| Tími | Staða | Skýring |
|
|
| Fram var nú rétt í þessu að leggja Hauka að velli 22-17 í hinum undanúrslitaleiknum og því ljóst að sigurliðið í þessum leik fær Fram í úrslitaleiknum á morgun
|
|
|
| Hörður Fannar er kominn í leikmannahóp Akureyrar eftir Færeyjarævintýri sitt og ætti að styrkja leikmannahóp Akureyrar mikið
|
|
|
| FH og Akureyri hafa leikið 2 leiki á tímabilinu, fyrri leik þeirra lauk með jafntefli 23-23 á Akureyri. Akureyri vann svo sætan útisigur í Kaplakrika 23-26. Báðir hörkuleikir og við getum búist við spennandi leik í dag
|
|
|
| Verið er að kynna liðin, Bjarni Fritzson er ekki með okkar mönnum í dag vegna meiðsla.
|
|
|
| Lið Akureyrar er þannig skipað 1 - Jovan Kukobat - Markmaður 18 - Stefán Guðnason - Markmaður 2 - Andri Snær Stefánsson 3 - Geir Guðmundsson 5 - Hreinn Þór Hauksson 7 - Garðar Már Jónsson 8 - Guðmundur H. Helgason 10 - Valþór Guðrúnarsson 11 - Jón Heiðar Sigurðsson 13 - Heimir Örn Árnason 15 - Friðrik Svavarsson 17 - Bergvin Þór Gíslason 23 - Heiðar Þór Aðalsteinsson 32 - Hörður Fannar Sigþórsson
|
|
|
| Lið FH er þannig skipað í dag:1 - Sigurður Örn Arnarson - Markmaður 1 - Daníel Freyr Andrésson - Markmaður 2 - Sigurður Ágústsson 5 - Ásbjörn Friðriksson 7 - Hlynur Bjarnason 10 - Logi Geirsson 13 - Einar Rafn Eiðsson 14 - Arnar Birkir Hálfdánsson 18 - Þorkell Magnússon 19 - Ari Magnús Þorgeirsson 20 - Ísak Rafnsson 22 - Ragnar Jóhannsson 24 - Magnús Óli Magnússon 71 - Steingrímur Gústafsson
|
|
|
| Strandgatan var nánast full á leik Hauka og Fram sem fram fór áðan en einkar fáir eru viðstaddir við byrjun þessa leiks
|
|
|
| Leikurinn er að hefjast, Akureyri mun byrja með boltann
|
| 0:01
|
| Akureyri hefur hafið leikinn
|
| 0:09
|
| Garðar byrjar í hægra horni Akureyrar
|
| 0:31
|
| Geir Guðmundsson fær aukakast
|
| 0:55
|
| Hörður Fannar reynir að ná boltanum á línunni en fær aukakast
|
| 1:23
|
| Jovan Kukobat ver í marki Akureyrar
|
| 1:35
|
| Akureyri fær aukakast
|
| 1:57
|
| Guðmundur Hólmar missir boltann
|
| 2:06
|
| FH virtist vera að missa boltann en fær svo aukakast
|
| 2:32
|
| Jovan Kukobat tekur skot frá Loga Geirssyni og Akureyri með boltann
|
| 2:53
|
| Heimir Örn Árnason fer á vörnina og fær aukakast, gult spjald á loft
|
| 3:20
| 0-1
| Guðmundur Hólmar skorar fyrsta mark leiksins með hörkuskoti fyrir utan
|
| 3:41
|
| Heimir Örn Árnason stöðvar Ásbjörn, FH enn í sókn
|
| 3:57
|
| Jovan Kukobat ver enn
|
| 4:09
| 0-2
| Andri Snær skorar úr hraðaupphlaupi og Logi Geirsson fær gult spjald fyrir að brjóta á honum
|
| 4:42
|
| Hreinn Hauksson stöðvar Loga, FH með boltann
|
| 5:03
|
| Jovan Kukobat er enn að verja!
|
| 5:11
|
| Hörður Fannar fer illa í Ásbjörn og fær gult spjald, FH með bolta
|
| 5:36
|
| Jovan Kukobat ætlar að halda hreinu í dag!
|
| 5:47
|
| Akureyri með innkast, byrjar frekar vel hjá okkar mönnum
|
| 6:20
|
| Heimir Örn Árnason fer í gegn en fær ekkert dæmt, FH fær því boltann
|
| 6:37
|
| FH í sókn
|
| 6:53
| 1-2
| Ásbjörn skorar fyrir FH
|
| 7:17
| 2-2
| FH nær boltanum og drífur sig fram og jafnar
|
| 7:44
|
| Hörður Fannar fær aukakast eftir baráttu á línunni
|
| 8:00
| 2-3
| Geir Guðmundsson skorar gott mark fyrir utan, kom enginn á móti honum
|
| 8:39
| 3-3
| Jovan Kukobat ver glæsilega en Ragnar nær frákastinu og jafnar úr dauðafæri
|
| 9:18
|
| Geir Guðmundsson með skot í stöngina og framhjá
|
| 9:28
|
| FH fær aukakast
|
| 10:08
|
| Gult spjald á loft
|
| 10:18
|
| Mikið að gerast núna, sóknarbrot á FH
|
| 10:30
| 3-4
| Guðmundur Hólmar brunar upp og smellir boltanum í markið!
|
| 10:58
|
| Hreinn Hauksson hrikalega öflugur í vörninni, aukakast sem FH á
|
| 11:17
|
| Logi Geirs með undirhandarskot en Hreinn Hauksson skutlar sér fyrir boltann
|
| 11:36
|
| Hörður Fannar aðeins ryðgaður og klikkar fínu færi á línunni
|
| 11:46
|
| FH fær vítakast
|
| 11:48
|
| Ásbjörn skýtur í slána! Akureyri með boltann
|
| 11:54
| 3-5
| Valþór Guðrúnarson virtist vera að koma sér í vandræði en skoraði svo flott mark
|
| 12:28
|
| FH fer inn úr horninu en vel lokað á og skotið er framhjá
|
| 13:08
|
| Bergvin Gíslason fær aukakast
|
| 13:18
|
| Valþór Guðrúnarson missir boltann, FH í sókn
|
| 13:55
|
| FH fær aukakast
|
| 14:05
|
| Vörn Akureyrar að standa mjög vel þessa stundina
|
| 14:15
|
| Svo vel að FH tekur leikhlé
|
| 14:23
| 4-5
| FH með gott mark fyrir utan
|
| 14:55
|
| Guðmundur Hólmar fær aukakast
|
| 15:07
|
| Bergvin Gíslason fær nú aukakast, þurfum að fá eitthvað í gang
|
| 15:25
|
| Hörður Fannar klikkar á línunni
|
| 15:37
|
| Jovan Kukobat byrjar á því að verja fyrir utan og tekur svo dauðafæri úr horninu! Þvílíkur maður
|
| 16:00
| 4-6
| Hörður Fannar skorar sitt fyrsta mark af línunni, vonandi kominn í gang
|
| 16:22
|
| Jovan Kukobat ver en FH fær vítakast
|
| 16:42
|
| Einar Rafn tók of mikinn tíma í vítakastið og því Akureyri dæmdur boltinn! Ekki oft sem maður sér þetta gerast!
|
| 17:18
|
| Geir Guðmundsson með skot sem er varið
|
| 17:32
| 5-6
| Einar Rafn skorar úr horninu, nær að laga vítaklúðrið áðan
|
| 18:02
| 6-6
| Ragnar jafnar fyrir FH
|
| 18:13
|
| Bergvin Gíslason með ótímabært skot sem fer framhjá
|
| 18:44
| 7-6
| Ragnar kemur FH yfir með skoti fyrir utan
|
| 18:58
|
| Bergvin Gíslason aðeins laskaður og fer útaf
|
| 19:12
|
| FH nær boltanum
|
| 19:46
| 8-6
| FH er komið í gang og nær tveggja marka forystu
|
| 20:18
|
| Geir Guðmundsson fær aukakast, lítið að gerast hjá okkar mönnum
|
| 20:40
|
| Heimir Örn Árnason var í vandræðum með boltann en fékk að lokum aukakast
|
| 21:09
|
| Geir Guðmundsson með mislukkaða sendingu sem fer útaf
|
| 21:47
|
| Jovan Kukobat ver með hausnum og er sár eftir, FH heldur samt boltanum
|
| 21:50
|
| Akureyri nær boltanum
|
| 21:59
| 8-7
| Hörður Fannar skorar af línunni, allt að koma hjá honum
|
| 22:23
| 9-7
| Ásbjörn skorar fyrir FH
|
| 22:34
|
| Akureyri tekur leikhlé
|
| 22:35
|
| Akureyri komið aftur í sókn
|
| 22:51
|
| Bergvin Gíslason með skot fyrir utan sem er varið, FH með boltann
|
| 23:23
|
| Jovan Kukobat étur Ragnar í dauðafæri
|
| 23:37
|
| Bergvin Gíslason fær aukakast fyrir Akureyri, þetta jaðraði við 2 mínútur!
|
| 24:02
| 9-8
| Geir Guðmundsson ræðst á þetta og hamrar boltanum í netið
|
| 24:21
| 10-8
| Þorkell skorar fyrir FH og heldur tveggja marka mun á liðunum
|
| 24:36
|
| Þetta stefnir í hörkuleik en Akureyri þarf að spila betri sókn
|
| 24:45
| 10-9
| Geir Guðmundsson skorar eftir glæsilega snúningsfintu, meira svona!
|
| 25:14
|
| FH fær aukakast, Bergvin Gíslason að standa vörnina vel
|
| 25:34
|
| Heimir Örn Árnason fær 2 mínútur fyrir afar litlar sakri, FH því einum fleiri
|
| 25:41
|
| Ásbjörn skýtur yfir mark Akureyrar og Akureyri því með boltann
|
| 26:19
|
| Bergvin Gíslason fær aukakast, fín sókn
|
| 26:36
|
| Guðmundur Hólmar með skot í stöngina
|
| 27:01
|
| Góð vörn hjá Akureyri manni færri, FH enn með boltann
|
| 27:01
|
| Góð vörn hjá Akureyri manni færri, FH enn með boltann
|
| 27:18
| 11-9
| Logi Geirsson skorar af línunni fyrir FH
|
| 27:36
|
| Akureyri með fullskipað lið
|
| 27:50
| 11-10
| Bergvin Gíslason hreinlega labbar í gegnum vörn FH og skorar
|
| 28:19
| 12-10
| Allt opið á línunni og FH skorar
|
| 28:53
|
| Akureyri fær ódýrt aukakast
|
| 29:09
|
| á FH eftir brot á Bergvin
|
| 29:23
| 12-11
| Geir Guðmundsson ekki lengi að nýta liðsmuninn og skorar gott mark fyrir utan
|
| 30:00
| 13-11
| FH skorar mark undir lokin eftir furðulega sókn og heldur því tveggja marka forskoti
|
| 30:00
|
| Vörn Akureyrar er að standa fínt og Jovan Kukobat hefur verið að taka nokkra góða bolta. Hinsvegar þarf sóknin að komast betur í gang
|
| 30:00
|
| Geir Guðmundsson er markahæstur okkar manna með 4 mörk, Guðmundur og Hörður Fannar eru báðir með 2, þá eru Valþór, Andri og Bergvin allir með 1 mark.
|
| 30:00
|
| Jovan Kukobat er með 12 varin skot í fyrri hálfleiknum
|
| 30:02
|
| FH byrjar síðari hálfleikinn, eru enn manni færri
|
| 30:02
|
| FH byrjar síðari hálfleikinn, eru enn manni færri
|
| 30:40
|
| Hörður Fannar tekur hart á Einari Rafni
|
| 30:52
|
| Jovan Kukobat með góða vörslu
|
| 30:58
| 13-12
| Geir Guðmundsson með virkilega gott mark, hans fimmta í leiknum
|
| 31:24
|
| Jovan Kukobat heldur áfram að verja!
|
| 31:34
|
| Akureyri í sókn
|
| 31:52
|
| Andri Snær fær aukakast
|
| 32:19
|
| Heimir Örn Árnason fær aukakast, þurfum að fá eitthvað í gang
|
| 32:31
| 13-13
| Geir Guðmundsson svarar því strax með þrumuskoti af gólfinu og jafnar leikinn!
|
| 33:02
|
| Logi Geirs með skot sem Hörður Fannar ver
|
| 33:16
|
| Akureyri hinsvegar með slaka sendingu fram sem klikkar
|
| 33:30
|
| Fh á víti
|
| 33:37
| 14-13
| Logi Geirsson skorar úr vítinu, mikið að gerast!
|
| 34:10
| 14-14
| Hörður Fannar skorar af línunni eftir flotta sendingu frá Guðmundi
|
| 34:47
|
| Hrikalega góð vörn hjá okkar mönnum, Jovan Kukobat nær boltanum á endanum
|
| 35:02
| 14-15
| Geir Guðmundsson er enn að skora, þvílíkur leikur hjá drengnum!
|
| 35:27
|
| FH fær vítakast, Ásbjörn með baneitraða línusendingu
|
| 35:44
| 15-15
| Aftur skorar Logi Geirs úr vítakasti
|
| 36:23
| 15-16
| Guðmundur Hólmar tekur fast skot af gólfinu og það steinliggur!
|
| 36:57
| 16-16
| Ásbjörn skorar úr hægra horninu fyrir FH
|
| 37:27
|
| Guðmundur Hólmar með skot framhjá
|
| 37:39
| 17-16
| Þorkell skorar úr hraðaupphlaupi fyrir FH
|
| 38:07
|
| Geir Guðmundsson fær aukakast
|
| 38:19
|
| Hörður Fannar missir af boltanum og FH í sókn
|
| 38:51
| 18-16
| Ragnar með skot fyrir utan sem Jovan Kukobat ver inn, hefði verið gott að halda þessum úti
|
| 39:34
|
| Hörður Fannar nær ekki boltanum á línunni
|
| 39:48
| 18-17
| Valþór Guðrúnarson skorar svo úr hraðaupphlaupi fyrir Akureyri eftir að FH missti boltann
|
| 40:18
| 19-17
| Logi Geirs skorar fyrir utan
|
| 40:59
|
| Geir Guðmundsson með mislukkaða sendingu sem endar útaf
|
| 41:31
|
| Lína dæmd á FH
|
| 41:40
|
| Sóknarbrot á Akureyri
|
| 41:49
| 20-17
| Einar Rafn skorar svo fyrir FH
|
| 42:05
|
| Friðrik Svavarsson kemur inn á línuna hjá Akureyri
|
| 42:24
|
| FH nær boltanum
|
| 42:38
|
| Tíminn er stopp, FH í sókn
|
| 42:40
|
| Leikurinn hafinn að nýju
|
| 42:49
| 21-17
| Sigurður skorar fyrir FH af línunni
|
| 42:56
|
| Akureyri tekur leikhlé, FH að stinga af þessa stundina
|
| 42:56
|
| Það er ennþá nóg eftir af þessu en Akureyri þarf klárlega að stíga upp ef liðið ætlar sér í úrslitaleikinn á morgun
|
| 42:58
|
| Akureyri leggur af stað í sókn
|
| 43:26
|
| Guðmundur Hólmar fer í gegn og brotið er á honum en einungis dæmt aukakast, fáránlegt að dæma ekki vítakast!
|
| 43:54
|
| Akureyri fær aukakast
|
| 44:04
|
| Geir Guðmundsson með skot sem er varið af vörninni, Akureyri enn með boltann
|
| 44:20
| 21-18
| Guðmundur Hólmar með undirhandarskot sem steinliggur
|
| 44:55
| 22-18
| Ragnar með skot sem Jovan Kukobat ver og á endanum liggur boltinn í netinu þar sem hann áttaði sig ekki á hvar boltinn var. Mjög slysalegt
|
| 45:29
|
| Guðmundur Hólmar með skot í slána
|
| 45:41
|
| FH með boltann
|
| 46:03
|
| Lína dæmd á FH
|
| 46:13
| 22-19
| Valþór Guðrúnarson með gott mark fyrir utan
|
| 47:08
|
| Ásbjörn fær vítakast fyrir FH sem var mjög ódýrt, bekkurinn hjá Akureyri mjög ósáttur
|
| 47:16
|
| Bjarni Fritzson þjálfari Akureyrar fær gult spjald fyrir mótmælin
|
| 47:17
| 23-19
| Logi Geirs skorar úr vítinu framhjá Stefáni Guðnasyni
|
| 47:52
| 23-20
| Geir Guðmundsson smellir honum fyrir ofan hausinn og minnkar muninn
|
| 48:25
|
| Bergvin Gíslason tekur vel á Loga Geirs
|
| 48:44
| 24-20
| Jovan Kukobat hefði átt að taka þetta skot frá Ragnari en hann fer einhvern veginn inn
|
| 49:19
|
| Valþór Guðrúnarson nælir sér í aukakast
|
| 49:31
|
| Logi Geirsson fær 2 mínútur
|
| 49:48
| 24-21
| Bergvin Gíslason skorar úr horninu fyrir Akureyri, nú er að nýta sér liðsmuninn
|
| 50:17
|
| Einar Rafn fær dæmd á sig skref, Akureyri með boltann
|
| 50:43
|
| Hörður Fannar nær í vítakast af miklu harðfylgi
|
| 50:49
| 24-22
| Heimir Örn Árnason skorar að sjálfsögðu úr vítinu
|
| 51:19
|
| Stefán Guðnason ver í marki Akureyrar
|
| 51:23
|
| Ekki viss hvað gerðist hér en Heimir Örn Árnason er að fá rautt spjald
|
| 51:23
|
| Dómararnir eru eitthvað að ákveða sig, en þetta er allt í lausu lofti hérna
|
| 51:24
|
| FH er með boltann
|
| 51:33
|
| FH tekur leikhlé, virðist vera sem að Heimir Örn Árnason hafi fengið 2 mínútur og aðrar fyrir tuð sem hafi því endað með rauðu spjaldi
|
| 51:35
|
| FH komið í sókn
|
| 51:47
|
| Stefán Guðnason ver glæsilega úr horninu
|
| 52:15
|
| Guðmundur Hólmar fær aukakast
|
| 52:34
|
| Bergvin Gíslason að sleppa í gegn en fær aukakast, alveg hægt að dæma víti þarna
|
| 53:05
|
| Skot framhjá hjá Akureyri
|
| 53:20
| 25-22
| Þorkell að skora fyrir FH úr horninu
|
| 53:48
|
| Bergvin Gíslason fer í gegn en vippar yfir markið
|
| 54:15
|
| FH fær vítakast
|
| 54:18
| 26-22
| Logi Geirs skorar úr vítinu
|
| 54:59
|
| Geir Guðmundsson sækir aukakast
|
| 55:10
|
| Höndin er uppi
|
| 55:18
| 26-23
| Hreinn Hauksson skorar af línunni, það er enn von!
|
| 55:47
|
| Hörður Fannar fær högg á andlitið en ekkert dæmd, leikurinn hinsvegar stöðvaður
|
| 55:58
|
| FH með boltann
|
| 56:15
|
| Stefán Guðnason stöðvar boltann, Akureyri með boltann
|
| 56:34
|
| Bergvin Gíslason skýtur í stöngina og FH nær boltanum
|
| 56:59
|
| Góð vörn en tíminn er að renna út
|
| 57:08
|
| Tíminn er stopp, verið að þurrka
|
| 57:22
|
| FH fær aukakast
|
| 57:31
| 27-23
| Logi Geirsson að klára leikinn með skoti fyrir utan upp í skeytin
|
| 57:39
|
| Akureyri tekur leikhlé en þetta er orðið mjög erfitt
|
| 57:41
|
| Akureyri í sókn
|
| 57:54
|
| Akureyri fær aukakast
|
| 58:24
|
| Bergvin Gíslason fær aukakast, vantar að fá menn til að skjóta á markið!
|
| 58:41
|
| Þá kemur skotið og það er varið
|
| 59:05
|
| Boltinn dæmdur af FH
|
| 59:24
| 28-23
| Ragnar skorar fyrir FH
|
| 60:00
| 28-24
| Geir Guðmundsson setur eina slummu upp í skeytin undir lokin en það er ekki nóg, FH vinnur 28-24
|
| 60:00
|
| Því miður gekk þetta ekki í dag en við þökkum fyrir okkur
|