Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2014-15

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
Olís deild karla 12. febrúar 2015 kl.19:30 í N1-höllinni Mosó
Afturelding
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Aftureldingar og Akureyrar í 18. umferð Olís Deildar Karla


Tími   Staða   Skýring
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Aftureldingar og Akureyrar í 18. umferð Olís Deildar Karla
Hópur Aftureldingar
Markmenn: Pálmar Pétursson og Davíð Svansson
Útileikmenn: Elvar Ásgeirsson, Ágúst Birgisson, Árni Bragi Eyjólfsson, Hrafn Ingvarsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Gestur Ingvarsson, Pétur Júníusson, Kristinn Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Jóhann Gunnar Einarsson, Birkir Benediktsson og Örn Ingi Bjarkason
Hópur Akureyrar
Markmenn: Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundsson
Útileikmenn: Birkir Guðlaugsson, Halldór Logi Árnason, Þrándur Gíslason, Jón Heiðar Sigurðsson , Heimir Örn Árnason, Sverre Jakobsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Sigþór Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Nicklas Selvig og Ingimundur Ingimundarson.
Bæði liðin féllu úr leik í 8-liða úrslitum Coca-Cola Bikarsins um helgina og því nokkuð ljóst að bæði lið vilja sigur í dag til að komast aftur í gang
Afturelding er með 24 stig í 3. sæti á meðan Akureyri er með 16 stig í 6. sætinu
Akureyri sigraði fyrri leik liðanna í vetur í Höllinni á Akureyri 27-23 en það var fyrsti leikur Akureyrar undir stjórn Atla Hilmarssonar á tímabilinu
Dómarar leiksins eru þeir Magnús Kári Jónsson og Ómar Ingi Sverrisson
Þá er þetta að bresta á, verið er að kynna liðin til leiks
0:01 Afturelding hefur hafið leikinn
0:35 1-0 Örn Ingi skorar fyrsta mark leiksins og kemur Aftureldingu í 1-0
1:10 1-1 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar flott mark úr horninu!
1:26 Tomas Olason ver vel frá Erni Inga en búið að dæma aukakast, Afturelding heldur boltanum
1:52 2-1 Birkir Benediktsson hamrar boltanum í netið og kemur Aftureldingu aftur yfir
2:31 Sigþór Árni Heimisson með slakt skot sem fer framhjá
2:44 Tomas Olason ver hinsvegar boltann og Akureyri fær annað tækifæri á að jafna metin
3:19  Böðvar Páll fær gult spjald í liði Aftureldingar, Akureyri enn í sókn
3:49 Akureyri fær dæmda á sig leiktöf
4:05 Afturelding hinsvegar tapar boltanum strax aftur
4:48 Sigþór Árni Heimisson skýtur aftur framhjá, Sissi þarf eitthvað að stilla miðið betur
5:43   Heimir Örn Árnason fær gult spjald, Afturelding enn í sókn
6:10 Tomas Olason ver sitt þriðja skot, nú frá Erni Inga og Akureyri leggur af stað í sókn
6:54 2-2 Bergvin Þór Gíslason flýgur í gegnum vörnina og skorar flott mark
7:15  Böðvar Páll fær 2 mínútur fyrir brotið á Bergvini. Akureyri því einum fleiri næstu 2 mínúturnar
7:44   Sverre Andreas Jakobsson fær gult spjald í vörninni
8:29 Tomas Olason heldur áfram að verja! Árni Bragi lyfti sér upp en Tomas sá við honum
9:17 Sigþór Árni Heimisson fær dæmdan á sig ruðning, spurning hvort það hefði ekki átt að dæma víti þarna. Vörn Aftureldingar var líklega inn í teig þarna
9:56 3-2 Birkir Benediktsson kemur Aftureldingu aftur yfir
10:18 Nicklas Selvig fiskar vítakast! Davíð varði frá Nicklas en vítakast dæmt
10:40 3-3 Kristján Orri Jóhannsson skorar af öryggi úr vítinu
12:15 4-3 Örn Ingi kemur á vörnina og skorar, það þarf að mæta þessum manni!
13:01 Nicklas Selvig með skot sem Davíð ver, Afturelding með boltann
13:16 5-3 Birkir Benediktsson heldur áfram að skora og kemur Aftureldingu í 5-3
13:52   Bergvin Þór Gíslason fær 2 mínútur, líklegast réttur dómur og Akureyri einum færri
14:35 Heimir Örn Árnason með skot sem Davíð ver, Afturelding með boltann
14:57 Árni Bragi í dauðafæri en skýtur í stöngina! Akureyri nær boltanum
15:28 Þrándur Gíslason fiskar vítakast! Engin miskunn gegn sínu uppeldisliði!
15:56 Kristján Orri Jóhannsson nær hinsvegar ekki að skora, Davíð ver vítið vel
16:13 Afturelding í sókn
16:40 6-3 Vörn Akureyrar ver skot frá Birki en Örn Ingi nær frákastinu og skorar
17:00 Akureyri glatar boltanum, þetta er ekki nógu gott
17:31 7-3 Pétur Júníusson skorar af línunni og Afturelding er að stinga af
18:06  Pétur Júníusson fær 2 mínútur, tók full hart á Þrándi
18:58 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
18:58 Það hefur lítið gengið hjá Akureyri síðustu mínútur og Akureyri hefur ekki skorað í þó nokkurn tíma. Afturelding hinsvegar skorað fjögur síðustu mörk leiksins
19:02 Tomas Olason ver frá Árna Braga úr hraðaupphlaupi
19:42 Enn er Akureyri að tapa boltanum, sóknin er alls ekki boðleg í upphafi þessa leiks
20:25 Tomas Olason ver frá Jóhanni Jóhannssyni, Tomas er yfirburðarmaður í liði Akureyrar í upphafi
20:47 7-4 Heimir Örn Árnason brunar upp völlinn og skorar, virkilega ánægjulegt að sjá þetta frá Heimi
21:13 Afturelding missir boltann, nú er bara að keyra á þá
21:37 Heimir Örn Árnason fær vítakast, Heimir öflugur núna
21:53 7-5 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr vítinu, mikilvægt
22:19   Þrándur Gíslason tekur full fast á Erni Inga og fær 2 mínútur
22:45 8-5 Gestur Ingvarsson skorar úr horninu fyrir Aftureldingu, ekki lengi að opna vörnina manni fleiri
23:04 Bergvin Þór Gíslason með skot í stöngina
23:27 9-5 Ágúst Birgisson skorar af línunni fyrir Aftureldingu
23:54 9-6 Nicklas Selvig skoraði úr hraðaupphlaupi áðan, smá tæknilegir örðugleikar hjá okkur!
24:24 9-7 Kristján Orri Jóhannsson skorar flott mark úr hægra horninu, koma svo strákar!
24:46 10-7 Örn Ingi heldur áfram að hrella okkar menn og skorar
25:21 10-8 Nicklas Selvig hefur verið flottur hingað til og skorar gott mark
26:16 11-8 Örn Ingi skorar eftir gegnumbrot, það þarf einhvern veginn að stöðva hann
27:02 Akureyri er að fá nóg af aukaköstum, við viljum hinsvegar sjá fleiri mörk
27:26 Þrándur Gíslason fær dæmda á sig ólöglega blokkeringu, Afturelding fær boltann
27:45 Jóhann Jóhannsson skýtur yfir, Akureyri fær boltann
27:59 Þrándur Gíslason sækir vítakast!
28:10 11-9 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar að sjálfsögðu úr vítinu
28:46 Tomas Olason ver frá Erni Inga en búið að dæma aukakast
29:06 Afturelding missir boltann, bæði lið búin að vera að missa boltann ítrekað
29:25 Akureyri fær aukakast
29:42 Þrándur Gíslason fær vítakast, Davíð varði frá honum en víti dæmt
29:48 11-10 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr vítakastinu
29:48 Afturelding tekur leikhlé
29:46 14 sekúndur eftir af fyrri hálfleik, nær Akureyri að loka á lokasóknina og halda forskotinu í einu marki?
30:00 Kominn hálfleikur, flott vörn hjá okkar mönnum og Mosfellingar náðu ekki skoti á markið. Hálfleikstölur eru því 11-10 fyrir Aftureldingu
30:00 Akureyri skoraði síðustu tvö mörkin í hálfleiknum og munurinn því einungis eitt mark, vonandi ná okkar menn að mæta betur stemmdir í síðari hálfleikinn heldur en gegn Valsmönnum um daginn
30:00 Mörk Aftureldingar: Örn Ingi Bjarkason 5 mörk, Birkir Benediktsson 3, Pétur Júníusson, Gestur Ingvarsson og Ágúst Birgisson 1 mark hver
30:00 Mörk Akureyrar: Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 mörk (3 úr vítum), Kristján Orri 2 mörk (1 úr víti), Nicklas Selvig 2, Heimir Örn Árnason og Bergvin Þór Gíslason 1 mark hvor
30:00 Tomas Olason hefur varið 8 skot í marki Akureyrar en Davíð Svansson hefur varið 9 skot þar á meðal 1 víti í marki Aftureldingar
30:01 Akureyri hefur hafið síðari hálfleikinn, liðið getur jafnað strax í upphafi
30:10 11-11 Nicklas Selvig skorar og jafnar leikinn!
31:52 Akureyri nær boltanum eftir stangarskot
31:58 Bergvin Þór Gíslason með skot sem er varið en fær aukakast
32:17  Böðvar Páll fær 2 mínútur fyrir að brjóta á Bergvin
32:56  Einar Andri þjálfari Aftureldingar fær gult spjald, eitthvað ósáttur þessa stundina
33:15 Sigþór Árni Heimisson glatar boltanum
33:27   Heiðar Þór Aðalsteinsson fær 2 mínútur fyrir brot á Erni Inga, bæði lið með mann í kælingu
33:45 Örn Ingi ræðst á vörnina og sækir vítakast
33:57 Tomas Olason ver vítakastið!!! Jóhann Gunnar tók vítið en Tomas sá við honum. Akureyri í sókn
34:31 Afturelding með boltann
34:51 Kristinn Bjarkason fær vítakast, eitthvað þurftu dómararnir að ræða málin en víti dæmt á endanum
34:55 12-11 Örn Ingi skorar úr vítinu
35:17 12-12 Nicklas Selvig skorar og jafnar metin aftur, Nicklas er búinn að vera mikilvægur
35:39 Tomas Olason ver frá Böðvari en Afturelding nær frákastinu og heldur áfram sókn sinni
36:13 Tomas Olason ver frá Birki og Akureyri nær boltanum
36:23 Akureyri tapar boltanum strax aftur
36:35 Tomas Olason ver glæsilega úr seinni bylgju
36:47 12-13 Heimir Örn Árnason kemur Akureyri yfir, liðið keyrði vel í bakið á heimamönnum og Akureyri komið yfir í fyrsta skiptið í leiknum
37:13 13-13 Böðvar Páll jafnar hinsvegar metin fyrir heimamenn
37:50 Afturelding náði boltanum og Pétur Júníusson sækir vítakast
37:50   Sigþór Árni Heimisson fær 2 mínútur fyrir brotið á Pétri
38:03 13-13 Tomas Olason ver vítið! Örn Ingi skoraði áðan en nú sá Tomas við honum
38:30 Kristján Orri Jóhannsson með skot í slánna
38:57 Pétur Júníusson fiskar aftur vítakast
39:13 14-13 Tomas Olason var ekki langt frá því að verja aftur en Jóhann Jóhannsson skorar
40:30 14-14 Heimir Örn Árnason heldur áfram og skorar eftir að hafa hreinlega labbað í gegnum vörnina, þvílíkur maður!
40:59 Afturelding missir boltann
41:15 Kristján Orri Jóhannsson fær dæmdan á sig ruðning
41:30 Það er af nógu að taka af sóknarmistökum og sóknarbrotum hjá báðum liðum hér í dag
41:55 Talandi um sóknarmistök! Afturelding missir boltann
42:09 Kristján Orri Jóhannsson með skot en Davíð ver frá honum
42:48 15-14 Jóhann Jóhannsson skorar fyrir Aftureldingu
43:01 Enn er Akureyri að missa boltann
43:08 16-14 Jóhann Jóhannsson skorar og kemur Aftureldingu aftur í tveggja marka forskot
43:23 Bergvin Þór Gíslason fiskar vítakast!
43:31 Heiðar Þór Aðalsteinsson skýtur í slá úr vítakastinu
44:07 17-14 Pétur Júníusson skorar fyrir Aftureldingu, þetta er ekki alveg að falla með okkar mönnum
44:29 Akureyri missir boltann
44:52 18-14 Gestur Ingvarsson skorar úr hraðaupphlaupi og þetta er farið að líta illa út
45:15 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
45:15 Það er nóg eftir af þessu en Akureyri verður að komast aftur í gang ef liðið ætlar sér að fá eitthvað útúr þessum leik
45:20 Mislukkað skot hjá okkar mönnum sem Davíð ver
45:52 Tomas Olason ver frá Gesti úr hraðaupphlaupi
46:09 19-14 Örn Ingi skorar og kemur forskotinu upp í 5 mörk
47:34 19-15 Halldór Logi Árnason skorar af línunni, það er ennþá möguleiki
47:48 Ruðningur dæmdur á Örn Inga, Akureyri með boltann
48:33 Nicklas Selvig með skot í stöngina og Afturelding nær boltanum
48:58 Afturelding missir boltann enn og aftur, nú verðum við að refsa fyrir þetta!
49:23 Kristján Orri Jóhannsson í hraðaupphlaupi en Davíð ver frá honum
50:24  Þrándur Gíslason fær 2 mínútur, brýtur á Erni Inga. Þetta ætlar að verða erfitt
50:47 Afturelding tekur leikhlé
50:47 Lið Aftureldingar er í afar góðri stöðu, getur Akureyri snúið þessu við og fengið eitthvað útúr þessum leik?
51:01 20-15 Örn Ingi fer í gegn og skorar, nýtti yfirtöluna vel
51:57 Akureyri missir boltann
52:06 Tomas Olason ver vel og Akureyri með boltann
52:18 20-16 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar frábært mark úr horninu, vippar glæsilega yfir Davíð
52:53 21-16 Pétur Júníusson skorar, sending frá Erni Inga sem er búinn að vera magnaður í dag
53:54  Halldór Logi Árnason sækir vítakast og Birkir Benediktsson fær 2 mínútur
54:17 Heiðar Þór Aðalsteinsson setur boltann í stöngina, við verðum að nýta vítaköstin betur
54:48 Tomas Olason ver frá Jóhanni Gunnari, Tomas er búinn að vera flottur í dag
55:55 Akureyri missir boltann enn og aftur, þetta er bara alls ekki boðlegt
56:11 Tomas Olason ver frá Gesti úr hraðaupphlaupi, hvernig væri þessi leikur án Tomasar í markinu?
56:29 Akureyri missir boltann, finnst ég hafa skrifað þetta áður
56:36 22-16 Jóhann Jóhannsson klárar leikinn með neglu og Afturelding með öruggt forskot
57:04 Skot yfir frá okkar mönnum og lítið eftir
57:32 Tomas Olason heldur þó áfram að bæta við sig vörðum skotum nú ver hann frá Böðvari
57:53 22-17 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr hraðaupphlaupi
58:02 Lína dæmd á Ágúst og Akureyri í sókn
58:44  Böðvar Páll fær 2 mínútur og þar af leiðandi rautt spjald
59:10 Nicklas Selvig með skot framhjá
59:18   Kristján Orri Jóhannsson fær 2 mínútur
59:52 Tomas Olason ver frá Birki, þvílíkur leikur hjá Tomas
60:00 Þá er leikurinn búinn og Afturelding vinnur 5 marka sigur. Spilamennska Akureyrar alltof sveiflukennd fyrir utan Tomas í markinu
60:00 Tomas Olason varði 20 skot í leiknum sem gerir 47,6% markvörslu. Sóknarleikur Akureyrar var hinsvegar alls ekki nógu góður og kostaði tap í dag
60:00 Við þökkum fyrir okkur í dag, leikurinn var sá síðasti í 2. umferðinni og HSÍ mun gefa út á næstunni hvernig 3. umferðin verður spiluð. Fylgist með á heimasíðunni hvenær næsti leikur verður

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson