| Tími | Staða | Skýring |
|
|
| Velkomin í fyrsta deildarleikinn á þessu ári. Leikurinn er reyndar sýndur í sjónvarpinu, fyrsti sjónvarpsleikur í sögu Akureyrar Handboltafélags.
|
|
|
| Akureyri byrjar með boltann og þeir sem hefja leikinn eru: Andri Snær Stefánsson - vinstra horn, Magnús Stefánsson - vinstri skytta, Guðmundur Freyr Hermannsson - miðja, Hörður Fannar Sigþórsson - lína, Goran Gusic - hægri skytta, Nikolaj Jankovic - hægra horn og Hreiðar Guðmundsson í markinu.
|
| 00:01
|
| Leikurinn er hafinn, Akureyri leggur í sína fyrstu sókn
|
| 00:34
|
| Brotið á Guðmundi sem er í stöðu leikstjórnanda
|
| 00:50
|
| Magnús Stefánsson með skot fyrir utan en Hlynur ver í marki Fylkis
|
| 00:59
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Ásbirni í hægra horninu, Akureyri með boltann
|
| 01:06
| 0-1
| Andri Snær Stefánsson skorar úr hraðaupphlaupi
|
| 01:50
| 1-1
| Tomislav Broz jafnar með skoti fyrir utan
|
| 02:15
| 1-2
| Magnús Stefánsson skorar eftir gegnumbrot
|
| 02:47
|
| Brotið á Guðlaugi Arnarsyni og Fylkir fær vítakast
|
| 03:12
| 2-2
| Tomislav Broz skorar úr vítinu
|
| 03:47
|
| Magnús Stefánsson með skot fyrir utan en Hlynur ver og Fylkir heldur boltanum
|
| 03:45
| 3-2
| Vladimir Ðuric skorar með skoti fyrir utan
|
| 04:12
|
| Guðmundur Freyr Hermannsson missir boltann og Fylkismenn hefja hraða sókn
|
| 04:44
| 4-2
| Ðuric skorar aftur.
|
| 05:14
|
| Brotið á Andra Snæ
|
| 05:33
| 4-3
| Andri Snær stekkur upp og skorar
|
| 05:47
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver glæsilega frá Heimi Árnasyni
|
| 05:55
|
| Goran Gusic fer inn úr hægra horninu en skotið er framhjá
|
| 06:25
|
| Fylkismenn með fáránlega sendingu inn á línuna og fá aukakast sem er hrein gjöf!
|
| 06:50
|
| Fylkismenn fá annað ódýrt aukakast
|
| 07:15
|
| Enn fá Fylkismenn vafasamt aukakast
|
| 07:27
|
| Fylkismenn missa boltann og Akureyri geysist fram í sókn
|
| 07:35
| 4-4
| Rúnar Sigtryggsson lyftir sér upp og neglir boltanum í vinstra hornið niðri
|
| 08:27
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver meistaralega og Akureyri með boltann
|
| 08:44
|
| Hörður Fannar með misheppnaða sendingu og Fylkir fær innkast
|
| 08:54
| 5-4
| Hreiðar ver en Fylkir nær frákastinu og skora úr vinstra horninu
|
| 09:40
|
| Nikolaj Jankovic með skot sem er varið en Akureyri fær aukakast
|
| 09:47
| 5-5
| Guðmundur Hermannsson með gott mark fyrir utan
|
| 10:25
|
| Vörnin ver skot en Fylkir heldur boltanum
|
| 10:53
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver en Fylkir nær frákastinu
|
| 11:20
|
| Hreiðar ver aftur og heldur boltanum
|
| 11:25
| 5-6
| Hörður Fannar skorar úr hægra horninu, stöngin inn
|
| 11:46
|
| Fylkir fær aukakast
|
| 12:02
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson með fína markvörslu og Akureyri fer í sókn
|
| 12:11
| 5-7
| Magnús Stefánsson skorar með þrumuskoti eftir hraða sókn
|
| 12:48
|
| Vörnin tekur skot og Fylkir fær hornkast
|
| 13:04
|
| Fylkir fær víti
|
| 13:09
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver vítið í þverslána og Akureyri fær boltann
|
| 13:33
|
| Hlynur ver frá Guðmundi og Fylkismenn fá boltann
|
| 13:45
|
| Fylkismenn bruna fram en dæmd á þá skref
|
| 13:57
|
| Aigars Lazdins með skot sem Hlynur ver
|
| 14:20
|
| Hreiðar með frábæra markvörslu og sendir boltann fram
|
| 14:30
| 5-8
| Andri Snær skorar úr hraðaupphlaupi
|
|
|
| Tíminn er stopp, verið að þurrka boltann
|
| 15:15
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Heimi Árnasyni en Fylkir fær aukakast
|
| 15:25
|
| Andri stöðvar Ásbjörn sem fær aukakast
|
| 15:50
| 6-8
| Arnar minnkar muninn með fínu skoti í stöng og inn
|
| 16:25
|
| Brotið á Andra Snær sem var kominn í fínt færi en aðeins dæmt aukakast.
|
| 17:11
|
| Brotið á Guðmundi, höndin er komin upp
|
| 17:15
|
| Einar Logi Friðjónsson er kominn inná og átti fínt skot sem Hlynur varði
|
| 17:45
| 7-8
| Aftur skorar Arnar eftir uppstökk
|
| 18:20
|
| Goran Gusic fer inn úr horninu en Hlynur ver og Fylkir heldur boltanum
|
| 19:03
|
| Andri Snær fær gult spjald, Fylkismenn fá aukakast
|
| 19:18
|
| Arnar Jón með skot framhjá
|
| 19:40
|
| Brotið á Herði Fannari
|
| 20:18
| 7-9
| Andri Snær skorar sitt fjórða mark úr þröngu færi í vinstra horninu
|
| 20:54
|
| Hreiðar ver frá Arnari, Akureyri með boltann
|
| 21:04
|
| Magnús Stefánsson með langskot sem Hlynur ver
|
| 21:15
| 8-9
| Heimir Örn skorar og minnkar muninn fyrir Fylki
|
| 21:45
| 8-10
| Einar Logi Friðjónsson skorar með þrumuskoti efst í vinkilinn
|
| 22:15
| 9-10
| Brynjar Hreinsson skorar úr vinstra horninu
|
| 22:35
| 10-10
| Ásbjörn kemst inn í sendingu og jafnar leikinn fyrir Fylki
|
| 23:05
|
| Einar Logi með skot sem er varið en fær aukakast
|
| 24:24
| 10-11
| Andri Snær skorar ótrúlegt mark úr vinstra horninu
|
| 24:55
|
| Hreiðar ver af línunni og Akureyri með boltann
|
| 25:05
| 10-12
| Hörður Fannar skorar úr hraðaupphlaupi
|
| 25:44
|
| Þorvaldur Þorvaldsson ver í vörninni skot frá Heimi
|
| 25:55
| 11-12
| Heimir stingur sér gegnum vörnina og skorar
|
| 26:10
|
| Einar Logi með fínt skot sem Hlynur varði og Fylkismenn halda boltanum
|
| 26:14
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver dauðafæri en Fylkir fær víti
|
| 26:20
|
| Eymar Kruger tekur vítið en dúndrar í stöngina og Þorvaldur nær boltanum
|
| 26:44
|
| Rúnar Sigtryggsson fer í gegn og fiskar víti
|
| 27:05
|
| Goran Gusic tekur vítið en Hlynur ver
|
| 27:44
| 12-12
| Eymar jafnar fyrir Fylki
|
| 28:05
| 12-13
| Hörður Fannar Sigþórsson skorar af línunni eftir góða sendingu frá Magnúsi
|
| 28:40
|
| Dæmt víti á Rúnar Sigtryggsson sem fær tveggja mínútna brottvísun fyrir vikið
|
|
|
| Hreiðar Levý ver vítið með tilþrifum
|
| 29:05
|
| Magnús Stefánsson brýtur á Arnari Jóni
|
|
| 13-13
| Ðuric jafnar eftir gegnumbrot
|
| 29:44
|
| Aigars Lazdins missir boltann
|
|
|
| Nei það var búið að biðja um leikhlé þannig að Akureyri heldur boltanum þegar leikurinn hefst á ný
|
| 30:00
|
| Fyrri hálfleik er lokið og þetta er búinn að vera fínn leikur
|
|
|
| Mörk: Andri 5, Hörður 3, Magnús 2, Einar Logi 1, Guðmundur 1 og Rúnar 1 Hreiðar með 14 skot varin, þar af 2 víti.
|
| 30:05
|
| Fylkismenn byrja seinni hálfleikinn, Akureyri verða einum færri í 20 sekúndur í viðbót.
|
| 30:27
|
| Brotið á Guðlaugi á línunni, Fylkir með aukakast
|
| 30:36
|
| Ásbjörn Stefánss skýtur framhjá í hægra horninu og Akureyri fær boltann
|
| 31:20
|
| Einar Logi með langskot sem Hlynur ver, Fylkir með boltann
|
| 31:52
|
| Hreiðar Levý ver frá Arnari Jóni en Fylkir nær frákastinu
|
| 31:56
| 14-13
| Arnar Jón skorar með góðu skoti fyrir utan
|
| 32:40
|
| Ásbjörn er kominn inn á í leikstjórnendahlutverkið. Brotið á Andra Snæ
|
| 32:50
|
| Einar Logi með skot eftir leikkerfi en Hlynur ver
|
| 33:20
| 14-14
| Magnús skorar eftir fínt kerfi
|
| 33:44
|
| Fylkismenn missa boltann í innkast
|
| 34:33
|
| Brotið á Ásbirni, Akureyri enn með boltann
|
| 34:46
| 14-15
| Magnús með glæsilegt sirkusmark
|
| 35:04
| 15-15
| Guðlaugur Arnarson svarar strax með marki af línunni fyrir Fylki
|
| 35:35
|
| Brotið á Andra Snæ
|
| 35:45
|
| Guðlaugur fær tveggja mínútna brottvísun eftir gróft brot á Magnúsi, sem fær þó bara aukakast
|
| 36:33
|
| Magnús með skot sem vörnin tekur, Fylkir fær boltann
|
| 36:45
|
| Boltinn dæmdur af Fylki
|
| 37:25
|
| Andri Snær fær víti en liggur meiddur eftir
|
| 37:26
| 15-16
| Goran Gusic skorar úr vítinu
|
| 38:16
|
| Hreiðar Levý með frábæra markvörslu af línunni
|
| 39:17
|
| Ásbjörn með skot sem Hlynur ver auðveldlega
|
| 39:20
| 16-16
| Arnar Jón skorar sitt fjórða mark
|
| 39:49
|
| Fylkisvörnin ver skot Einars Loga og þeir geysast í sókn
|
| 40:00
|
| Heimir Örn fær víti fyrir Fylki
|
| 40:10
| 17-16
| Hreiðar Levý hálfvarði vítið en boltinn lak í markið
|
| 40:50
| 17-17
| Andri Snær með sjötta markið sitt, að þessu sinni með uppstökki
|
| 41:00
|
| Heimir Örn skýtur yfir
|
| 41:10
|
| Dæmd lína á Þorvald
|
| 41:30
| 18-17
| Arnar Jón skorar eftir hraða sókn
|
| 42:15
|
| Andri Snær með skot framhjá úr vinstra horninu
|
| 42:27
|
| Brynjar með skot í stöng og Akureyri fær boltann
|
| 42:33
|
| Fylkismenn fiska vafasaman ruðning á Aigars
|
| 43:14
|
| Hreiðar Levý ver frá Arnari Jóni en Fylkir fær innkast
|
| 43:25
| 19-17
| Arnar Jón með gott mark fyrir utan
|
| 43:54
| 19-18
| Jankovic með gott mark úr hægra horninu
|
| 44:20
|
| Fylkir með skot í stöng, Akureyri nær boltanum
|
| 45:16
|
| Rúnar með skot sem vörnin tekur
|
| 46:16
|
| Arnar Jón með skot í þverslá, Akureyri nær boltanum
|
| 46:20
| 19-19
| Andri Snær langfyrstur fram og skorar
|
| 46:32
|
| Fylkismenn missa boltann
|
|
|
| Þorvaldur með fína rispu en Hlynur ver, dæmt aukakast
|
| 47:18
|
| Goran Gusic með gott skot fyrir utan en Hlynur ver
|
| 47:28
|
| Hreiðar Levý með fína vörslu og Valdi blakar boltanum í horn á síðustu stundu
|
| 47:54
| 20-19
| Ðuric skorar fyrir utan, þetta mark verður að skrifast á vörnina
|
| 48:20
|
| Magnús með skot sem vörnin tekur
|
| 48:25
| 21-19
| Fylkismenn skora úr hraðaupphlaupi í kjölfarið
|
|
|
| Sveinbjörn er kominn í markið sem vekur furðu því að Hreiðar er búinn að standa sig frábærlega í leiknum
|
| 48:52
|
| Magnús fær þungt högg og liggur í gólfinu en Guðlaugi er vísað af velli í tvær mínútur
|
| 49:12
|
| Jankovic fiskar víti í hægra horninu
|
|
|
| Hlynur ver vítið frá Goran
|
| 50:40
|
| Fylkir fær hornkast
|
| 50:45
| 22-19
| Arnar Jón skorar með þrumuskoti sem er utan við þriggja stiga línuna á körfuboltavellinum
|
| 51:40
| 22-20
| Magnús skorar með góðu undirhandarskoti
|
| 52:04
| 23-20
| Eymar skorar ódýrt mark algjörlega upp úr engu
|
|
|
| Hreiðar kemur aftur í markið!
|
| 52:24
|
| Dæmd skref á Goran
|
| 52:53
|
| Hreiðar Levý ver en Fylkir nær frákastinu
|
| 52:55
|
| Boltinn dæmdur af Fylkismönnum
|
| 53:08
|
| Misheppnuð sending og Fylkismenn ná boltanum
|
| 53:15
|
| Hreiðar Levý ver frá Ðuric
|
| 53:50
| 23-21
| Goran Gusic með gott mark eftir gegnumbrot
|
| 54:30
|
| Arnar Jón með skot í stöng, Akureyri á innkastið
|
| 55:20
|
| Hlynur ver frá Jankovic í hægra horninu
|
| 55:25
| 24-21
| Brynjar skorar úr hraðaupphlaupi
|
| 55:35
|
| Fylkismenn komast inn í sendingu, það gengur ekkert upp þessa stundina
|
| 56:00
| 25-21
| Heimir Örn stingur sér gegnum vörnina og skorar
|
|
|
| Akureyri tekur leikhlé
|
| 56:35
|
| Dæmdur fótur á Einar Loga
|
| 56:38
| 26-21
| Hreinn Hauksson skorar úr hraðaupphlaupi fyrir Fylki
|
| 57:20
| 26-22
| Andri Snær skorar úr þröngu færi úr vinstra horninu eftir góða sendingu frá Guðmundi Hermanns
|
| 57:40
|
| Hreiðar Levý ver en Fylkir fær aukakast
|
| 58:00
|
| Hreiðar Levý ver en það var dæmd lína á Arnar Jón sem var kominn einn í gegn
|
| 58:17
|
| Guðmundur brýst í gegn og fær víti
|
| 58:23
| 26-23
| Hörður Fannar skorar örugglega úr vítinu
|
| 58:44
| 27-23
| Ásbjörn skorar af línunni fyrir Fylki
|
| 58:55
| 28-23
| Haukur Sigurvinsson skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Akureyri missir boltann
|
| 59:30
|
| Guðmundur með skot sem vörnin tekur og Fylkismenn bruna fram
|
| 59:40
| 29-23
| Brynjar Hreinsson skorar úr hraðaupphlaupi
|
| 60:00
|
| Leiknum er lokið. Síðasta korterið var ekki nógu gott hjá liðinu í dag og því ósigur staðreynd.
|
|
|
| Mörk (víti): Andri 8, Magnús 5, Hörður 4 (1), Goran 2 (1), Einar Logi 1, Guðmundur 1, Jankovic 1 og Rúnar 1 Hreiðar með 22 skot varin, þar af 2 víti.
|