Tími | Staða | Skýring |
|
| Velkomin í Beina Lýsingu frá leik HK og Akureyrar í 14. umferð DHL deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 16:00.
|
|
| Það er einungis kortér í leikinn
|
|
| Það er farið að styttast ógurlega í leikinn, hvernig verður spilamennska Akureyrar í dag?
|
|
| Liðin eru komin á völlinn og eru að takast í hendur
|
|
| Andri, Rúnar, Goran, Höddi, Valdi, Einar Logi og Hreiðar munu byrja leikinn fyrir Akureyri
|
|
| HK mun byrja með boltann
|
|
| Leikurinn fer alveg að byrja
|
00:01
|
| Leikurinn er hafinn
|
00:26
|
| Þorvaldur fær gult spjald
|
00:45
|
| Höndin var komin upp og Valdimar Þórsson skýtur framhjá
|
00:55
|
| Einar Logi skýtur framhjá
|
01:03
|
| Hreiðar Levý ver úr dauðafæri, Akureyri með boltann
|
01:23
|
| Andri Snær skýtur framhjá en Akureyri fær horn
|
01:45
|
| Rúnar skýtur og Petkevicus ver, HK með boltann
|
02:05
| 1-0
| Brynjar skorar fyrir HK
|
02:25
| 1-1
| Magnús skorar eftir gegnumbrot
|
02:45
|
| Andri Snær brýtur á HK, aukakast
|
02:55
|
| Akureyri með boltann, Strasdaz skaut framhjá
|
03:05
|
| Petkevicius greip frá Rúnari
|
03:21
|
| Skref á HK og Akureyri með boltann, HK spilar 6-0 vörn
|
03:45
| 1-2
| Hörður Fannar skorar með langskoti
|
04:18
|
| Einar Logi brýtur af sér, aukakast
|
04:30
|
| Hreiðar Levý ver dauðafæri og Akureyri með boltann
|
04:55
| 1-3
| Goran Gusic með mark fyrir utan! Glæsilegt!
|
05:19
|
| HK enn með boltann
|
05:29
| 2-3
| Strasdaz skorar eftir gegnumbrot
|
06:09
|
| Einar Logi klikkar, HK með boltann
|
06:24
|
| Hreiðar Levý ver glæsilega
|
06:37
| 2-4
| Einar Logi skorar flott mark
|
07:00
|
| Hörður Fannar fær gult spjald, HK enn með boltann
|
07:04
|
| Tíminn er stopp, verið að þurrka
|
|
| Vörnin hefur verið að opnast hjá Akureyri en Hreiðar hefur verið að verja vel
|
07:17
|
| Valdimar Þórsson skýtur í slá, Goran fer í hraðaupphlaup og fiskar víti
|
07:37
|
| Goran klikkar vítinu eftir langan tíma
|
08:05
| 3-4
| Ragnar Hjaltested skorar fyrir HK
|
08:40
| 4-4
| Einar Logi klikkar og HK skorar Ragnar Hjaltested gerði það
|
09:05
| 4-5
| Magnús með mark fyrir utan
|
09:05
|
| Hörður Fannar meiddist eitthvað í marki Magga og fer útaf, Aigars kemur inn í hans stað
|
09:06
|
| Leikurinn hafinn að nýju
|
09:25
|
| Hreiðar Levý ver dauðafæri af línunni, Akureyri með boltann
|
09:38
|
| Einar Logi reynir, en brotið á honum, gult spjald á HK
|
09:40
|
| Tíminn er stopp, Einar Logi liggur meiddur eftir
|
09:40
|
| Sigurður Brynjar kemur inn í stað Einars Loga
|
09:52
|
| Goran Gusic klikkar fyrir utan, HK með boltann, Petkevicius varði auðveldlega
|
10:27
|
| Akureyri með boltann eftir að HK missti hann
|
10:37
|
| Akureyri að stilla upp í sókn eftir að seinni bylgjan skilaði ekki færi
|
10:40
|
| Tíminn stopp, dómararnir að ræða við þjálfarateymi HK
|
10:55
|
| Magnús með skot fyrir utan, það var varið og HK með boltann
|
11:28
| 5-5
| HK skorar eftir erfiða sókn hjá þeim
|
12:00
| 5-6
| Magnús skorar eftir gegnumbrot
|
12:21
| 6-6
| Valdimar Þórsson skorar fyrir utan, enginn fór út í hann og hann skoraði því auðvelt mark
|
12:45
|
| Brotið á Þorvaldi, Einar Logi og Hörður Fannar enn útaf
|
13:02
|
| Magnús klikkar eftir gegnumbrot
|
13:09
| 7-6
| HK kemst yfir, Sigurður Brynjar fer útaf og Einar Logi kemur aftur inn
|
13:37
| 7-7
| Goran Gusic skorar eftir flotta stimplun
|
14:10
|
| Hreiðar Levý ver og Akureyri fær boltann
|
14:20
|
| Einar Logi reynir en brotið er á honum
|
14:22
|
| Hörður Fannar kemur aftur inn á eftir smá meiðsli
|
14:47
|
| Brotið á Rúnari, tíminn er stopp
|
14:59
|
| Brotið á Magnúsi
|
15:07
| 7-8
| Rúnar skorar með þrumuskoti fyrir utan
|
15:30
|
| HK er enn með boltann
|
15:49
|
| HK er enn með boltann
|
16:03
|
| Strasdaz með mislukkað skot fyrir utan, Akureyri með boltann, skotið fór yfir
|
16:27
|
| Petkevicius ver frá Magnúsi, HK með boltann
|
16:40
|
| Hörður Fannar brýtur á Valdimar Þórssyni
|
17:05
|
| Höndin er komin upp
|
17:14
|
| Hreiðar Levý ver enn og aftur af línunni, Akureyri með boltann
|
17:27
|
| Einar Logi með skot fyrir utan en vörn HK ver
|
17:42
| 8-8
| Sigurgeir skorar fyrir HK og jafnar
|
18:10
|
| Brotið á Einari Loga og tíminn er stopp
|
18:25
|
| Petkevicius ver skot Rúnars fyrir utan
|
18:37
|
| Hreiðar Levý ver ótrúlega og Akureyri með boltann
|
18:42
|
| Ruðningur dæmdur á Rúnar
|
18:59
|
| Valdimar Þórsson skorar leikhlé
|
19:09
| 9-8
| Sævar Árnason tekur leikhlé fyrir Akureyri
|
|
| Hreiðar Levý hefur verið að verja ótrúlega í leiknum en leikurinn fer að hefjast að nýju
|
19:10
|
| Sigurður Brynjar kemur aftur inn fyrir Einar Loga sem hefur ekki átt sinn besta leik
|
19:24
|
| Brotið á Goran Gusic
|
19:34
|
| Goran Gusic fiskar vítakast
|
|
| Guðmundur mun taka vítið
|
19:59
|
| Tíminn loksins stöðvaður, en Goran lá eftir, Friðrik Sæmundur Sigfússon hlúar að honum
|
20:00
|
| Guðmundur klikkar en Petkevicius varði og HK með boltann
|
20:25
|
| HK missir boltann en þeir stigu útaf vellinum með boltann, mjög klaufalegt
|
20:53
|
| Aigars fiskar vítakast
|
|
| Goran Gusic mun taka það
|
21:07
|
| Goran Gusic klikkar og HK með boltann, skelfilegt
|
21:53
|
| HK fær vítakast, eftir klafs á línunni
|
21:54
| 10-8
| Valdimar Þórsson skorar framhjá Hreiðari Levý
|
22:25
|
| Brotið á Aigars
|
22:35
|
| Rúnar reynir en brotið á honum
|
22:47
|
| Lína dæmd á Sigurð Brynjar
|
22:55
|
| Skref dæmd á Valdimar Þórsson
|
23:14
|
| Fótur dæmdur á Aigars
|
23:26
|
| Þorvaldur brýtur á nafna sínum Þórssyni
|
23:39
|
| Andri Snær stöðvar sókn HK sem var að byggjast upp
|
24:01
|
| Þorvaldur fær 2 mínútur
|
24:15
| 11-8
| Brendan skorar fyrir HK af línunni
|
24:22
|
| Brotið á Guðmundi sem er kominn inná
|
25:00
|
| Andri Snær reynir en brotið á honum
|
25:10
|
| Einar Logi skýtur en Petkevicius ver
|
25:18
| 12-8
| Strasdaz skorar úr seinni bylgju
|
25:49
|
| Magnús fær boltann og fiskar víti, 2 mínútna brottvísun á HK
|
25:49
|
| Aigars mun taka það
|
25:53
|
| Petkevicius ver enn og aftur nú frá Aigars
|
26:22
|
| Hreiðar Levý ver vel fyrir utan og Akureyri með boltann
|
26:47
| 12-9
| Magnús skorar eftir góða stimplun frá Aigars
|
27:19
| 13-9
| Valdimar Þórsson skorar fyrir utan, Akureyri spilar nú 5-1 vörn
|
27:33
|
| Goran Gusic klikkar dauðafæri í horninu eftir gott spil
|
28:11
| 14-9
| Valdimar Þórsson skorar enn fyrir utan
|
28:32
|
| Einar Logi reynir en brotið á honum
|
28:50
| 15-9
| Guðmundur með ömurlega sendingu og Strasdaz skorar úr hraðaupphlaupi
|
29:18
| 15-10
| Einar Logi skorar fyrir utan
|
29:35
|
| HK tekur leikhlé
|
|
| Skelfing að Akureyri sé búið að klikka fjórum vítum í leiknum
|
|
| Akureyri leiddi 7-8 en HK fór þá í 12-8
|
29:36
|
| HK hefur hafið leikinn að nýju
|
29:51
|
| Brotið á Valdimar Þórssyni
|
30:00
|
| Valdimar skýtur yfir, tíminn búinn
|
|
| Hálfleikstölur eru því 15-10 fyrir HK
|
|
| Tölfræði er á leiðinni
|
|
| Mörk/skot Magnús 4/8, Goran 2/4 (0/2 víti), Einar Logi 2/7, Hörður Fannar 1/1, Rúnar 1/4, Andri Snær 0/1, Aigars 0/1, Guðmundur 0/1
|
|
| Varin skot/mörk á sig Hreiðar Levý 10/15
|
|
| Tekst Akureyri að koma til baka og sigra leikinn?
|
|
| Hreiðar Levý hefur verið ákaflega öflugur í dag en vítanýting Akureyrar er ömurleg 0/4
|
30:01
|
| Akureyri hefur hafið síðari hálfleikinn
|
30:20
|
| Einar Logi reynir en brotið er á honum
|
30:38
|
| Höndin komin upp
|
30:50
|
| Rúnar skýtur framhjá
|
31:05
|
| HK að byggja upp sókn sína
|
31:23
|
| Hreiðar Levý ver skot en HK fær innkast
|
31:47
| 16-10
| Brynjar skorar úr horninu fyrir HK
|
32:01
|
| Akureyri í sókn
|
32:06
|
| Rúnar glatar boltanum, mjög slysalegt
|
32:39
| 17-10
| HK er enn og aftur að skora
|
32:43
|
| 2 mínútna brottvísun á HK
|
33:04
| 17-11
| Jankovic skorar í horninu
|
33:47
|
| HK fær aukakst
|
33:58
| 18-11
| Gunnar skorar fyrir HK
|
34:13
|
| Ruðningur dæmdur á Magnús
|
34:21
|
| Hörður Fannar stelur boltanum
|
34:44
|
| Akureyri fær vítakast
|
34:51
|
| Petkevicius ver frá Andra Snæ, Akureyri þó með boltann
|
35:07
|
| Akureyri enn með boltann
|
35:19
| 18-12
| Magnús skorar með góðu skoti
|
35:29
| 19-12
| Valdimar Þórsson skorar
|
35:55
|
| Einar Logi næstum því búinn að glata boltanum en Hörður bjargar
|
36:18
|
| Magnús klikkar og HK með boltann
|
36:31
| 20-12
| Rúnar var með boltann en missti hann og HK skorar auðvelt mark
|
36:57
|
| Einar Logi með skot og Akureyri fær horn
|
37:20
|
| Brotið á Aigars
|
37:30
|
| Einar Logi með skot en Petkevicius ver og HK með boltann
|
37:34
|
| Akureyri farið í 5-1 vörn með Andra Snæ fyrir framan
|
38:20
|
| Akureyri fékk boltann en Andri Snær klikkaði í horninu, en Akureyri heldur boltanum
|
38:24
|
| Rúnar fer útaf
|
38:55
|
| Akureyri fær innkast, höndin komin upp
|
39:10
|
| Brotið á Einari Loga
|
39:20
|
| Einar Logi með skot í slá, Aigars nær boltanum
|
39:25
|
| Aigars fær dæmdan á sig ruðning
|
39:30
|
| HK að leggja í sókn
|
39:42
| 21-12
| Gunnar Jónsson skorar fyrir HK, 9 marka munur
|
40:00
|
| Sveinbjörn kemur inn fyrir Hreiðar Levý
|
40:12
|
| Guðmundur reynir en brotið er á honum
|
40:30
|
| Guðmundur klikkar, HK fer upp og fær vítakast
|
40:31
|
| Magnús fær 2 mínútur
|
40:34
| 22-12
| Valdimar Þórsson skorar, 10 marka munur
|
41:07
| 22-13
| Andri Snær skorar úr horninu
|
41:11
|
| Áhangendur Akureyrar eru ekki hrifnir af spilamennsku liðsins
|
41:30
|
| Fótur dæmdur á HK, Akureyri með boltann
|
41:50
|
| Andri Snær missir boltann en hann reyndi sendingu inn á línuna
|
42:01
| 23-13
| Valdimar Þórsson skorar fyrir utan
|
42:27
|
| Brotið á Einari Loga
|
42:40
|
| Jankovic klikkar í horninu, Akureyri með boltann
|
43:10
| 24-13
| Valdimar Þórsson skorar enn og aftur fyrir utan fyrir HK, mark númer 10 hjá Valdimar Þórssyni
|
43:30
| 24-14
| Magnús með mark fyrir utan
|
44:02
|
| Ruðningur dæmdur á HK, Akureyri með boltann
|
44:22
|
| Brotið á Einari Loga
|
44:30
|
| Einar Logi missir boltann
|
44:32
|
| HK fær vítakast eftir hraða sókn HK, Magnús fær 2 mínútur, þvílík skelfing
|
44:37
| 25-14
| Valdimar Þórsson skorar úr vítinu
|
45:08
| 26-14
| Ragnar Hjaltested skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Jankovic missti boltann
|
45:50
|
| Einar Logi reynir en brotið er á honum
|
45:57
|
| Jankovic lætur verja frá sér í horninu og HK með boltann
|
46:37
|
| Sveinbjörn ver en HK heldur boltanum
|
46:46
| 27-14
| Valdimar Þórsson er að standa sig vel á þessari skotæfingu sinni, enn eitt markið
|
47:14
|
| Aigars fiskar vítakast
|
47:15
| 27-15
| Magnús skorar úr vítinu! Hvað er að gerast?
|
|
| Kviknar eitthvað líf í Akureyri við vítakastsmarkið?
|
47:38
|
| Ruðningur dæmdur á HK
|
48:53
|
| Magnús fiskar vítakast eftir langa sókn
|
49:10
| 27-16
| Magnús skorar sjálfur úr vítinu
|
49:35
| 28-16
| Brendan skorar af línunni fyrir HK
|
49:45
| 28-17
| Magnús svarar strax
|
50:18
| 29-17
| Valdimar Þórsson skorar með afar lausu skoti fyrir utan
|
50:27
|
| Magnús fær dæmt á sig skref
|
51:03
|
| Sveinbjörn ver frá Valdimar Þórssyni
|
51:16
|
| Einar Logi reynir og enn og aftur er brotið á honum
|
51:36
|
| Einar Logi reynir og brotið er á honum
|
51:49
| 29-18
| Magnús skorar fyrir utan, hann er eini maðurinn á lífi í liði Akureyrar
|
52:12
|
| Sveinbjörn ver með andlitinu og Akureyri með boltann
|
52:22
|
| Magnús fær dæmt á sig skref
|
52:55
| 30-18
| Laus haus tekinn á Sveinbjörn og HK komið í 30-18
|
53:02
|
| Rúnar kemur inn í sóknina á nýjan leik
|
53:30
|
| Brotið á Aigars
|
53:42
| 30-19
| Magnús skorar eftir sendingu frá Aigars
|
54:01
|
| Ragnar Snær Njálsson kemur inn í lið HK
|
54:03
|
| HK fær víti eftir sendingu frá Ragnari Snæ
|
54:26
|
| HK skjóta yfir í vítinu, þetta var ekki Valdimar
|
54:40
|
| Petkevicius ver frá Goran Gusic
|
54:53
|
| Sveinbjörn ver og Akureyri með boltann
|
55:03
| 30-20
| Magnús skorar enn og aftur fyrir Akureyri
|
55:30
|
| Ragnar Snær klikkar skoti fyrir HK
|
55:42
|
| Hörður Fannar klikkar á línunni og HK fær boltann
|
56:10
|
| Brotið á Ragnari Snæ
|
56:24
| 31-20
| Bjarki skorar fyrir HK
|
56:50
| 31-21
| Andri Snær skorar í horninu eftir sendingu frá Magnúsi
|
57:04
|
| HK að spila boltanum á milli sín
|
57:34
|
| Sveinbjörn ver frá Ragnari Snæ
|
57:40
|
| Petkevicius tekur boltann eftir langa sendingu frá Rúnari
|
57:57
|
| Ragnar Snær fiskaði víti fyrir HK en skaut framhjá!
|
58:22
|
| Akureyri fær aukakast
|
58:32
|
| Andri Snær fiskar víti sem Maggi mun taka
|
58:35
| 31-22
| Magnús skorar með spinner úr vítinu
|
59:26
|
| Andri Snær klikkar hraðaupphlaupi en Akureyri heldur þó boltanum
|
60:00
| 31-23
| Magnús skorar á lokasekúndunum
|
|
| Magnús var markahæstur með 14 mörk í liði Akureyrar, tölfræði kemur ekki
|
|
| Skelfileg frammistaða hjá Akureyri í dag
|