltanum
|
55:30
|
| Akureyri missir boltann
|
56:14
| 30-24
| Loksins kemur mark, Bjarni Gunnar skorar úr hraðaupphlaupi
|
56:41
| 30-25
| ÍR2 eru ekki hættir og þeir skora
|
57:11
| 31-25
| Ásbjörn skorar fyrir utan
|
57:39
| 31-26
| Finnur Jóhannsson skorar enn og aftur
|
58:13
|
| Akureyri missir boltann
|
58:38
| 32-26
| Sveinbjörn varði og eftir fínt spil skoraði Guðmundur fyrir Akureyri
|
59:02
|
| Atli Ævar fær 2 mínútur fyrir brot, þetta er uppsafnað
|
59:20
|
| Loksins náðist að stöðva Finn en hraðaupphlaupið misheppnaðist
|
59:40
|
| ÍR2 fær víti
|
59:46
|
| Þeir hinsvegar klikka
|
60:00
| 33-26
| Ásbjörn skorar á síðustu stundu með gegnumbroti
|
|
| Leikurinn var alls ekki upp á marga fiska, Akureyri náði aldrei að spila almennilega og mega vera sáttir með að sigra með 7 mörkum með þessari spilamennsku
|
|
| Mörk/skot Andri Snær 8/8, Ásbjörn 7/12 (2/2 víti), Kuzmins 5/6, Hörður Fannar 4/5, Jankovic 3/7, Magnús 2/4, Guðmundur 2/4, Aigars 1/2, Bjarni Gunnar 1/2, Eiríkur 0/1
|
|
| Varin skot/mörk fengin á sig Sveinbjörn 8/14, Hreiðar 10/12
|