Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2012-13

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
N1-deildin 25. mars kl. 19:30 í Digranesi
HK
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Verið velkomin í Beina Lýsingu frá leik HK og Akureyrar í lokaumferð N1 deildarinnar


Tími   Staða   Skýring
Verið velkomin í Beina Lýsingu frá leik HK og Akureyrar í lokaumferð N1 deildarinnar
Með sigri í dag fer Akureyri upp fyrir HK og myndi enda í 5. sæti deildarinnar. HK á hinsvegar möguleika með sigri á að ná síðasta sætinu í Úrslitakeppninni ef ÍR tapar gegn Fram. Það er því töluvert að keppa fyrir liðin í kvöld
Einnig verður mjög áhugavert að sjá hvernig leik Vals og Aftureldingar lýkur en liðið sem tapar þeim leik fellur sjálfkrafa úr N1 deildinni. Við fylgjumst að sjálfsögðu spennt með gangi mála í öðrum leikjum kvöldsins
Búið er að kynna liðin og að styttist í að þessi slagur hefjist!
Lið Akureyrar
1 - Jovan Kukobat
18 - Stefán Guðnason
2 - Andri Snær Stefánsson
3 - Geir Guðmundsson
4 - Bjarni Fritzsson
5 - Hreinn Þór Hauksson
7 - Snorri Björn Atlason
8 - Guðmundur H. Helgason
10 - Valþór Guðrúnarsson
11 - Jón Heiðar Sigurðsson
13 - Heimir Örn Árnason
16 - Halldór Örn Tryggvason
22 - Sigþór Heimisson
23 - Heiðar Þór Aðalsteinsson
Lið HK
1 - Björn Ingi Friðþjófsson - Markmaður
13 - Arnór Freyr Stefánsson - Markmaður
2 - Bjarki Már Gunnarsson
4 - Bjarki Már Elísson
5 - Vladimir Djuric
6 - Tandri Már Konráðsson
8 - Leó Snær Pétursson
9 - Andri Þór Helgason
10 - Eyþór Már Magnússon
11 - Jóhann Karl Reynisson
19 - Garðar Svansson
23 - Ólafur Víðir Ólafsson
33 - Vilhelm Gauti Bergsveinsson
50 - Atli Karl Bachmann
HK mun byrja með boltann
0:01 Þá er leikurinn hafinn, HK í sókn
0:29 Jovan Kukobat byrjar vel með góðri vörslu
0:38 Akureyri hinsvegar klaufar og missa boltann
0:56 Bjarki Már fer í gegn fyrir HK en skýtur framhjá
1:08 Akureyri með boltann
1:22 0-1 Guðmundur Hólmar með svakalega fintu og hamrar boltanum svo í netið!
1:58 Dauðafæri á línunni hjá HK en boltinn fer framhjá
2:13 Geir Guðmundsson reynir að ná frákasti en fær dæmda á sig línu
2:28 HK stillir upp í sókn
2:51 Heimir Örn Árnason með flotta hávörn, HK fær hornkast
3:10 Akureyri með sterka vörn, HK enn í sókn
3:34 Heiðar Þór klúðrar í algjöru dauðafæri í hraðaupphlaupi
3:52 Akureyri nær boltanum
4:32 Geir Guðmundsson með skot fyrir utan en það er varið
4:45 Jovan Kukobat ákveður að gera slíkt hið sama og ver glæsilega! Akureyri með boltann
5:17 Guðmundur Hólmar með mjög mislukkaða sendingu og HK nær boltanum
5:41  Guðmundur Hólmar fær gult spjald fyrir hrindingu
6:09 0-2 Bjarni Fritzson skorar úr hraðaupphlaupi eftir flotta sendingu frá Jovan
6:24 og talandi um Jovan Kukobat þá ver hann aftur glæsilega! Akureyri með boltann
6:39 Mjög flott byrjun á leiknum
7:07 Heiðar Þór sækir vítakast eftir vel heppnað kerfi
7:28 0-3 Heimir Örn Árnason skorar af miklu öryggi
7:40 Sóknarleikur HK virkar frekar bitlaus og þá er varnarleikur og markvarsla Akureyrar mjög öflug
8:03 HK fær aukakast
8:27 1-3 Jóhann Karl skorar fyrir HK
8:48 1-4 Bjarni Fritzson með magnað mark! Virtist vera að missa hann en náði að hausa Arnór í markinu
9:12 2-4 Tandri skorar fyrir HK með skoti langt langt fyrir utan
9:38 2-5 Guðmundur Hólmar lyftir sér upp og smyr boltann upp í skeytin, þetta var fullorðins!
10:02 2-6 Guðmundur Hólmar drífur sig upp völlinn og bombar boltanum í netið! Þvílík byrjun!
10:10 HK tekur leikhlé enda mjög lítið að gerast hjá þeim. Bæði mörk HK koma upp úr engu og ekki skrýtið að Kiddi þjálfari vilji skerpa aðeins á sínum mönnum
10:11 Leikurinn hefst að nýju
10:35 Jovan Kukobat ver en réttilega dæmt aukakast
10:59 3-6 Tandri skorar fyrir HK með laglegu langskoti
11:32 3-7 Geir Guðmundsson með hörkuskot af gólfinu sem steinliggur í netinu
12:19 3-8 Heiðar Þór skorar úr hraðaupphlaupi og kemur Akureyri 5 mörkum yfir!
12:50   Hreinn Hauksson fær gult spjald fyrir peysutog
13:06 Jovan Kukobat er enn að verja!
13:21 Bjarki Már fer í gegn úr horninu en Jovan Kukobat hreinlega étur hann! Þvílíkur leikur hjá kappanum!
13:56 3-9 Guðmundur Hólmar skorar frábært mark fyrir utan!
14:22  HK fær aukakast og Geir Guðmundsson fær 2 mínútur
14:40 Jovan Kukobat með flotta vörslu og Akureyri með boltann, þetta er frábær byrjun
15:17 Bjarni Fritzson fær aukakast
15:33 Heimir Örn Árnason með lúmskt skot af miðjunni en Arnór ver í marki HK
15:51 4-9 Jóhann Karl skorar af línunni fyrir HK
16:18 Akureyri með fullskipað lið
16:47 HK nær boltanum en Akureyri bakkar vel og HK fær aukakast
17:19 5-9 Tandri með rosalegt skot fyrir utan sem Jovan nær ekki að verja
17:53 Bjarni Fritzson fer í gegn og brotið er á honum en á óskiljanlegan hátt er einungis dæmt aukakast, þetta var klárlega vítakast!
18:32 Guðmundur Hólmar með langskot sem er varið
18:45 Akureyri hinsvegar nær boltanum strax aftur
18:58 Akureyri fær aukakast
19:26 Valþór Guðrúnarson að sleppa í gegn en fær aukakast
19:41 Akureyri missir boltann
19:41 Akureyri missir boltann
20:27 HK fær innkast, fín færsla á vörninni
20:45 6-9 Ólafur Víðir skorar fyrir HK, langskotin eru að fara inn þessa stundina hjá heimaliðinu
21:27 Jovan Kukobat ver úr hraðaupphlaupi og Akureyri nær boltanum aftur!
21:39 Sævar Árnason tekur leikhlé fyrir Akureyri enda er HK búið að skora 3 mörk í röð
21:39 Mjög gaman að fylgjast með stemningunni hjá Akureyrarliðinu í dag, menn eru að hafa mjög gaman af þessu og það er létt yfir þessu. Eina vitið og það er að gefa sig vel í upphafi leiks
21:40 Akureyri hefur leikinn að nýju
22:02 Guðmundur Hólmar fær aukakast
22:22 Valþór Guðrúnarson með skot fyrir utan sem Arnór ver auðveldlega, HK með boltann
22:41 Brotið á Tandra, HK fær aukakast
23:09 7-9 Bjarki Már minnkar muninn fyrir HK úr horninu
23:48 Geir Guðmundsson fær aukakast
24:01 Guðmundur Hólmar með skot sem fer í vörn HK, Akureyri á hornkast
24:19 Leiktöf dæmd á Akureyri
24:26 HK er komið í gang á meðan Akureyri er að hiksta. Stefnir því í hörkuleik eftir frábæra byrjun Akureyrarliðsins
24:27 HK með boltann
24:51 Skot í stöngina og Akureyri nær boltanum
25:03 Hreinn Hauksson í dauðafæri en Arnór ver frá honum, HK með boltann
25:31 8-9 Ólafur Víðir skorar fyrir utan
25:45 Bjarni Fritzson með mann á bakinu en einungis aukakast dæmt, Bjarni ekki sáttur enda auðvelt að dæma 2 mínútur á þetta
26:17 9-9 Bjarki Már jafnar fyrir HK úr hraðaupphlaupi, HK er komið með 6 mörk í röð
26:48 Akureyri fær aukakast, Halldór Örn Tryggvason náði ekki til boltans á línunni
27:08  Guðmundur Hólmar fer upp og brotið er á honum, gult spjald á loft
27:30  Bjarni Fritzson að fara í gegn en fær dæmdar á sig 2 mínútur. Sá ekki alveg hvað hann gerði en hann er ekki parsáttur. Akureyri heldur þó boltanum
27:33 Akureyri í sókn, manni færri
27:53 Guðmundur Hólmar fær aukakast
28:18 Halldór Örn Tryggvason nær ekki boltanum á línunni
28:32 10-9 Bjarki Már skorar fyrir HK úr seinni bylgju og HK er komið yfir
29:03 11-9 Bjarki Már skorar fyrir HK úr hraðaupphlaupi eftir að Sigþór Heimisson missti boltann
29:28 Sigþór Heimisson fær aukakast
29:38 Bjarni Fritzson röltir aftur inná
30:00 HK náði boltanum en tókst ekki að skora, staðan er því 11-9 fyrir HK í hálfleik eftir að Akureyri hafði verið 3-9 yfir.
30:00 Kannski eðlilega þá hefur stemningin hjá Akureyri dottið svolítið niður enda lítið gengið síðustu mínútur og HK búið að skora 8 mörk gegn engu. Þá eru menn að láta dómgæsluna fara aðeins í sig
30:00 Það verður áhugavert að sjá hvernig síðari hálfleikurinn mun spilast enda var fyrri hálfleikurinn vægast sagt sveiflukenndur
30:00 Staðan er 13-11 fyrir Val gegn Aftureldingu í hálfleik í fallslagnum mikla. ÍR er að vinna Fram 9-12 og FH er að vinna Hauka 9-13
30:00 Sigri ÍR í kvöld skiptir það engu máli hvort HK vinni Akureyri eða ekki, ÍR mun þá taka síðasta sætið inn í Úrslitakeppnina
30:00 Liðin eru komin aftur á völlinn og það styttist í síðari hálfleikinn
30:00 Akureyri mun byrja síðari hálfleikinn
30:01 Þá er síðari hálfleikurinn byrjaður og okkar menn eru með boltann
30:26 11-10 Bjarni Fritzson skorar af línunni eftir frábæra sendingu frá Jóni Heiðari
30:50 Jovan ver svo strax og Bjarni Fritzson sækir vítakast!
31:10 11-11 Heimir Örn Árnason mjög traustur á línunni og jafnar leikinn
31:47 Jovan Kukobat ver vel í markinu
31:55 Guðmundur Hólmar lyftir sér upp en Arnór ver frá honum
32:12 Bæði lið að klikka og missa boltann, HK með hann eins og er
32:28 Jovan Kukobat með góða vörslu og Akureyri hægir aðeins á leiknum
33:02 11-12 Halldór Örn Tryggvason skorar af línunni
33:17   Bjarni Fritzson brýtur á Bjarka Má sem fær víti og Bjarni 2 mínútur
33:22 12-12 Bjarki Már skorar úr vítinu
33:57 Guðmundur Hólmar fær aukakast
34:12  Jón Heiðar fær högg á andlitið og réttilega fer einn HK maðurinn útaf í 2 mínútur
34:28 12-13 Geir Guðmundsson með flott skot af gólfinu og hann kemur Akureyri aftur yfir
35:11 HK bókstaflega missir boltann
35:23 Akureyri með fullskipað lið, 40 sek í að HK fái sinn mann inná
35:40 Guðmundur Hólmar með skot sem hávörnin tekur, Akureyri með boltann
36:04 12-14 Heiðar Þór með stórkostlegt mark úr horninu, skrúfar hann yfir höfuð Arnórs og boltinn syngur í netinu!
36:42   Hreinn Hauksson fer harkalega í andlitið á einum leikmanni HK og er í raun heppinn að fá ekki meira en 2 mínútur
36:53 13-14 Jóhann Karl skorar fyrir HK af línunni
37:31 13-15 Geir Guðmundsson með stórkostlegt mark fyrir utan, held að Arnór í markinu hafi ekki séð þennan
37:55 14-15 Leó Snær skorar fyrir HK úr horninu
38:21 Geir Guðmundsson krækir í aukakast
38:42 Akureyri með fullskipað lið
38:59 Leó Snær í hraðaupphlaupi fyrir HK en Jovan Kukobat ver frá honum
39:13 Heiðar Þór fer svo í gegn úr horninu en Arnór sér við honum
39:39 Jovan Kukobat með vörslu
39:52 Geir Guðmundsson með skot í stöngina, HK með boltann
40:26 15-15 Tandri er að jafna leikinn með baráttumarki
41:07 Guðmundur Hólmar með skot sem Arnór ver
41:40 Jovan Kukobat ver enn og aftur
41:49 Guðmundur Hólmar með alltof fasta sendingu niður í horn á Bjarna og Akureyri missir boltann
42:24 HK fær aukakast
42:48 Enn er HK að fá aukakast
43:01 Tandri með svakalegt skot í stöngina og útaf, Akureyri með boltann
43:37 Jón Heiðar fær aukakast
43:53 15-16 Jón Heiðar hreinlega prjónar sig í gegnum vörn HK og skorar frábært mark
44:49 16-16 Bjarki Már skorar úr horninu, virkilega vel gert hjá honum
45:17 16-17 Akureyri of lengi að taka miðjuna og höndin fór upp, Geir Guðmundsson hinsvegar bara brunaði í gegn og skoraði
45:51 Akureyri nær boltanum
46:08 Guðmundur Hólmar fer á vörnina sem er klárlega innan teigs en aukakast dæmt. Guðmundur er vægast sagt ekki sáttur
46:14 Akureyri í sókn
46:38 Geir Guðmundsson með gólfskot sem Arnór ver, HK með boltann
47:25 HK með aukakast
47:37 17-17 Ólafur Víðir jafnar með laglegu skoti fyrir utan
48:15 Geir Guðmundsson með skot í slá og yfir
48:29 HK með boltann
48:45 Fram leiðir 20-19 gegn ÍR, HK er því í möguleika ef þeir sigra okkar menn
49:02 18-17 HK með laglegt spil sem endar með marki
49:33 Geir Guðmundsson fær aukakast
49:39 Akureyri tekur leikhlé
49:39 Valur er að vinna Aftureldingu 18-16 þegar rúmlega kortér er eftir. 20-20 hjá Fram og ÍR þegar 10 mín eru eftir. FH er að vinna Hauka 18-19 þegar rúmar 10 mínútur eru eftir
49:40 Akureyri hefur leikinn að nýju
49:48 18-18 Heiðar Þór með gott mark úr horninu
50:26 19-18 Tandri með svakalegt mark af gólfinu í slána og inn
50:44 Geir Guðmundsson fær aukakast
51:08 Bjarni Fritzson að fara í gegn úr horninu og í staðinn fyrir að fá víti er dæmd lína á hann er hann lendir. Furðulegur dómur
51:54 20-18 Ólafur Víðir skorar mark upp úr engu og kemur HK tveimur mörkum yfir
52:43 Geir Guðmundsson fær aukakast
52:56 20-19 Guðmundur Hólmar með ruglað mark af gólfinu!
53:10 21-19 Ólafur Víðir hinsvegar svarar strax fyrir HK
53:43 Akureyri fær aukakast, nú þarf eitthvað að fara að gerast
53:57 21-20 Jón Heiðar svarar kallinu með mögnuðu gegnumbrotsmarki
54:28 Stefán Guðnason kemur í mark Akureyrar og ver strax, Akureyri með boltann og getur jafnað
55:11 Geir Guðmundsson fær aukakast, með mann á bakinu en bara aukakast
55:29 21-21 Geir Guðmundsson með góða yfirhandarfintu og setur boltann svo í netið, þvílíkur leikur sem við erum að horfa á!
55:54 22-21 Eyþór með skot sem Stefán Guðnason ver inn
56:26 Halldór Örn Tryggvason í dauðafæri á línunni en setur boltann í gólfið og slá
56:44 23-21 Tandri skorar enn fyrir HK og kemur þeim aftur tveim mörkum yfir
57:18 Bjarni Fritzson með skot framhjá
57:30 Bjarni Fritzson nær hinsvegar að stela boltanum
57:45 23-22 Heiðar Þór minnkar muninn úr vinstra horninu, virkilega vel gert hjá honum
57:47 HK með boltann
58:16 Geir Guðmundsson með flotta vörn
58:27 Lítið að gerast hjá HK
58:35 HK kastar boltanum útaf
59:05 HK að verjast langt innan teigs en aðeins aukakast dæmt
59:24 Akureyri tekur leikhlé
59:24 Held að það sé óhætt að segja að jafntefli væri sanngjörn niðurstaða í þessum leik. Það hinsvegar breytir stöðunni í deildinni ekkert. ÍR er að klára Fram 23-26 og HK því úr leik
59:30 Akureyri missir boltann
60:00 Leikurinn klárast og HK vinnur með einu marki. Akureyri endar því í 6. sæti í deildinni. HK endar í 5. sæti og ÍR fer í Úrslitakeppnina
60:00 Við þökkum fyrir okkur í dag

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson