Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Frækinn sigur Ungmennaliðsins á KR - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Farsímaútgáfa - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




Sjá tölfræði leiksins 
    Akureyri U - KR  34-30 (15-15)
1. deild karla
Höllin Akureyri
Fös. 31. mar. 2017 klukkan: 17:45
Dómarar: Bjarki Bóasson og Hörður Aðalsteinsson
Umfjöllun

Arnþór Gylfi var gríðarlega öflugur í leiknum

1. apríl 2017 - Akureyri handboltafélag skrifar
Frækinn sigur Ungmennaliðsins á KR
Strákarnir í Ungmennaliðinu sýndu og sönnuðu í gærkvöldi að þeir kunna sitthvað fyrir sér í handboltanum þegar þeir tóku á móti KR, einu toppliðanna í 1. deildinni. Arnór Þorri gaf tóninn með fyrsta marki leiksins og í kjölfarið leiddi Akureyri með tveim til þrem mörkum.

KR náði að jafna í 8-8 og komst yfir í stöðunni 9-10 en eftir það var jafnt á öllum tölum fram að hálfleik en þá var staðan 15-15. Arnþór Gylfi Finnsson var þá kominn með fjögur mörk og þeir Hafþór Vignisson og Arnór Þorri með þrjú mörk hvor.

Strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og eftir að hafa skorað fjögur mörk í röð höfðu þeir náð þriggja marka forystu á ný, 20-17. KR-ingar virtust ekki alveg með á nótunum en reynsluboltarnir í liði þeirra misstu ekki hausinn og náðu að jafna í 22-22 og í kjölfarið var jafnræði með liðunum og jafnt á flestum tölum upp í 27-27.

Þá kom hreint út sagt frábær kafli Ungmennaliðsins sem skoraði fjögur mörk í röð, staðan 31-27 og KR-liðið virtist hreinlega ekki eiga meira á tankinum. Finnur Salvar Geirsson innsiglaði sigurinn þegar hann kom liðinu í fimm marka forystu 34-29 og engu breytti þó að KR skoraði síðasta mark leiksins, lokatölur 34-30.

Sigurreifir piltar eftir sigurinn á KR
Aftasta röð: Sigþór Árni Heimisson, Sigþór Gunnar Jónsson, Aron Tjörvi Gunnlaugsson, Finnur Salvar Geirsson, Jóhann Einarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Arnór Þorri Þorsteinsson og Andri Snær Stefánsson
Miðröð: Garðar Már Jónsson, Vignir Jóhannsson, Arnar Þór Fylkisson, Ásgeir Kristjánsson, Jóhann Geir Sævarsson og Jason Orri Geirsson
Fremstir: Arnþór Gylfi Finnsson og Hafþór Már Vignisson

Frábær leikur hjá strákunum og sigurinn sanngjarn, þeir spiluðu fangagóða vörn og sóknarleikurinn gekk smurt líka þar sem nánast allir sem komu inná skoruðu. Með sigrinum settu strákarnir heldur betur strik í reikninginn hjá KR í baráttu þeirra við að komast í umspil um sæti í Olís-deildinni.

Mörk Akureyrar: Arnþór Gylfi Finnsson 9, Hafþór Már Vignisson 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Garðar Már Jónsson 3, Aron Tjörvi Gunnlaugsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 2, Sigþór Gunnar Jónsson 2, Finnur Salvar Geirsson 1, Jason Orri Geirsson 1 og Vignir Jóhannsson 1 mark.
Arnar Þór Fylkisson átti prýðisgóðan leik í markinu með 18 skot varin. Ásgeir Kristjánsson kom og reyndi við vítakast.

Mörk KR: Arnar Jón Agnarsson 7, Bergur Elí Rúnarsson 7, Theódór Ingi Pálmason 5. Jóhann Gunnarsson 3, Þórir Jökull Finnbogason 3, Viktor Orri Þorsteinsson 2, Andri Berg Haraldsson 1, Haukur Friðriksson 1 og Pétur Gunnarsson 1.

Lokaleikur Ungmennaliðsins í deildinni verður í Garðabæ, föstudaginn 7. apríl. Eins og staðan er fyrir lokaumferðina er Stjarnan einu stigi yfir Akureyri þannig að leikurinn mun skera úr um hvort liðið verður í áttunda sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Styðjum Jóa og strákana til sigurs

30. mars 2017 - Akureyri handboltafélag skrifar
Ungmennalið Akureyrar - KR í Höllinni á föstudag
Nú fer öllum deildarkeppnum í handbolta að ljúka og sama gildir að sjálfsögðu um 1. deild karla. Strákarnir í Ungmennaliði Akureyrar spila síðasta heimaleik sinn í deildinni á föstudaginn þegar þeir taka á móti KR klukkan 17:45 í Íþróttahöllinni.

Strákarnir hafa staðið fyrir sínu í 1. deildinni í vetur og stuðningsmenn fá tækifæri til að þakka þeim fyrir veturinn á föstudaginn en mótherjarnir, KR sitja sem stendur í 3. sæti deildarinnar og eru í mikilli baráttu um að komast í umspil um sæti í Olís deildinni næsta ár. Reglurnar um Ungmennalið kveða hins vegar á um að slík lið geta ekki unnið sig upp um deild en engu að síður leggja strákarnir allt í leikinn enda fer þessi reynsla öll beint í reynslubankann og mun skila sér til baka á komandi árum.

Leikurinn fer sem sé fram í Íþróttahöllinni klukkan 17:45 á föstudaginn og að sjálfsögðu er frítt inn!


Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson