| Tími | Staða | Skýring |
|
|
| Velkomin í Beina lýsingu frá leik Hauka og Akureyrar
|
| 0:01
|
| Haukar hafa hafið leikinn
|
| 0:38
|
| Geir Guðmundsson fer í gegn en Aron ver frá honum. Andri Snær náði boltanum
|
| 0:55
|
| Haukar í sókn
|
| 1:28
|
| Sigurbergur stöðvaður, vörn Akureyrar byrjar vel
|
| 1:45
|
| Lína dæmd á Hauka
|
| 1:55
|
| Guðmundur Hólmar fær aukakast
|
| 2:27
| 0-1
| Bergvin Gíslason skorar laglegt mark af gólfinu
|
| 3:06
|
| Haukar fá vítakast
|
| 3:06
|
| Bergvin Gíslason fær gult spjald
|
| 3:06
|
| Stefán Guðnason reynir við vítið
|
| 3:09
| 1-1
| Sigurbergur hinsvegar skorar úr vítinu og jafnar metin
|
| 3:40
| 1-2
| Geir Guðmundsson lyftir sér upp fyrir utan og hamrar boltann í netið
|
| 3:57
|
| Jovan Kukobat ver í marki Akureyrar og Akureyri fer í sókn
|
| 4:17
| 2-2
| Haukar náðu boltanum og Sigurbergur skorar með marki fyrir utan
|
| 4:47
| 2-3
| Guðmundur Hólmar stekkur upp og setur boltann öruggt í hornið, óverjandi
|
| 5:07
|
| Haukar hinsvegar snöggir fram og sækja vítakast
|
| 5:24
| 3-3
| Sigurbergur skorar enn og aftur, er kominn með öll 3 mörk Hauka
|
| 6:00
|
| Andri Snær með skot úr hægri skyttunni sem Aron ver í markinu. Akureyri heldur þó boltanum
|
| 6:25
|
| Bergvin Gíslason með skot sem er mislukkað
|
| 6:34
|
| Guðmundur Hólmar bakkar hinsvegar vel og nær boltanum aftur fyrir Akureyri
|
| 6:54
| 4-3
| Árni Steinn skorar fyrir Hauka og kemur þeim yfir
|
| 7:32
|
| Bergvin Gíslason fær aukakast, gult spjald á loft
|
| 7:50
| 4-4
| Bergvin Gíslason skorar gott mark fyrir utan, kraftur í Begga í dag
|
| 8:25
|
| Geir Guðmundsson virkilega öflugur í vörninni, aukakast sem Haukar eiga
|
| 8:42
| 5-4
| Tjörvi skorar fyrir Hauka fyrir utan
|
| 9:30
|
| Halldór Örn Tryggvason fær gult spjald þegar Akureyri missti boltann. Hefði átt að fá 2 mínútur þarna
|
| 9:57
|
| Jovan Kukobat með magnaða vörslu
|
| 10:05
|
| Jovan Kukobat hinsvegar finnur ekki Andra Snæ með löngu sendingu sinni og Haukar ná boltanum
|
| 10:47
|
| Gísli sækir vítakast fyrir Hauka
|
| 11:19
| 6-4
| Sigurbergur skorar með því að setja boltann yfir Jovan Kukobat í markinu
|
| 11:53
| 6-5
| Halldór Örn Tryggvason skorar af línunni eftir að hafa náð frákastinu
|
| 12:15
|
| Haukar stilla upp í sókn
|
| 12:33
|
| Sigurbergur með skot í slá en Bergvin Gíslason með slaka sendingu fram og Haukar fá boltann á ný
|
| 13:05
|
| Jovan Kukobat ver frábærlega úr horninu og Haukar missa boltann á endanum
|
| 13:19
|
| Akureyri í sókn
|
| 13:41
|
| Bergvin Gíslason fær högg á andlitið og Freyr Brynjarsson fær 2 mínútur
|
| 14:03
|
| Andri Snær fer í gegn úr horninu en Aron ver frá honum. Haukar með boltann
|
| 14:41
| 7-5
| Þórður skorar fyrir Hauka eftir að hann týndist í talningunni, ekki nógu gott einum fleiri
|
| 15:34
|
| Bergvin Gíslason fær aukakast
|
| 15:52
|
| Guðmundur Hólmar með örvæntingarfullt skot sem er varið. Haukar með boltann
|
| 16:09
|
| Sókn Akureyrar gengur ekki nægilega vel þessa stundina
|
| 16:31
| 8-5
| Sigurbergur með skot af gólfinu sem steinliggur
|
| 16:48
| 8-6
| Bergvin Gíslason skorar og Árni Steinn fær gult spjald
|
| 17:22
|
| Jovan Kukobat með góða vörslu
|
| 17:43
|
| Akureyri að stilla upp í sókn
|
| 18:02
|
| Bergvin Gíslason fer í gegn, hann er rifinn niður en ekkert dæmt. Það heyrist mikið af pöllunum enda alveg fáránlegt að dæma ekkert þarna!
|
| 18:31
|
| Flott vörn hjá Akureyri
|
| 18:51
|
| Andri Snær skutlar sér á lausan bolta og Akureyri því í sókn, flott barátta
|
| 19:11
|
| Bergvin Gíslason fær dæmdan á sig ruðning. Var klárlega að bíða eftir aukakastinu þarna
|
| 19:50
| 9-6
| Árni Steinn skorar fyrir utan með því að hamra boltanum í stöngina og inn
|
| 20:00
|
| Bjarni Fritzson tekur leikhlé fyrir Akureyri
|
| 20:00
|
| Varnarlega er þetta fínt hjá Akureyri en sóknin þarf að ganga betur og einnig að menn klári færin þegar þau gefast. En við skulum sjá hvað gerist á næstu mínútum
|
| 20:01
|
| Leikurinn er hafinn að nýju
|
| 20:28
| 9-7
| Guðmundur Hólmar klínir boltanum í hornið með gólfskoti, Aron átti ekki möguleika í þennan
|
| 20:58
| 10-7
| Árni Steinn heldur áfram með einföldu fintuna sína og skorar auðveldlega. Menn verða einfaldlega að lesa þetta
|
| 21:26
|
| Bergvin Gíslason með skot yfir markið
|
| 21:49
|
| Tíminn er stopp, verið að þurrka gólfið
|
| 22:06
|
| Guðmundur Hólmar missti sinn mann og fékk 2 mínútur
|
| 22:21
| 11-7
| Gylfi skorar fyrir Hauka úr hægra horninu
|
| 22:40
|
| Valþór Guðrúnarson er kominn inn á fyrir Akureyri
|
| 22:57
|
| Valþór Guðrúnarson með slaka sendingu
|
| 23:11
| 12-7
| Gylfi skorar úr horninu fyrir Hauka
|
| 23:39
|
| Bergvin Gíslason með skot sem er varið, Haukar með boltann
|
| 24:04
|
| Jovan Kukobat ver frá Gylfa úr horninu, það var lagið
|
| 24:19
|
| Akureyri með fullskipað lið
|
| 24:53
|
| Geir Guðmundsson fær aukakast, lítið að gerast
|
| 25:14
|
| Akureyri fær hornkast
|
| 25:31
|
| Andri Snær fór í gegn þar sem höndin var komin upp en það er varið. Akureyri fær nýja sókn
|
| 25:58
|
| Bergvin Gíslason fintar Matthías sem fær 2 mínútur fyrir brotið
|
| 26:01
|
| Akureyri einum fleiri í sókn
|
| 26:16
|
| Geir Guðmundsson með hörmulegt skot sem er langt frá markinu, Haukar fá boltann
|
| 26:56
| 13-7
| Þórður skorar fyrir Hauka eftir að hafa náð frákasti á línunni
|
| 27:26
|
| Andri Snær fær gott færi í horninu en Aron er alveg með hann og ver. Haukar með boltann
|
| 27:55
|
| Haukar kasta boltanum útaf
|
| 28:05
|
| Guðmundur Hólmar með skot af gólfinu sem Aron ver
|
| 28:15
|
| Haukar í sókn og með fullskipað lið
|
| 28:49
|
| Ruðningur dæmdur á Hauka
|
| 29:01
| 13-8
| Andri Snær leysir inn á línu og skorar gott mark, þetta var mikilvægt
|
| 29:37
|
| Árni Steinn lyftir sér upp en Guðmundur Hólmar ver skotið vel í hávörn. Haukar halda þó boltanum
|
| 29:43
|
| Haukar taka leikhlé
|
| 29:43
|
| Mikilvægt að fá ekki mark á sig þessar síðustu sekúndur fyrri hálfleiks
|
| 30:00
| 14-8
| Gylfi skorar úr horninu fyrir Hauka og kemur þeim aftur 6 mörkum yfir
|
| 30:00
|
| Nokkuð ljóst að okkar menn þurfa að taka sig vel á í síðari hálfleik ef ekki á illa að fara
|
| 30:00
|
| Bergvin Gíslason er markahæstur okkar manna með 3 mörk, Guðmundur er með 2 og þá eru Geir, Andri Snær og Halldór Tryggva allir með 1 mark
|
| 30:00
|
| Jovan Kukobat er með 5 varða bolta í marki Akureyrar
|
| 30:00
|
| Akureyri mun byrja með boltann í síðari hálfleik
|
| 30:02
|
| Akureyri hefur hafið síðari hálfleikinn
|
| 30:27
|
| Guðmundur Hólmar með skot fyrir utan sem er varið, Haukar með boltann
|
| 30:59
| 15-8
| Tjörvi skorar fyrir Hauka, þetta lítur ekki nægilega vel út
|
| 31:33
|
| Bergvin Gíslason með skot sem er varið
|
| 31:46
| 16-8
| Gylfi skorar fyrir Hauka og kemur þeim 8 mörkum yfir
|
| 32:05
|
| Guðmundur Hólmar með skot í slá og Haukar ná boltanum
|
| 32:17
|
| Þetta ætlar að verða rosalega erfitt
|
| 32:48
|
| Haukar kasta boltanum útaf, klárlega brotið á manninum en ekkert dæmt. Frammistaða dómaranna í dag er svipuð og hjá Akureyri, alls ekki nógu góð
|
| 33:26
|
| Halldór Örn Tryggvason sækir vítakast af línunni eftir sendingu frá Geir
|
| 33:43
| 16-9
| Bergvin Gíslason skorar af miklu öryggi af línunni
|
| 34:17
|
| Flott vörn hjá Akureyri
|
| 34:32
|
| Jovan Kukobat ver vel í markinu
|
| 34:47
| 16-10
| Bergvin Gíslason skorar magnað mark og Árni Steinn fær 2 mínútur fyrir að brjóta á honum. Er eitthvað að gerast hjá okkar mönnum?
|
| 35:16
|
| Haukar fá aukakast
|
| 35:49
|
| Haukar missa boltann
|
| 36:01
|
| Bergvin Gíslason reyndi sendingu niður í horn en tekst ekki. Akureyri heldur hinsvegar boltanum
|
| 36:09
|
| Akureyri í sókn
|
| 36:23
| 16-11
| Hreinn Hauksson skorar skemmtilegt mark úr hægra horninu, klobbar Aron
|
| 37:07
|
| Jovan Kukobat ver eftir magnaða vörn hjá Akureyri
|
| 37:21
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson með gott færi en Aron ver frá honum, Akureyri heldur þó boltanum
|
| 37:58
|
| Guðmundur Hólmar er kominn í gegn og brotið á honum en aðeins aukakast dæmt! Þessir dómarar eru alveg að fara með þetta
|
| 38:01
|
| Akureyri byrjar sóknina að nýju
|
| 38:19
| 17-11
| Sigurbergur skorar fyrir Hauka eftir að Akureyri missti boltann
|
| 38:32
|
| Tíminn er stopp, verið að þurrka
|
| 38:51
|
| Bergvin Gíslason fær aukakast
|
| 38:58
|
| Enn þarf að þurrka gólfið
|
| 39:01
|
| Akureyri í sókn
|
| 39:09
| 17-12
| Hreinn Hauksson skorar úr hægra horninu, frábær sending frá Guðmundi
|
| 39:26
| 18-12
| Matthías skorar fyrir Hauka
|
| 40:00
| 19-12
| Gylfi skorar úr hraðaupphlaupi fyrir Hauka
|
| 40:08
|
| Þá tekur Akureyri leikhlé
|
| 40:08
|
| Haukar eru duglegir að refsa okkar mönnum fyrir mistök í sókninni og allt lítur út fyrir frekar þægilegan Haukasigur. Það má þó aldrei afskrifa okkar menn
|
| 40:09
|
| Akureyri hefur hafið leikinn að nýju
|
| 40:29
|
| Guðmundur Hólmar með skot sem Aron ver, Haukar með boltann
|
| 41:00
|
| Jovan Kukobat með góða vörslu
|
| 41:09
| 19-13
| Jovan hamrar boltanum fram og þar er Heiðar Þór klár og skorar
|
| 41:38
|
| Heiðar Þór stelur boltanum
|
| 41:46
|
| Geir Guðmundsson hinsvegar klúðrar algjöru dauðafæri, svona verða menn að nýta!
|
| 42:03
|
| Haukar með knöttinn
|
| 42:13
| 20-13
| Gylfi skorar úr horninu með því að leggja boltann undir Jovan Kukobat
|
| 43:03
|
| Heiðar Þór fær aukakast eftir mikinn darraðardans. Fyrst héldu allir að Geir myndi fá aukakast en ekkert dæmt og svo köstuðu Haukar frá sér boltanum
|
| 43:35
|
| Enn er Aron að verja í marki Hauka
|
| 43:48
|
| Skref dæmd á Hauka, síðustu mínútur slakar hjá báðum liðum
|
| 44:13
|
| Aron Kristjánsson þjálfari Hauka fær gult spjald fyrir mótmæli
|
| 44:27
|
| Geir Guðmundsson með skot framhjá, lítið gengið hjá Geir í dag
|
| 44:38
| 21-13
| Freyr Brynjarsson skorar fyrir Hauka
|
| 45:09
|
| Valþór Guðrúnarson fær aukakast, má vera ákveðnari
|
| 45:27
| 21-14
| Akkúrat svona á að gera þetta! Bergvin labbar í gegn og skorar
|
| 46:17
|
| Guðmundur Hólmar fær 2 mínútur fyrir brot á Gísla Jóni
|
| 46:43
|
| Mikil barátta hjá Akureyri
|
| 46:43
|
| Gylfi leikmaður Hauka stígur á Hreinn Hauksson og fær 2 mínútur, Akureyri með boltann
|
| 46:49
|
| Bæði lið með mann útaf þessa stundina
|
| 47:11
|
| Geir Guðmundsson mjög fyrirsjáanlegur og er stöðvaður
|
| 47:24
| 21-15
| Bergvin Gíslason ræðst á vörnina og skorar
|
| 48:01
|
| Heimir Örn Árnason stöðvar Sigurberg auðveldlega
|
| 48:19
| 21-16
| Geir Guðmundsson skorar úr hraðaupphlaupi eftir magnaða hávörn hjá Akureyri
|
| 48:51
| 22-16
| Árni Steinn skorar fyrir Hauka
|
| 49:28
|
| Heiðar Þór hættir við að fara í gegn og Akureyri missir boltann. Veit ekki alveg hvað gerðist þarna
|
| 49:54
|
| Það er að segja hann stökk upp úr horninu en lenti svo bara í teignum með boltann
|
| 50:16
|
| Akureyri nær boltanum en missir hann aftur
|
| 50:26
|
| Tæpar 10 mínútur eru eftir af þessum leik, sjáum hvernig þetta fer á endanum
|
| 50:51
| 23-16
| Matthías skorar fyrir Hauka
|
| 51:16
| 23-17
| Geir Guðmundsson fer í gegn og skorar, Geiri að koma til eftir slaka byrjun á leiknum
|
| 51:51
|
| Sigurbergur með skot framhjá
|
| 52:01
|
| Hreinn Hauksson klikkar í hraðaupphlaupi
|
| 52:18
|
| Haukar taka leikhlé
|
| 52:20
|
| Haukar hefja leikinn á ný
|
| 52:40
|
| Ruðningur dæmdur á Hauka
|
| 52:56
|
| Stefán Guðnason kemur í mark Akureyrar
|
| 53:20
|
| Bergvin Gíslason fær aukakast
|
| 53:46
|
| Geir Guðmundsson með skot í slá
|
| 53:51
|
| Bergvin Gíslason hinsvegar flottur og nær frákastinu
|
| 53:59
|
| Guðmundur Hólmar með skot fyrir utan sem Aron ver
|
| 54:29
|
| Stefán Guðnason með góða vörslu
|
| 54:37
| 23-18
| Geir Guðmundsson með gott mark úr hraðaupphlaupi
|
| 55:12
|
| Akureyri með boltann
|
| 55:24
|
| Bergvin Gíslason með skot í vörnina og framhjá, Akureyri heldur því boltanum
|
| 55:44
|
| Valþór Guðrúnarson skoraði en búið að dæma aukakast
|
| 56:00
|
| Bergvin Gíslason klikkar
|
| 56:10
|
| Stefán Guðnason með frábæra vörslu
|
| 56:20
|
| Geir Guðmundsson fær aukakast
|
| 56:46
|
| Geir Guðmundsson með skot sem hávörn Hauka tekur
|
| 57:37
|
| Sigurbergur skýtur yfir
|
| 58:00
| 23-19
| Valþór Guðrúnarson skorar gott mark fyrir utan. Hefði verið fínt að sjá meira af Valþóri í dag
|
| 58:22
|
| Haukar taka leikhlé
|
| 58:22
|
| Leikurinn hafinn að nýju
|
| 58:26
|
| Haukar fá aukakast
|
| 58:42
| 24-19
| Þórður Rafn skorar fyrir Hauka
|
| 58:54
|
| Bergvin Gíslason ræðst á vörnina og Árni Steinn fær 2 mínútur
|
| 59:04
| 24-20
| Heiðar Þór með frábært mark úr horninu
|
| 59:25
|
| Heiðar Þór að missa Gylfa framhjá sér en aukakast dæmt
|
| 59:43
|
| Stefán Guðnason ver í markinu
|
| 59:55
|
| Heiðar Þór með snúning sem er varinn
|
| 60:00
|
| Þá er leiknum lokið og Haukar vinna frekar þægilegan sigur 24-20.
|