Tími | Staða | Skýring |
|
| Verið velkomin í Beina Lýsingu frá leik Vals og Akureyrar í 13. umferð Olís Deildar karla
|
|
| Það er mikið í húfi fyrir bæði lið hér í dag. Valsmenn geta með sigri komið sér einir í toppsætið deildarinnar á meðan Akureyri getur minnkað muninn á toppnum enn frekar og komið sér þremur stigum frá toppsætinu
|
|
| Liðin mættust fyrr í vetur á Akureyri og fóru Valsmenn með sigur af hólmi 27-30 eftir hörkuleik. Vonandi geta okkar menn kvittað fyrir það tap hér í dag
|
|
| Verið er að kynna liðin
|
|
| Hópur Akureyrar: Markmenn: Tomas Olason og Bjarki Símonarson Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Halldór Logi Árnason, Elías Már Halldórsson, Þrándur Gíslason, Heimir Örn Árnason, Sverre Andreas Jakobsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Sigþór Árni Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Daníel Örn Einarsson og Ingimundur Ingimundarson
|
|
| Þá er þetta að bresta á!
|
|
| Það er ágætis mæting á pöllunum en enn er fólk að streyma í Vodafone höllina. Vonandi næst upp fín stemning yfir þessum mikilvæga leik
|
0:01
|
| Valsmenn hafa hafið leikinn
|
0:27
|
| Akureyri er að spila framliggjandi vörn
|
0:49
| 1-0
| Guðmundur Hólmar skorar af gólfinu og kemur Valsmönnum yfir
|
1:38
|
| Elías Már Halldórsson með skot sem Stephen ver í markinu
|
1:50
|
| Þrándur Gíslason fær gult spjald fyrir að stöðva seinni bylgju Valsliðsins
|
2:21
|
| Tomas Olason ver auðveldlega skot Elvars
|
2:35
|
| Heimir Örn Árnason með skot í varnarvegginn en boltinn fer í fót og Akureyri fær aukakast
|
3:04
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson klikkar í horninu
|
3:17
| 2-0
| Finnur Ingi skorar úr hraðaupphlaupi fyrir Val
|
3:40
| 2-1
| Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar af línunni eftir góða sendingu frá Heimi
|
3:54
|
| Geir með skot í slá og Akureyri með boltann
|
4:18
|
| Elías Már Halldórsson fær aukakast
|
4:46
| 3-1
| Sigþór Árni Heimisson fær gult spjald fyrir að ýta á Geir Guðmunds sem skoraði úr hraðaupphlaupi
|
5:19
| 3-2
| Halldór Logi Árnason skorar af línunni eftir eitraða sendingu Heimis. Gult spjald á loft í leiðinni
|
6:01
|
| Sverre Andreas Jakobsson og Kári í smá hasar. Dómararnir ræða við þá
|
6:22
|
| Kári Kristján kastar boltanum útaf
|
6:37
| 4-2
| Heimir Örn Árnason með skot í varnarvegginn og Finnur Ingi skorar úr hraðaupphlaupi í bakið á okkar mönnum
|
7:14
|
| Heimir Örn Árnason fær aukakast, Heimi vantar aðstoð eins og er
|
7:31
|
| Sigþór Árni Heimisson ræðst á vörnina og Geir Guðmundsson brýtur á honum. 2 mínútur á Geir
|
7:49
| 4-3
| Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr horninu eftir flott spil hjá okkar mönnum, náðu að galopna vörnina
|
8:27
| 5-3
| Guðmundur Hólmar fintar sig í gegn og skorar. Gult spjald á Sverre Andreas Jakobsson
|
8:59
|
| Heimir Örn Árnason með flotta línusendingu en búið að flauta aukakast
|
9:16
|
| Sigþór Árni Heimisson með slaka sendingu og Valsmenn ná boltanum
|
9:56
|
| Geir Guðmunds liggur eftir, Heimir Örn Árnason fór eitthvað aftan í hann. Vonandi er þetta ekki alvarlegt hjá Geira
|
9:56
|
| Geir og Heimir búnir að gefa hvor öðrum five og Geir hyggst halda áfram. Sterkur strákur að norðan greinilega!
|
10:15
|
| Geir lyftir sér upp en skýtur yfir mark Akureyrar
|
10:56
| 6-3
| Sigþór Árni Heimisson með undirhandarskot sem er varið og Finnur Ingi skorar úr hraðaupphlaupi
|
11:17
|
| Forysta Valsmanna er einfaldlega gerð úr hraðaupphlaupum
|
11:46
| 6-4
| Daníel Örn Einarsson með flott mark, Sigþór hafði skotið á markið en varið frá honum. Daníel stökk á boltann og náði að setja hann í markið. Vel gert!
|
12:16
|
| Tomas Olason ver frá Geira, vonandi er Tomas að komast í gang
|
12:48
| 6-5
| Sigþór Árni Heimisson er svo glæsilegur! Brunar í gegnum vörn Valsmanna og skorar, meira svona takk!
|
13:20
| 7-5
| Geir Guðmundsson skorar fyrir Val með gegnumbroti
|
14:00
|
| Sigþór Árni Heimisson finnur Halldór Loga á línunni en búið að flauta aukakast
|
14:23
|
| Sigþór Árni Heimisson fær aukakast
|
14:50
|
| Kristján Orri Jóhannsson brýst í gegn og sækir vítakast! Mikilvægt enda var höndin komin upp
|
15:16
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson brennir af en Akureyri nær boltanum aftur
|
15:50
|
| Daníel Örn Einarsson fer í gegn en fær aðeins aukakast, mjög svipað og vítið hjá Kristjáni áðan
|
16:10
|
| Boltinn dæmdur af Akureyri
|
16:37
|
| Kári Kristján fær aukakast fyrir Valsliðið
|
16:53
| 8-5
| Elvar Friðriksson með lúmst skot af gólfinu og fer í gegnum klofið á Tomas Olason
|
17:27
|
| Elías Már Halldórsson með skot fyrir utan sem Stephen ver í markinu
|
17:41
| 9-5
| Orri Freyr skorar af línunni fyrir Val
|
17:51
|
| Atli Hilmarsson tekur leikhlé enda er bongótrommari Valsmanna byrjaður að spila
|
17:51
|
| Valsliðið er með verðskuldaða forystu. Það sem munar helst á liðunum er að Akureyri er að klára sóknir sínar illa og Valsliðið er duglegt að refsa með hröðum sóknum
|
17:52
|
| Akureyri hefur hafið leikinn að nýju
|
18:06
| 9-6
| Kristján Orri Jóhannsson lyftir sér upp fyrir utan og setur hann í stöngina og inn
|
18:37
|
| Daníel Örn Einarsson tekur Guðmund Hólmar alveg úr umferð þessa stundina
|
18:57
|
| Akureyrarvörnin er að halda fínt þegar hún nær að stilla upp
|
19:10
| 10-6
| Þá losnar Guðmundur Hólmar og hann skorar
|
19:28
|
| Bjarki Símonarson kemur inn í mark Akureyrar
|
19:47
|
| Sigþór Árni Heimisson kominn yfir hægra megin og fær aukakast
|
20:06
|
| Lítið að gerast í sókninni hjá okkar mönnum
|
20:26
|
| Sigþór Árni Heimisson með skot sem Stephen ver, höndin var komin upp
|
20:42
|
| Halldór Logi Árnason stöðvar Geir, aukakast dæmt
|
21:04
| 11-6
| Geir lyftir sér upp og skorar
|
21:32
| 11-7
| Heimir Örn Árnason með kunnuglegt mark af gólfinu
|
21:59
|
| Þrándur Gíslason fær 2 mínútur fyrir harkalegt brot á Alexander Erni
|
22:18
| 12-7
| Finnur Ingi skorar úr horninu
|
22:33
|
| Þetta ætlar að verða erfitt í dag
|
23:02
|
| Sigþór Árni Heimisson fær aukakast
|
23:24
|
| Sigþór Árni Heimisson með hörkuskot í stöngina og útaf
|
23:47
| 13-7
| Finnur Ingi fíflar Bjarka í markinu og skorar
|
24:24
|
| Sigþór Árni Heimisson fær enn eitt aukakastið
|
24:39
|
| Kristján Orri Jóhannsson með skot sem er varið
|
24:54
|
| Valsmenn í sókn
|
25:10
| 14-7
| Geir prjónar sig í gegnum vörnina og skorar. Geir er að fara illa með sitt gamla lið
|
25:45
| 14-8
| Halldór Logi Árnason skorar af línunni eftir að hafa náð frákasti
|
26:22
|
| Halldór Logi Árnason keyrir útúr vörninni og grípur Geir, svona á að spila vörn!
|
26:40
| 15-8
| Alexander skorar enda fer enginn út í hann
|
26:51
|
| Tomas Olason kemur aftur í markið
|
27:32
|
| Sigþór Árni Heimisson með skot sem hittir ekki á markið
|
27:43
| 16-8
| Geir Guðmundsson keyrir á vörnina og skorar
|
28:10
|
| Halldór Logi Árnason fær aukakast
|
28:27
|
| Kristján Orri Jóhannsson fær aukakast, það er ekkert að gerast sóknarlega hjá okkar mönnum
|
28:54
| 17-8
| Finnur Ingi skorar úr hraðaupphlaupi. Það er verið að niðurlægja okkar menn
|
29:40
|
| Akureyri fær aukakast
|
29:51
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson fer inn úr ómögulega færi og Stephen ver auðveldlega frá honum
|
30:00
|
| Valsmenn reyna að skora sirkusmark yfir völlinn en tíminn rennur út og kominn hálfleikur
|
30:00
|
| Úff það tók á að fylgjast með síðari helming fyrri hálfleiks. Akureyri er þunnskipað en liðið hlýtur samt að geta spilað einhvern sóknarleik. Valsliðið er með svör við öllum tilraunum Akureyrar og refsar strax með hraðaupphlaupsmörkum
|
30:00
|
| Tomas Olason er með skráð 2 skot varin, á sama tíma er Stephen Nielsen með 10 skot varin. Bjarki Símonarson fékk einnig að spreyta sig í markinu en varði ekki skot
|
30:00
|
| Halldór Logi Árnason og Heiðar Þór hafa skorað 2 mörk hvor fyrir Akureyri á meðan Daníel Örn, Kristján Orri, Heimir Örn og Sigþór Árni hafa skorað 1 mark hver
|
30:00
|
| Andri Snær Stefánsson og Bergvin Þór eru að skjóta í hálfleik. Spurning hvort annar þeirra sé í standi til að taka þátt í þessum leik
|
30:00
|
| Getur Akureyri náð að keyra sig í gang og koma sér inn í leikinn á ný?
|
30:01
|
| Akureyri hefur hafið síðari hálfleikinn
|
30:33
|
| Halldór Logi Árnason sækir vítakast, Akureyri að spila með tvo línumenn núna
|
30:47
| 17-9
| Kristján Orri Jóhannsson skorar úr vítinu
|
31:20
|
| Kári Kristján fær aukakast, hann heimtar vítakast
|
32:00
| 18-9
| Guðmundur Hólmar lyftir sér upp lengst fyrir utan og skorar
|
32:37
|
| Halldór Logi Árnason skorar af línunni en búið að flauta. Af óskiljanlegum ástæðum er aðeins dæmt aukakast, hélt að þetta væri skólabókardæmi um vítakast og jafnvel 2 mínútur
|
33:03
| 19-9
| Tomas Olason ver en Alexander Örn nær frákastinu og skorar
|
33:34
|
| Halldór Logi Árnason fær vítakast og Guðmundur Hólmar fær 2 mínútur. Nákvæmlega það sama og áðan en allt annar dómur
|
33:40
| 19-10
| Kristján Orri Jóhannsson skorar úr vítakastinu
|
34:12
| 20-10
| Alexander Örn skorar fyrir utan
|
34:21
|
| Smá mistök áðan, Guðmundur Hólmar fékk ekki 2 mínútur
|
34:33
| 20-11
| Þrándur Gíslason skorar af línunni. Línuspilið er það eina sem er að virka sóknarlega hjá okkar liði þessa stundina
|
35:10
|
| Sverre Andreas Jakobsson fer í andlitið á Alexander Erni og fær 2 mínútur. Hárréttur dómur
|
35:25
| 21-11
| Akureyrarvörnin galopin og Bjartur skorar úr dauðafæri úr horninu
|
35:56
|
| Elías Már Halldórsson fer upp en skýtur í varnarvegginn. Akureyri heldur boltanum
|
36:19
|
| Þrándur Gíslason fær aukakast
|
36:33
|
| Kristján Orri Jóhannsson inn úr virkilega þröngu færi en skýtur í stöngina. Akureyri heldur þó boltanum
|
36:53
|
| Þrándur Gíslason fær aukakast
|
37:08
|
| Sigþór Árni Heimisson með skot fyrir utan sem Stephen ver
|
37:21
|
| Þrándur Gíslason fær 2 mínútur fyrir brot og Valur fær vítakast
|
37:22
| 22-11
| Kári Kristján skorar örugglega úr vítakastinu
|
37:46
|
| Sigþór Árni Heimisson fintar Geir í tætlur en skýtur að lokum framhjá
|
38:13
|
| Valsmenn eru farnir að leika sér, komnir með sendingu aftur fyrir bak inn á línu. Sem betur fer klikkaði það og Akureyri með boltann
|
38:46
|
| Elías Már Halldórsson með skot sem er varið
|
38:55
|
| Tomas Olason ver úr dauðafæri! En Valsmenn halda boltanum
|
39:12
| 23-11
| Enn eru Valsarar að skora, hvernig endar þetta eiginlega?
|
39:43
|
| Halldór Logi Árnason í algjöru dauðafæri á línunni en Stephen ver frá honum
|
39:58
|
| Tomas Olason svarar með frábærri vörslu hinumegin
|
40:10
|
| Orri Freyr fær 2 mínútur fyrir alvöru brot á Þrándi Gíslasyni. Þrándur harkar þetta þó af sér og Akureyri fær vítakast
|
40:11
| 23-12
| Kristján Orri Jóhannsson skorar en Stephen var vel í boltanum
|
40:35
| 24-12
| Atli Már hleypur í gegnum vörnina og skorar auðveldlega
|
41:04
|
| Elías Már Halldórsson í gegn en nær ekki að skora
|
41:16
|
| Valsmenn með boltann
|
41:45
| 24-13
| Kristján Orri Jóhannsson skorar úr hraðaupphlaupi. Þetta er held ég fyrsta hraða sókn Akureyrar í leiknum
|
42:32
|
| Alexander með skot framhjá marki Akureyrar
|
42:48
|
| Sigþór Árni Heimisson í gegn en Stephen ver frá honum. Sissi að gera vel að komast í færin en gengur illa að skora úr þeim
|
43:29
|
| Orri Freyr stöðvaður á línunni, aukakast dæmt
|
44:01
|
| Akureyri með boltann
|
44:26
|
| Halldór Logi Árnason nær frákasti en er haldið. Hann fær aukakast sem er furðulegur dómur enda í dauðafæri drengurinn
|
44:34
|
| Arnar Gunnarsson þjálfari Fjölnis fylgist vel með leiknum enda mun Fjölnir taka á móti Akureyri í næstu umferð Bikarkeppninnar
|
44:58
|
| Atli Hilmarsson tekur leikhlé sem er fullkomlega tímasett þar sem Halldór Logi Árnason klúðraði dauðafæri á sama tíma. Það telur hinsvegar ekki þar sem búið var að taka leikhléið
|
44:58
|
| Það væri óskandi að okkar mönnum tækist að laga stöðuna eitthvað síðasta kortérið en það er kannski mikilvægara að óska sér að menn haldist heilir út leikinn
|
45:01
|
| Leikurinn hafinn að nýju
|
45:15
| 24-14
| Sigþór Árni Heimisson með eitrað skot af gólfinu sem Stephen ver í stöngina og inn
|
45:55
|
| Sverre Andreas Jakobsson stelur boltanum
|
46:02
|
| Kristján Orri Jóhannsson með skot sem fer í stöngina
|
46:12
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson svo með skot sem er varið og Valsmenn með boltann
|
46:30
|
| Tomas Olason með flotta vörslu. Hefði verið flott ef Tomas hefði byrjað að verja fyrr í þessum leik
|
46:55
|
| Kristján Orri Jóhannsson með skot fyrir utan sem er gripið
|
47:13
|
| Akureyri með boltann
|
47:36
|
| Sigþór Árni Heimisson með skot sem er varið. Þetta er hálf vandræðalegt, vörn Vals bíður bara og mætir Sissa ekkert. Hann neyðist því til að taka skot fyrir utan
|
48:30
|
| Tomas Olason ver og Akureyri með boltann
|
48:41
|
| Kristján Orri Jóhannsson fær aukakast og fær svo hvíld
|
49:13
|
| Boltinn dæmdur af Akureyri
|
49:21
|
| Sigþór Árni Heimisson fiskar ruðning, þetta var vel gert
|
49:33
| 25-14
| Sigþór Árni Heimisson missir boltann hinsvegar strax og Valsmenn refsa með hraðaupphlaupi
|
50:09
|
| Línusending sem Valsmenn komast í
|
50:16
|
| Valur í sókn
|
50:37
|
| Elvar með skot í stöngina og útaf, Akureyri með boltann
|
51:13
|
| Sigþór Árni Heimisson með skot sem Stephen ver. Finnst ég hafa skrifað þetta áður í dag
|
51:30
|
| Akureyri nær boltanum
|
52:01
|
| Daníel Örn Einarsson kominn í gegn en lætur boltann detta í hornið
|
52:15
| 26-14
| Sveinn Aron skorar úr hraðaupphlaupi fyrir Valsmenn
|
52:39
|
| Stephen ver enn og aftur
|
53:00
|
| Daníel Örn Einarsson aleinn í hraðaupphlaupi en Stephen ver frá honum. Stephen er kominn með 30 skot í leiknum og þá er honum skipt útaf
|
53:05
|
| Akureyri hefur minnst skorað 17 mörk í leik. Það met gæti farið í dag
|
53:25
| 27-14
| Orri Freyr skorar af línunni
|
53:54
|
| Sigþór Árni Heimisson með skot í stöngina og út
|
54:02
|
| Valsmenn fá aukakast
|
54:35
| 28-14
| Geir Guðmundsson fer upp og skorar auðveldlega
|
55:01
|
| Kristján Orri Jóhannsson fær aukakast
|
55:20
|
| Halldór Logi Árnason fær vítakast og Geir Guðmundsson fær 2 mínútur fyrir brotið
|
55:21
| 28-15
| Kristján Orri Jóhannsson skorar úr vítakastinu
|
55:52
|
| Atli Már fær aukakast fyrir Valsliðið
|
56:16
| 29-15
| Sveinn Aron skrúfar boltann framhjá Tomas Olason í markinu og skorar
|
56:39
| 29-16
| Kristján Orri Jóhannsson skorar gott mark
|
57:11
|
| Valsmenn fá aukakast og gólfið þurrkað í leiðinni
|
57:26
|
| Boltinn dæmdur af Valsmönnum
|
57:39
|
| Akureyri fær aukakast
|
58:01
|
| Sigþór Árni Heimisson með skot sem Kristján Ingi ver í markinu
|
58:08
|
| Akureyri með boltann
|
58:29
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson með misheppnaða sendingu
|
58:36
|
| Valsmenn í sókn
|
58:55
| 30-16
| Orri Freyr skorar af línunni fyrir Val
|
59:24
|
| Sigþór Árni Heimisson fær aukakast
|
60:00
| 30-17
| Kristján Orri Jóhannsson skorar á lokasekúndunni. Akureyri bætir því ekki met sitt yfir fæst mörk í einum leik heldur jafnar það.
|
60:00
|
| Valsliðið miklu mun sterkara hér í dag og átti algjörlega skilið að valta fyrir okkar menn því miður
|
60:00
|
| Virkilega erfitt að velja einhvern mann leiksins en Kristján Orri Jóhannsson var fínn og er maður leiksins að mínu mati.
|