Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2008-09

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
N1 deildin - Íþróttahöllin 23. október kl. 19:30
Akureyri
 
Valur
0
-
0
00:00
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Bikarmeistara Vals og Akureyrar Handboltafélags. Valur er efst í deildinni fyrir leikinn á meðan Akureyri er í 2.-3. sæti


Tími   Staða   Skýring
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Bikarmeistara Vals og Akureyrar Handboltafélags. Valur er efst í deildinni fyrir leikinn á meðan Akureyri er í 2.-3. sæti
Hópur Vals:
Markverðir: Ólafur Haukur Gíslason og Pálmar Pétursson
Útileikmenn: Orri Freyr Gíslason, Sigfús Páll Sigfússon, Hjalti Pálmason, Anton Rúnarsson, Gunnar Harðarson, Ingvar Árnason, Sigurður Eggertsson, Elvar Friðriksson, Arnór Þór Gunnarsson Malmquist, Sigfús Sigurðsson, Baldvin Þorsteinsson og Arnar Sveinn Geirsson
Hópur Akureyrar:
Markverðir: Hafþór Einarsson og Jesper Sjögren
Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Gústaf Línberg Kristjánsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Atli Ævar Ingólfsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Elfar Halldórsson, Oddur Gretarsson, Hreinn Þór Hauksson, Rúnar Sigtryggsson, Árni Þór Sigtryggsson, Jónatan Þór Magnússon og Hörður Fannar Sigþórsson
Dómarar í kvöld eru þeir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson
Það er um það bil kortér í leikinn og nú þegar er fínn fjöldi áhorfenda mættur. Helgi og hljóðfæraleikararnir skemmta fólki með ljúfum tónum
Hvað gerist í kvöld? Valur er á toppi deildarinnar með 8 stig en Akureyri er með 6 stig. Akureyri getur því með sigri tyllt sér á toppi deildarinnar
Leikmenn liðanna eru að koma inn á völlinn
Stefán Gunnlaugsson, formaður KA, er nú að flytja ávarp til minningar um Harald M. Sigurðsson. Hann lést í síðustu viku en hann átti stóran þátt í því að gera íþróttamál bæjarins betri. Fram fer einnar mínútu þögn á eftir til heiðurs minningar hans
Verið er að kynna liðin, Akureyringurinn Arnór Þór á afmæli í dag og fékk blómvönd frá Akureyri Handboltafélagi
Búið er að kynna liðin, leikurinn fer alveg að hefjast
Akureyri byrjar með boltann
0:01 Leikurinn er hafinn, Akureyri í sókn
0:21 Árni með skot sem er varið, Valur í sókn
0:39 Tíminn er stopp, verið að þurrka af boltanum
0:52 0-1 Ingvar skorar af línunni
1:21  Andri Snær brýst í gegn en fær aðeins aukakast, gult spjald á Baldvin
1:53 0-2 Baldvin stelur boltanum og skorar
2:06 Akureyri fer af stað í sókn
2:34 1-2 Hörður Fannar skorar af línunni eftir sendingu frá Árna
3:03 1-3 Elvar skorar fyrir Val
3:17 2-3 Oddur skorar eftir að hann náði frákasti
3:43 Andri Snær stöðvar Siffa, Valur í sókn
3:58 Hafþór ver vel og Akureyri í sókn
4:10 Heiðar Þór klikkar í fínu færi
4:23 Baldvin fær aukakast, Valur í sókn
4:45 2-4 Siffi labbar í gegnum vörnina og skorar auðveldlega fyrir Val
5:17 2-5 Elvar stal boltanum og Baldvin skoraði fyrir Val
5:31 3-5 Andri Snær brýst í gegnum vörnina og skorar
6:05 Valur fær aukakast, brotið á Sigfúsi Sigurðssyni
6:20 Aftur brotið á Sigfúsi
6:36 Hafþór ver og Akureyri í sókn
6:47 Hörður Fannar klikkar hinsvegar í dauðafæri og Valsmenn með boltann
7:14 3-6 Siffi kemst í gegn og skorar fyrir Valsmenn, Hafþór þó nálægt því að verja
7:41 Andri Snær fær vítakast, Elvar braut á honum
7:59 4-6 Jónatan skorar úr vítinu framhjá Ólafi
8:32 Valsmenn með skot sem vörnin ver, Valur heldur boltanum
8:49 Brotið á Ingvari á línunni, Valur því enn með boltann
9:05 Hafþór ver og Akureyri fer af stað í sókn
9:21 Andri Snær reyndi að fara í gegn en hann var stöðvaður
9:43 Andri Snær fær dæmd á sig skref, Valsmenn því með boltann
10:14 Árni ver skot frá Sigurði Eggertssyni, Valur heldur boltanum
10:34 5-6  Oddur skorar og Sigurður Eggertsson, Valsmaður, fær tveggja mínútna brottvísun fyrir að slá Heiðar í andlitið
11:01 Arnór reynir en Rúnar stöðvar hann, Valur í sókn
11:20 Akureyri stal boltanum en lína dæmd á Hörð, Valsmenn því aftur með boltann
11:46  Heiðar Þór með mjög klaufalegt brot á Siffa og hann uppsker tveggja mínútna brottvísun
12:23 Elvar með skot framhjá, Akureyri leggur af stað í sókn
12:50 Brotið á Herði Fannari
13:09 Jónatan með skot sem Ólafur ver, Valsmenn því með boltann
13:32 Oddur stelur boltanum
13:40 6-6 Rúnar skorar úr hraðaupphlaupi!
14:03 Sigurður Eggertsson er stöðvaður, Valsmenn með boltann
14:17 Valur fær aukakast, frábær barátta í Akureyringum núna
14:36 6-7 Sigurður Eggertsson með þrumufleyg sem Hafþór réð engan veginn við
15:06 Árni með slaka sendingu en lína dæmd á Valsmenn, Akureyri því heppnir að vera með boltann
15:23 Andri Snær fær dæmdan á sig ruðning, þetta var ansi tæpur dómur. Arnór Valsari liggur eitthvað eftir
15:24 Leikurinn er hafinn á ný
15:49 6-8 Ingvar hafði heppnina með sér og náði lausum bolta, hann vippaði svo auðveldlega yfir Hafþór
16:21 Árni með skot sem er varið
16:37 Oddur stöðvar Baldvin, Valur með boltann
16:52 6-9 Hjalti skorar mark fyrir utan fyrir Valsmenn
17:13 Hörður Fannar fær aukakast, en hann var sleginn í andlitið. Það fer þó enginn útaf í þetta skiptið
17:31 Jónatan lætur Ólaf verja frá sér
17:41 Hafþór ver hinsvegar glæsilega hinum megin og Akureyri með boltann
17:55  Baldvin Þorsteinsson fær tveggja mínútna brottvísun. Akureyri er því einum fleiri
18:09 Árni dripplar boltanum í löppina á sér, Valur því í sókn
18:35 Hreinn stoppar Sigurð Eggertsson
18:49 Hafþór ver frá Siffa, Akureyri í sókn
19:20 7-9 Árni skorar úr góðu færi sem myndaðist eftir að boltinn gekk vel á milli manna
19:54 Ruðningur dæmdur á Siffa, Akureyri með boltann
20:06 Jónatan ákveður að róa leikinn niður
20:29 Jónatan skýtur framhjá, Valur með boltann
20:39 7-10 Arnór Þór skorar fyrir Val
21:03 8-10 Hörður Fannar skorar af línunni
21:14 Hreinn með frábæra vörn, stoppar Baldvin
21:31 Sigurður Eggertsson skýtur himin hátt yfir, Akureyri með boltann
21:54 Árni fær aukakast
22:01 9-10 Gústaf brýst í gegn og skorar gott mark
22:16 Það kviknar í áhorfendum við þetta
22:32 Rúnar ver skot í hávörn, Valur í sókn
22:53 Akureyri nær boltanum
23:13 Gústaf fær aukakast, Akureyri því enn í sókn
23:27 10-10 Andri Snær skýtur fyrir utan og skorar!
23:50  Siffi reynir að komast í gegn, fær aukakast og Hörður Fannar fær gult spjald
24:11 Elvar með skot yfir, Akureyri með boltann
24:23 11-10 Oddur skorar úr hægra horninu
24:36 Valsmenn taka leikhlé, áhorfendur láta vel í sér heyra
24:36 Það eru það margir í Höllinni að það er búið að koma fyrir stólum fyrir framan stúkuna!
24:36 Þetta er því besta mæting í vetur!
24:36 Valsmenn hefja leikinn að nýju
24:54 Hafþór ver frá Siffa, Akureyri í sókn
25:24 12-10 Árni brýst í gegn og skorar!
25:45 Valsmenn reyna að koma boltanum inn á línuna en það er stöðvað, Valur enn í sókn
26:02 Ruðningur dæmdur á Valsmenn
26:18 Áhorfendur láta vel í sér heyra en dómarapar leiksins stöðvaði hraðaupphlaup Akureyrar
26:42 Árni reynir en Sigfús stöðvar hann
26:55 Gústaf fær nú aukakast, var hálfpartinn kominn framhjá Baldvin
27:12 Valsmenn ná boltanum
27:40 Gústaf stöðvar Siffa, Valsmenn eiga aukakast
27:53 12-11 Arnór með gólfskot sem Hafþór réð ekki við, munurinn því eitt mark
28:21 Árni fær aukakast
28:38 12-12 Arnór jafnar fyrir Valsmenn, áhorfendur telja að brotið hafi verið á Herði Fannari en dómarar leiksins voru á öðru máli
29:10 Hörður Fannar klikkar af línunni, Valsmenn í sókn
29:22 Baldvin keyrir á Odd, en fær aukakast, Oddur liggur meiddur eftir
29:22 Hann stendur þó upp og heldur áfram
29:42 Oddur nálægt því að stela boltanum
29:51 Hafþór ver glæsilega og Akureyri tekur leikhlé
29:51 Tekst Akureyri að skora síðasta mark hálfleiksins og fara með forystu í síðari hálfleikinn?
29:51 Hafþór hefur leikinn að nýju
29:52 Leikurinn er stöðvaður strax aftur og verið er að þurrka bleytu af gólfinu
30:00 Jónatan með mislukkað skot, staðan er því 12-12 í hálfleik
30:00 Eftir smá erfiðleika til að byrja með hefur Akureyrarliðið náð að sýna fína takta og er aldrei að vita hvað gerist í síðari hálfleik
30:00 Það er flott stemmning í Höllinni og getur það farið langt með að hjálpa Akureyri í að leggja sterkt lið Vals að velli
30:00 Haukar eru að leiða 12-11 gegn Fram í hálfleik, en leikur liðanna fer fram á sama tíma
30:00 Eins og kom fram áðan þá hafa aldrei mætt jafn margir áhorfendur í Höllina í vetur, það er búið að koma aukastólum fyrir í Höllinni til að koma fleirum fyrir. Að auki láta áhorfendur vel í sér heyra, þannig að þetta er bara frábært
30:00 Valsmenn hafa hafið síðari hálfleikinn
30:16 Hafþór ver og Akureyri með boltann
30:51 Hörður Fannar fær aukakast
31:08 Andri Snær skýtur í jörðina og yfir af línunni
31:20 Hafþór ver aftur og Akureyri með boltann
31:28 Árni fær aukakast og Akureyri byggir upp sókn
31:57 Boltinn dæmdur af Akureyri
32:09 Valsmenn fá aukakast
32:25 Siffi með skot sem bæði vörnin og Hafþór verja
32:36 Árni fær svo aukakast, þannig að Akureyri heldur boltanum
33:02 Heiðar Þór með skot sem er varið, en dæmd eru svo skref á Arnór valsmann
33:20 Hinsvegar skýtur Akureyri framhjá og Valur er aftur með boltann
33:52 13-12 Oddur skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Rúnar hafði stolið boltanum
34:22  Heiðar Þór fær tveggja mínútna brottvísun
34:35 Oddur kastar sér á boltann og Akureyri því í sókn
35:07 14-12 Árni skorar sirkusmark eftir sendingu frá Andra Snæ
35:12 Árni liggur eftir, enda fékk hann þungt högg
35:12 Árni heldur áfram eftir góðan skammt af kælispreyi
35:27 14-13 Hjalti skorar fyrir utan fyrir Valsmenn
36:03 Oddur fær aukakast
36:11 15-13 Oddur skorar svo lúmskt mark!
36:19 Hafþór ver og Akureyri með boltann en Hjalti liggur eftir
36:20 Hafþór hefur leikinn að nýju, Akureyri með boltann
36:43 15-14 Arnór Þór skorar eftir að Jónatan hafði glatað boltanum
36:51  Elfar fær 2 mínútur í liði Akureyrar
37:10 Heiðar Þór klikkar dauðafæri en fær vítakast, Andri tekur það
37:15 16-14 Andri Snær skorar af miklu öryggi
37:41 Brotið á Siffa, Akureyri er enn einum færri
37:55 Sigurður Eggertsson fer í gegn og færi víti eftir að Rúnar Sigtryggsson hafði brotið á honum
37:58 Hafþór ver vítið hinsvegar að sjálfsögðu! Haffi er búinn að vera stórkostlegur í upphafi síðari hálfleiks
38:20 Oddur klikkar í hægra horninu
38:33 16-15 Hjalti skorar fyrir Valsmenn og minnkar muninn
39:08  Andri Snær ræðst á vörnina og Baldvin fær tveggja mínútna brottvísun, Akureyri er því einum fleiri
39:17 Árni með skot framhjá, Valur með boltann
39:49 Siffi er stöðvaður, Valur með boltann
40:06  Andri Snær fær tveggja mínútna brottvísun
40:17 16-16 Arnór Þór skorar fyrir utan
40:41 17-16 Oddur skorar eftir frábæra stimplun hjá leikmönnum Akureyrar
41:03 Hreinn stöðvar Arnór, Valur með boltann
41:14 Hafþór ver enn og aftur, Akureyri með boltann
41:46 Heiðar Þór klikkar í horninu
42:01 Oddur stelur boltanum en kemur með slaka sendingu, Valur því aftur í sókn
42:21 Brotið á Orra, Valur í sókn
42:35 Þorvaldur með góða hávörn, Akureyri í sókn
42:50 Ólafur í marki Vals er þó snöggur að kvitta fyrir og Valsmenn eru aftur komnir með boltann
43:08 17-17 Sigurður Eggertsson jafnar eftir gegnumbrot
43:24 Gústaf við það að komast í gegn en það er brotið á honum, verið að þurrka gólfið
43:45 18-17 Þorvaldur skorar af línunni eftir sendingu frá Árna
43:56 Hafþór ver glæsilega en Ingvar nær frákastinu og Valsmenn fá vítakast
44:26 Hafþór ver aftur! Valsmenn ná þó frákastinu
44:58 Hafþór ver og Akureyri með boltann
45:06  Akureyri fær aukakast, Óskar Bjarni þjálfari Vals fær gult spjald
45:21  Sigfús Sigurðsson fær tveggja mínútna brottvísun. Akureyri því einum fleiri
45:30 19-17 Árni fer í gegn og skorar eftir flotta sendingu frá Jonna
46:06 Sigurður Eggertsson reynir skot en fær aukakast
46:16 Dúndrandi stemmning í Höllinni!
46:33 20-17 Andri Snær skorar úr hraðaupphlaupi!
46:47 Valsmenn fá aukakast, leikmenn Vals virðast svolítið utan við sig í hávaðanum
47:09 Hafþór ver og Akureyri með boltann
47:24 Valur með fullskipað lið
47:36 Slök línusending og Valsmenn með boltann
47:45 Valur tekur leikhlé og skal engan undra
47:45 Hafþór er búinn að fara hamförum í síðari hálfleik í marki Akureyrar
47:45 Valsmenn hefja leikinn að nýju
48:09 Oddur brýtur á Baldvin, Valur með boltann
48:26 21-17 Oddur stelur boltanum og skorar
49:00  Hreinn fær tvær mínútur fyrir að setja fótinn fyrir boltann
49:13 Elvar með skot yfir! Akureyri í sókn
49:51 Árni með skot sem Ólafur ver
50:04 Hafþór ver frá Arnóri og Akureyri fær boltann
50:09 Tíminn er stopp núna þar sem Arnór liggur eftir
50:10 Akureyri leggur af stað í sókn
50:33 Andri Snær með skot fyrir utan sem klikkar
50:44 21-18 Sigfús skorar fyrir Valsmenn, hann skaut í stöng í bakið á Hafþóri og inn
51:16 Boltinn er dæmdur af Akureyri
51:23 21-19 Anton Rúnarsson minnkar muninn fyrir Val
51:34 Árni klikkar strax fyrir Akureyri
51:45 Eitthvað stress komið í leikmenn Akureyrar
51:59 Hafþór grípur boltann
52:08 Árni fær aukakast
52:13 Nær Akureyri að verða fyrsta liðið til að leggja Valsmenn að velli í ár?
52:49 Þorvaldur fær dæmdan á sig fót
53:22 Vörn Akureyrar ver skot Antons, Valur á hornkast
53:39 Boltinn er dæmdur af Valsmönnum
54:09 Akureyri heldur boltanum eftir að Ólafur markvörður Vals hafði varið frá Elfari og Oddi
54:29 22-19 Árni með skot langt utan af velli í bláhornið
54:41 Oddur stöðvar Baldvin, Valur með boltann
55:02 22-20 Anton Rúnarsson skorar fyrir Valsmenn
55:31 23-20 Andri Snær hausar Ólaf allsvaðalega og Akureyri komið með þriggja marka forystu
55:47 Valsmenn halda boltanum eftir mikla rekistefnu
55:57 Valsmenn fá aukakast
56:10 Hafþór ver enn og aftur! Akureyri með boltann
56:47 Jónatan með skot hátt yfir markið
57:07 Hafþór ver enn og aftur en Sigfús nær frákastinu og vítakast dæmt
57:16 HAFÞÓR VER SITT ÞRIÐJA VÍTI Í RÖÐ!!!
57:48 Oddur fær aukakast
58:08 Oddur lætur verja frá sér
58:19 Valsmenn með slaka sendingu og Akureyri aftur með boltann
58:40 24-20 Árni tryggir Akureyri sigurinn með góðu marki
59:00 24-21 Anton minnkar muninn fyrir Val
59:23 Andri Snær klikkar
59:30 24-22 Anton minnkar enn muninn, er þetta ekki búið?
59:43 Akureyri tekur leikhlé
59:44 Ég trúi nú ekki öðru en að leikmenn Akureyrar klári dæmið
59:44 Leikurinn fer að hefjast að nýju
59:52 Oddur klikkar í horninu
60:00 Leiktíminn rennur út! Akureyri leggur Val að velli 24-22!
60:00 Frábær stemmning í Höllinni
60:00 Gríðarlegur fögnuður er í Höllinni!!!
60:00 Með þessum frábæra sigri er Akureyri að tylla sér í efsta sæti deildarinnar!

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson