Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Farsímaútgáfa - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




 Íþróttahöllin
Tekin í notkun: 1982
Hámarksfjöldi áhorfenda (í sætum): 1.110

Akureyri Handboltafélag hefur frá tímabilinu 2008-2009 leikið heimaleiki sína í Íþróttahöllinni. Íþróttahöllina á Akureyri, einnig þekkt sem Höllin, sækja að meðaltali um 300.000 manns á ári sem er ótrúleg tala þegar litið er til þess að Akureyri er 18.000 manna samfélag.

Bygging Hallarinnar hófst árið 1977 og fimm árum síðar var hún formlega tekin í notkun, en það var þann 5. desember árið 1982. Höllin stendur við Skólastíg en Aðalsteinn Sigurgeirsson hefur starfað í Höllinni frá upphafi og alla tíð gegnt starfi forstöðumanns, auk Aðalsteins vinna fjórir starfsmenn í Höllinni.

Ásamt því að Akureyri Handboltafélag bæði æfir og leikur heimaleiki sína í húsinu fer þar fram margskonar starfsemi. Íþróttakennsla fyrir bæði grunnskóla og framhaldsskóla, yngri flokkar í handbolta og öðrum greinum æfa einnig í Höllinni. Þá eru margar árshátíðir, tónleikar, skákmót, sýningar og fleira. Þá er stærsta áfengislausa hátíð landsins haldin árlega í Höllinni þegar Menntaskólinn á Akureyri heldur árshátíð sína.

Fyrsti landsleikurinn sem spilaður var í Höllinni var æfingaleikur milli Íslendinga og þáverandi heimsmeistara Rússa og fór hann fram 16. mars 1984. Rússar sigruðu 22-27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10-15. Markahæstur í liði Íslands var enginn annar en Atli Hilmarsson en hann skoraði 7 mörk í leiknum. Sjá umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn.

Aftur var leikið í Höllinni þegar Vestur-Þjóðverjar mættu í heimsókn þann 7. desember 1985. Leikurinn er þekktur fyrir að vera fyrsti landsleikurinn sem Alfreð Gíslason lék á Akureyri. KA afhenti Alfreð viðurkenningu fyrir leikinn en hann lék þó ekki mikið í leiknum og skoraði 1 mark. Atli Hilmarsson var hinsvegar aftur atkvæðamikill og skoraði 6 mörk í 21-26 tapi eftir að staðan hafði verið 9-15 fyrir gestunum í hálfleik. Sjá umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn.

Þegar Heimsmeistaramótið í Handbolta var haldið á Íslandi árið 1995 var Höllin að sjálfsögðu ein af þeim húsum sem leikið var í. Merki mótsins, blár maður með rauðan haus sem heldur á hvítum bolta er enn á framhlið hússins. Þau lið sem léku í Höllinni á HM 95 voru Tékkland, Kórea, Spánn, Hvíta-Rússland, Alsír, Brasilía, Egyptaland, Svíþjóð, Kúveit og Frakkar sem unnu keppnina. Þegar gengið er um Höllina má þar sjá liðsmyndir af þessum liðum sem og einstaklingsmyndir af helstu hetjunum sem léku í húsinu.

Fyrir sameiningu lék meistaraflokkur Þórs heimaleiki sína í Höllinni en KA lék frá árinu 1991 heimaleiki sína í KA-Heimilinu.

Eins og kom fram þá fór Akureyri Handboltafélag að leika heimaleiki sína í Íþróttahöllinni tímabilið 2008-2009 en tímabilin tvö þar á undan hafði liðið leikið í KA-Heimilinu. Ein af stóru ástæðunum fyrir því að Akureyri færði bæði æfingar sínar og heimaleiki yfir í Höllina var sú að sumarið 2008 var dúkurinn sem var í Höllinni fjarlægður og í staðinn sett gott parket. Vegna nýja parketsins þurfti að fjarlægja pallana sem voru fyrir framan stúkuna og því var plass fyrir áhorfendur minna en menn vildu. Strax var farið í það að reyna að bæta úr því í samráði við Akureyrarbæ en sú vinna gekk hægt.

Fyrir tímabilið 2012-2013 náðist loksins að klára verkefnið og setja nýja palla fyrir framan stúkuna og þannig bæði bæta aðstöðu áhorfenda sem og auka sætafjölda fyrir áhorfendur. Nýju pallarnir taka 500 manns en árin áður en pallarnir komu hafði verið komið fyrir nokkrum bekkjum og stólum þegar þess þurfti til að koma fleirum að.

Eftir að nýju pallarnir komu tekur Höllin 1.110 manns í sæti.

Íþróttahöllin við Skólastíg


Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður


Alfreð fyrir fyrsta landsleik sinn á Akureyri


Atli Hilmarsson að skora gegn V-Þjóðverjum


Hér má sjá stúkuna áður en pallarnir komu, búið að koma fyrir bekkjum og stólum við völlinn


Hér eru svo pallarnir komnir og er þetta núverandi aðstaða áhorfenda í Höllinni

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson