Tími | Staða | Skýring |
|
| Hér reynum við að flytja upplýsingar um gang leiksins
|
|
| Lið FH er þannig skipað í dag: 12 - Sigurður Örn Arnarson - Markmaður 16 - Ágúst Elí Björgvinsson - Markmaður 2 - Sigurður Ágústsson 3 - Benedikt Reynir Kristinsson 4 - Hlynur Bjarnason 5 - Ásbjörn Friðriksson 6 - Andri Berg Haraldsson 9 - Halldór Guðjónsson 13 - Einar Rafn Eiðsson 14 - Henrik Bjarnason 18 - Valdimar Fannar Þórsson 20 - Ísak Rafnsson 22 - Ragnar Jóhannsson 24 - Magnús Óli Magnússon
|
|
| Lið Akureyrar er þannig skipað: 1 - Jovan Kukobat - Markmaður 12 - Tomas Olason - Markmaður 2 - Andri Snær Stefánsson 3 - Daníel Matthíasson 4 - Bjarni Fritzson 5 - Hreinn Þór Hauksson 8 - Halldór Logi Árnason 9 - Þrándur Gíslason 10 - Valþór Guðrúnarson 11 - Gunnar Þórsson 14 - Jón Heiðar Sigurðsson 19 - Kristján Orri Jóhannsson 20 - Brynjar Hólm Grétarsson 22 - Sigþór Heimisson
|
|
| Dómarar í dag eru Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson
|
|
| Gunnar K. Malmquist Þórsson kemur inn í hópinn á ný en hann meiddist í sigurleiknum gegn ÍR og hefur misst af síðustu tveim leikjum
|
0:00
|
| Akureyri byrjar með boltann
|
0:32
|
| Andri Berg Haraldsson leikmaður FH fær spjald
|
0:55
|
| Ágúst Elí markvörður FH varði skot Valþórs
|
1:33
|
| Vörn Akureyrar vinnur boltann
|
1:52
|
| Valþór Guðrúnarson með skot framhjá
|
2:07
|
| Valþór Guðrúnarson fær spjald
|
2:26
| 1-0
| Valdimar Fannar Þórsson skorar fyrsta mark leiksins
|
3:31
| 1-1
| Sigþór Heimisson með mark í skrefinu
|
3:46
|
| Jovan Kukobat ver frá Ragnari Jóhannssyni í innkast þannig að FH heldur boltanum
|
4:13
|
| Jovan Kukobat ver aftur nú frá Valdimar en enn halda FH-ingar boltanum
|
4:47
| 2-1
| Ragnar Jóhannsson skorar fyrir FH
|
4:58
| 2-2
| Sigþór Heimisson svarar aftur fyrir Akureyri með marki eftir hraða miðju
|
5:20
|
| Valdimar Fannar með skot framhjá
|
5:39
|
| Daníel Matthíasson í dauðafæri en skotið er varið í innkast þannig að Akureyri heldur boltanum áfram
|
5:55
|
| Bjarni Fritzson með skot sem er varið
|
6:21
| 3-2
| Einar Rafn Eiðsson skorar úr hraðaupphlaupi
|
6:50
|
| Valþór lætur stela af sér boltanum
|
7:33
|
| Jovan Kukobat ver skot frá Ragnari Jóhannssyni
|
8:52
| 3-3
| Valþór Guðrúnarson á auðum sjó og skorar
|
9:08
|
| Jovan Kukobat ver frá Ragnari en FH-ingar ná frákastinu
|
9:47
|
| Jovan Kukobat ver frá Valdimar Fannari en FH fær vítakast
|
10:11
| 4-3
| Ásbjörn Friðriksson skorar úr vítinu
|
10:45
|
| Spjald á Ragnar Jóhannsson leikmann FH
|
11:25
|
| Bjarni Fritzson missir boltann
|
11:35
| 5-3
| Ragnar Jóhannsson skorar úr hraðaupphlaupi
|
12:17
| 5-4
| Sigþór Heimisson með lúmskt skot og mark
|
12:46
|
| Valdimar Fannar með skot í þverslána sem fer síðan í Jovan og þaðan afturfyrir
|
13:35
|
| Sigþór Heimisson með skot framhjá FH markinu
|
13:45
| 6-4
| Ísak Rafnsson skorar sjötta mark FH inga
|
14:02
| 6-5
| Valþór Guðrúnarson svarar að bragði með þrumskoti fyrir utan
|
14:37
|
| Skref dæmd á Ragnar Jóhannsson
|
15:31
|
| Valþór með skot sem er varið
|
16:01
|
| Ragnar Jóhannsson skýtur hátt yfir mark Akureyrar
|
16:04
| 6-6
| Sigþór Heimisson heldur áfram að hrella FH-inga og skorar laglegt mark
|
16:29
|
| Gunnar K. Malmquist Þórsson fær gula spjaldið
|
16:46
|
| Jovan Kukobat með fína vörslu frá Ragnari
|
17:03
|
| Valdimar Fannar fær að sjá gula spjaldið
|
17:16
|
| Heimir Örn Árnason tekur leikhlé. Vörnin er hefur verið öflug og Kukobat er búinn að vera góður í markinu og varið nokkur erfið skot
|
17:16
|
| Akureyri hefur leikinn á ný
|
17:48
| 6-7
| Þrándur Gíslason skorar af harðfylgi af línunni eftir sendingu frá Bjarna
|
18:30
|
| FH-ingar tapa boltanum
|
18:50
| 6-8
| Gunnar K. Malmquist Þórsson skorar úr hraðaupphlaupi
|
19:30
|
| Magnús Óli fiskar víti fyrir FH – Þrándur varðist inni í teig
|
19:46
| 7-8
| Ásbjörn skorar úr vítakastinu
|
20:41
| 7-9
| Sigþór Heimisson heldur áfram og skorar
|
20:56
|
| Jovan Kukobat sömuleiðis í stuði og ver, núna frá Ísaki Rafnssyni
|
21:11
| 7-10
| Bjarni Fritzson skorar úr hraðaupphlaupi eftir glæsilega sendingu frá Jovan
|
22:07
|
| FH tapar boltanum
|
22:31
|
| Þrándur Gíslason vinnur vítakast
|
22:43
| 7-11
| Bjarni Fritzson skorar úr vítinu
|
23:09
|
| FH tekur leikhlé. Gengur lítið hjá FH. Magnús Óli er klipptur út og sóknarleikurinn mjög hægur.
|
24:15
|
| FH byrja afur en tapa boltanum – ruðningur á Ragnar Jóhannsson
|
24:15
| 7-12
| Hreinn Hauksson skorar úr hraðaupphlaupi
|
24:15
| 8-12
| Valdimar Fannar skorar fyrir FH
|
24:19
|
| Valþór Guðrúnarson með skot framhjá
|
24:30
| 9-12
| Ragnar Jóhannsson skorar
|
24:47
|
| Þrándur Gíslason fær dæmda á sig línu
|
25:09
| 10-12
| Ragnar skorar fyrir FH - nú þarf Akureyri að fara að gera eitthvað í málinu
|
25:29
|
| Sigþór Heimisson með skot framhjá FH markinu
|
26:36
|
| Jovan Kukobat varði frá Magnúsi Óla en FH fær aukakast
|
26:50
|
| Jovan Kukobat ver bara aftur frá Magnúsi Óla og Akureyri í sókn
|
27:44
| 10-13
| Bjarni Fritzson skorar úr þröngu færi úr horninu
|
27:44
| 11-13
| Magnús Óli losnar úr gæslunni og skorar fyrir FH
|
28:25
| 11-14
| Sigþór Heimisson fintar sig í gegn og skorar sitt sjötta mark í dag
|
28:52
|
| FH fær vítakast, brotið á Ragnari Jóhannssyni
|
28:55
| 12-14
| Ásbjörn skorar úr vítinu
|
29:58
|
| Bjarni Fritzson með með skot sem er varið
|
30:00
|
| Þar með er kominn hálfleikur. Frábær kafli Akureyrar um miðbik hálfleiksins skilar liðinu tveggja marka forystu
|
30:00
|
| Sigþór Heimisson er markahæstur með 6 mörk, Bjarni með 3, Valþór 2, Gunnar, Hreinn og Þrándur með 1 mark hver
|
30:00
|
| Jovan Kukobat er kominn með 9 varin skot, Tomas kom inná og reyndi við vítakast
|
30:00
|
| Það eru FH-ingar sem hefja seinni hálfleikinn
|
30:57
| 13-14
| Ragnar Jóhannsson skorar með undirhandarskoti
|
31:13
|
| Sigþór tapar boltanum
|
31:45
|
| Jovan Kukobat ver skot frá Magnúsi Óla Magnússyni
|
32:40
| 13-15
| Þrándur Gíslason með mark af línunni, sneri Ísak Rafnsson af sér með tilþrifum
|
32:45
|
| Ísak Rafnsson rekinn útaf fyrir að hanga í Þrándi- fyrsta brottvísunin í leiknum
|
33:28
|
| Jovan Kukobat heldur áfram að verja, nú frá Magnúsi Óla
|
33:48
| 13-16
| Þrándur Gíslason með mark úr hraðaupphlaupi
|
34:12
|
| Jovan Kukobat með fína vörslu frá Benedikt Reyni
|
34:37
| 13-17
| Kristján Orri Jóhannsson skorar úr hraðaupphlaupi
|
35:18
|
| Valdimar Fannar tapar boltanum
|
35:28
|
| Kristján Orri Jóhannsson rekinn útaf
|
35:39
|
| Sigþór Heimisson með skot sem er varið
|
36:14
| 14-17
| Magnús Óli brýst í gegn og skorar fyrir FH
|
36:49
| 14-18
| Valþór Guðrúnarson með sitt þriðja mark - stöngin inn
|
37:35
|
| FH tekur leikhlé - greinilega ekki sáttir með gang mála
|
37:36
| 15-18
| Benedikt Reynir skorar fyrir FH
|
38:50
| 15-19
| Bjarni Fritzson með skot af gólfinu sem liggur í netinu
|
39:21
| 16-19
| Ragnar Jóhannsson skorar, kemst auðveldlega í gegnum Akureyrarvörnina
|
39:33
|
| Kristján Orri kominn aftur inná en skot frá honum er varið
|
39:54
|
| Jovan Kukobat með vörslu frá Einari Rafni
|
40:11
|
| FH fær vítakast
|
40:35
| 17-19
| Ásbjörn skorar úr vítinu - Jovan var í boltanum
|
41:04
|
| Sigþór Heimisson fær dæmd á sig skref
|
41:35
| 18-19
| Magnús Óli með þrumuskot og mark
|
42:10
|
| Ruðningur dæmdur á Bjarna Fritzson
|
42:28
| 19-19
| Einar Rafn Eiðsson jafnar leikinn fyrir FH
|
42:49
|
| Heimir Örn Árnason tekur leikhlé enda FH búið að vinna upp fjögurra marka forskot á stuttum tíma
|
42:49
|
| Leikurinn hefst á ný en Bjarni tapar boltanum
|
43:12
|
| Þrándur Gíslason rekinn útaf fyrir að toga Andra Berg niður
|
43:17
| 20-19
| Ragnar Jóhannsson skorar eftir gegnumbrot
|
44:12
|
| Sigþór Heimisson tapar boltanum - dæmd leiktöf
|
45:08
| 21-19
| Ragnar skorar aftur eftir gegnumbrot
|
46:11
| 21-20
| Þrándur Gíslason kominn inná aftur og skorar af línunni
|
46:42
| 22-20
| Magnús Óli skorar sitt fjórða mark fyrir FH
|
47:30
| 22-21
| Bjarni Fritzson komst í gegnum FH vörnina og þá er ekki að sökum að spyrja
|
48:40
| 23-21
| Ísak Rafnsson kominn á línuna og skorar fyrir FH
|
49:20
| 23-22
| Valþór Guðrúnarson með sitt fjórða mark í dag skot alveg upp í samskeytin
|
49:48
|
| Ruðningur dæmdur á FH - nú er tækifæri á að jafna á ný
|
50:49
| 23-23
| Kristján Orri Jóhannsson jafnar með mark úr horninu eftir flotta sendingu frá Andra Snæ úr hinu horninu, flott kerfi
|
51:09
|
| FH vinnur vítakast
|
51:39
| 24-23
| Ásbjörn heldur uppteknum hætti og skorar úr vítinu, það er hans eina hlutverk í dag að mæta á vítapunktinn
|
52:11
| 24-24
| Sigþór Heimisson kominn af stað í seinni hálfleik og jafnar leikinn með undirhandarskoti
|
52:37
|
| Jovan Kukobat með vörslu frá Magnúsi Óla
|
53:04
| 24-25
| Valþór Guðrúnarson brýst í gegnum FH vörnina og kemur Akureyri aftur yfir
|
53:31
|
| FH tekur sitt þriðja leikhlé
|
53:31
|
| FH hefur leikinn á ný - leikhléin hafa reynst þeim vel í leiknum til þessa
|
53:34
|
| FH tapar samt boltanum fljótt
|
53:52
|
| Þrándur Gíslason vinnur vítakast
|
54:26
| 24-26
| Bjarni Fritzson skorar úr vítakastinu
|
54:52
|
| Jovan Kukobat ver en FH heldur boltanum
|
55:22
| 25-26
| Valdimar Fannar skorar fyrir FH
|
56:05
| 25-27
| Þrándur Gíslason með mark af línunni
|
57:02
|
| FH með skot í þverslána - Akureyri með boltann
|
57:19
|
| Sigþór Heimisson skýtur í þverslána á FH markinu
|
57:32
| 26-27
| Ísak Rafnsson skorar fyrir FH úr hraðaupphlaupi
|
57:56
|
| Akureyri tapar boltanum, skref dæmd á Valþór
|
59:16
|
| Jovan Kukobat ver frá Magnúsi Óla en FH heldur boltanum
|
59:39
|
| FH fær hornkast
|
59:52
|
| FH tapar boltanum – dæmd leiktöf
|
59:55
| 26-28
| Bjarni Fritzson skorar
|
60:00
|
| Leiknum lokið með mögnuðum tveggja marka sigri Akureyrar
|
60:00
|
| Sigþór Heimisson og Bjarni Fritzson skoruðu 7 mörk hvor, Bjarni með 2 úr vítum, Valþór og Þrándur skoruðu 5 mörk hvor, Kristján Orri 2 og þeir Gunnar Þórsson og Hreinn 1 mark hvor
|
60:00
|
| Jovan Kukobat er með 16 varða bolta
|
60:00
|
| Gríðarlega mikilvægur sigur Akureyrar, nú verður brosað hringinn í rútunni heim
|