Tími | Staða | Skýring |
|
| Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Aftureldingar og Akureyrar í 18. umferð Olís Deildar Karla
|
|
| Hópur Aftureldingar Markmenn: Pálmar Pétursson og Davíð Svansson Útileikmenn: Elvar Ásgeirsson, Ágúst Birgisson, Árni Bragi Eyjólfsson, Hrafn Ingvarsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Gestur Ingvarsson, Pétur Júníusson, Kristinn Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Jóhann Gunnar Einarsson, Birkir Benediktsson og Örn Ingi Bjarkason
|
|
| Hópur Akureyrar Markmenn: Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundsson Útileikmenn: Birkir Guðlaugsson, Halldór Logi Árnason, Þrándur Gíslason, Jón Heiðar Sigurðsson , Heimir Örn Árnason, Sverre Jakobsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Sigþór Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Nicklas Selvig og Ingimundur Ingimundarson.
|
|
| Bæði liðin féllu úr leik í 8-liða úrslitum Coca-Cola Bikarsins um helgina og því nokkuð ljóst að bæði lið vilja sigur í dag til að komast aftur í gang
|
|
| Afturelding er með 24 stig í 3. sæti á meðan Akureyri er með 16 stig í 6. sætinu
|
|
| Akureyri sigraði fyrri leik liðanna í vetur í Höllinni á Akureyri 27-23 en það var fyrsti leikur Akureyrar undir stjórn Atla Hilmarssonar á tímabilinu
|
|
| Dómarar leiksins eru þeir Magnús Kári Jónsson og Ómar Ingi Sverrisson
|
|
| Þá er þetta að bresta á, verið er að kynna liðin til leiks
|
0:01
|
| Afturelding hefur hafið leikinn
|
0:35
| 1-0
| Örn Ingi skorar fyrsta mark leiksins og kemur Aftureldingu í 1-0
|
1:10
| 1-1
| Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar flott mark úr horninu!
|
1:26
|
| Tomas Olason ver vel frá Erni Inga en búið að dæma aukakast, Afturelding heldur boltanum
|
1:52
| 2-1
| Birkir Benediktsson hamrar boltanum í netið og kemur Aftureldingu aftur yfir
|
2:31
|
| Sigþór Árni Heimisson með slakt skot sem fer framhjá
|
2:44
|
| Tomas Olason ver hinsvegar boltann og Akureyri fær annað tækifæri á að jafna metin
|
3:19
|
| Böðvar Páll fær gult spjald í liði Aftureldingar, Akureyri enn í sókn
|
3:49
|
| Akureyri fær dæmda á sig leiktöf
|
4:05
|
| Afturelding hinsvegar tapar boltanum strax aftur
|
4:48
|
| Sigþór Árni Heimisson skýtur aftur framhjá, Sissi þarf eitthvað að stilla miðið betur
|
5:43
|
| Heimir Örn Árnason fær gult spjald, Afturelding enn í sókn
|
6:10
|
| Tomas Olason ver sitt þriðja skot, nú frá Erni Inga og Akureyri leggur af stað í sókn
|
6:54
| 2-2
| Bergvin Þór Gíslason flýgur í gegnum vörnina og skorar flott mark
|
7:15
|
| Böðvar Páll fær 2 mínútur fyrir brotið á Bergvini. Akureyri því einum fleiri næstu 2 mínúturnar
|
7:44
|
| Sverre Andreas Jakobsson fær gult spjald í vörninni
|
8:29
|
| Tomas Olason heldur áfram að verja! Árni Bragi lyfti sér upp en Tomas sá við honum
|
9:17
|
| Sigþór Árni Heimisson fær dæmdan á sig ruðning, spurning hvort það hefði ekki átt að dæma víti þarna. Vörn Aftureldingar var líklega inn í teig þarna
|
9:56
| 3-2
| Birkir Benediktsson kemur Aftureldingu aftur yfir
|
10:18
|
| Nicklas Selvig fiskar vítakast! Davíð varði frá Nicklas en vítakast dæmt
|
10:40
| 3-3
| Kristján Orri Jóhannsson skorar af öryggi úr vítinu
|
12:15
| 4-3
| Örn Ingi kemur á vörnina og skorar, það þarf að mæta þessum manni!
|
13:01
|
| Nicklas Selvig með skot sem Davíð ver, Afturelding með boltann
|
13:16
| 5-3
| Birkir Benediktsson heldur áfram að skora og kemur Aftureldingu í 5-3
|
13:52
|
| Bergvin Þór Gíslason fær 2 mínútur, líklegast réttur dómur og Akureyri einum færri
|
14:35
|
| Heimir Örn Árnason með skot sem Davíð ver, Afturelding með boltann
|
14:57
|
| Árni Bragi í dauðafæri en skýtur í stöngina! Akureyri nær boltanum
|
15:28
|
| Þrándur Gíslason fiskar vítakast! Engin miskunn gegn sínu uppeldisliði!
|
15:56
|
| Kristján Orri Jóhannsson nær hinsvegar ekki að skora, Davíð ver vítið vel
|
16:13
|
| Afturelding í sókn
|
16:40
| 6-3
| Vörn Akureyrar ver skot frá Birki en Örn Ingi nær frákastinu og skorar
|
17:00
|
| Akureyri glatar boltanum, þetta er ekki nógu gott
|
17:31
| 7-3
| Pétur Júníusson skorar af línunni og Afturelding er að stinga af
|
18:06
|
| Pétur Júníusson fær 2 mínútur, tók full hart á Þrándi
|
18:58
|
| Atli Hilmarsson tekur leikhlé
|
18:58
|
| Það hefur lítið gengið hjá Akureyri síðustu mínútur og Akureyri hefur ekki skorað í þó nokkurn tíma. Afturelding hinsvegar skorað fjögur síðustu mörk leiksins
|
19:02
|
| Tomas Olason ver frá Árna Braga úr hraðaupphlaupi
|
19:42
|
| Enn er Akureyri að tapa boltanum, sóknin er alls ekki boðleg í upphafi þessa leiks
|
20:25
|
| Tomas Olason ver frá Jóhanni Jóhannssyni, Tomas er yfirburðarmaður í liði Akureyrar í upphafi
|
20:47
| 7-4
| Heimir Örn Árnason brunar upp völlinn og skorar, virkilega ánægjulegt að sjá þetta frá Heimi
|
21:13
|
| Afturelding missir boltann, nú er bara að keyra á þá
|
21:37
|
| Heimir Örn Árnason fær vítakast, Heimir öflugur núna
|
21:53
| 7-5
| Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr vítinu, mikilvægt
|
22:19
|
| Þrándur Gíslason tekur full fast á Erni Inga og fær 2 mínútur
|
22:45
| 8-5
| Gestur Ingvarsson skorar úr horninu fyrir Aftureldingu, ekki lengi að opna vörnina manni fleiri
|
23:04
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot í stöngina
|
23:27
| 9-5
| Ágúst Birgisson skorar af línunni fyrir Aftureldingu
|
23:54
| 9-6
| Nicklas Selvig skoraði úr hraðaupphlaupi áðan, smá tæknilegir örðugleikar hjá okkur!
|
24:24
| 9-7
| Kristján Orri Jóhannsson skorar flott mark úr hægra horninu, koma svo strákar!
|
24:46
| 10-7
| Örn Ingi heldur áfram að hrella okkar menn og skorar
|
25:21
| 10-8
| Nicklas Selvig hefur verið flottur hingað til og skorar gott mark
|
26:16
| 11-8
| Örn Ingi skorar eftir gegnumbrot, það þarf einhvern veginn að stöðva hann
|
27:02
|
| Akureyri er að fá nóg af aukaköstum, við viljum hinsvegar sjá fleiri mörk
|
27:26
|
| Þrándur Gíslason fær dæmda á sig ólöglega blokkeringu, Afturelding fær boltann
|
27:45
|
| Jóhann Jóhannsson skýtur yfir, Akureyri fær boltann
|
27:59
|
| Þrándur Gíslason sækir vítakast!
|
28:10
| 11-9
| Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar að sjálfsögðu úr vítinu
|
28:46
|
| Tomas Olason ver frá Erni Inga en búið að dæma aukakast
|
29:06
|
| Afturelding missir boltann, bæði lið búin að vera að missa boltann ítrekað
|
29:25
|
| Akureyri fær aukakast
|
29:42
|
| Þrándur Gíslason fær vítakast, Davíð varði frá honum en víti dæmt
|
29:48
| 11-10
| Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr vítakastinu
|
29:48
|
| Afturelding tekur leikhlé
|
29:46
|
| 14 sekúndur eftir af fyrri hálfleik, nær Akureyri að loka á lokasóknina og halda forskotinu í einu marki?
|
30:00
|
| Kominn hálfleikur, flott vörn hjá okkar mönnum og Mosfellingar náðu ekki skoti á markið. Hálfleikstölur eru því 11-10 fyrir Aftureldingu
|
30:00
|
| Akureyri skoraði síðustu tvö mörkin í hálfleiknum og munurinn því einungis eitt mark, vonandi ná okkar menn að mæta betur stemmdir í síðari hálfleikinn heldur en gegn Valsmönnum um daginn
|
30:00
|
| Mörk Aftureldingar: Örn Ingi Bjarkason 5 mörk, Birkir Benediktsson 3, Pétur Júníusson, Gestur Ingvarsson og Ágúst Birgisson 1 mark hver
|
30:00
|
| Mörk Akureyrar: Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 mörk (3 úr vítum), Kristján Orri 2 mörk (1 úr víti), Nicklas Selvig 2, Heimir Örn Árnason og Bergvin Þór Gíslason 1 mark hvor
|
30:00
|
| Tomas Olason hefur varið 8 skot í marki Akureyrar en Davíð Svansson hefur varið 9 skot þar á meðal 1 víti í marki Aftureldingar
|
30:01
|
| Akureyri hefur hafið síðari hálfleikinn, liðið getur jafnað strax í upphafi
|
30:10
| 11-11
| Nicklas Selvig skorar og jafnar leikinn!
|
31:52
|
| Akureyri nær boltanum eftir stangarskot
|
31:58
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot sem er varið en fær aukakast
|
32:17
|
| Böðvar Páll fær 2 mínútur fyrir að brjóta á Bergvin
|
32:56
|
| Einar Andri þjálfari Aftureldingar fær gult spjald, eitthvað ósáttur þessa stundina
|
33:15
|
| Sigþór Árni Heimisson glatar boltanum
|
33:27
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson fær 2 mínútur fyrir brot á Erni Inga, bæði lið með mann í kælingu
|
33:45
|
| Örn Ingi ræðst á vörnina og sækir vítakast
|
33:57
|
| Tomas Olason ver vítakastið!!! Jóhann Gunnar tók vítið en Tomas sá við honum. Akureyri í sókn
|
34:31
|
| Afturelding með boltann
|
34:51
|
| Kristinn Bjarkason fær vítakast, eitthvað þurftu dómararnir að ræða málin en víti dæmt á endanum
|
34:55
| 12-11
| Örn Ingi skorar úr vítinu
|
35:17
| 12-12
| Nicklas Selvig skorar og jafnar metin aftur, Nicklas er búinn að vera mikilvægur
|
35:39
|
| Tomas Olason ver frá Böðvari en Afturelding nær frákastinu og heldur áfram sókn sinni
|
36:13
|
| Tomas Olason ver frá Birki og Akureyri nær boltanum
|
36:23
|
| Akureyri tapar boltanum strax aftur
|
36:35
|
| Tomas Olason ver glæsilega úr seinni bylgju
|
36:47
| 12-13
| Heimir Örn Árnason kemur Akureyri yfir, liðið keyrði vel í bakið á heimamönnum og Akureyri komið yfir í fyrsta skiptið í leiknum
|
37:13
| 13-13
| Böðvar Páll jafnar hinsvegar metin fyrir heimamenn
|
37:50
|
| Afturelding náði boltanum og Pétur Júníusson sækir vítakast
|
37:50
|
| Sigþór Árni Heimisson fær 2 mínútur fyrir brotið á Pétri
|
38:03
| 13-13
| Tomas Olason ver vítið! Örn Ingi skoraði áðan en nú sá Tomas við honum
|
38:30
|
| Kristján Orri Jóhannsson með skot í slánna
|
38:57
|
| Pétur Júníusson fiskar aftur vítakast
|
39:13
| 14-13
| Tomas Olason var ekki langt frá því að verja aftur en Jóhann Jóhannsson skorar
|
40:30
| 14-14
| Heimir Örn Árnason heldur áfram og skorar eftir að hafa hreinlega labbað í gegnum vörnina, þvílíkur maður!
|
40:59
|
| Afturelding missir boltann
|
41:15
|
| Kristján Orri Jóhannsson fær dæmdan á sig ruðning
|
41:30
|
| Það er af nógu að taka af sóknarmistökum og sóknarbrotum hjá báðum liðum hér í dag
|
41:55
|
| Talandi um sóknarmistök! Afturelding missir boltann
|
42:09
|
| Kristján Orri Jóhannsson með skot en Davíð ver frá honum
|
42:48
| 15-14
| Jóhann Jóhannsson skorar fyrir Aftureldingu
|
43:01
|
| Enn er Akureyri að missa boltann
|
43:08
| 16-14
| Jóhann Jóhannsson skorar og kemur Aftureldingu aftur í tveggja marka forskot
|
43:23
|
| Bergvin Þór Gíslason fiskar vítakast!
|
43:31
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson skýtur í slá úr vítakastinu
|
44:07
| 17-14
| Pétur Júníusson skorar fyrir Aftureldingu, þetta er ekki alveg að falla með okkar mönnum
|
44:29
|
| Akureyri missir boltann
|
44:52
| 18-14
| Gestur Ingvarsson skorar úr hraðaupphlaupi og þetta er farið að líta illa út
|
45:15
|
| Atli Hilmarsson tekur leikhlé
|
45:15
|
| Það er nóg eftir af þessu en Akureyri verður að komast aftur í gang ef liðið ætlar sér að fá eitthvað útúr þessum leik
|
45:20
|
| Mislukkað skot hjá okkar mönnum sem Davíð ver
|
45:52
|
| Tomas Olason ver frá Gesti úr hraðaupphlaupi
|
46:09
| 19-14
| Örn Ingi skorar og kemur forskotinu upp í 5 mörk
|
47:34
| 19-15
| Halldór Logi Árnason skorar af línunni, það er ennþá möguleiki
|
47:48
|
| Ruðningur dæmdur á Örn Inga, Akureyri með boltann
|
48:33
|
| Nicklas Selvig með skot í stöngina og Afturelding nær boltanum
|
48:58
|
| Afturelding missir boltann enn og aftur, nú verðum við að refsa fyrir þetta!
|
49:23
|
| Kristján Orri Jóhannsson í hraðaupphlaupi en Davíð ver frá honum
|
50:24
|
| Þrándur Gíslason fær 2 mínútur, brýtur á Erni Inga. Þetta ætlar að verða erfitt
|
50:47
|
| Afturelding tekur leikhlé
|
50:47
|
| Lið Aftureldingar er í afar góðri stöðu, getur Akureyri snúið þessu við og fengið eitthvað útúr þessum leik?
|
51:01
| 20-15
| Örn Ingi fer í gegn og skorar, nýtti yfirtöluna vel
|
51:57
|
| Akureyri missir boltann
|
52:06
|
| Tomas Olason ver vel og Akureyri með boltann
|
52:18
| 20-16
| Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar frábært mark úr horninu, vippar glæsilega yfir Davíð
|
52:53
| 21-16
| Pétur Júníusson skorar, sending frá Erni Inga sem er búinn að vera magnaður í dag
|
53:54
|
| Halldór Logi Árnason sækir vítakast og Birkir Benediktsson fær 2 mínútur
|
54:17
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson setur boltann í stöngina, við verðum að nýta vítaköstin betur
|
54:48
|
| Tomas Olason ver frá Jóhanni Gunnari, Tomas er búinn að vera flottur í dag
|
55:55
|
| Akureyri missir boltann enn og aftur, þetta er bara alls ekki boðlegt
|
56:11
|
| Tomas Olason ver frá Gesti úr hraðaupphlaupi, hvernig væri þessi leikur án Tomasar í markinu?
|
56:29
|
| Akureyri missir boltann, finnst ég hafa skrifað þetta áður
|
56:36
| 22-16
| Jóhann Jóhannsson klárar leikinn með neglu og Afturelding með öruggt forskot
|
57:04
|
| Skot yfir frá okkar mönnum og lítið eftir
|
57:32
|
| Tomas Olason heldur þó áfram að bæta við sig vörðum skotum nú ver hann frá Böðvari
|
57:53
| 22-17
| Kristján Orri Jóhannsson skorar úr hraðaupphlaupi
|
58:02
|
| Lína dæmd á Ágúst og Akureyri í sókn
|
58:44
|
| Böðvar Páll fær 2 mínútur og þar af leiðandi rautt spjald
|
59:10
|
| Nicklas Selvig með skot framhjá
|
59:18
|
| Kristján Orri Jóhannsson fær 2 mínútur
|
59:52
|
| Tomas Olason ver frá Birki, þvílíkur leikur hjá Tomas
|
60:00
|
| Þá er leikurinn búinn og Afturelding vinnur 5 marka sigur. Spilamennska Akureyrar alltof sveiflukennd fyrir utan Tomas í markinu
|
60:00
|
| Tomas Olason varði 20 skot í leiknum sem gerir 47,6% markvörslu. Sóknarleikur Akureyrar var hinsvegar alls ekki nógu góður og kostaði tap í dag
|
60:00
|
| Við þökkum fyrir okkur í dag, leikurinn var sá síðasti í 2. umferðinni og HSÍ mun gefa út á næstunni hvernig 3. umferðin verður spiluð. Fylgist með á heimasíðunni hvenær næsti leikur verður
|